Tíminn - 03.12.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1965, Blaðsíða 9
I 11 '1 , I \ I ' I ' I I FÖSTUDAGUR 3. desember 1965 TÍMINN 21 ARABÍU LAWRENCE 14 Sýrlandi. Bretland skyldi fá Mesópótamíu í sinn hlut og Hússein gæti fengið Hejaz sem laun fyrir veitta aðstoð. „Þér getið ekki í alvöru haldið því fram, að þessir villi- menn geti stjórnað málum sínum sómasamlega og dugað sem hermenn eftir ófarirnar og klaufaskap þeirra við Medína,“ sagði hann hlæjandi. ,,Ég þekki þessa þjóð, ég hef stjórnað arabiskum liðsveitum í Marokkó.“ Lawrence svaraði reiðilega, að ef Arabar fengju tækifæri myndu þeir sýna, hvað þeir gætu. Og þeir hefðu sýnt það við Jenbo og nú var frumkvæðið þeirra. Það var þess vegna, sem Bremond vildi nú hefja ensk-franska árás og taka þannig frumkvæðið í sínar hendur. Með slíkum aðgerðum yrði Hússein tortryggður af löndum sínum og hersveitir hans myndu hlaupa undan merkjum. Deilurnar stóðu þar til Wilson kom frá Jidda, hann var algerlega samþykkur landa sínum. En með honum bárust fréttir, sem honum höfðu verið símaðar frá Kaíró. Murray hafði samþykkt að hafa tilbúið enskt-franskt lið á Egypta- landi, sem senda mætti til Hejaz, með litlum fyrirvara. Auk þess var Newcombe ofursti ásamt liðsforingjum á leiðinni og átti hann að athuga um samræmdar hernaðaraðgerðir Araba og væntanlegs liðs. Lawrence sá strax, að þessi áætlun kom alveg heim við ráðagerðir Bremonds og hann ákvað að hefjast handa strax til þess að tryggja framgang eigin áætlana. Wilson var á sömu skoðun og Lawrence um að hefjast handa. Tyrkir áttu í erfiðleikum. Sjúkdómar herjuðu á liðsveitir þeirra og tilraun þeirra til að taka Rabegh hafði mistekizt á svipaðan hátt og við Jenbo. Arabar réðust á þá, þegar tækifæri gafst og vistir voru ónógar, hermenn þeirra hungraðir og illa haldnir og hross og úlfaldar féllu í hrönn- um. Fakhri Pasha var sagður ætla að draga lið sitt allt til vamarstöðvanna við Medína. Nú var tíminn að fylgja eftir sigrinum og rugla óvininn. Wilson lagði þau ráð, að Zeid og Alí skyldu gæta strandlengjunnar, þeir voru nú hressari en áður eftir sigurinn við Jenbo, jafnframt skyldi Abdulla halda til hliðar við Medína, með her sinn og ógna með því Hejaz járnbrautinni ,sem var lífæð Tyrkja, þar ANTHONY NUTTING um fóru allir flutningar þeirra milli Damaskus og Medína. Feisal skyldi halda til Wejh, sem er hafnar- borg við Rauðahafið hundrað og sjötíu mílum fyrir norðan Jenbo og taka borgina með tíu þúsund manna liði af Júheina stofni. Flotadeild sex brezkra herskipa átti að sigla áleiðis til sömu borgar með fimm hundruð arabiskra fótgöngulíða og nokkrar deildir brezkra sjóliða innan borðs, þetta lið skyldi gera árás sjávarmegin á borgina. Árásardagurinn var ákveðinn 28. janúar. Flotadeildin átti einnig að sjá landhernum fyrir vistum og vatni, þar sem vatnsleysi var mikið á leið landhersins, og þær fáu uppsprettur, sem þar fundust voru eitraðar af Tyrkjum. Með töku Wejh blaut hernaðaraðstaða Tyrkja að versna til mikilla muna, að dómi Lawrence og Wil- sons. Eina hafnarborgin, sem þá yrði á valdi þeirra var Akaba, fimm mílum fyrir norðan Medína. Með töku Wejh yrðu aðflutningsleiðir til herja Hússeins mun öruggari. Eina fyrirstaðan við þessa áætlun var afstaða Feisals. Þótt hann væri nú vonbetri um varnarhæfni Araba en áður, var hann ekki ginnkeyptur fyrir árás- arfyrirætlunum. Honum leizt engan veginn á að halda tvö hundruð kílómetra yfir eyðimörk og ráðast gegn herstöð Tyrkja, en um styrkleika þeirra þar var ekk- ert vitað. Honum þótti öruggara að dvelja í örygginu í Jenbo og Rebegh. Hann mundi ennþá ófarir sínar. Lawrence telur, að samþykki Feisals hafi loks fengizt með loforði um að Bretar myndu tryggja varnir Jenbo og Rabegh með flota sínum. Árásarfyrirætlunum Abdulla var breytt, hann átti að vernda aðflutningsleiðir Feisals | og halda sig fyrir norðan Medína og herja á úlfalda- lestir Tyrkja, sem komu frá Mesópótamíu. Feisal kannaði lið Abdulla og tryggði sér samþykki hans, síðan var herferðin hafin þann 14. janúar. Lawrence og Feisal , fóru fremstir. Lawrence hefur lýst brottferðinni með sterkum litum. Allir tóku að syngja söng til heiðurs emírnum og fjölskyldu hans. Ferðin var hafin. Fyrstur fór Feisal, — Já, auðvitað. En þú skilur, að ég gat ekki annað en orðið fokvond í morgun, þegar ég upp- götvaði, að hún var líka að reyna að krækja í þig. Hvað ætlarðu að gera yfir helgina? — í kvöld veit ég, að ég mun borða góðan mat, en að öðru leyti vonast ég bara til að liggja í leti og hafa það náðugt. — Dýrlegt, sagði Sheila. Ég sáröfunda þig. Þau töluðu ekki meira um Fíónu og skömmu síðar fór Peter af stað til vinafólks síns. Það var löng leið, svo að honum gafst nægur tími til að hugleiða það, sem Sheila hafði sagt honum. Það var greinilegt, að Sheila hafði sagt satt, þótt hún hefði kannski mistúlkað það sem hún sá. Hún þekkti ekki Fíónu eins vel og hann gerði. Peter mundi, að hún hafði sagt honum, að hún þarfn- aðist sárlega að fá starfið og þetta virtist útiloka þann möguleika að roskni maðurinn væri ættingi hennar. Og þótt hún hefði viður- kennt, að stálkóngurinn Chard væri skyldur henni, hafði hún gert honum skilmerkilega ljóst, að hún hefði engan fjárhagslegan hagnað af þeirri frændsemi. Þá var það sem sagt ekki sennilegt, að þetta hefði verið Chard, sem hún var með En hver var hann þá? Það var satt, að forstjórinn hafði eindregið mælt með Fíónu til starfsins og þá var auðvitað nærtækt að álíta, að það væri í gegnum kunningskap við ein- hverja aðra áhrifamikla persónu. Þetta leit ekki vei út fyrir Fíónu, ÚTVARPIÐ Föstudagur 3. des. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis C The New American Library J í LEIT AD AST ELANORFARNES — Ég vona, að þú gerir það ekki Sheila. — Biðurðu mig um' að segja ekki frá neinu? spurði hún og leit í augu hans. — Nei, það geri ég ekki. Ég veit þú segir ekkert. — Takk, Peter, sagði hún og brosti. Hún lagði snöggvast hend- ina yfir handarbak hans. — Auðvitað nefni ég það ekki við neinn. En ég verð að segja, að það hefðu ekki margir trúað útskýringum þínum. Það er bara hlægilegt að segja að þú hafir abbast upp á ungfrú Chard og hún hafi ekki átt sök á neinu. — Hvers vegna? spurði Peter. — Jæja, í fyrsta lagi myndirðu ekki sýna neinum slíka fram- komu. Allir, sem þekkja þig vita það fullvel. í öðru lagi veit ég of margt um ungfrú Chard til að trúa, að hún sé alveg saklaus af þessu. — Þetta verður þú að útskýra nánar, sagði hann. — Góði Peter, það er hægur vandinn að sjá, hvers konar stúlka hún er. Ó, ég veit, að hún kemur manni fyrir sjónir sem prúð og vel uppalin stúlka, en það blekkir mig ekki. Frá því ég sá hana í fyrsta skipti fannst mér eitthvað tortryggilegt við hana og ég var ekki sú eina, sem var á þeirri skoðun. Hefurðu nokkra hug- mynd um, hvað fötin hennar kosta, Peter? Eg veit, að þau eru alltaf iburðarlaus og óbrotin en það slær ekki ryki í augun á mér. Þetta eru föt af allra dýrustu gerð. Sjálfsagt gætu verið ýmsar skýringar til á því, hvernig hún hefur efni á þessu, en ég sá hana af tilviljun í London í fríinu mínu. — Haltu áfram, hélt Peter á- kafur. . — 0, ég veit ekki, sagði Sheila seinlega. — Þú ættir ekki að segja það, sem þú hefur sagt án þess að gefa neina skýringu. — Ég veit ekki hvort ég ætti að segja þér þetta, þegar öllu er á botninn hvolft. — Það er sem sagt eitthvað miður skemmtilegt. — Já, i meira lagi og mér finnst þú verðir að vita það. Við sáum hana á Piccadilly. Ég gekk með vinkonu minni og skoðaði í búðarglugga og skyndilega nam bifreið staðar skammt frá okkur af þeirri tegund, sem annaðhvort er í eigu filmstjörnu eða iðju- höldar og sem hafa bilstjóra á þönum i kring um sig. Og maður- inn, sem steig út, leit einmitt þannig út. Mér til mikillar undr- unar hjálpaði hann ungfrú Chard út úr bílnum. Þetta var roskinn maður sem virtist vanur að allir dönsuðu eftir hans pípu. Þú hefðir ekki þekkt hana aftur, Peter. Auðvitað vorum við að springa úr forvitni, svo að við eltum þau inn. Hún var alls ekki eins virðuleg og fjarræn og hér á skrifstofunni. í fyrsta lagi var hún klædd alveg samkvæmt nýjustu Parísartízku, og svo hló hún og spjallaði og hélt alltaf undir handlegginn á honum. Hún pantaði kavíar og fullt af öðrum dýrindis vörum og bað afgreiðslustúlkuna að senda það, eins og þau gerðu venjulega innkaup sín í þessari verzlun. | Jæja, það var ekki vottur af efa ! hjá mér og þú hefðir ekki efazt, ef þú hefðir séð hana. — Á þessu er ugglaust einhver einföld skýring, sagði Peter. — Mér þætti gaman að vita, hver hún er, sagði Sheila. Ég hef ! reynt að finna aðra skýringu, en | það er ómögulegt. ! — Kannski hefur þetta verið einhver ættingi hennar. — Ég veit ekki um neinn, sem er svona við ættingja sinn. Nema hún búist við að erfa hann. — Jæja, þetta er einkamál ung- frú Chard, sagði Peter, og kemur mér ekki við, en það gerir þér kannski auðveldara að trúa að 1 hún hafi engan áhuga á mér. Sheila horfði á hann og hristi hægt höfuðið. — Þvert á móti, sagði hún. Ef ég héldi við roskinn mann til að reyna að fá sem mest út úr hon- um af gjöfum, þá vildi ég sjálf- sagt hafa yngri mann við hend- ina líka. En gamlir rikisbubbar hafa bara aidrei vakið áhuga minn. Hann brosti og reyndi að beina samtalinu frá Fíónu. ■ — Það eru sjálfsagt ekki marg- ir á þessum slóðum, sagði hann brosandi. Nema þú viljir reyna j að sjarmera K.J. ! — Ég held nú síður, sagði hún. : Eg vil fá mér mann, sem er ungur og íjörugur — eins og ég sjálf. bætti hún við. Sagðirðu annars ekki að það hefði verið K.J., sem . galdraði fram ungfrú Chard? Hvernig í ósköpunum þekkir hún hann? — Sheila, þú hefur fengið þetta á heilann. Við skulum tala um eitthvað annað. Ég verð að fara eftir fáeinar mínútur — og ég er viss um, að við geturn fundið eitthvert skemmtilegra umræðu- efni. 1 dag |útvarp. 13.50 Lesui dagskrá næstú viku, 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigrún Guð jónsdóttir byrjar lestur á óprent aðri skáldsögu efir Ragnheiði Jónsdótur: „Svör voru seglin". 15.00 Miðdegisútvarp. 16 00 Síð- degisútvarp. 17.00 Fréttir 17.05 Tónlist á atómöld Þorkell Sigur björnsson kynnir nýjar músik- sefnur. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum Sverrir Hólmars son les sögu frá hinu forna Persa veldi: Bernska Kýrosar mikla. 18.30 Tónleikar 19.30 Fréttir. 20. 00 Kvöldvaka 21.30 Útvarpssag- an: „Paradísarheimt“ eftir Hall- dór Laxness Höf flytur (12). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 10 íslenzkt mál Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag. flytur þátt- inn. 22.30 Næturhljómleikar: Frá tónlistarhátíðinni i Stokkhólmi f september 23.50 Dagskrárlok. Laugardagur 4. deseniber 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Óskalög sjúkl- inga 14 30 f vikulokín, þáttur Iuhdir stj. Jónasar Jónas sonar. 16.00 Veðurfregnir. Þetta vii ég heyra. 17.00 Fréttir ónninn gengur Ragnheiður Heiðreks dóttir kvnir nýjustu dægurlög in. 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 18.00 Út- varpssaga barnanna: „Úlfhund urinn“ Benedikt Arnkelsson les söguna í eigin þýðingu (13) 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Söngv ar í léttum tón. 1845 Tilkynn ingar. 19.30 Fréttir. 20.00 Létt ur laugardagskonsert. 20.40 Leikrit: ,,Við eins manns borð“ eftir Terence Rattigan 1. hluti Borð við gluggann. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög 24.00 Ðagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.