Tíminn - 03.12.1965, Blaðsíða 4
16
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 3. desember 1965
L EIKFÖNG
YOKOHAMA
Plasticant kubbarnir
eru leikföng í sérflokki. Skemmtilegir og þrosk-
andi. Höfum einnig:
Dúkkur — Bangsa — Bátabíla — Flugvélar —
fsskápa — Þvottavélar — Dúkkusett — Síma-
píanó — Byssur — Allskonar módel og m. fl.
Lítið inn og kynnið yður verð og gæði leik-
fanganna hjá okkur.
'ngólfsstræti 8 — Sími 10-2-40
Vegir í Japan eru víöa slæmir, líkir því sem við eigum að venjást.
Japanir hafa því orðið að leggja sérstaka áherzlu á framleiðslu
sterkra og góðra hjólbarða, sem henta þarlendum malarvegum.
Hér á landi hafa japanskir hjólbarðar frá Yokohama gefið mjög góða
raun. Fáanlegir í ýmsum mynztrum og af mörgum gerðum undir
flest farartæki. Einkaumboð Samband ísl. samvinnufélaga,
Ármúla 3, sími 38900
Auglýsið í TÍMANUM - Sími 19523
Sérstæð bók um dutræn efni og dagsanna fyrirburði
Sigurður Haralz segir vel frá, skrifar hressilega og lýsir af
einurð og raunsæi fjölda dulrænna fyrirbæra, sem hann hefur
upplifað á sjó og landi.
Fylgjur og fyrirboöar
„Hjá sumu fólki er öll dulræn reynsla varðveitt sem hið mesta leyndarmál
alla ævi. Það er af þeirri ástæðu, að það vill ekki tefla á tvær hættur með
að láta líta á sig sem bilaðar eða brjálaðar manneskjur. Þessu fólki er
nokkur vorkunn. Margir leggja mikið upp úr því, sem „ailir segja“.
En ég horfi hér eins og fyrri daginn öfugt við það og finnst engin trygging
fyrir því, að eitthvað sé rétt, þótt fjöldinn segi það. Hitt er svo annað
mál, að skiljanlega kemur öll dulræn reynsla bví fólki spænskt fyrir
sjónir, er aldrei hefur orðið fyrir votti af slíku sjálft. Stór hluti dulrænn-
ar reynslu er þess eðlis, að ógerlegt eða erfitt er að sanna hann öðrum. En
jafnvel þótt svo sé, er samt nokkuð langt gengið af peim, er við ekkert slíkt
kannast, að álykta sem svo, að sá, er frá slíku segi, sé annað hvort lygari,
eða maður óheill á geðsmunum. En annað tveggja bessara sjónarmiða
munu margir hafa. Það er og varla við öðru að búast. eins og allt er í pott-
inn búið“.