Tíminn - 03.12.1965, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.12.1965, Blaðsíða 10
22 TÍMINN BREZKA SKIPIÐ Framhald af bls. 24. og hernaðarlega séð, er mjög n'auðsynlegt að kanna sjávarbotn- inn sem bezt, því annars er ekki hægt að byggja á kafbátum í hernaði, sem munu verða mjög mikilvægír ef til mikilla hernaðar átaka kemur í heiminum. Það er jafn nauðsynlegt fyrir okkur að kanna sjávarbotninn, fyrir kaf- bátana, eins og að vita um hæð fjalla fyrir þoturnar. Það er í þessum tvíþætta tilgangi sem við eyðum fjármunum hins almenna borgara til að gera út skip sem Þetta, sagði Capt. Hall. Hann hélt áfram og sagði að þetta væri fyrsta úthafsrannsóknarskip Breta. Lokið yrði við smíðí annars sams konar skips í næsta mánuði og þess þriðja í apríl á næsta ári. Um borð væru öll nauðsynleg tæki bæði lil úthafsrannsókna og eins til rannsókna á grunnsævi. T- d. hefðu þeir um borð sérstaka báta til að fara á í rannsóknarferð ír á grunnu vatni, og þegar setja þyrfti menn á land, og einnig þyrlu, sem þeir hefðu mikið gagn af. Nefndi Capt. Hall sem dæmi að miklir erfiðleikar væru alltaf fyrlr rannsóknarskip að staðsetja sig sem nákvæmast, og til þess Þyrftu þeir að fá mið úr landi. Þyrlan kæmi þá í góðar þarfir því um borð væri Decca miðun arsamstæða, og flyttu þeir oft litlar miðunarstöðvar á afskekkt ar eyjar og annes ásamt flokkí af mönnum, og eftir þessum færan- legu stöðvum gæti skipið staðsett sig mjög nákvæmlega þegar unn ið er að rannsóknarstörfum. Það hefur löngum tíðkazt hjá Bretum að skíra herskip sín eftir eldf jöllum, og þannig er þetta skip skírt eftir Heklu á fslandi. f sambandi við Þetta Heklu nafn má geta þess að fyrsti Bretinn sem hlaut Viktoríukrossinn, sem er æðsta heiðursmerlti er Bretar veita fyrir vasklega framgöngu í hernaði, hlaut liðsforingi er var á fimmta skipinu sem skírt var Hekla, og krossinum var hann sæmdur árið 1856. Capt. Hall er 49 ára gamall, sér fræðingur í sjókortagerð, og er þetta í fimmta skiptið sem hann kemur hingað til íslands. Fyrst kom hann hingað til lands árið 1934 með gamla Goðafossi, og stóð þá hér við í einn mánuð í einkaerindum. Hann segist snemma hafa fengið áhuga á landi og þjóð, og kemur það Ijós- lega fram í viðtölum að hann hef ur lesið mikið um landið. og kynnst fornbókmenntunum. Næst kom hann til landsins árið 1940 og var þá hér í sex mánuði við ; könnun á Hvalfirði. Hrútafirði, Eyiafirði og Seyðisfirði Dóttir hans sem nú stundar nám við: háskóla í Englandi, dvaldist hér um tíma og gaf þá föður sínum faHn?! málverk af Heklu eftir Ska' nhéðinn Haraldsson, sem skip ar heiðurssess í skipstjóraíbúð- inni en tvær aðrar Heklumyndir eru annars staðar í skipinu, sem þeir Pétur Sigurðsson sjóliðsfor- ingi og Bragi Kristjánsson skrif stofustjóri færðu kapteininum núna. en Þeir eru báðir gamlir kunningjar hans. íslenzkir vísindamenn og framá menn fiskimála skoðuðu skipið hátt og lágt í gær og í dag, og leízt mjög vel á það, enda ekki furða þar sem þetta er aðeins þriggja mánaða gamalt skip og kostaði litlar 120 milljónir ís- lenzkra króna. KAUPMENN Framn al siðu 24. ,,Almennur fundur í Félagi mat vörukaupmanna og Félagi kjöt- verzlana haldinn 29. nóv. 1965 harmar að við skipun nefndar til að kanna verðlagsgrundvöll land búnaðarafurða skuli enn einu sinni hafa verið gengið fram hjá smásöludreifingaraðilum við skipun i nefndina. Fundurinn bendir á, að því að- eins fáist raunhæfur grundvöllur við verðlagningu landbúnaðaraf- urða, og tryggður verði réttur allra, sem eðli málsins samkvæmt eiga aðild að þessum málum, þ. e. framieiðenda dreifingaraðila og neytenda. Fundurinn mótmælir harðlega ákvörðun um smásöluálagningu víð verðlagningu landbúnaðaraf- urða nú í haust og bendir á. að eins og hún er nú er engin raun hæfur grundvöllur fyrir því að veita verzlunarfólki kjarabætur í fyrirhuguðum samningum.\ Fundurinn ítrekar tilmæli til hæstvirts landbúnaðarráðherra og hæstvirtrar ríkisstjórnar íslands, að þegar í stað verði tryggð að ild smásöludreifenda að þessum málum.“ Tillagan hefur verið send hæst virtum forsætis- og landbúnaðar- ráðherrum. Fundurinn var mjög fjölmennur og urðu fjörugar umræður um bæði málin.“ FRÁ ALÞINGI Framh. at li síðu. sér enga hliðstæðu. Framlög, sem ætluð voru til framkvæmda, hefðu öll fallið í rekstrarhítina. Nauð- synleg aðstoð við atvinnuvegina hefði verið úti á gaddinum. Hrak- fallasaga fjármálastjórnar núv. valdhafa væri mjög ill. Undanfar- in ár hafa tillögur um framlög til brýnna framkvæmda verið felld ar og sparnaðartillögur að engu hafðar. Loforð um sparnað eru svikin, og enn er ekkert lát á slíku. Magnús virðist ætla að feta í loforða- og svikabraut fyrirrenn- ara síns. Ríkisstjórnin hefur leyft sér að rægja umbótatillögur Fram sóknarflokksins. Aukin ferðalög ríkisstjórnarinnar og húskarla hennar auka kostnaðinn við ríkis- báknið. Magnús Jónsson hafi með þessu frumvarpi brugðist þeim vonum, sem við hann voru bundn ar. Ekki var góð hans fyrsta ganga í þessu starfi. Áætlanir í frum- varpinu um tekjur og gjöld séu í hæsta máta óvissar, enda gefi reynsla s.l. ára ótvírætt til kynna að svo muni vera. Fyrirsvars- menn margra ríkisstofnana óttast nú mjög um framtíðarþróun starf semi stofnana sinna, t.d. Póst og síma, Háskólann, Landspítalann Skipaútgerð ríkisins og fleiri. Halldór lauk ekki ræðu sinni. Fundi var frestað til klukkan hálf níu. Frá framhaldi umræðnanna verður sagt í blaðinu á morgun. ELLIHEIMILIÐ ramhald aí 24. síðu. teppi, stelpuhúfur sem nú eru svo mikið í tízku, hekluð sjöl, aðventukransar, jólakörfur og margt fleíra. Verið er að innrétta nýjá álmu sem byggð hefur verið og fyrirhugað er að föndurstarf- semin verði rekin Þar. ÍSL. í HÖFN Framhald af bls. 24. þeir urðu að syngja lögin mörg- um sinnum. Síðasta atriði dag skrárinnar var í hæsta máta óvenjulegt, því að þetta var í fyrsta sinn sem skemmtikraft ur kom frá íslandi eingöngu til þess að skemmta á hátíðinni í Kaupmannahöfn. Skemmtikrafturinn var hinn Þekkti eftirhermumaður Jón Gunnlaugsson, sem með eftir hermum sínum bæði í ræðu og söng, var hámark kvöldsins og að eftirhermunum loknum guldu áheyrendumir Jóni lof með glymjandí lófataki. Jón Gunnlaugsson og kona hans, sem er í fylgd með honum, halda á morgun til Noregs, þar sem Jón ætlar að skemmta ís lendingafélaginu í Osló að þeirra beiðni. Eins og venjulega lauk kvöld inu með dansi, sem stóð fram á rauðanótt. Innllegar þakkir fyrir samúð og vlnáttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns Jóhannesar M. Guðbrandssonar Glllastöðum í Dalasýslu. Sérstaklega vil ég þakka Jóni Jóhannessyni, héraðslækni í Búðar dal, fyrlr hans góðu umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Svanborg Jóhannesdóttir. LAUNAFLOKKUR Framhald af bls. 19. skóla, Kennaraskóla og Tækni- skóla, minjaverðir Þjóðminjasafns (hafi háskólapróf og sérmenntun á viðkomandi starfssviði), rafveitu stjórar I, sendiráðsritarar 1 og ræðismenn, síldarmatsstjóri, sjó- mælingamaður I, skjalaverðir Þjóð skjala'safns, (hafi háskólapróf og sérmentun á viðkomandi starfs- sviði)skjalaþýðandi Menntam.ráðu neytisins, skólastjórar barnaskóla (6—10 kennarar), skólastjórar gagnfræðaskóla og iðnskóla (1— 5 kennarar), skólastjórar heima- vistarbarnaskóla (2 kennarar eða fleiri), skólastjórar húsmæðra skóla, skólastjóri Matsveina- og veitingaþjónaskólans, skrifstofu- stjórar II, undirdeildarstjórar Raf orkumálaskrifstofunnar, ævi- skrárritari. 21. flokkur. Aðalbókari tollstjórans í Reykja ivík, aðalgjaldkeri tollstjórans í ! Reykjavík, aðalfulltrúi skipaskoð- i unarstjóra, tæknimenntaður, fim ileikastjóri Háskóla fslands, firma skrárritari, forstöðumaður fávita hælis í Kópavogi, forstöðumaður j handritadeildar Landsbókasafns, 1 framkvæmdastj óri Iðnfræðsluráðs, háskólamenntaðir fulltrúar, her- aðslæknar I, leikarar Þjóðleikhúss löggiltur endurskoðandi (ríkisend urskoðun), náttúrufræðingur hjá rannskknarstofnun landbúnaðar- ins, póstmeistari á Akureyri. sér fræðingur Handritastofnunar og Orðabókar Háskólans, skrifstofu- stjóri póststofunnar í Reykjavík, skólastjórar gagnfræðaskóla og iðnskóla (6—10 kennarar), sókn- arprestar, stöðvarstjóri pósts og síma, Vestmannaeyjum, stöðvar- stjóri Gufunesi, söngmálastjóri. ti! raunastjórar f landbúnaði (með háskólaprófi), umdæmisstjórar L. í. á Akureyri, Brú, ísafirði, Seyð- isfirði og Siglufirði, yfirflugum- ferðarstjóri Reykjavík (flugstjórn armiðstöð), yfirflugumferðar- stjóri á Keflavíkurflugvelli (að- flugsstjórn), vfirkennarai mennta skóla og Kennaraskóla. vfirmaður starfsmannadeildar pósts og síma, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkju. 22 flokkur Aðalgjaldkerar pósts og síma og 1 Tryggingastofnunar ríkisins, að- stoðarlæknar I, arkitektar I, bisk- upsritari, deildarstjóri birgðadeild ar raforkumálastjóra, háskóla- menntaðir fulltrúar, yfirborgar- dómara, yfirbæjarfógeta, yfirsaka dómara og saksóknara ríkisins, há skólamenntaðir sérfræðingar við rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna, skógrækt, Náttúrufræði- stofnunina, Veðurstofu o.fl., íþróttafulltrúi, leiklistarstióri út- varps, námsstjórar, póstmálafull- trúi, prófastar, skólastjórar barna skóla (11 18 kennarar), skóla- stjóri Handíðaskólans (listiðnað- ardeild), skólastjóri Húsmæðra- kennaraskólans, skólastjóri fþróttakennaraskólans. skóla- stjóri Tónlistarskólans (kennara- deild), tónlistarstjóri útvarps, verkfræðingar, yfirmaður skýrslu deildar pósts og síma, öryggiseft irlitsmaður (verkfræðingur). 23. flokkur. Aðalbókarar pósts og síma og Tryggingastofnunar ríkisins, aðal endurskoðandi pósts og síma, að- alfulltrúar bæjarfógetanna á Akur eyri, Hafnarfirði, Keflavík, Kópa vogi og Vestmannaeyjum, lög reglustjóranna í Reykjavík og Keflavíkurflugvelli (einn við hvert embætti), dagskrárstjórar útvarps og sjónvarps, deildarstjór- ar Náttúrufræðistofnunar, deildar stjórar á skattstofum, deildarstjór ar Tryggingastofnunar ríkis- ins, deildarstjórar Veðurstofu, deildarstjóri byggingadeildar raf- orkumálastjórnar, deildarstjóri rekstrardeildar Rafmagnsveitna ríkisins, flugvallarstjóri Keflavík og Reykjavík, forstjóri Viðtækja verzlunar ríkisins, forstöðukonur (yfirhjúkrunarkonur) sjúkra- húsa með yfir 200 rúm, forstöðu- maður Landmælinga íslands, for- stöðumaður vatnamælinga hjá raf orkumálastjóra, framkvæmda- stjóri flugvalla utan Reykjavfkur og Keflavíkur, framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins, framkvæmdastjóri loftferðaeftir- lits, framkvæmdastjóri Menning- arsjóðs, framkvæmdastjóri Rík- isútgáfu námsbóka, fréttastjóri út varps, leikarar Þjóðleikhúss, póst meistarinn í Reykjavík, ritsíma- stjórinn í Reykjavík, sérmenntað ir efnafræðingar og lífeðlisfræð- ingar að Keldum, skólastjórar bamaskóla (19 kennarar o. fl.), skólastjórar búnaðarskóla og garð yrkjuskóla, skólastjórar gagn- fræðaskóla og iðnskóla (11—18 kennarar), skólastjóri Heymleys- ingjaskólans, skólastjóri Hjúkr- unarskólans, skrifstofustjórar l, skrifstofu. og sölustjóri ÁTVR vígslubiskupar. 24. flokkur. Aðstoðarlæknar berkalvarna, að j stoðarlæknir tryggingayfirlækn; is, bæjarsímastjóri í Reykjavík, deildarlæknar, deildarstjóri hjá j ríkisskattstjóra og skattrannsókn I arstjóra, deildarstjórar í Stjórn arráði, ddeiildarstjórar hjá rann-- sóknarstofnunum atvinnuvega, deildarverkfræðingar, dósent í lyfjafræði lyfsala, forsetaaritari, forstöðumaður Almannavarna, for stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, for stöðumaður Listasafns ríkisins, framkvæmdastjóri Flugöryggis- þjónustu, háskólaritari, land- græðslustjóri, landlæknisfulltrúi (læknir), ríkisféhirðir, sendiráðu- nautar, sérmenntaður dýralæknir að Keldum, sérmenntaðir læknar á rannsóknarstofum, skólastjórar héraðsgagnfræðaskóla. skólastjór- ar gagnfræðaskóla og iðnskóla (19 kennarar o- fl.), skólastjórar j Stýrimannaskóla og Vélskóla, verð lagsstjóri. 25. flokkur Aðstoðaryfirlæknar ríkisspítala og rannsóknarstofr Háskólans, eft irlitsmaður með fjármálum skóla. fiskmatsstjóri forstjóri ríkisprent smiðjunnar Gutenberg, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, hæstarétt FÖSTUDAGUR 3. desember 1965 j arritari, iandnámsstjóri, leikarar : Þjóðleikhússins (3 menn), skatt- stjórar utan Reykjavíkur, skrif- stofustjórar Tryggingastofnunar ríkisins, ríkisskattstjóra, skatt stjórans í Reykjavík, raforkumála stjóra og tollstjórans í Reykjavík sýslumenn, bæjarfógetar og lög reglustjórar, trúnaðarlæknir Sjúkrasamlags Reykjavíkur, veiði ’ málastjóri. yfirverkfræðingar 26. flokkur. Aðalfulltrúi saksóknara ríkis- ins, berklayfirlæknir, borgardóm- arar. borgarfógetar, forstjórar, hag-, rekstrar- og tæknideilda pósts og síma, forstjóri ÁTVR, forstjóri Innkaupastofnunar rík- isins, forstjóri Landhelgisgæzlu, forstjóri Landssmiðju, forstjóri Sementsverksmiðju ríkisins, for stjóri Skipaútgerðar ríkisins, for stjóar rannisóknarstofnana atvinnu veganna, forstöðumaður Blóð- banka, forstöðumaður Handrita- stofnunar, forstöðum. Náttúru- fræðistofnunarinnar, forstöðumað ur Orðabókar Háskólans, forstöðu maður Tilraunastöðvar að Keld- um, framkvæmdastjóri Iðnaðar- málastofnunar, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, framkvæmdastj. ríkisspítalanna, framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, Há- skólabókavörður, héraðslæknir á Akureyri, landsbókavörður, lyf sölustjóri, prófessorar rafmagns- eftirlitsstjórí, rafmagnsveitustjóri rannsóknarlæknir að Keldum, rek torar og skólameistarar mennta- skóla, sakadómarar, ríkisbókari, skattrannsóknarstjóri, skattstjór- inn í Reykjavík, skipaskoðunar- og skipaskráningarstjóri, skógrækt arstjóri, skólastjóri Kennaraskóla fslands, skólastjóri Tækniskólans, skólayfirlæknir, tollgæzlustjórl, tryggingayfirlæknir, yfirdýralækn ir, yfirlæknar ríkisspítala og Rann sóknarstofu Háskólans, yfirlækn- ir fávitahælis í Kópavogi, þjóð- minjavörður, þjóðskjalavörður, ör yggismálastjóri. 27. flokkur. Flugmálastjóri, forstjóri Trygg ingastofnunar ríkisins, fræðslu málastjóri, húsameistari ríkisins, raf orkumálast j óri, skipulagsst j óri ríkisins, tollstjórinn í Reykjavík, útvarpsstióri, yfirborgarfógetinn í Reykjavík veðurstofustjóri, vega- málastjóri, vita- og hafnamála- stjóri, Þjóðleikhússtjóri. 28. flokkur. Biskup, hagstofustjón, land læknir, lögreglustjórinn í Reykja vík, póst- og símamálastjóri, ráðu neytisstjórar, rektor Háskólans, ríkisendurskoðandi, ríkisskatt- stjóri, sendiherrar, yfirborgardóm ari, yfirsakadómari. Skólastjórar barnaskóla, sem hafa j_afnframt gagnfræðadeildir, skulu taka sömu laun og skóla- stjórar gagnfræðaskóla miðað við samanlagðan kennarafjölda Sextugur Framhald af bls. 19. ir sér enn fjölbreyttara útsýni ný kominn á sjöundu hæð.Ef að Elías Kristjánsson er ekki gæfumaður, þá ber ég ekki skyn á hver af samtíðarmönnum mínum hefur öðlazt Það hnoss. Ég er of fjarlægur til að geta tekið í hönd þína í dag, vinur minn og frændi, og verð því að láta nægja, að senda þér hug- skeyti suður yfir heiðamar þrung ið þakklæti fyrir ómetanlega vin semd í garð mim og minna. Ég sé þig í anda umvafinn fögnuði fjölmargra vandamanna og vina, þar sem þú verður staddur, því mér er sagt að þið hjónin munið verða að heiman þennan merkis- dag. Lifðu heill um langa ævi. Geir Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.