Alþýðublaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 6
ISKfiíO) Myndir: Oddur Ólafsson. Texti: Gylfi Gröndal. SíÐASTLIÐINN mánudag hafa að líkindum margir bæjarbúar staldrað við sýningarglugga verzlananna til þess að virða fyrir sér skrautleg og girnileg páska- egg í öllum stærðum og gerðum. Páskaeggin koma nú á markaðinn frá öllum sælgætisverksmiðjum sam- tímis, og er það þá góðu heilli af sem áður var, þeg- ar framleiðendur kepptust við að verða fyrstur með eggin á markaðinn. OPNAN brá sér í sælgæt isverksmiðjuna Freyju við Lindargötu til þess að for- vitnast um framleiðslu páskaeggja. Freyja er elzta sælgætisverksmiðjan hér á landi, sem framleiðlr súkku laði. Áður mun brjóstsykur hafa verið framleiddur hér lítillega. Þegar komið er inn í Freyju, blasa við augum löng og breið borð þakin páskaeggjum í öilum regn- bogans litum. Það er ys og 500 páska egg á dag þys í verksmiðjunni, enda stendur nú yfir mesti anna- tími verksmiðjunnar. — Það má segja, að þetta sé okkar vertíð, sagði Ólaf- ur Magnússon verkstjóri. — Einnig er erilsamt um jólin, aðallega við konfektgerð- ina. — Hvað er framleiðslan mikil? — Að meðalta'li framleið- um við um 500 egg á dag, en það er náttúrlega mismun- andi eftir því um hve stór egg er að ræða. Alls mun- um við framleiða milli 17 —20 þúsund egg fyrir pásk- ana núna. —-Þið vinnið allt í hönd- unum hér? — Já, hér er lítið um vél- ar, enda ýrði framleiðslan svo geysileg, ef við hofðum nýtízku vélar með færibönd um og slíku, — að markað- ur væri sennilega lítill fyr- ir svo mikla framleiðslu. — Hvað er margt starfs- fólk? — Um 25—30 manns, en þessa dagana er það með meira móti. Við bætum við nokkrum mönnum á þessum tíma árs. lír Við komum að máli við Magnús Þorsteinsson, stofn anda og framkvæmdastjóra Freyju, og spurðum 'hann um upphaf á framleiðslu páskaeggja hér á landi. — Freyja er stofnuð 1918, sagði Magnús, — en það var ekki fyrr en 1929, sem við hófum framleiðslu páskaeggja. — Og þau höfðu þá ekki verið framleidd hér áður? — Nei, þetta var nýjung hér á landi. Við höfðum litla verzlun í Austurstræti 5 og seldurn eggin þar fyrst. Síðan fórum við að selja þau í heildsölu. Eggjunum var strax í upphafi mjög vel tekið, og þau urðu vin- sælli með hverju ári sem leið. Nú er svo komið, að páskaeggin eru orðin, svo nátengd páskahátíðinni, að mönnum dettur þetta tvennt oftast nær í hug samtímis. — Þið hafið framleitt eggin eftir erlendum fyrir- myndum. — Já. Þessi siður tíðkast á öllum Norðurlöndum og einnig Þýzkalandi og eflaust víðar. Páskaeggin munu annars vera ævaforn og heiðinn siður. í Svíþjóð tíðkast til dæmis að harð- sjóða hænuegg og rnála þau síðan í skrautlegum litum. : LEYNDARDÓMUB MONT EVERBsó Sigurður Ólason, lögfræðingur. loFTUR GUÐMUNDSSON rithöfundur skaut því að okkur, að Sigurður Ólason lögfræðingur kynni eftilvill að geta sagt okkur sitthvað nánar um stúlkuna „fölu og fögrú', sem birtist séra Árna Þórarinssyni og Al- bert Þorvarðssyni vitaverði í Gróttu, er þeir gistu á Staðarstað. Frá þessu var sagt hér í Opnunni síðast- liðinn sunnudag. Sigurður er fæddur og uppalinn í Gröf í Mikla- holtshreppi, — og það fór eins og Loft hafði grunað, að hann lumaði á ýmsu um stúlku þessa, enda er það svo um Snæfellinga, að þeg ar draugar eru annars veg- ar, — þá eru þeir í essinu sínu. — Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég las viðtalið við vitavörðinn í Gróttu, sagði Sigurður, — að í Gröf í Miklaholtshreppi var gömul kona að nafni Hall- dóra, — ég man nú ekki hvers dóttir hún Var. Hún var u máttrætt ári£ -—- Halldóra hafði vinnukona að Staðars séra Þorkeli Eyjólfss mundi hún eftir stúlku, sem var „m slegið hár“ eins c birtist þeim séra Á Alberti. Stúlkan var á Staðarstað og einn: þar nokkrir ungir miklir fyrir sér og g Var haft á orðspori, £ ir þeirra væru að ; vænginn við hana hverju sinni voru p að leika sér að því aí lausu púðri úr Skyndilega sjá þeir una koma með mjól urnar fyrir fjóshor hrópa til hennar: aðu við!“ Einn ,p skýtur að henni í j skap, og vildi svo ' lega til, að hagl hafð: x byssunni, sem þei ekki um. Haglið fó, gegnum hjartað, og : var þegar örend. — Hvenær gerðist Stuttu síðar erú dyrnar opnaðar, og þar stendur Philip. „Mér þykir fyrir því,“ segir hann, „að við neyddumst til að nota svo hörkulegar kennsluaðferð- ir. En þú varst svo vit- skertur, að við áttum ekki annars úrkostar. Hérna, boroaðu þetta, ég kc súpuspón hanad þér ar Philip kom im Frans einmitt litið á sína, sem var þá s Hvaða mánaðardagu: annars vera, og hv 0 22, marz 1959 Alþýðublaðið iai

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.