Alþýðublaðið - 24.03.1959, Page 4

Alþýðublaðið - 24.03.1959, Page 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ást- fcórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- eon. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- con. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- sími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10. íslenzki m }ólku riiínaðu rinn ALÞÝÐUBLAÐIÐ hafði á sunxiudag efíir r.oi'ska mjólkurfræðingnum Jakob Vikse, að nýja Fíóabúið sé fullkomnasta mjölkurbú, isem hann b.afi séð á Norðurlöndum. Þetta er mikið ánægju- efni. Samtök bænda um framleiðslu og sölu mjólk- v r hafa borið mikinn og góðan árangur. Og íslenzki i ’.jólkuriðnaðurinn hlýtur að eiga sér ærna fram- tlð. V|ð eigum nú mikilhæfa kunnáttumenn á þessu sviði, og hið nýja Mjólkurbú Flóamanna kemur til með að valda tímamótum. Þetta er ekki . aðeins sigur fyrir bændastéttina. Hér er jafnframt og ekki síður um að ræða ánægjuefni neytend- anna í bæjunum. * Iðnaður í sambandi við höfuðatvinnuvegi okk- ' ar íslendinga, sjávarútveg og landbúnað, er í senn tímabær og nauðsynlegur. Hann segir og til sín í vaxandi mæli. Hráefnasjónarmiðið er ekki lengur aáalatriöí ísldndinga. Okkur Verður jæ Ijósara, livaða máli það skiptir að fullvinna vöruna, hvort héldur hún er ætluð til útflutnings eða sölu á l.eimamarkaði. íslendingar hafa á nokkrum ára- tugum gerzt í því efni samkeppnisfærir við ná- grannaþj óðirnar á Norðurlöndum, sem hafa unnið lengi og vel að þessum málum. Ummæli Jakobs .' Vikse eru ekki aðeins kurteisi gestsins. Hið nýja : Mjólkurbú Flóamanna er glæsilegt fyrirtæki og stórvirki af ekki fjölmennari þjóð en íslendingar c-ru. Og það sýnir og sannar, að íslenzkur land- búnaður á mikla framtíð fyrir sér, ef vel er á þeim J máluna haldið. r Alþýðuflokkurinn átti á sínum tíma þátt í lög- gjöfinni um sölu landbúnaðarafurða. Hún sætti b.arðri gagnrýni fyrst í stað, en nú eru þær raddir löngu þagnaðar, Reynslan hefur leitt í ljós, að þar ú var stefnt í rétta átt. Samt stendur enn ýmislegt tii bóta, þó að það sé ekki allt nefndri löggjöf við- ' b.omandi. Svo er til dæmis um samvinnu fram- leiðenda og neytenda. Hún þarf að verða mikil og góð. Þannig er hægt að útrýma hvim'leiðri tor- : t yggni, sem vissulega þyrfti að hverfa úr sög- i v.ini. B^endurnir annars vegar og borgarbúarnir b.ins vegar eiga margt sameiginlegt eins og högum . e: háttað í þjóðfélagi- okkar nú á dögum. Sam- vinnu þessara aðila þarf að skipúleggja og efla báðum til gagns og farsældar. I Hafnfirðingar. Samkvæmt 134. gr. heilbrigðissamþykktar Hafuar- fjavðar irá 27. okt. 1955 er huntlahald bannað í kaup- staðnum. Er því skorað á alla þá sem hunda eiga, að ióga þeím fyrir 1. apríi n.k. ella verða þeir látnir sæta ábyrgð og sektum og hundunum lógað á þeirra kostnað. Hafnarfirði 23. marz. BÆJARFÓGETINN. rlAGMILLAN o.g utanrík- isráðh. hans, Selsyyn Lloyd, eru rnjög á faraldsfæti þessa dagana. Hann hefur undan- farið heimsótt helztu höfuð- borgin heimsins og rætt við flesta þá, sem mestu ráða um gang heimsmálanna. Þessi ferðalög Macmillans minna helzt á hnattferðir Dullesar meðan hann var upp á sitt bezta, enda er nú svo komið, að brezki forsætisráðherrann þvkist með nokkrum hætti hafa tekið forustuna í mótun utanríkisstefnu Vesturveld- anna. Enda þótt för hans til Moskvu hafi ef til'vill verið farin í þeim tilgangi að styrkja fylgi íhaldsflokksins í væntanlegum kosningum, þá er þess ekki að dyljast, að hún varð til þess að Macmill- an reynir nú eftir megni að finna lausn á Þýzkalandsdeil- unni, sem verið hefur í al- gerðri sjálfheldu í áratug. Macmillan fylgir þeirri stefnu sem forustumenn Verka- mannaflokksins brezka hafa hvatt hann til að taka upp undanfarin tvö ár. Heimsókn Macmillans til Sovétríkjanna varð ekki .að- eins til þess að hann fékk betra yfirlit yfir taflstöðuna almennt, heldur urðu honum einnig Ijósar veilurnar í diplo matiskri aðstöðu Vesturveld- anna, sem Krústjov ætlar að notfæi’a sér. í fyrsta l'agi: — Krústjov mun reyna aS halda þannig á spilunum, að Vestur veldin grípi ekki til hernaðar- íhlutunar í Berlín enda þótt ríkisstjórnir þeirra verði sammála um að beita her- valdi. í öðru lagi mun hann hamra á því að Vesturveldin vilji ekki sameiningu Þýzka- lands (sem Rússum stendur í sannleika stuggur af sjálfum) og styrkja þar með ríkisstjórn Austur-Þýzkalands. Ríkis- stjórnir Vesturveldanna eru því neyddar til þess að viður- kenna að samningsaðstaða þeirra í Mið-Evrópu versnar eftir því sem tímar líða. MaCMILLAN hefur orðið Ijóst að því fyrr, sem samn- ingaviðræður hefjast, þeim mun betra. Og hann álítur að fundur æðstu manna sé hinn eini vettvangur, sem hægt sé að ræða málin á með nokkr- um árangri þar sem Krústjov vill ekki að aðrir Sovétleið- togar en hann sjálfur semji um málin. De Gaulle og Ade- nauer eru líka einu mennirn- ir í sínum löndum, sem sam- ið geta um stórmál. Veikindi Dullesar gera það einnig að verkum að fundur utanríkis- ráðherra hlyti að fara út um þúfur. Ef ekki verða miklar breyt- ingar á stefnu Sovétríkjanna næstu vikurnar eru miklar líkur fyrir að Macmillan tak- izt að telja forustumenn Vest- urveldanna á að efna til fund ar æðstu manna á þessu ári. í Bandaríkjunum er það álit manna að fundur æðstu manna verði til þess að styrkja íhaldsmenn í Bret- landi í sessi. StÆRSTA vandamál Mac ★ Sjómaður skrifar um skipaeftirlitið. ★ Þurrafui . finnst í . 3 bátum af tilviljun, ★ Fleiri . bréf úr ver- stöðvum. ★ Valkyrja talar í útvarp ÉG HEF FENGIÐ annað bréf um örygglsmál sjómanna frá Akranesi. Mér eru bréf um þetta mál mjög kærkomin. Akurnes- ingarnir hafa komið með mjög skýr dæmi um ástandið þar í þessum málum. Mig vantar bréf í sama ðúr frá sjómönnum í öði’ um verstöðvum. Vill ekki ein- hver sjómaður í Vestmannaeyj- um, Keflavík, Sandgerði og Grindavík senda mér nokkrar línur um þessi mál og ástand þeirra þar. SJÓMAÐUR Á AKRANESI segir í bréfi sínu: „Af tilefni bréfs frá H. Ó., sem þú birtir fyr ir nokkru, langar mig til að segja þetta: „Efni bréfs H. Ó. var gott og sannarlega þörf hug- vekja um eftirlit skipa og út- búnað þeirra. Til viðbótar er rétt að spyrja: Er ekki nauðsyn- legt, að skipaeftirlitið leiti eftir þurralúa í tréskipum, en satt bezt að segja ber mikið á hon- um, og hann er eins og allir vita ákaflega hættulegur? SÍÐAN Á SÍÐUSTU ÁRA- MÓTUM hefur komið fram þurrafúi í þremur bátum, sem ég veit um. Tveir eru hér og einn er í Reykjavík. í öll skiptin fannst þurrafúinn af algerri til- viljun, en ekki fyrir atbeina skipaeftirlitsins. Hér er um svo mikið alvörumál að ræða, að liið opinbera hefði átt að vera búið að láta það til sín taka fyrir löngu. ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT að árleg leit sé gerð í tréskipum að þurrafúa. Hér þarf til að koma sérfræðileg rannsókn, því að þurrafúi leynir á sér og svo get- ur afleiðingin orðið sú, að alLt opnist við veiðar út í sjó og bát- urinn sökkvi undir sjómiönnum, án þess að þeir eigi á nokkru illu von. Hér er líka um svo geigvænlegt tjón að ræða, að millans er að fá bandamenrí sína til þess að fallast á hina nýju stefnu sína í öryggis- málum Evrópu, og bætir þar ekki úr skák að Macmillan hefur um árabil verið öflug- asti andstæðingur tillagna Verkamannaflokksins, þeirra tillagna, sem hann nú er tals- maður fyrir. Hann hefur ger- samlega snúizt í hring í þess- um málum og telur að sér- hvert samkomulag varðandi Mið-Evrópu hljóti að hafa í för með sér tilslakanir af hálfu Atlantshafsbandalags- ins og Varsjárbandalagsins. Þar af leiðandi leggur hann til að komið verði á eftirliti með vígbúnaði beggja megin járntjaldsins og kjarnorku- vopnalausu svæði í álfunni. En til að friða Bonnstjórnina hefur hann stungið upp á, að Vestur-Þýzkaland fái leyfi til þess að staðsetja kjarnorku- vopnastöðvar vestan Rínar. Til skamms tíma hafa Vest- urveldin alltaf tengt slíka staðbundna afvopnun frjáls- um kosningum í Þýzkalandi öllu, en eftir að Dulles féll frá þeirri stefnu f.yrir áramótin ætti að vera auðvelt að ná samkomulagi um þetta atriði. En þá vaknar sú spurning hvort Adenauer og De Gaulle setji ef til vill einhver önnur skilyrði sem komi í veg fyrir sameiningu Þýzkalands. Ade- nauer er vafalaust ófús að falla frá þeirri kröfu að frjáls ar kosningar verði undanfari sameiningar landshlutanna. Talið er að starfsmenn utan- ríkisráðunevtisins í Bonri vinni nú að því að undirbúa tillögur um sameiningu Þýzka lands í fullri einlægni, en vel má vera að Adenauer vilji frekar semja um takmörkun vígbúnaðar heldur en að ganga til samninga við Pan- kovstjórnina. HaRGIR Vestur-Evrópu- búar eru þeirrar skoðunar — Adenauer er ef til vill í þeirra hópi — að Þýzkaland eigi að vera skipt. Brezka íhaldsblað- Framhaíd á 10. síðu. allt verður að gera, sem hægt er, til þess að bæta úr því og koma í veg fyrir það. SKAL ÉG TIL DÆMIS geta þess, að eitt útgerðarfélagið hér hefur tapað vertíðinni eingöngu af þessum sökum. Um þetta gæti ég skrifað miklu lengri bréf og nefnt þér fleiri dæmi, en ég verð að láta þetta nægja. Vona ég að þessi orð mín, ásamt bréfl H. Ó., verði til þess að bæta úr þessu ó- fremdarástandi. Ég skrifa þér kannski seinna um þetta.“ JÁ, GERÐU ÞAÐ, Við skulum hjálpast að því að halda þessum málum vakandi. Orðin eru til alls fyrst. Ég get ekki einn kom- ið því leiðar. Ég verð að njóta aðstoðar ykkar, sem vinnið á skipunum. Þið standið í miðju stríðinu. STÚLKAN, SEM TALAÐI í þættinum Spurt og spjallað síð- ast, hefur vakið mikla athygli og deilur. Hún beit í sundur orð in, hratt framan í hlustendur ó- venjulegum skoðunum, fullyrti og staðhæfði. Það var eins og skessa væri að tala, skjaldmey eða valkyrja. Það var bragð að henni, beiskt og sterkt. Sumir eru ofsareiðir út í hana. Öðrum þótti gaman að henni. Karlmenn irnir vöru eins og kettlingar við hliðina á henni. Þeir voru smeyk ir við hana, ég lield jafnvel stjórnandi þáttarins líka, — og kallar hann þó ekki allt öriimu sína. 4 24. marz 1959 — Alþýðublaðið Hannes á liorninu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.