Alþýðublaðið - 26.03.1959, Side 3
I fordyri hússins að Dyngjuvegi 4 er þessi cnski kirkjugluggi með Maríumynd. Ljósm. O. Ó.
OKKAR Á MILLl SAGT
■ - _ •... '
INGI R. HELGASON lögfræðingur, sem er framkvæmda-
stjóri Sósíalistaflokksins, er nýkominn til landsins úr rúmlega
mánaðar dularfullu ferðalagi . . . Hann fór til Kaupmfannahafn-
ar og þaðan vafalaust austur á bóginn . . . Er talið, að hann hafi
verið að ganga frá ýmis konar aðstoð frlá húsbændunum
austri, ekki sízt mað tilliti til væntanlegra kosninga.
Framboðsundirbúningur er nú í fullum krafti hjá öllum
flokkum . • . Staðfestar fregnir af slíku fást aldrei, fyrr en.
framboðin eru birt, en fyrir þá, sem gaman hafa af vanga-
véltum um; þessa hluti, eru hér nokkrir bitar:
FRAMSÓKNARMEN N munu breyta allmiörgum framfooð-
um . . . Af eldri þingmönnum þeirra er talið láklegt að Bernhard
Stefánsson og Páll Zófoníasson verði áfram, en Steingrímur
Steinlþórsson hætti, og komi þá Ólafur prófessor Jóhannesson
í hans stað . . . Líklegt er, að framlbjóðandi flokksins á Snæfells-
nesi verði Gunnar bóndi Alexander Stefánsson, kaupfélagsstjóri
í Ólafsvík.
KOMMÚNISTAR eru þegar búnir að ákveða eina stór-
breytingu: að kasta Hannibal burt úr Reykjavík, og verður hann
væntanlega í framjboði vestra á ný . . . Það verður harður
komm'únisti, sem fær sæti hans í Reykjavík, sennilega Eðvarð
Sigurðsson.
Heimsökn til frú Unnar Ólafsdóttur
VERK HENNAR PRÝÐA MARG-
AR KIRKJUR LANDSINS
SJÁLFSTÆÐISMENN erui byrjaðir að til'kynna framboð,
og hafa tveir íhaldsprinsar, sem lengi hafa .búið sig undir að
taka við kjördæmum, fen’gið útnefningu, þeir Ásgeir Pétursson.
á Mýrum og Matthías Mathiesen í Hafnarfirði • . . Jón Árna-
son, framkvsemdastj óri á Akranesi, hefur vaxandi möguleika
á fram\boðinu í Borgarfirði, þótt ekki sé það fullráðið.
M,
lARGIR, sem leið eiga
um Laugarásinn, velta því
fyrir sér, hver muni eiga
heima í húsinu númer fjögur
við Dyngjuveg. Húsin barna
á hæðinni eru að vísu mörg
sérstæð, en þetta þó sérstak-
lega vegna reykháfs úr ís-
lenzkri hrafntinnu, kirkju-
glugga með stórri Maríumynd
og járnsleginnar útihurðar. —
í þessu húsi búa hjónin Óli
M. ísaksson og Unnur Ólafs-
dóttir listakona, sem varið
Altarisklæðið í
Bessastaðakirkju.
hefur ævistarfi sínu til að
prýða fjölmörg guðshús í land
inu. Þegar ég heimsótti hana
í fyrradag í tilefni af mestu
kirkjuhátíð ársins, bauð hún
mér inn í stóra og bjarta
stofu, og ég bar óðar upp er-
indið.
Hún kvaðst þessa dagana
vinna að altarisklæði fyrir
kirkju Óháða safnaðarins, er
taka ætti í notkun við vígslu
kirkjunnar á sumardaginn
fyrsta. Auk altarisklæðisins
væri hún að vinna að íslenzk-
um hátíðabúningi fyrir Höllu
Linker, skautbúningi,sem hún
ætlaði að klæðast í banda-
rísku sjónvarpi í sumar. Bún-
ingurinn þyrfti að vera kom-
inn vestur fyrir 17. júní.
Frú Unnur Ólafsdóttir hóf
fjórtán ára gömul að læra
listsaum í Danmörku. Hún
kveðst ávallt síðan hafa verið
að læra. Hún hefur komið í
hverja kirkju í Stokkhólmi
og flestar í Höfn, og álítur að
af því að skoða erlendar kirkj
ur, megi meira læra en að
sitja á skólabekk. Henni þvk-
ir mikið koma til kirkjulistar-
innar í Svíþjóð. Mest telur
hún sig búa að því, sem hún
lærði hiá systur Clementiu í
Landakoti. Hún var mikil
listakona. „Systurnar Ásdís
og Iðunn Jakobsdætur, sem
starfað hafa með mér um ára-
bil, hafa þrisvar sinnum farið
til náms í Licium, kirkjulist-
arfvrirtækinu í Stokkhólmi.
Forstöðukona Licium, frk.
Hillbom, kom tvisvar hingað
til lands og leiðbeindi stúlk-
unum í mánaðartíma hvort
skioti, en lézt rétt áður en
him ætlaði að koma hingað í
þriðia sinn.“
Fvrsta verk sitt fyrir ís-
lenzka kirkiu vann frú Unn-
ur Ivðveldishátíðarárið. Þá
saumaði hún fyrir Harald
Böðvarsson og konu hans alt-
arisklæði og hökul, sem bau
gáfu Akraneskirkju. 'Síðan
hefur hún saumað altaris-
klæði í Akureyrarkirkiu, báð-
ar kirkjurnar í Hafnarfirði,
kirkiurnar á Siglufirði og í
Keflavík, í Fríkirkjuna í
Revkiavík og hökul í Dóm-
kirkiuna, svo og altarisskrúða
í nokkrar kirkjur úti á landi.
Er bess skemmst að minnast,
að Bíldudalskirkja fékk að
giöf á fimmtíu ára afmæli
sínu forkunnarfagurt altaris-
klæði og hökul.
Auk íslenzku kirknanna er
altarisklæði frá frúnni í Sct.
Jörgensbjergkirkju í Hróars-
keldu, gefið af kirkjunum í
Ólafsvík, Ingjaldshóli og á
Brimilsvöllum:'
Eitt hið merkilegasta verk
frú Unnar Ólafsdóttur mun
vera altarisklæði það, sem
hún saumaði fyrir Svein heit-
inn Björnsson forseta og konu
hans, en þau gáfu Bessastaða
kirkju. Er ég spyr nánar um
það verk, tekur hún fram
myndir af klæðinu og býður
mér að skoða, á meðan hún
skreppiniðurfvinnustof u augna
blik. Þegar ég hafði skoðað
myndirnar, leit ég í kringum
mig. Fólk hlýtur að undrast
hve unnt er að gera heimilis-
legt með svona mörgum göml
um listmunum, sem hérna
virðast saman komnir. Á vegg
í innri stofu gefur að líta
veggteppi gert eftir Valþjófs-
staðahurðinni í fullri stærð.
í húsinu eru gamlir gluggar
með blýgreyptum rúðum.
Það er augljóst, að húsið hef-
ur verið teiknað utan um það,
sem inni í því er, utan um
gamlar hurðir og gamla
glugga. Húsateiknaranum,
í>ór iSandiholt, virðist hafa
tekizt prýðilega að sameina
gamalt og nýtt. Út um glugga
blasir við hið fegursta útsýni,
Keilir lengst til vinstri, mið-
bærinn og út á Faxaflóa og í
vestri sér allt til Snæfells-
nessjökuls. Mér datt í hug
hvers vegna frúin héldi ekki
sýningu á verkum sínum í
þessu umhverfi. Ég gekk um
gólf þegar frúin kom aftur
inn.
— Hefur yður ekki dottið
í hug að halda sýningu hérna
heima? spurði ég.
— Hingað koma margir og
biðja leyfis að fá að líta
inn og sýna húsið útlending-
um, segir hún, en þetta er þó
aðeins heimili okkar.
Aðspurð kveðst frúin hafa
haldið þrjár sýningar í kap-
ellu Háskólans, einu sinni
sýnt í Sjómannaskólanum og
einu sinni í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins. Síðast sýndi
hún fyrir þremur árum. Ágóði
af sýningunni fór til styrktar
blindum, Fyrir peningana var
keypt hljóðfæri í hús Blindra-
vinafélagsins. Það er nú kom-
ið til landsins og verður vígt
einhvern næstu daga.
— Hve langan tíma tekur
að gera altarisklæði?
Ásdís og Iðunn Jakobsdætur vinna aö útsaumi altarisbríkur
í Licium í Stokkbólmi. Sibylla Svíaprinsessa skoðar liand-
bragð þeirra.
— Það er mikil vinna, —•
margra mánaða verk að gera
eitt altarisklæði, segir hún.
Myndin er ákveðin í samráði
við þá, sem láta gera klæðið,
síðan þarf að teikna og það
tekur oft langan tíma. Engin
tvö kirkjuklæði eru eins.
— Hvaðan fáið þér alla list-
munina, sem prýða heimilið?
spurði ég?
— Við hjónin höfum eign-
azt einn og einn grip í einu
og fengið þá úr ýmsum áttum.
Það var hægara um að eignast
slíka hluti hér áður fyrr.
Fyrsta hlutinn fékk ég fyrir
fyrra stríð. Þá keypti ég gaml
an útskorinn kirkjubekk í
Danmörku fyrir 68 íslenzkar
krónur. Það þótti dýrt þá.
Bekkurinn er allur útskorinn.
Oft hef ég orðið af eigulegum
listmunum vegna auraleysis.
Einna mest fann ég til þess í
Kaupmannahöfn í fyrrasum-
ar. Ég hafði fyrir mörgum
árum komið á heimili prófess-
ors Utzon Frank, myndhöggv-
ara, og sá hjá honum marga
fagra muni. Nú kom ég í
fyrrasumar á listaverkaupp-
boð í Höfn, og sé þá að verið
er að selia listmuni prófess-
orsins. Þar fékkst margur
góður gripur, en — því mið-
ur — és náði ekki í neitt.
— Mig Iangaði til að mega
segja frá altarisklæðinu í
BessastaðakirJnu?
— Þegar Bessastaðakirkja
var endurvígð árið 1948, gáfu
forsetahiónin báverandi, kirkj
unni altarisklæði, sem var
einvörðungu búið til úr ís-
lenzknm hör. sem forsetinn
ræktaði siálfur á Bessastöð-
iim, Dúkurinn var ofinn úr
líninu og í hann saumað með,
dekkri hör. Klæðjð skintist í
rúmlega 60 reiti og í hvern
haírra eru saumaðir stafirnir
IMS. Sömiuleiðis gerðnm1 við,
hökul úr íslenzku vaðmáli,
hann var rauður með svlltum
krossi. allur saumaður með
Bessastaðahör með inngreypt-;
um steuir frá Gleiíhallavíik.
— Hafíð bér notað glerhalla
í önnur klæði? ,
— Ég hef mikið notað steina
í útsaum og skartarini. Þeirj
ern grevotir í smáumgjörð og.
síðan saumaðir niður. Gler-
hallarnir eru óslípaðir, enda
Framliald á 11. síðu.
Alþýðublaðið — 26. marz 1959 3