Alþýðublaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 12
BrúSuleikhnsið annan í páskum Barninu ekki ÆSKULÝÐSRÁB Revkjav'íkui' efnir til leikbrúöíi- sýningar fyrir börn, í skátaheimilinu við Snorrabraut, annan páskadag kl. 1,30 e. h. Aðgöngumiðar á 5 krónur vei'ða seklir við inngamginn. Þetta sinn verða sýnd ævin- týrin Hans og Gréta, og Eldfærin. Leikbrúðugerð og sýn- imgar hafa náð hyllj víða um lönd og eru talin til sjá!f_ sagðfa jiátta í lífi fejóðanna. Hér á landi er þetta ung list- ■grein sem á sífellt vaxandi vinsældum að fagna. Æskulýðs ráS Beykjavíkur hefur gengist fyrir námskeiðum í leik- iMÚðugerð og sýningum. í samvinnu við Jón E. Guðmunds son, stofnanda Hins íslenzka brúðuleikhúss. STRÆTISVAGNAK Reykja- víkiur aka um páskahátíðina senffl hér segir: Á skírdag verður eki'ð frá ikl. 9 til 24, föstudaginn langa ifrá 'kl. 14 til kl. 24, lau'gardag fyrir páska verður hinsvegar éki® ffá kl. 7—17,30 á öllum Jleiðuwi. Eftir kl. 17,30 verður aðeins okið á eftirtöldum leiðum til Ikl. 24: JLeið 1. — Njálsg.-Gunnars- feraut á heilum o« hálfum tíma. Le>S 1. — Sólvellir 15 mín. íyrir og yfir beilan tímia. Leið 2. — Seltjarnarnes 2 #niín. yfir hvern hálfan tíma. Leið 5. — Skerjafjörður á lieila tímanum. JLeið 6. — Rafstöð á jheila ’tímahum með viðkomu í Blesu- gró£ í bakaleið. Leið 9. — Háteigsv.-Iflíð'ahv., óií^reyttur tími. Leið 13. — Hraðferð Kleppur, á'breyttur tími. SAFNAZT hafa nú 3 millj og 230 þús. kr. til aðstand- enda þeirra, er fórust með Jwlí og Hermóði. Er söfnun- imii enn ekki lokið. Alþýðö- felaðinu hafa borizt 58.275 kr. Leið 15. - Hraðferð Vogar ó- breyttur tími. Leið 17. — Hraðferð Aust- Vest. óbreyttur tírni. Leið 18. — Hraðiferð Bústaða- 'hverfi, óbreyttur tími. Leið 12. — Lækjarbotnar, — síðasta ferð kl. 21,15, á páska- dag hefst akstur kl. 14 og lýkur kl. 1 eftir mdðnætti. Annan í p'áskum hefst akstur kl. 9 og lýkur kl. 24. Framhald af l.'síðu. fullu upplýst. Jafnframt var þess farið á leit við sakadóm- ara, að hann tæki málið til op- ihberrar rannsóknar. Að rann- sókn lokinni voru málskjölin send dómsmálaráðuneytinu til fyrirsagnar og hefur ráðuneyt- ið tilkynnt sakadómara með bréfi, dags. 23. þ. m., að það fyrirskipi ekki frekari aðgerðir í málinu. Við rannsókn þessa hefur ekkert komið í Ijós um það, að fullyrðingar þær og getsakir, er fram hafa verið bornar um misþyrmingu á umi'æddu bami hafi við rök að styðjast“. Ennfremur segir: „í vottorði, er Björn Guð- brandsson læknir hefur gefið rannsóknarlögreglunni um á- stand drengsins, er hann kom í sjúkrahúsið, segir hann 'gsaag- inn hafa verið með lungna- bólgu vinstra megin, hann hafi verið magur og illa útlítandi. Dreifðir marblettir hafi verið um kroppinn og sár, fremur lít- il en samfelld' fyrir neðan nef og út á kinnar. Drengurinn hafi verið mjög hræddur og aumur. Síðan segir orðrétt í vottorði læknisins: „Ekkert er hægt að segja af hvaða orsök- um þessir marblettir komu eða sárin í andliti. Engin einkenni voru á höndum eða fótum, sem benda á, að drengurinn hafi verið bundinn. Ekkert ákveðið er hægt að segja um hvort sár- in í andliti stafi af meiðslum eða sár, sem oft myndast af langvarandi kvefi, þar eð kaun in voru gömul og hrúðruð. Mar blettirnir gætu eins stafað af vítamínskorti eins og' áverka eða hvort tveggja.“ Ennfremur lágu fyrir við rannsókn málsins vottorð lækn anna Eggerts Steinþórssonar og Esra Péturssonar, sem er heim- ilislæknir móðurinnar11. Að lokum segir: „Enda þótt rannsókn máls- ins hafi, eins og áður segir, ekki leitt til þess, að fyrirskipaðar séu frekari aðgerðir í því af opinberri hálfu, mun barna- verndarnefndin hafa eftirlit með aðbúnaði barnsins eftir að það kemur heim af sjúkrahús- inu, enda hefur móðir þess ósk- að eftir því að svo yrði“. ŒQgSSuí) 40. árg. — Fimmtudagur 26. marz 1959 — 71. tbl. Margir nota páskahelgina tíl ferðataga um landið MARGIB munu leggja land*- undir fót um páskahelgina, — I enda hefst í dag fimm daga frí hjá ýmsum, þar sem víða er ekkert unnið á laugardaginn. Skíðaferðir hafa' löngum verið vinsælar um þetta leyti, en nú er lítill snjór o;r búizt við minni þátttöku í skíðaferðum. Alla dagana fimm verður ein ferð frá BSR, sem annast ferð- irnar fyrir hönd skíðafélaga í Reykjavík. Farið verður bæði á Helisheiði og Mosfellsheiði. — Ekki er tekið við pöntunum og því ekki vitað um fjöldann. Páll Arason efnir til Öræfa- ferðar á sjö bílum og eru far- þegar 121 að tölu. Ekki mun vera mikið í vötnunum og frem ur greiðfært austur. Hefur ver ið rutt við Skeiðaná og Sand- gígskvísl. Um 200 manns skráðu sig, en ekki var hægt að ta'ka fleiri. Þetta er 3. páskaferð Páls. í hitteðfyrra voru 44 þátt- takendur, 62 í fyrra og svo 121 nú. Ferðafélag íslands fer á Þórs mörk með 40 mianns. í morgun fóru 25, en 15 fara á laugar- dag. Hætt var við fyriúhugaða ferð að Hafravatni sökum aur- bleytu á þeirri leið. Þá fór strand'ferðaskipið „Hekla“ vestur og norður um land með 270 farþega eða u. þ- b. Mikill mannfjöldi mun ferð- ast með vélum Flugfélags ís- lands þessa dagana og loks má geta þess, að „Sólfaxi11 fór í gærkvöldi til Mallorca með 60 farþega, sem diveljast þar um páskahelgina. Áki Jakobsson Flokkskaffið í dag EINS og' áður hefur veriS' skýrt frá verður Flokkskaffið í fyrsta sinn í dag kl. 5 í Ingólfs Café við Hverfisgötu. Mun Áki Jakobsson alþingismaður flytja þar ávarp um Alþýðu- blaðið, vöxt þess, viðgang og framtíðarhorfur en að því loknu munu menn spjalla saman unt máiið um leið og þeir drekka kaffið. Þess er vænzt að alþýðu- flokksmenn í Reykjavík og ná- grenni (Kópavogi, Hafnarfirði, o .s. frv.) fjölmenni — líti inrt og spjalli um flokksins gagn og nauðsynjar yfir kaffibollanum,. Yerlnf það Hermann de Ga ulle eða Eysteinn de Gaulle! riPunnudags iÍBLADiÐ fylgájr Alþýðublaðinu í lausa- 4.öI\h í dag og verður það svo fb-ér eftir. D E GAULLE HVENÆR fær fsland sinn de Gaulle? spyr Tíminn í fyri’a dag í grein, þar senr hinn franski forseti er hafinn til skýj anna, — en forsætisráðherra íslendinga, Emil Jónsson, jöfn- um höndum rægður niður. — Alþýðublaðið getur ekki svar- að þeirri spurningu Tímans, — hvenær okkar de Gaulle korni, en varla verður það Hermann de Gaulle cða Eysteinn de Gaulle, því þeir höfðu tæki- færið á þriðja ár og hlupu frá öllu í reiðileysi í byrjun des- ember. De Gaulle hefur vissulega unnið stjórnmáiaþrekvirki, sem byggist á persónu hans og til- trú á frönsku þjóðarinnar. Það er hins vegíal' athyglisverðui') dómur um stjórnarforustu fram sóknarmíaiina á þriðja ár, að Tíminn skuli nú þrá mest ís- lenzkan de Gaulle. En veit Tíminn að öðru leyti hvað hann er að biðja um? — Veit Tíminn, að de Gaulle af- nam þingræðið í tæplega ár? Vill Tíminn, að alþingi verði afnumið? Veit Tíminn, hver var stefna de Gaulles í efnahagsmálum? Hún var gengislækkun frank- ans, seðlaskipti, miklar verð- hækkanir, miklar skattahækk- anir og fleira í þeinu dúr? Er þetta það, sem Tíminn vill fá íslenzkan de Gaulle til að gera? Veit Tíminn, að árangurinn af kosningaskipun de Gaulles var að þurrka út vinstriflokk- ana að miklu Ieyti á þingi, en skapa stói'an meirihluta fyrir svartasta afturhald landsins? Veit Tíminn ekki, að sjálfum de Gaulle þótti nóg um? Veit blaðið ekki, að bæjarstjórnar- kosningar um síðustu helgi sýndu, að einnig frönsku þjóð- inni þótti nóg um? Það er von, að þá Tímamenn dreymi umi íslenzkan de Gaulle. TIME kaus de Gaulle fyrir mann ársins. Hermann Jónas- son var forsætisráðherra á ís- landi 355 daga af síðasta ári, en engum datt í hug að til- nefna hann mann ársins. Og hað, sem Tímanum sárnar mest: Emil Jónsson var forsætisráð- herra aðeins 9 daga sama árs — og var strax nefndur! Frakkar gáfust upp á stjórn EMIL lands síns — og köllúðu á de Gaulle. Framsókn gafst upp — og dreymir umi „íslenzkan de Gaulle“. En íslenzka þjóðin á ýms önnur úrræði o-g því hafn- ar hún de GaúHe-draumum Framsóknar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.