Alþýðublaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1959, Blaðsíða 4
I tltgefandi: AlþýSuflokkurinn. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjóraar: Sigvaldi Hjálmars- ®on. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- *on. Ritstjórnarsímar: 14001 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu- eími: 14900. ASsetur: Alþýðuhúsið, Prentsmiðja Alþýðubl. Hveríisg. 8—10. Lengsta lielgi ársins MJÖG hefur verið veðrasamt hér á landi það, 6em af er þessu ári, íslendingar orðið fyrir tilíinn- anlegu manntjóni í hörmulegum sjóslysum og vetr arvertíð brugðizt að 'kálla vegna stöðugra ógæfta. Þetta eru ill tíðindi fyrir þjóð, sem byggir afkomu ts'íaa að verulegu leyti á sjávarútvegi. Auðvitað standa vonir til, 'að úr rætist, þó að langt sé liðið á vertíð. En miklu skiptir, hversu aprílmánuði.ir reynist oft drjúgur vegna netaveiðanna á fiskimið- vr.um við Suðurland. Gg hann er enn í bakhönd- irmi. Áhyggjur vetrarins víkja nú úr hugum manna. Ilomið er að páskum og vorið í nánd. Hvergi mun þeim tímamótum meira fagnað en einmitt á feíandi. Veturinn er hér langur og dimmur og þess vegna mikið fagnaðarefni, þegar skammdegið þok- &v fyrir ha^kkandi sól og nálægð vorsins segir til Bín. Og páskarnir boða þessa breytingu jafnframt því, sem þeir eru lengsta helgi íslendinga. Margir kveðja veturinn með því að njóta útivistar við í- þróttir þær, sem við hann eru kenndar. Fólkið leit •<ar úr bæjunum út á 'land og sér í lagi upp til fjalla. íslendingar leggja æ meiri stund á ferðalög heima til að njóta hinnar fögru náttúru ættlandsins og ÍLáta útivistina hressa líkama og sá'l. Þetta er eitt megineinkenni páskahelgarinnar. En flestum er þó eðalatriði sú lífsbarátta, ,sem háð hefur verið á vet- uinum og við tekur, þegar hátíðin er.gengin um garð. Allir vona, að úr rætist um veðurfar og aíla. í ,því efni geta mennirnir ekki annað en vonað.. Háttúruöflin eru enn allsráðandi, þrátt fyrir tækn- ioa á öld hugvitsíns og framfaranna. Og íslending- um verður áreiðanlega hugsað til sjómannanna, uem þreytt hafa styrr við storma og stórsjói úti á kafinu í harðfengilegustu lífsbaráttu þessa hrjóstr- raga lands, sem á rnestan auð sinn fólginn í söltum bárum og þeim jarðargróða, er vaknar til lífs og þroska með sól og vori. Alþýðublaðið óskar lesendum sínum gleðilegr er páskahátíðar og öllum Íslendingum farsældar oghamingju með hækkandi sól og batnandi veður- fari. PÁLL KRISTJÁN6S0N busasmíðameistari frá Stapa- dal í Árnarfirði verður sjötug- ur á morgun. Hann er fæddur í Stapadal 27. marz 1889. Foreldrar hans voru Kristján hreppstjóri Krist jánsson frá Borg og Símonía Pálsdóttir, Símonarsonar, á Dvnjanda. Arnarfjörðurinn var frá landnámstíð og fram á.þessa öld hérað, sem hafði upp á að bjóða miargvíslegt fojargræði. Fiskigengd var þar mikil og fjölfiski að sama skapi fimm mánuði órsins, og á vetrum gekk í fjörðinn taákarl, bæði stór og smár. Á öldinni sem leið voru og selavöður miklar á firð inum á útmánuðumi, og hval- reyðar komu þangað inn með kálfa sína. Arnfirðingar voru duglegir og iharðfengir sjómenn og veiðimenn svo slyngir á hval og sel, að úr varð íþrótt. Þar sem ísalög voru mjög fátíð á Arnarf. ög sjaldan bagi að hafís var þar oftast einhver björg, þó að matföng skorti annars stað- ar, jafnvel í sumum sveitum á Vestfjörðum. Og þá er ég man eftir mér, var þar furðu mafgt óvenjulegra mianna að afli, á- huga og dugnaði, og höfðu þess- ir eiginleikar orðið kynfastir í sumum ættum þarna við fjörð- inn. Af s'líkum, ættum voru þau bæði komin, foreldrar Páls Kristjánssonar, og faðir hans var afrenndur að afli — og harð fylgi hans og fjör var að sama skapi. Hann var og sjálfstæður maður í sboðunum og skraf- hreifinn og skemmtilegur í við- í-æðum, þegar hann gaf sér tóm til að sinna slíku. Það er aðeins klukkutímiagangur m-illi Lokin- hamra og Stapadals og vinátta var traust á milli heimilanna. Einu sinni á ári 'kom Kristján ’hreppstjóri og sat tvo til þrjá daga um kyrrt. Þá viku þau vart frá honum, foreldrar mín- ir, og var margt talað og hátt hlegið, og gerði ég samninga um, að mér væri hlíft við verk- um og Hámi og leyft að hlusta. Frá Kristjáni í Stapadal er sagt í -Eg vejt ekki betur- Þau Stapadalshjón eignuðust fimmtán börn, og lifðú átta af þessum hóp, sex synir og tvær dætur. Elztur sonanna vkr Páll. Þá er hann var ellefu ára, lézt móðir hans af barnsförum. Hún var ágset kona og móðir, og má nærri geta, hver sjónarsviptir hefur að henni orðið. En slíkar voru vinsældir þeirra Stapadals hjóna, að sveitungar sóttu- þrjú yngstu börnin, og var það móð- ir mín, sem hvítvoðunginn sótti. Vorið eftir að þetta gerðist — eða þegar Páll var tólf ára — var það dag einn, að faðir hans sagði við hann: „Ég sá þig taka upp það stóran stein í gær, að Páll Kristjánsson ég hugsa helzt þú getir orðið fjórði maður á bátn-um héðan af.“ Páli þótti lofið gott, en.þó var hann smeykur. Hann vissi, að sjósóknin á Stapada'lsbátn- um var enginn barnaleiikur. En næstu þrjú á'rin var hann háseti föður síns og var á borð með honumi. Hallaði ekki á þó feðga, þótt barninguj. væri, því að þó að tveir gildir mienn væru á hitt borðið, skorti Kristján aldr ei afl til að hald'a réttu horfi. Hann gat jafnvel skrafað og hlegið í hör.kuandróðri, ].eit þá kannski til þóttubróður síns og sagði: „Ekki látið þið þá skömm um ykkur spyrjast, fcveir fílefld ir -karlmenn, að upp á ykkur hggi með mig og drenginn. á hitt borðið.“ Eftir ferminguna var Pall á skútum í tvö vor og sumur, en: vorið, sem hann varð sextán ára, lét Kristján tengdason sinn, Bjarna Ásgeirsson frá Álftamýri, taka við búsforráð- um. Þá sagði hann við Pól: „Nú þætti miér vænlegast fyrir þig að fara þinna eigin ferða. Ég held þú sért efnilegur sjómaður og ættir að fara í sjómannaskól ann, þegar þú íhefur aldur til.“ Kristján hafði sjáífur verið skútuskipstjóri á yngri áxum sínum, eins og títt var um unga framtaksmenn þar vestra. Páll lét sér þau ráð föður síns vel líka, að hann færi að eiga með sig sjálfur, en ræddi hins vegar ekki, til Ihvers hugur hans stæði. En undanfarna vetur hafði hann mikið föndrað við sraíðar. Hann réð sig nú á veið- ar rn-eð Jóni Pálssyni móður- bróður sínum, semiátti 'heima á ísafirði og stjórnaði þar stóru hákarlaskipi. Síðari hluta ver- tíðar veiktist stýrimað.ur Jóns, og var Páll stýrimaður það sena eftir var úthaldsins. 'En nú réðst hann smíðaneml á ísafirði. og stumdaði þar nóm í kvöldskóla iðnaðarmanna. Lauk hann námi 1910. Á námsáruna sínum lagði hann stund á iþrótt ir og þá einkum íslenzka og grísk-rcrniverska glímu og gat sér góðan orðstír endá skorti hann ekki þrek, fjör eða kapp á við hvern annan. Árið 1912 kvæntist hann Málfríði Sumarliðadóttur, bónda á S'kjaldvararfossi' í Arn- arfirði. Hún var góð kona, um- hyggjusöm húsfreyja og á'gæt móðir, vel greind eins og faðir hennar, hlédræg út á við, en alúðin sjiálf, þegar gest bar að garði. Hún lézt árið 1955. Börn þeirra hjóna eru Ása, gift kona í Reykjavfk, Gunnlaugur arki- tekt, Jón húsasmíðamieistari og Haraldur sjómiaður —• allir kvæntir og búsettir í höfuð- staðnum. Framan af vann Páll nokk- urn veginn jöínum höndum að húsasmíði, skipaviðgerðumi og bátasmíði, en tvo seinustu ára- tugina, sem hann var á ísafirði, fékkst hann eingöngu við húSa- gerð og var þá einna athafna- samastur 'allra stéttarbræðra sinna í bænum, og með dugn- aði sínum, framtáki og lipurð átti hann manna mestan þátt í að örva framkvæmdir um húsa- gerð og húsabætur.Hann fékkst og við útgerð og átti sinn hlut í stofnun togara'félags eftir hrun b'átaútgerðarinnar upp úr 1920. í samtökumi iðnaðarmanna starfaði hann ai' miklum dugn- aði, var lengi í stjórn iðnaðar- mannafélagsins og formaður -þess stundum, var formaður iðn ráðs og sat á iðnþingum, var löngum í skólanefnd iðnskólans 0g.gjald'keri hans og vann mik ið að vexti 'hans og viðigangi á erfiðum tímumi. Þá var hann og formaður félags ihúsasmiða, starfaði að bindindismálum1 og sat í bæjarstjórn sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Árið 1939 — eða í lok krepp- unnar - fluttist Páll til Reykja Framhald á 10. síðu. Þessi 5—6 tonna dieselbifreið hefur vakið mikla athygli vöritbíl etvóra hér á landi, Bendum sérst aklega á 3 höfuðkosti hennar: ★ Mótorbremsur ★ Hálfautomatisk skipting milli gíra ★ Læsanlegt drif VerS um kr. 136..000,00 með tengikassa fyrir sturtur) Afgreiðslutími: apríi — ef pantað er strax. Aðstoðum vig að útfvlla umsóknir um gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi. Allar nánarj upplýsingar veitar: | Tékknsska blireiðaumboðið h.i. í Laugavegi 176 — Sími 17181 4 26. marz 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.