Alþýðublaðið - 02.04.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1959, Síða 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurirm. Hitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Helgi Sæmundsson (ábj. Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- Eon. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu- eími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýöubl. Hverhsg. 8—10. Atburðirnir í Tíhet FRÉTTIRNAR FRÁ TÍBET rifja upp fyrir mannkyninu enn einu sinni, hvaða hlutverki komm únisminn gegnir. Tíbetbúar tísu gegn kúgunni, og Dalai Lama reynir að flýja land. Þetta minnir á 'iippreisnina í Ungverjalandi haustið 1956. En of- beldið má sín mikils í Tíbet eins og Ungverja- ILandi. Kínverska hernámsliðið hefur lagt til grimmilegrar atlögu við uppreisnarmennina. Uppreisnin talar hins vegar sínu máli um hug og vilja Tíbetbúa. Heimurinn stendur agndofa gagnvart þess- uin fréttum. Enginn möguleiki virðist á því að fijálpa þjóðinni, sem krefst frélsis og vill erlenda hernámslioið brott. Slíkt fulltingi myndi sjálfsagt 'Jkosta tvísýna og ægilega heimsstyrjöld. Auk þess er lega Tíbets þvílík, að landið er í járnklóm hinna miskunnarlausu nágranna, sem láta sér ekki uiægja víðlendasta ríki veraldar heldur seilast til annarra landa í æði yfirdrottnunar og kúgunar. En vafalaust reynist Tíbetævintýrið kínversku Jkommúnistunum dýrt. Það afhjúpar eðli og til- gang kommúnismans og færir þjóðum Asíu heim • tsanninn um, hvers muni af honum að vænta. .Frelsisbarátta Tíbetbúa er því ekki unnin fyrir gýg, þó að hún verði kæfð í blóði. Hún er í senn . hjálparbeiðni og viðvörun. En því miður viröist vorilítið, að hægt muni að koma Tíbet til hjálpar. Sagan frá Ungverjalandi endurtekur sig. Kínverskir kommúnistar krefjast þátttöku x (Samfélagi frjálsra þjóða. En jafnframt gerast þeir í-iekir um einsætt ofríki og miskunnarleysi. Auð- vitað tekur enginn mark á þeirri fullyrðingu kín- Versku kommúnistastjó'rnarinnaf', sem Þjóðvilj- inn hampar í gær, að forsprakkar uppreisnar- manna í Tíbet hafi numið Dalai Lama á brott, að jþví er ætla mætti til áð fjarlægja hann dýrð ' kommúnismans í ættlandi hans. Eftirleit Kínverja ésegir isitt um tilgang þeirra. En þessi eru jafnan viðbrögð kommúnista á Vesturlöndum, þegar jRússland eða Kína reiða hramminn að nágrönn- i r>m sínurn. Þá er ekki krafizt brottfarar erlends . Lernámsliðs, þó. að þjóðarviljinn sé því svo and- ; vígur, að til blóðugrar en vorilausrar uppreisnar . dragi. Atburðirriir í Tíbet eru einnig fyrir þá sök athyglisverðir og lærdómsríkir. 4 2. anríl 1959 — Alþýðublaðið H a n n es h o r n i n u ★. Bréf frá skipaskoðun- arstjóra. ★ Svarað bréfum frá sjó- . manni. ■k Eftirlitið með skipum.. SKIPASKOBUNARSTJÓRI sendir mér eftirfarandi bréf af g-efnu tilefni. Bréfið er í raun og veru of langt fyrir pistla mína. En ég sé mér ekki fært að stytta það — og mér ber skylda til að birta það, enda kærkom- ið: — „ f dálkum yðar hafa nú tvívegis undanfarið birzt bréf frá Akranesi um öryggismál sjó manna, hið fyrra birtist 15. marz og hið síðara í dag 24. marz. í dag óskið þér eftir fleiri bréfum frá öðrum verstöðvum „í sama dúr“. BÆÐI eru bréf þessi skrifuð af nokkrum ókunnugleika á málum og í fyrra bréfinu finnst mér einkar ómaklega vikið að samvizkusömúm skipaskoðunar- manni skipaskoðunar ríkisins á Akranesi. Bréfritari telur það ekki viðeigandi að skipaskoð- unarmaður sé samtímis starfs- maður hjá stærsta útgerðar- manni bæjarins. Um hina tvo skoðunarmennina á Akranesi er sagt að þeir sjáist mjög sjaldan við þessi störf, og telur bréfrit- ari það lieldur ekki heppilega þj ónustu. SKIPASKOÐUN ríkisins hef- ur á að skipa samtals 5 skipa- eftirlitsmönnum, sem hver gegn- ir þjónustu í :sínu umdæmi Eru þessir menn busettir i Reykja- vík, á ísafirði, Akureyri, Norð- firði og í Vestmannaeyjum. —- Þessir menn eru launaðir þann- ig, að þeir geta haft starfið að aðalstarfi,, þótt flestir verði að hafa aukastörf með vegna lágra launa. Aðra fastlaunaða skipa- eftirlits- eða skoðunarmenn lief- ur skipaskoðun ríkisins ekki ut- an starfsmanna skrifstofunnar í Reykjavík. í HVERRI verstöð eru hins- vegar útnefndir skipa- og véla- skoðunarmenn, sem aðeins fá greiðslu fyrir þær skoðanir á skipum og vélum, sem þeir fram kvæma. Skipaskoðun ríkisins þarf í þessar stöður að hafa á að skipa fagmönnum í vélum og tréskipum. Að sjálfsögðu verða þessir menn að liafa annan starfa, því tekjur af skoðun skipa eru sáralitlar, enda mjög lágt gjald tekið fyrir þá þjón- ustu. Tréskipasmiðirnir eru sumir starfandi við skipasmíða- stöðvar í verstöðvunum og vél- smiðjur staðanna. Ég veit ekki betur en einmitt slíkir menn séu bezt kunnugir ástandi véla og skipa hver í sinni verstöð, og ekki hefi ég enn heyrt um neinn þann skoðunarmann skipaskoð- unarinnar, sem vísvitandi leyndi galla í vél eða skipi, þótt starfs- maður væri einnig hjá öðrum að — Á þetta ekki síður við um skipaskoðunarmanninn á Akra- nesi, sem mun vera mjög sam- viskusamur maður að réttlátum dómi þeirra er bezt þekkja. — Það getur verið vanþakklátt starf að vera skipaskoðunarmað- ur, og því miður er því ekki alltaf tekið jafn vel af sjómönn- um sjálfum, þegar fundið er að ýmsum búnaði skipanna og hann heimtaður lagfærður áður en skip lætur úr höfn. UM DEKKLEKA er það að segja, að e£ skip er skoðað í þurru veðri í höfn, þá er ekki alltaf öruggt að vissa fáist fyrir fullkomnum þéttleika við skoð- un á þilfari. Að negla aftur þilju ljóra, sem telja ber neyðarút- gang og að ekki sé til skölkunar útbúnaður um borð svo og að standa verði. í sjóklæðum í stýr- ishúsi vegna leka, og að ökla- sjór sé í kortaklefa og skipstjóra klefa mun vera heldur fátítt. Ef sjómenn láta slíkt ástand óátalið tel ég það til ólíkinda og oft ber ast skipaskoðun ríkisins kærur frá sjómönnum vegna minni á- galla en þessara. Allar slíkar kærur eru athugaðar gaumgæfi- lega og strax séð um lagfæringu ef satt reynist frá skýrt. Ég tel að með slíkri samvinnu við sjó- menn, sem sýna áhuga á eigin öryggi í verki, megi bæta veru- lega úr þeim ágöllum, sem ávalit geta fundizt, þrátt fy.rir árlega skoðun skipaskoðunar ríkisins. ÞÓ ÉG hér að framan hafi nefnt tréskipasmiði og vélsmiði ■sem skoðunarmenn, þá eru í sumum verstöðvum einnig sjó- ;menn við þau störf. En þar eð þetta lítt launaða starf er óvíða til skiptanna fyrir marga, og brýn nauðsyn er á kunnáttu- mönnum í vélum og skipum, þá verða slíkir fagmenn oft fyrir valinu, þegar aöeins er um tvo menn að ræða. Hinsvegar get ég fullyrt, að sérhverri réttmætri umkvörtun sjómanna um búnað eða ástand fiskiskipa er tekið með verðskuldaðri athygli af skipaskoðun ríkisins. Vil ég í þessu sambandi leyfa mér að vekja athygli sjómanna á að kynna sér reglur þær, sem x gildi eru, en þær eru ekki ýkja gamlar, þar eð aðal-reglurnar eru frá 1953 og nokkrar breyt- ingar enn nýrri. SJÓMAÐUR á Akranesi skrif ar bréf til yðar birt í blaðinu í dag (24. marz) aðallega varð- andi þurrafúa. Þurrafúi. í .tré- skipum er mikið vandamál. Það er ekki eins auðvelt og það kann að virðast að finna þurrafúa með sérfræðilegri rannsókn á tréskip um, einu sinni á ári. Skipaskoðun ríkisins notar hvert tækifæri þegar viðgerð fer fram á skú?i að reyna að gera sér grein fyr- ir, hvort um þurrafúa geti ver- ið að ræða. Að öðrum kosti er ekki önnur aðferð þekkt en að bora reynslugöt og rannsaka spænina. Þetta er þó engan veg- in óræk sönnun þess, að ekki geti. leynst þurrafúi í skipi. Það er því ekkert einkennilegt þó þurrafúi oft sé uppgötvaður ,,af tilviljun“ í sambandi við við- gerðir. Ef rannsaka á tréskip á hverju ári fyrir þurrafúa, þá er engin önnur öruggari ileið til, en að taka úr hverju skipi helzt ekki minna en 3 byrðingsplanka raðir á báðum hiiðum fram úr og aftur úr. Þetta er geysi-mik- il aðgerð, sem ég er hræddur um að ef krafizt yrði árlega myndi þýða álíka og að banna notkun tréskipa. ANNARS er það svo varðandi þurafúann, að þar leggjast yf- irleitt allir á eitt að reyna að komast fyrir þann vágest, hvar sem hann finnst. Oft er það svo, að menn telja sig sjá þurrafúa, þótt það við nánari rannsókn reynist ekki vera rétt. Það má eflaust rita margt misjafnt um stand einstakra fiskiskipa í ver- stöðvum okkar. Skip okkar eru misjöfn að gæðum og göllum eins og að líkum lætur. Ég tel því sennilegt að yður verði að ósk yðar um fleiri bréf úr öðr- um verstöðvum „í sama dúr“ og þessi tvö bréf frá Akranesi. Ég er þó enn þeirrar skoðunar, að meira ávinnist í öryggismál- um sjómanna með rólegri yfir- vegun og hreinskilinni sam- vinnu milli sjómanna, útgerðar- manna og skipaskoðunar ríkis- ins í verki, heldur en ótal mörg blaðaskrif um málið“. Hannes á horninu. eru orsak NoRSKUR læknir skrifaði nýlega um alkóhólismann í norskt tímarit. Hann segir þar meðal annars: „Allir eru sammála um að króniskur alkóhólismi sé sjúk- dómur. En mikið ósamkomu- lag er ríkjandi, hvers eðlis þessi sjúkdómur sé. Langflest ir álíta, að sjúkdómur sé ann- aðhvort meðfæddur, stafi af næringarskorti eða orsakist af veirum. Á. liðnum árum hefur yfirleitt verið lögð meiri á- herzla á að skýra almenningi frá hinum illu áhrifum, sem vín hefur á líkamsstarfsem- ina, en minna gert af bví að benda á hina sálfræðilegu hlið málsins. Hin þjóðfélagslegi skaði af drykkjuskap er miklu meiri en flestir álíta og enda þótt ekki sé algengt að menn séu lagðir á spítala vegna sálsýki af völdum of- drykkju þá eru þau tilfelli allmiklu fleiri en ætlað er. Flestir drykkjusjúklingar (alkóhólisar) bíða tjón á sál- rænni heilsu sinni. Það sem hættulegast er að þeir 'taka ekki eftir því sjálfír, en skap- gerðarbreytingarnar eru mikl ar og óhjákvæmileg.ar í flest- um tilfellum. Starfsorkan minnkar og ábyrgðartilfinn- ing dvínar án þess að sjúk- lingurinn geri sér grein fyr- ir því. Talið er að þessar sál- arsveiflur stafi af lífefna- fræðilegum breytingum í taugakerfinu. Reyndar er .vit- að um menn sem neytt hafa áfengis óhóflega um 20—30 ára skeið án þess að bíða tjón á líkama eða sál. Ástæðurnar fyrir að menn verða drykkjusjúklingar eru ekki enn sern komið er nægi- lega þekktar en staðreynd er að sumir verða áfengissýkinni að bráð en aðrir ekki þótt þeir- búi við svipaðar aðstæður. Sumir sérfræðingar halda bví. fram, að efnaskipti eigi ein- hvern þátt í þessu. En aðrir telja að erfðir hafi ekkert að segja. í þessum efnum. Hugtöldn alkóhólisnii, of- drykkja og drykkjusjúklingur ná yfir mörg tilbrigði þessa sj úkdóms. Drykltj usj tiklingar koma úr öllum stéttum og landshlutum, allar manngerð- ir virðast vera, j.afn móttæki- legar fyrir drykkjusýkinni.11

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.