Alþýðublaðið - 02.04.1959, Page 6

Alþýðublaðið - 02.04.1959, Page 6
g 2. apríl 1959 Alþýðublaðið m » Tæki, sem stokkar og ÞEIR, sem sitja við spilaborðið dag út og dag inn, og sýnkt og heilagt gruna mótspil- arann um græsku, sér- staklega ef hann hef- ur gefið, munu senni- lega gleðjast yfir nýj- ustu uppfinningunní í Ameríku. •-? Jri Það er Mtið plast- tæki, sem stokkar spil, setur þau í spilabakk- ann og gefur síðan. Og það er sama, hvort tveir, fjórir eða sex spiia, — maður stillir bara apparatið. Tæki þetta hefur orðið mjög vinsælt,.og það hefur sýnt sig, að því bregzt ekki boga- listin. Það svindlar aidrei. Eitt skemmtilegt og mannlegt hefur komið i Ijós hjá þeim, sem nota þetta kostulega. tæki. Spilamennirnir fylgjast nær undan- tekningarlaust ná- kvæmlega með tæk- inu meðan það stokk- ar og: gefur! Vladimir Nobokov er prófessor í bókmenntum við Cor- nell-háskóla í Bandaríkjunum, og sömuleiðis höfundur hinna umdeildu. skáldsögu, LOLITA. ÞEIM ferðalöngum, sem leggja leið sina til Englands um þessar mundir, er ráð- lagt að hafa ekki skáldsög- una LOLITA undir hend- inni. Tollverðir hafa ströng fyrirmæli um að gera upp- tækt hvert einasta eintak aí bókinni, sem þeir koma auga á. Og ef einhverjum heppnast að smiygla þessari bók inn í landið, getur það kostað hann þúsundir króna í sektum. Sagan um gamla manninn og litlu stúlkuna, .---um kynferðismál og morð, eru forboðnar bók- menntir, sem Bretar mega ekki lesa. 'u' Skáldsagan LOLITA effir Nóbo- kov bönnuS í Bretlandi. + MYKLE-MÁL í ENGLANBI. Agnar Mykle vakti, eins og menn muna, geysilega athygli á Norðurlöndum fyr ir 'Rúbíninn sinn, og híð sama hefur nú gerzt í Bret- Iandi um bók rithöfundar- ins Vladimir Nabokov, LO- LITA. Hann er af rússnesku bergi brotinn, en fluttist fyrir átján árum síðan til Ameríku og er nú prófessor í evrópskum bókmenntum við Cornell-háskóla. Hann segist hafa fengið hugmynd- ina að Lolitu árið 1939 eða 1940, en hefur verið að skrifa hana meira og minna síðan, milli stærri verka. Annars er mesta áhugamál Nobokovs hvorki iitlar stúlkur, morðgátur eða bók menntir yfirleitt, — heldur fiðrildi. Fiðrildin eru hans ástríða, og á hverju ári, ef hann mogulega kemur því við, fer hann á fiðrildaveið- ar. Skáldsagan Lolita hefur þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars japönsku, og Hollywood hef ur keypt kvikmyndaréttinn fyrir 6 milljónir króna. Na- bokov hefur þar af leiðandi hagnast vel á þessari sögu sinni og getur því í ró og næði veitt sín fiðrildi í ell- inni. Það er aðeins eitt, sem skyggir á gleði hans: Hon- um er óskiljanlegt, hvers vegna Bretarnir hafa bann- að „hana Lolitu sína“. má aldrei gefa út. Þeir, sem það vilja, eru sóðalega þenkjandi og hættulegir“. Þingmaður Verkamanna- flokksins, Fletcher, sagði hins vegar: „Ég get ekki skilið, að nokkurt land, sem ber virðingu fyrir mál- og ritfrelsi, geti bannað þessa bók. Sagan er bókmennta- verk af bezta tagi“. + TVEIR FLOKKAR. Lolita hefur valdið feiki- legum deilum í Bretlandi. Menn hafa að mestu skipzt í tvo flokka, og sagan er ýmist fordæmd eða varin í prédikunarstólunum, í þing inu, í útvarpinu, í blöðun- um og í sjónvarpinu. Ann- ar flokkurinn kallar Lolitu klámrit og sorprit og ó- merkilegar hugleiðingar um lægstu hvatir mannsins, — hinn flokkurinn kveður hins vegar upp þann úr- skurð, að hún sé bókmennta legt meistaraverk. Rithöf- undar í Bretlandi eru tví- skiptir í málinu: Graham Greene heimtar, að bókín verði gefin út á ensku, — J. B. Priestley berst hins vegar hatrammlega gegn henni. Stjórnmálamennirn- ir eru sömuleiðis tvískiptir: íhaldsþingmaðurinn Jen- kins hvæsti í ræðu sinni í þinginu: „Bók af þessu tagi FRONSK UTGAFA Á ENSKU. Það var hið virðulega for- lag Weidenfeld og Nicol- son, sem upprunalega tryggði sér réttinn til út- gáfu bókarinnar, og það var einmitt það, sem hleypti óveðrinu af stað. Meðan stóð í þófi, gerði franskt forlag sér lítið fyrir og Iét prenta bókina á ensku, og hana má nú sjá í bókaverzl- unum hvarvetna á megin- landinu (nema náttúrlega í Bretlandi) við hliðina á góð um bókmenntaverkum á borð við Ulysses. Eitt eintak af framán- greindri útgáfu komst í litla fömbókaverzlun í Lon don, og þegar lögreglan gerði dag nokkurn skyndi- rannsókn og gerði upptæk alls konar óleyfileg klám- rit, flaut þetta eintak af Lolitu með. Málið fór fyrir bæjarréttinn og Lolita var dæmd til eyðileggingar. * NÝ OG BETRI LÖG. Einmitt um þessar mund- ir hefur neðri deild brezka þingsins til umræðu ný Iög, sem auðvelda útgefendum mjög að verja fyrir rétti bækur, sem bannaðar eru. Til dæmis heimila þessi nýju lög útgefendum að hafa bókmenntafræðinga sem vitni, og enda þótt einhverjir kaflar skáldsögu geti talist klám út af fyrir sig, sé heimilt að gefa bók- ina út, ef hún telst bók- menntalegt verk. Umræð- urnar um frumvarpið hafa nær eingöngu fjallað um skáldsöguna Lolitu og bann ið á henni. Þingmenn í- haldsflokksins hafa flestir lýst því yfir, að ef þessi nýju lög hafi það í för með sér, að Lolita verði gefin út, þá séu þeir á móti frumvarp- inu. Þingmenn Verkamanna flokksms segja hins vegar, að ef frumvarpinu verði breytt þannig, að það í sinni endanlegu mynd hindri út- gáfuna, — þá séu þeir einn- ig á móti. Flutningsmenn frum- varpsins fullyrða, að þeir hafi lesið Lolitu. Sannleik- urinn er sá, að enda þótt toll verðir hafi staðið sig vel í að uppræta bókina, hefur henni alltaf öðru hvoru ver- ið smyglað yfir landamær- in. Eitt eintak var til dæmis skyndilega uppgötvað í bókasafninu í Turnbridge Wells, en varla var orðróm- urinn farinn að berast, þeg- ar lögreglan kom á vett- vang og hafði bókina með sér. Annað eintak er í brezka þinginu, en það má náttúrlega ekki hreyfa. Samt sem áður eru síðúrn- ar svo velktar og upptrosn- aðar, að þær eru varla læsi- legar! Allir vilja auðvitað lesa þessa umræddu bók, og vitað er um ótrúlegt verð, sem bókin hefur verið seld á, — á svörtum markaði. * SAMKVÆMT skýrsl- um eru hjónaskilnaðir í Danmörku miklu algengari í borgum en bæjum. Árið 1956 var til dæmis enginn hjónaskilnaður skráður í 9 kaupstöðum í Danmörku. Þeir eru: Skælskör, Nibe, Lögumkloster, Aakirkeby, Hasle, . Nysted, Mariager, Svaneke og Cristiansfeld. í sömu bæjum fóru fram á árinu 109 giftingar. 'V' SÁ, SEM spyr, er fífl í fimm mínútur. Sá, sem ekki spyr, heldur áfram að vera fífl. V' LlTILLÆTIÐ er eins og undirföt, — nauð- synlegt, en ósiðsamlegt, ef það sést. KROSSGÁTA NR. 60: Lárétt: 2 refsa, 6 skammstöfun, 8 sam- göngubót, 9 herbergi (þf.), 12 ljóðabók, 15 eyðsluseggur (þf.), 16 títt, 17 fangamark, 18 heyskapur (þf.). Lóðrétt: 1 borg í Afr- íku, 3 ritstjóri ménning- arrits (skst), 4 eldast, 5 atviksorð, 7 vínstúka, 10 tala illa um, 11 heimt- ing, 13 njóla, 14 íbúi Bret landseyja, 16 fæddi. Lausn á krossgátu nr. 59: Lárétt: 2 kommi, 6 al, 8 fár, 9 káf, 12 kranann, 15 Kóran, 16 vit, 17 la, 18 gár- ar. KOMIÐ hafa fram tillög- ur um svo gagngerðar breyt ingar á skipulagi nokkurra frægustu borga Evrópu, að ef þær komast til fram- kvæmda verður erfitt að þekkja aftur þá staði, sem í lengri tíma hafa verið flestum öðrum frægari. LONDON: Til þess að koma á nýju vegakerfi Iief- ur verið lagt til að jafna við jörðu The Elephant and Castle, fræga krá, tvö hundr uð ára gamla. í síðustu viku kom fram tillaga um endurskipulagningu Picca- dilly Circus, þessa „miðdep- ils heimsins" eins og það er stundum nefnt. Til þess að leysa umferðarvandamál in þar, er í ráði að breyta „hringnum“ í rétthyrning og nýtízku byggingar skulu koma í stað þeirra, sern nú umkringja torgið. — Hin fræga .stytta ástarguðsins Amors, sem. um áraraðir hefur-verið miðdepill torgs um í París, að b mættu ekki vera 1 121 fet (undantekn: þó einstaka mim eins og Eiffeltumii Coeur og Notre Da: hafa löngum þótt töfrum Parísarbor; lágu hús. En nýi komið fram með sl breytingatillögu; skal fimmtíu: óg hæða skýjakljúf í : hina gömlu járnbra Gare Montparnass mönnum Montparn lofað auk 1000 b gistihúss, verzlun; og þriggja hæða b að byggðar yrðu v: ur fyrir listamenn. sem er 25 ekrur. I sem velt er vöngun hvers konar list ge í þessu nýtízku rík lega umhverfi. L ráðunautur de Ga André Malraux, me málaráðhrera gaf s Piccadilly Circus (1965). ins fær að vera þar áfram en ekki í miðjunni. Róman- tískt fólk veltir því fvrir sér, hvort Piccadilly hið nýja og rétthyrnda, laðar til sín einmana hræður Lundúnaborg og verður áfram stefnumótastaður elskenda. PARÍS: Það. hefur til skamms tíma verið í Iög- sitt til þess að sli urinn væri byggð sagði: „Ef við skýjakljúf m.un byggingarlist hald sína í París. Ef nút ingarlist fær ekki : í París mun hún < ast til Frakklands1 FENEYJAR: Sík sem einu siuni „ LEYNDARDOMUR . MONT EVEREST NEI, GRACE mun aldrei gleyma þeirri nótt. Philip flaug lágt yfir Norðursjón- um, eins lágt og mögulegt var því aðeins tveir hreyfl- ar voru í lagi, og hann hafði það eitt að leiðarvísi, sem stúlkurödd gaf honum öðru Iivoru til kynna um stefn- una til Turnbridgi arins, en rétt fy strönd Englands f urinn upp á ný. ekki um annað að! hann en halda sig í frá flugstöðinni o| Lóðrétt: 1 lakka, 3 OF, 4 mávar, 5 MR, 7 Lár, 10 fak- ír, 11 annar, 13 nóta, 14 nál, 16 vá.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.