Alþýðublaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 3
a I Bretlandi N, 8Ú ER fjárlagafrumvarp brezku stjórnarinnar komið fram og blandast engum hug- ur um að það er fyrst og fremst kosningafrumvarp, til kosninga áður en fundur æðstu manna verður haldinn en að honum loknum. Nú hef- ur viðhorf íhaldsmanna breytzt þarinig, að sérfræðing ar telja að stjórnin muni sitja til haustsins eða jafnvel út kjörtímabilið, sem ekki renn- ur út fyrr en í maí 1960. Sig- urhorfurnar eru satt að segja svo litlar, að Macmillan hætt ir varla á kosningar fyrr en hann má til. MACMILLAN samið með það fyrir augum að afla hinni ekki alltof vin- sælu íhaldsstjórn álits meðal hæstvirtra kjósenda. Skattar eru lækkaðir, einkum tekju- skattur og söluskattur og ým- islegar aðrar aðgerðir eru þar, sem auðvelda eiga iðnaðar- framleiðslu landsins. En for- ustumenn alþýðusamtakanna í Bretlandi hafa lýst yfir ó- ánægju sinni með fjárlaga- frumvarpið og telja að ekki hafi verið tekið þar nægjan- legt tillit til elli- og launþega. Fyrir nokkrum vikum var viðkvæðið í blöðum brezkra íhaldsmanna, að stjórninni bæri að rjúfa þing hið fyrsta og efna til kosninga í vor, þegar eftir að fjárlagafrum- varpið hafi verið samþykkt. Talið var að för Macmillan forsætisráðherra til Sovét- ríkjanna mundi styrkja af- stöðu stjórnarinnar í kosning um og öruggara væri að efna GAITSKELL Sí JÍÐASTA skoðanakönnun sýnir að Yerkamannaflokkur- inn hefur örlítið meira fylgi en íhaldsflokkurinn, en það eitt getur ekki valdið því, að arflokksins strax og kosning- þeir þori ekki til kosninga- Yenjulega eykst fylgi stjórn- ar hafa verið ákveðnar. Það, sem veldur hiki íhaldsmanna, er sú staðreynd, að fimmti hluti kjósenda er enn ekki ákveðinn hvorn flokkinn hann kýs. Þessi hluti kjósenda á- kveður úrslit þingkosning- anna. Það er vert í þessu sam bandi að athuga þrennar auka * kosningar, sem nýlega fóru fram í Bretlandi. Kosningar þessar fóru fram í mjög ólíkum héruðum og gefa nokkra hugmynd um, hvernig kosningar mundu fara annars staðar í landinu. East Harrow er týpiskt út- hverfakjördæmi í Suður-Eng- landi. Við síðustu kosningar höfðu íhaldsmenn þar 3500 atkvæða meirihluta. Ef Verka mannaflokkurinn hefði unnið kosningarnar þar hefði það þýtt, að þeir hefðu getað bú- izt við 200 þingsæta meiri- hluta í nr/iri málstofunni. Úr- slitin urðu þau, að íhalds- menn héldu sætinu án þess að tapa nema örfáum atkvæð um til Verkamannaflokksins. Þessi úrslit voru miklu betri en íhaldsmenn höfðu gert sér vonir um. S'ama dag töpuðu íhalds- menn um 5 af hundraði þeirra atkvæða, sem þeir höfðu í iðn aðarhéraðinu East Belfast í Norður-írlandi, en þar hefur atvinnuleysi aukizt að mikl- um mun síðustu mánuði. Viku síðar fóru fram kosn- ingar í South-West Norfolk, en það kjördæmi vann Verka mannaflokkurinn í síðustu kosningum með tæplega 200 atkvæða meirihluta. Úrslitin nú urðu þau, að Verkamanna- flokkurinn fékk 1300 atkvæði fram yfir íhaldsmenn og tákn ar það að eitt prósent af fylgi íhaldsmanna þar hefur farið yfir á Verkamannaflokkinn. * Þ AÐ VORU fyrst og fremst úrslitin í þessu síðasttalda mm V, EL MÁ VERA að ekki líði á löngu áður en matvæli geymast óskemmd með að- stoð geislunar. Kjarnoi'ku- stöð í Nebi'aska í Bandaríkj- unum gerir nú tilraunir með geymslu matvæla með því j að láta geisla hafa áhrif á : þau. Verður geislavirkt sod- ■ ium notað til þess að hi'einsa ■ matvælin. Engin slæm áhrif j- hafa komið í Ijós á þeim : þremur árum, sem liðin eru j síðan fyrst var farið að gera j tilraunir með þessa geymslu ■ matar. Talið er að með geisl j un verði hægt að geyma j fryst kjöt fimm sinnum leng : ur en ella og sömuleiðis j eykst g'eymsluhæfni korns j gífurlega með geislun. : B B Tækin, sem notuð eru við j geislun matvæla sjást hér á : myndinni. ; ■ ■■iHimuiiiiimiHmii IIIIEi!Dtll8lll!IItlC:lllll kjördæmi, sem gerðu vonir íhaldsmanna um kosningasig ur að engu. Enda þótt atkvæða munurinn sé ekki mikill, þá er ljóst að aukningin lendir öll hjá Verkamannaflokknum og ef Frjálslyndi flokkurinn býður fram í mörgum kjör- dæmum má búast við að þeir nái talsverðu atkvæðamagni frá íhaldsmönnum. Eins og er virðist íhalds- flokkurinn ekki hafa annað upp úr vorkosningum en ör- lítinn meirihluta í neðri mál-' stofunni, en slíkur „sigur<£ kynni að hafa í för með sér nýjar kosningar innan skamms tíma og þá mikinn ósigur fyrir íhaldsmenn. Það er því skoðun flestra, að Mac millan muni bíða með kosn- . ingar í missei'i eða svo til Fratnhald á 9. síðu. með belgískan vísindaleið- angur, sem leysa átti af hólmi annan, sem fyrir var í svonefndri Baldvins kon- ungs stöð á Suðurskauts- |gndi. Hafa Belgíumenn komið upp þeirri vísinda- stöð og skyldu þeir, sem Polarhav var að flytja þang að, dveljast þar þetta ár, en taka hina, sem fyrir voru. Þegar Polarhav var komið langleiðina gegnum ísinn og átti aðeins eftir 25 sjómílur til Baldvins konungs stöðv- ar, í'ak ísinn svo saman, að skipið komst ekki leiðar sinnai', bar það nú ótt af leið, en ekkert nema enda- laus hafþök umhverfis það. Það hafði að sex vikum liðn um rekið 140 sjómílur frá þeim stað, þar sem það fest- ist í ísnurn, en þá kom Glac- ier á vettvang. ísbi'jóturinn hafði orðið að fara hálfa leiðina umhverfis Suður- skautsland. Með hjálp ísbrjótsins losn aði Polarhav og leiðángurs- menn komust til stöðvarinn- ai'. Efsta myndin er tekin, er hóparnir hittust á ísnunx framan við Baldvins kon- ungs stöð. Stói'a myndin sýnir Glacier nálgast Polai'- hav, og litla myndin t.v. sýn ir, hvar hundar eru teknir um borð með neti. Fyrr á árum mundi slík- ur atburður, sem þessi, hafa verið ærið hættulegur. Nú fer vetur í hönd á suður- hveli og hafþökin fara ekki að brotna upp og leysast sundur fyrr en eftir 8—9 mánuði. WWWVMWMWmWWWMWMMMWMMMMWWWMIMMWMMIWMWHWMWMMWWWWMMMWWWWWmWMW Alþýðublaðið — 12. apríl 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.