Alþýðublaðið - 14.04.1959, Side 4
,ik,i *. Jkk 4Slbv Aili
Ctgefandi: Albýð'uflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást-
|)órsson og Heígi Sæmundsson <áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars-
«on. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
son. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu-
«ími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiöja Alþýöubl. Hv.erfjsg. 8—10-
Mikill sigur
ÞAÐ er mikill viéburður í sögu þjóðarinnar,
að þrír af flokkum alþingis hafa sameinazt um að
breyta kjördæmaskiptingu landsins í átta stór kjör
dæmi með hlutíailskosningum. Með þessari breyt-
ingu verður ekki aðeins leiðrétt hrapalegt misrétti,
sem vaxið hefur ár frá ári, heldur einnig tekin upp
framtíðarskipan, sem mun hafa holl áhrif á stjóm-
arhætti í landinu.
STÓR KJÖRDÆMI munu veita þingmönnum yf-
irsýn yfir margvíslega atvinnuhætti og aðstæð-
ur. Þeir þurfa að hugsa um ólika og fjölþætta
hagsmuni, en smákjördæma- og hreppapólitík á
álþingi ættu að hverfa,
STÓR KJÖRDÆMI munu gera það stórum erfið-
ara að hafa áhrif á kosningar með fjármagni eða
yfirráðum fyrirtækja og atvinnu.
STÓR KJÖRDÆMI munu gera mönnum kleift að
snúa sér til fleiri þingmanna úr fleiri flokkum.
Fólk hefur því meiri möguleika til samstarfs
við þingmenn um lausn ýmissa vandamála.
STÓR KJÖRDÆMI hljóta alltaf að eiga einhvern
þingmann, sem styður ríkisstjórn. Þetta skapar
kjördæmum jafnari aðstöðu, þar sem lítið kjör-
dæmi getur orðið rnjög afskipt, ef þingmaður
þess er lengi í stjórnarandstöðu.
STÓR KJÖRDÆMI tryggja tvísýna kosningabar-
áttu. Ef einn flokkur er stór, keppir annar eða
þriðji maður hans við minni flokka. Af þessum
ástæðum geta þingmenn og flokkar ekki van-
rækt hinar minnstu byggðir.
STÓR KJÖRDÆMI leiða til þess, að hver flokkur
myndar sérstök flokkssamtök í hverju kjördæmi.
Þessi nýju samtök verða svo sterk, að þau geta
vegið á móti flokksvaldi í Reykjavík. Þannig
mun vald flokksstjórnanna í höfuðstaðnum
minnka, og raunveruleg völd dreifast um land-
ið.
STÓR KJÖRÐÆMI munu skapa sterkari félags-
heildir um alt land, sem munu skapa jafnvægi á
móti þéttbýlustu hlutum landsins, sem smákjör-
dæmi aldrei geta skapað.
Allar þessar röksemdir og ýmsar fleiri studdu
þá ákvörðun Alþýðuflokksins, að beita sér fyrir
stórum kjördæmum. Það er mikill sigur fyrir flokk
inn, að samkomulag hefur náðst við tvo aðra flokka
um málið og framgangur þess er tryggður. Það er
tnikill sigur fyrir heilbrigða þróun lýðræðisins í
landinu.
íiikfnnín
Ff
Póststjórnin hefur áltveðið að sala notaðra frí-
merkja (kílóvöru) árið 1959 skuli fara fram sam-
kvæmt skriflegum tiíboðum. Tilboðin skulu scnd
til Póstmálaskrifstofunr(ar, Thorvaldsenstræti 4,
Reykjavík, merkt orðunum „tilboð í kílóvöru",
fyrir 15. júní 1959. Minnsta tilboð skal vera í
!4 kg. og áskilur, póststjórnin sér rétt til að íak.
marka liámark til hvers einsaklings við 3 kg,
PÓST- og SÍMAMÁLASTJÓRNIN,
13. apríl 1959.
VAMLIR MENN stiórna
heiminum í dag eins og svo
oft áður, gamlir menn, sem
eru hinir einu réttu til þess
kjörnir að leiða þjóð sína
fram til vegs og virðingar í
þrotlausri samkeppni um að
arðræna alþýðu annarra
landa. En þegar menn eru
orðnir 83 ára er tími til köm-
inn að draga sig í hlé. Þetta
hefur Adenauer kanzlari
Vestur-Þýzkalands viður-
kennt í verki,. enda þótt hann
í orði telii sig enn um skeið
munu ráða stefnu Þýzkalands
í öllúíúr höfuðatriðúm.
Það lítur út fvrir að flokks-
menn hans hafi lagt fast að
honum að yfirgefa kanzlara-
stólinn og allmargir frétta-
menn telja að um einhvers
konar samsæri eegn honum
hafi verið að ræða. Hvað, sem
u.m það er, þá verður bví ekki
trúað að annar en Adenauer
siálfur hafi tekið lokaákvörð-
unina. Staða hans innan
flokksins er svo.sterk að hann
getur sjálfur ráðið bví; sem
hann vill í mikilsverðum
málum.
hann hyggðist vera í fram-
boði við forsetakjörið, gaf
hann greinilega í skyn, að
hann hyggðist stjórna Þýzka-
landi áfram eftir að hann
kæmi í forsetastólinn, og
H,
ÍÉR verður ekki reynt að
meta störf Adenauers í bágu
Þýzkalands. En hugleiðingar
um hvað eftir hann muni
koma eru raunverulega vanga
veltur um þýðingu hans i
stiórnmálum Vestur-Evrónu
síðas^a áratug. Adenauer hef-
ur verið vestur-þýzk pólitík
frá bví nýtt ríki var stofnað
á rústum Hitlers-Þýzkalands
eftir stríð. Nú, þegar hann er
að hverfa af sjónarsviðinu,
skapazt nvir og áður óhugs-
anlegir möguleikar.
I ITTVARPSRÆÐU þeirri,
sem hann hélt er hann flutti
þjóð sinni þann boðskap, að
a n n es
h
★ Sjómannskona bíðnr
frétta af sjónum.
★ .Sjóferðarboð Alþýðu-
blaðsins.
★ .Athugasemd við bréf.
★ Viðtal Siðurðar Bene-
.dilttssonar.
★ ÉG HEF FENGIÐ bréf frá
Sjómannskonu í sjávarþorpi við
Faxafilóa. Hún lýsir því hvern-
ig það er að hlusta á bátana,
að bíða eftir eiginmönnum og
sonum af sjónum. Ég þaklca
þetta bréf, og ekki sízt fyrir
það, að það er í raun og veru
skrifað til þess að gagnrýna Al-
þýðubiaðið fyrir gamansamt
uppátæki þess, að bjóða tveim-
ur landkröbbum í róður á góð-
viðrisdegi í apríl.
SJÓMANNSKONAN skrifar
mér á þessa leiS: „Mig hefur
oft langað til að skrifa þér en
aldrei látið verða af því, enda
talið mig ekki færa til .þess.
En nú get ég ekki stillt mig
lengur. Það er kvöld, seinm-
hluta í marz. Ég á heima í einu
útgerðarplássinu við Faxaflóa
o r n i n u
— Bátarnir tínast út. úr höfn-
inni. Sjórinn er úfinn og óveð-
urský í.lofti. Veðurspáin ekki
góð. Kl. 12 er farið að hvessa
verulega. Loftvogin fellur. Ég
get ekki sofið, opna útvarpið
kl. hálf fjögur. Veðurspáin: suð-
vestan rok. Ég stilli tækið á báta
bylgjuna. Einn kallar á Sæ-
björgu, hann er með biiaða vél,
djúpt suðvestur af Garðskaga.
Hinir finna ekki veiðarfærin
fyrir sjó og roki. Svo koma skips
hafnirnar heim undir kvöld
daginn eftir, blautar, þrekaðar
og, hraktar.
SVO KOMA morgunblöðin og
þá, 26. marz, býður Alþýðu-
blaðið lesendum sínum upp á
myndskreyttar fyrirsagnir:
„Hver vill fara á sjóinn? Valinn
verður góðviðrisdagur í apríl“.
Og aftur 1. apríl: „Gullið tæki-
færi fyrir þá, sem kynnast vilja
starfi og kjörum sjómannanna11.
En okkur, sem eigum menn og
syni á sjónum, finnst þetta ekki
geta verið nein kynning á störf-
um þeirra, sem sjóinn stunda,
að senda „landkrabba í róður
á sólbjörtum apríldegi. Þá send-
um við litlu strákana með, því
að veðrið er þá gott, Væri ekki
gott fyrir þessa herra eða döm-
ur að fara líka í róður svipaðan
leiðir til áframhaldandi úr-
slitaatkvæið um áríðandi
málefni. Núverandi undir-
menn hans verða væntanlega
í öllum æðstu stöðum þegar
hann verður fors’eti og kann
það að breyta málum nokkuð.
En Adenauer er svo fullorð
inn maður að ekki er út í blá-
inn að ætla, að á næstu árum
verði nokkur stefnubreyting
á stjórnmálastefnu Þýzka-
lands, og horfið verði að
nokkru frá hinni ósveigjail-
legu afstöðu Adenauers til
efnahagssamvinnu Evrópu og
skyldra mála. Ef Ludvig Er-
hard verður eftirmaður Ade-
nauers í embætti kanzlara,
má reikna með mildari stefnu
Vestur-Þýzkalands gagnvart
þeim löndum, sem ekki eru
meðlimir sameiginlega mark-
aðarins.
Adenauer.
hann hefði ákveðið að verða
forseti aðeins til þess að
tryggja samhengið í stjórnar-
stefnu Vestur-Þýzkalands.
Hann sagði að utanríliisstefn-
an mundi ekki breytast næsta.
áratug og hann kvað forseta-
embættið vera stórum mikil-
vægara en almenningur gerði
sér grein fyrir. Þessi síðast-
töldu ummæli koma ekki
heim við reynsluna af valda-
tíð fráfarandi forseta, dr.
Teodors Heuss. En stjórnar-
skrá Vestur-Þýzkalands er
sögð búa yfir möguleikum,
sem Heuss kærði sig aldrei
um að notfæra sér, og ekki
er ólíklegt að Adenauer finni
r AÐ vakti athvgli að í
fyrrnefndri útvarpsræðu
sinni réðst Adenauer harka-
lega á Breta og málamiðlun-
arstefnu þeirra. Ef til vill
stendur það í sambandi við
Adenauer að taka verður upp
sveigjanlegri utanríkisstefnu
en vill ekki sjálfur standa að
henni.
Að hve mikiu leyti verður
skint um stefnu er að sjálf-
sögðu undir því komið, hverj
ir taka við af kanzlaranum.
Ef Erhard verður kanzlari og
Ernst Gerstemaier utanríkis-
ráðherra, verður áreiðanlega
skipt um stefnu að marki.
Gerstemaier, sem nú er for-
seti þingsins í Bonn, er sá
maður innan flokks Kristi-
legra Demókrata, sem verið
hefur ákafastur talsmaður
breyttrar stefnu. Honum setti
að vera í lófa iagið að taka
upp góða samvinnu við Sós-
aldemókrata. Verði aftur á
(Frambald á 10. sfJSu).
og ég lýsti hér að framan?
Þetta sæmir ekki Alþýðublað-
inu. Þetta er frekleg móðgun við
sjómannastéttina, og sannarlega
hefur þessi yfirstandandi vertíð
skilið þau spor ef-tir í hug og
hjörtum allra sannara íslend-
inga, að svona leikur á engan
rétt á sér, því róður í apríl er
leikur en engin kynning á kjör-
um þeirra, sem sjóinn stunda.
Þetta er orðið lengra mál en ég
ætlaði í fyrstu. En hér tala ég
fvrir munn sjómannakvenna,
því að frá okkar sjónarhóli er
þetta gamanleikur. Eða halda
þeir, sem fyrir þessu standa, að
veðrið sé alltaf eins og það ér
bezt í apríl? Nei, ábyggilega
ekki. Það er athugandi fyrir þá
áður en þeir bjóða upp á svona
kynningarferð næst. -— Kær
kveðja til blaðsins og Hannesar
með þökk fyrir alla þættina“,
ÞETTA VIL ÉG segja við
þessa vinkonu mína: Hvað hefði
það þýtt fyrir Alþýðublaðið að
bjóða þeim, sem ekki þekkja
sjóinn og sjómennskuna, í róð-
ur í rysjungsveðri? Ef ylgja
hefði verið í sjóinn- og ef hún
verður þegar farið verður, þá
verður ferðin kvöl í stað skemmt
unar. Víst er það, að á góðviðr-
isdegi er ekki. hægt að kynna
sjómannslífið eins og það er í
vondum veðrum og stórsjó. En
auglýsing blaðsins er í fullu
gildi fyrir því. Þetta vekur at-
hygli á sjómennskunni. Og það
er aðalatriðið.
MER FINNST þessi vinkona
mín of viðkvæm. Þetta er leik-
Fframhald á 10. síðu).
4 14. apríl 1959 — Alþýðublaðið