Alþýðublaðið - 14.04.1959, Side 6

Alþýðublaðið - 14.04.1959, Side 6
 i EIFFELTURNINN, — tákn Parísarborgar, er sjö- tugur á þessu ári. Opnun hans var einn liður í París- arsýningunni 31. marz 1889, — það tók 3 ár að byggja hann, og ætlunin var að rífa hann aftur, þegar sýning- unni væri lokið. Hann stendur samt enn, þrátt fyr- ir árásir og sprengingar á stríðsárunum. Sjcnvarpsmastur var fyr- ir nokkru sett á Eifíelturn- inn, svo að nú er hann 317. 93 metrar á hæð og fjórða hæsta bygging veraldar. Hinar eru: Empire State Building, Chr.ysler Building í New York og ný sjón- varpsstöð, í Tókýó. Það kostaði 6.5 milljónir franka að reisa Eiffelturn- inn. í hann fóru 18.000 járn bjálkar og 2.5 milljónir nagla, — og það hefur ekki þurft að skipta um einn ein asta af þeim, ennþá. Turn- inn er í eigu Parísarborg- ar, en er leigður, og er sagt, að leigjendur graeði stórfé á honum. árlega. Gizkað er á, að 35 milljónir manna muni koma í turninn á þessu ári. Ýmislegt skemmtílegt hef ur komið fyrir í sambandi við Eiffelturninn, sem gam- an væri að rifja upp á 70 ára afmæli hans. Einhverju sirini ók maður nokkur nið- ur hinar 1900 troppur turns ins — á reiðhjóli. Flugmað- ur nokkur reyndi að fljúga undir turninn (milli stólp- anna), og beið bana af. Öðru sinni hefur maður lát- ist við uppátæki í sambandi við Eiffelturninn. f>að var uppfinningamaður, sem ætl- aði að fljúga niður af turn- iniun á heimatilbúnum vængjum. Þetta var áður en fluglistin kom til sögunnar. Eitt sinn reyndi svindlari að selja Eiffelturninn hollenzk um kramvörusala, — en fyr irtækið mistókst. Loks má geta þess, að á síðastliðnu ári frömdu 40 manns sjálfs- morð með því að fleygja sér niður af Eiffelturninum. 70 ára afmæli Eiffelturns- ins verður haldið hátíðlegt 16. apríl næstkomandi í veitingahúsi, sem er á fyrstu hæð turnsins. Gestir verða 150 og allir jafngaml- ir turninum, —• fæddir 1889! iír r I ÞAÐ eru ekki skemmti- legar upplýsingar, sem koma fram í grein Preben Smiths, yfirlæknis á Græn- landi, í tímaritinu „Græn- land“ fyrir skömmu. Lækn- irinn skýrir þar frá, að vín- neyzla hafi aukizt gifurlega á Grænlandi síðan brenni- vínssala var gefin þar frjáls árið 1954.' Vínneyzlan þar er tveimur og hálfum sinni meiri en í Danmörku, — og þar við bætist ótakmörkuð framleiðsla á heimabruggi. ' Manndauði af völdum berkla hefur minnkað í Grænlandi síðustu árin, en manndauði hefur í rauninni Húla hoppið er liðið undir lok og .. HÚBA HOPPIÐ fór eins og eldur í sinu um heiminn sælla minninga. Nú er það að mestu liðið undir lok, og annað nýtt í uppsiglingu, því að ungdómurinn verður að hafa eitthvað til þess að leika sér með. Nýjasta fyr- irbærið á þessu sviði sést hér á myndunum. Leikíang- ið er fólgið í skífu, sem lát- in er snúast á örmjórri stöng, sem er 18 þumlungar á lengd. Það kemur ekki að sök, þótt skífan detti. Hún er gerð úr óbrjótanlegu plasti. Það er leikfanga- verksmiðja í Bandaríkjun- um, sem fann upp þetta leik fang, — og þegar hafa fjór- KALYPSÓSÖNGV- ARI, Roy Talbot, kvæntist konunni sinni í annað sinn í Loridon á dögunum. Það eru fjórir mánuð- ir síðan þau voru vígð saman síðast. — En þetta verður ekki í síðasta sinn, | segir hann. Við mun- = um giftast í hverju | landi, sem við komum | til og hvarvetna verð- I ur konan mín að fá I nýjan giftingarhring. = Skýringin á þessu i er sú, að eftir fyrstu i hjónavígsluna í New i York, hófust deilur i um það, hvort gifting- i in væri lögum sam- i kvæm. Og þess vegna - i lét Roy lýsa því aftur = yfir í London, að þau i væru hjón. i aukizt í landinu þrátt fyr- ir það. Algengasta dauðaor- sökin á Grænlandi eru slys- farir, 6—7 sinnum algeng- ari en í Danmörku. Það er sannað, að fjórðungur þess- ara slysa stafi af drykkju- skap. Læknar benda á að ekki sé óalgengt að drukkn ir foreldrar blátt áfram velti sofandi yfir smábörn og kæfi þau þannig óvilj- andi. Ofneyzla áfengis hef- ur einnig haft í för með sér aukna útbreiðslu kyn- sjúkdóma, þar eð drukkið fólk gætir lítt heppilegs sið- gæðis á þessu sviði. Preben Smith segir í greinarlok, að stjórnarvöld- in verði að gera eitthvað til þess að hindra stóraukna hættu af ofneyzlu áfengis á Grænlandi. ‘ Kynsjúkdóma- hættan, sem af henni stafi, geti brotið niður viðnáms- þrótt Grænlendinga á fáum árum. ☆ ^ GIFTINGIN er eins og veitingahús, þar sem menn afgreiða sig sjálfir. Þú velur þér köku úr hinu girnilega glerafgreiðslu- borði, en þegar þú sérð hvað félagi þinn valdi sér, — þá segir þú: — Bölvaður asni var ég, að fá mér ekki svona! SllÉÍÍillB iriH ar milljónir selzt af því. Mest hefur selzt í Suður- ríkjunum, því að leikfangið er, fyrst og fremst útileik- fang. Það er sonur eiganda leikf angaverksmið j unnar, sem myndirnar eru af, og myndin af snáðanum má nú sjá víða í blöðum vestra í auglýsingum. Sala á vörum byggist jú nær eingöngu á auglýsingatækni og þá tækni kunna þeir vel í Ame- ríku. Ekki er að efa, að þessi leikur berst um heim- inn og nýtur álíkra vin- sælda og húla hoppið sál- uga. Sem sagt: Það er nýtt æði í uppsiglingu. 76 ára og heíur skrifi 76 hœkur SÁ Englendingur, sem bezt hefur lýst hinu vit- granna aristókartíi og aðl- inum brezka, er búsettur í Bandaríkjunum og heitir Pekham Grenville Wode- house. Hann hefur unnið það meistaraverk að afla persónum sínum heims- frægðar. Jafnvel þeir, sem þykjast ekki geta þolað hann, verða að viðurkenna, að nafnið Jeeves vekur hjá þeim hugmynd um heilt samfélag, en þeir, sem sitja við fætur meistarans, telja að persónur hans séu ekki síður táknrænar fyrir visst skeið aldarinnar. Má þar nefna hinn rólynda Ems- worth lávarð, sem alltaf er utan við sig, Fred Icken- ham lávarð, síungan og lífs- glaðan, Bertie Wooster, sem ekki getur lifað án aðstoð- ar Jeeves Mulliner hinn sögufróða og Psmith, sem allt getur og kann. Nýjasta bók Wodehouse heitir „Coctail Times“ og er 76. bók hins 76 ára höfund- ar. Hún fjallar um Frede- rick Altamount Cornwallis Twistleton, 5. jarl af Ick- enham, sem fremur þann glæp í augnabliks ógát að skjóta hattinn af einum fremsta lögfræðingi brezka heimsveldisins með teygju- byssu. Aðrar' persónur eru til dæmis Pongo Twístleton, biskupinn af Síortford, sem lýsir því yfir af prédikun- arstóli, að „Cocktail Times“ sé ósiðleg bók, óhrein, spillt og úrkynjuð, en kirkjugest- ir láta ekki undir höfuð leggjast að skrifa niður nafn þessarar merku bókar á skyrtulíningarnar. V/odehouse bjo í Frakk- landi þegar stríðið brauzt út og var tekinn til fanga af Þjóðverjum. Honum var þó brátt sleppt úr fangelsi og bjó öll stríðsárin á fin- ustu hótelum Parísar og Berlínar. Hann talaði oft í útvarpið hjá nazistum og olli mikilli reiði meðal Breta. Eftir strí? Wodehouse, að þ varpssendingar he: misskilningur, ha: aðeins talað eins £ ur hermaður, ser að koma skilaboði 1947 fluttist hann í ríkjanna og býr á land í tíu-herber Hann fer á fætur hálf átta á hverjun byrjar daginn me ganga 3—5 mílur að sjálfsögðu) þr hinn háa aldur. Wodehouse kva: því, að hinn fræ; kjallaravörður (b horfinn eins og IV og snjórinn, sen fyrra. Hann segir breyttu aðstæður í I valdi því, að erfi skrifa skopsögur, sagan er háð manna“. En ham samt áfram að skri land var eínu sinn þeim týputn, sem bókum mínum. Sti ur kannski brey öllu. En það eru sónur til í landinu, kolvitlausar. Hert Kent hegðar sér a og sögulretja hjá : ★ LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST í sama bili er dyrunum hrundið upp og herbergis- þjónninn þýtur inn. „Svik, svik“, hrópar hann. „Treyst- ið ekki þessum manni, hann er þátttakandi í samsærinu, og kvenmaðurinn líka .... já, hún heldur að hún geti leikm á okkur“. horfir undrandi Hvernig getur I þjónninn hans, se: lega er svo dagfa æst sig svona upp, gleymi hvar hann ur og hagi sér í mó jg 14. apríl 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.