Alþýðublaðið - 14.04.1959, Side 12
Sekíir nema nærri 1,5 millj. króna.
HINN 9. apríl s.I. var kveðinn unp dómur í Sakadómi
Ueykiavíkur af Guðmundi Ingva Sigurðssyni í „Tungufossmál-
inu.“ Hlutu 24 menn sektardóma, frá 2.000 krónum til 180.000
króna. Auk bess var gerð dómssátt í máli sjö annarra manna
sem voru viðriðnir málið. Hlutu þessir sjö menn fésektir.
Eftirfarandi tilkynningu hefur sakadómaraembættið gefið
út um málið:
♦
„Horfðu reiður um
öxl" sýnt aflur í
Þjóðleikhúsinu.
VEGNA mikillar eftirspurn-
ar verður hið ágæta leikrit
John Osborne „Horfðu reiður
Bn öxl“ sýnt einu sinni enn f
Ejóðleikliúsinu,
„H'orfðu reiður um öxl“ verð
tir'sýnt á Akranesi nk. fimmtu
dagskvöld kl. 8, og í Þj óðleik-
8>.úsinu á laugardagskvöl-d og
verður það í aillra síðasta sinn.
ÍÞess má geta, ,að Bláfellsút-
;gáfan í Reykjavdk hefur nú gef
!tð út leikritið „Horfðu reiður
*tn öxl“ í mjög vandaðri út-
#fu.
Myndin er af Gunnari Eyj-
Slfssyni og Kristbjörgu Kjeld í
lilu’tverkum sínum.
j ÁRVEKNI tveggja götulög-
reglumanna. Borgþórs Þórhalls
I-sonar og Kristins Óskarssonar,
leiddi til þess, að uppvíst varð
að kvöldi 27. ágúst 1958 um
stórfeíldasta áfengissmygl síð-
an á bannárunum. Lögreglu-
menn þessir handtóku þá tvo
menn hér í Reykjavík, sem
fluttu með sér á bifreið 770
lítra af spíritus. Síðar þetta
kvöld lagði götulögreglan hald
| á 410 lítra til viðbótar. Rann-
i sókn hófst þegar í málinu á veg
um rannsóknarlögreglu og dag-
inn eftir hófst dómsrannsókn í
málinu. Spíritusinn var rakinn
til skipverja á m.s. Tungufossi,
sem hafði komið frá útlöndum
til Reykj.avíkur laus fyrir mið-
nætti 25. ágúst,
SMYGLAÐ í ÞBEM FERÐUM
Rannsóknin reyndist æði um
fangsmikil og náði til fleiri lög
sagnarumdæma. Upplýsingar
fengust um eldra smygl Tungu-
foss-manna. í ljós kom, að
Tungufoss-menn höfðu í þrem-
ur ferðum skipsins vorið og
sumarið 1958 smyglað inn spíri
tus .til sölu, Aðferðin var ætíð
sú sama: Bátur var leigður,
honum siglt til móts við m.s.
Tungufoss sunnan Reykjaness,
þar sem Tungufoss-menn vörp-
uðu spíritusnum í sjóinn, án
þess að dregið væri úr ferð
skipsins eða stefnu þess breytt,
bátsverjar hirtu upp spíritusinn
og komu honum á land í Grinda
vík, Höfnum og Kópavogi, þar
sem hann var settur á vörubíl
og ekið tii Reykj avíkur. Kaup-
endur spíritussins voru einkum
leigulbílstjórar.
Ekki fengust óyggjandi sann-
anir fyrir heildarmagni þess
spíritus, sem smyglað var til
landsins í þessum þrem ferðum
m.s. Tungufoss.
ALLS 1585 LÍTRAR
AF SPÍRITUS
Undir rannsókn málsins var
lagt hald á 1585 lítra spíritus
og er þá meðtalið það, sem götu-
lögreglan lagði hald á í fyrstu
lotu. í gæzluvarðhald voru úr-
skurðaðir 18 menn. Sátu þeir í
haldi frá 2 til 13 daga hver mað
ur. Öllum þeim skipverjum, 16
að tölu, sem sanhaðist á, að við-
riðnir væru smyglið, sagði út-
gerð m.s. Tungufoss upp starfi.
Inn í málið drógust ýmsir
menn, sem höfðu veitt aðstoð
við smyglið eða átt viðskipti við j
smyglarana. Málum 7 slíkra að
stoðar- og viðskiptamanna var
lokið með dómsáttum í desem-
ber 1958 og janúar 1959. íilutu
Framhald á 2. síðu.
AKUREYRI í gær.
MENNTASKÓLANUM á Ak-
ureyri var lokað í morgun
vegna inflúenzu-faraldurs, sem
er að byrja hér. Vantaði 50—
60% nemenda í efri bekk skól-
áns í morgun. Hefur veikin að-
allega gert vart við sig í heima
vistinni. Er skólanum fyrst um
sinn lokað til föstudags.
Héraðslæknirinn upplýsir, að
heita megi að skólasókn sé enn
eðlileg í gagnfræð\askólanum
og alveg eðlileg í barnaskólan-
um. Þó megi búast vi 7, að in-
flúenzan láti til sín taka í þeim
skólum einnig. Talið er, að hún
ŒDSÖIO)
40. árg. — Þriðjudagur 14. apríi 1959 — 82. tbl.
JÓHANNES KJARVAL
Kjarva! óskar eflðr að fé fil Kjarvalshúss
gangi sem sfofnfé í hyggingarsjóðinn.
Landsleikur við Dani í körfu-
knatfleik í næsta mánuði
ÞAÐ er nú ákveðið, að' íslend
Sigar og Danir þreyti landsleik
í körfuknattleik í Danmörk 16.
maí næstkomandi. I íslenzka
Lðinu verða 12 leikmenn og
það heldur utan 14. m í og mun
ÁSGRÍMSSÝNINGUNNI lauk
fm helgina. Sótti hana 21 þús.
#ianns, en sýningin stóð í 3
■\fikur. 2 þús. sótti sýninguna á
ssunnudag.
HVERFISSTJÓRAFUND-
UR Alþýðuflokksfélags Rvík
ur verður haldinn miðviku-
daginn 15. þ. m. í Grófin 1 á
undanfundi í Málfundahóp
Alþýðuflokksmanna. Fundar
efni: Leitað verður eftir til-
lögum um stjórn í Alþýðu-
flokksfélagi Rvíkur og rætt
um hverfisstjórastariið.
leika 3 leiki auk landsleiksins.
Frá þessu skýrði nefnd, sem ÍSI
hefur skipað til að sjá um fram
kvæmd málsins, en 1 henni eiga
sæti Ingólfur Örnólfsson, Ingi
Þorsteinsson, Axel Jónsson og
Ásgeir Guðmundsson.
Körfuknattleikur er ung í-
þrótt 'hér, en á ört vaxandi fylgi
1 að fagna og íslenzkir körfu-
knattleiksmenn eru í mikilli
framför. Ekki er gott að spá
neinu um væntanleg' úrslit
Þess.a1 fyrsta landsleiks íslend-
inga í þessari íþrótt, en hann er
prófsteinn á það, hvar við stönd
um í körfuknattleik og verður
til að auka athygli almennings
á íþróttinni, ef vel tekst til.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hef-
ur skipað landsliðsnefnd1, en í
henni eiga sæti Bogi Þorsteins-
son og Guðmundur Georgsson.
Nánar verður rætt um þennan
viðburð á íþrótta síðunni í vik-
unni.
VerSa viðstaddlr
opnun íslenzku
sýningarinnar
í MORGUN héldu áleiðis til
Moskvu tveir íslenzkir iistmál-
arar í boði rússneska mennta-
málaráðuneytisins. Voru það
þeir Sigui’ður Sigurðsson, form.
Félags ísl. myndlistarm'anna, og
Valtýr Pétursson.
MfiiiiniiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii
| Happdrættf |
I álþýðuflokksins I
| ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK f
| er minnt á hið glæsilega 1
| happdrætti Alþýðuflokksins. |
| Vinningur er Chevrolet bif- =
| reið, model 1959. Þeir, sem |
| fengið hafa inriða til sölu, |
| eru beðnir að gera skil af |
| seldum miðum hið fyrsta. |
| Umboðsmaður happdrættis- |
| ins er Albert Magnússon, |
1 skrifstofu Alþýðuflokksins, |
I Alþýðuhúsinu við Hverfis- |
| götu, sími 16724,
Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiur
JÓIIANNES SV. KJARVAL
hefur tjáð menntamálaráð-
herra, að hann óski ekki eftir
að byggð verði handa sér vinnu
stofa og íbúð, eins alþingissam-
þykkt liggur fyrir um að gert
skuli. Peningarnir, sem íslenzka
ríkið hefur ánafnað í Kjarvals-
hús, gangi sem stofnfé í bygg-
ingarsjóð málverkalistasafns
íslenzka ríkisins, segir í bréfi
frá listamanninum .
Ríkisstjórnin hefur því flutt
frumvarn Þ1 laea um bygging-
arsjóð Listasafns íslands og
bar með orðið við ósk Kjarvals.
Frumvaroið er þannig:
1. gr. Stofna skal byggingar-
sjóð Listasafns úlands. Stofn-
fé sjóðsins er bað fé, sem Al-
þingi hefur laet fram til að
bvegja vinnusal og íbúð fyrir
Jóhannes Sveinsson Kjarval,
listmálara.
2. gr. Þaneað til bygging
húss f.yrir Listasafn íslarids
hefst, skal sjóðurinn varðveitt-
ur og ávaxtaður í Landsbanka
Islands.
Menntamálaráðuneytið birt-
ir árlega í Stjórnartíðindum
eða Lögbirtineablaði endur-
skoðaðan ársreikning sjóðsins.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
ATHUGASEMDIR.
Athugasemdir, sem hér fara
á eftir, fylgja lagafrumvarpi
þessu:
„Hinn 2. marz 1945 sam-
þykkti sameinað Alþingi álýkt-
un um að verja allt að 300 þús-
und krónum tR bess að byggja
vinnusal og íbúð fyrir Jóhann-
es Sveinsson Kjarval, listmál-
ara. Var nefnd skinuð til að
hafa málið með höndrim og
áttu sæti í henni Sigurður
Guðmundsson, húsameistari,
formáður, Kristján Jónsson,
FramTiaril 3. síðu.
KVEIKTII.
KLUKKAN 17.52 var slökkvi-
liðið í Reykjavík kvattl út á
lögreglustöð. Hafði fangi kveikt
í þili í klefa sínum. Þurfti að
rífa gat á þilið, svo hægt væri
að slökkva eldinn. Tókst það
fljótt og urðu litlar skemmdir.