Alþýðublaðið - 16.04.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 16.04.1959, Síða 4
413 Ci M '1)1 f 3Fi Otgefandi: Alþýðuflokkurirm. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ást- þórsson og Ilelgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Ritstjórnarsímar: 14901 ,og 14902. Auglýsingasimi: 14906. Afgreiðslu- ■ími: 14900. Aðsetur: Alþýðuliúsið. Prentsmiðja Alþýðubl. Ilverfisg. 8—10. Framsókn á flótta ÞAÐ eru mikil tíðindi í kjördæmamálinu, að Framsóknarflokkurinn hefur hörfað úr fyrstu vlg- línu með því að boða tillögur „til málamiðlun- ar.“ Flokkurinn hefur á alþirfgi horfið frá þeirri samþykkt flokksþingsins, að uppbótarsæti skuli vera felld niður, og 'leggur nú til, að 'Gullbringu- og Kjósarsýslu verði skipt í fjögur kjördæmi, Borgarfjarðarsýslu í tvö, hlutfallskosningar tekn- ar upp um tvo menn á Akureyri og fjölgað um f jóra í Reykjavík. Þar með hefur Framsókn einnig gengið inn á fjölgun þingmanna í sextíu. Svona vilja bá Framsóknarmenn bæta úr því hróplega misréíti, sem er í kjördæmaskipíing unni. En við nánari atliugun kemur í ljós, að þetta er furðulega ósvífin tillaga um að fjöiga þingmönnum Framsóknarflokksins um 2—1 og auka þannig herfilega það misræmi milli flokka, sem þegar er ærið mikið! Ef fjölgað er um fjóra í Reykjavík, má telja ’líklegt, að Framsókn fái þar kjörinn þingmann. Ef kosnir eru tveir á Alcureyri, er líklegt að ann- ar verði Framsóknarmaður. Ef Akranes er skilið frá Borgarfjarðarsýslu og Kjósarsýsla frá GiiU- foringusýslu, skapast tvö vonarsæti fyrir Frarn- sókn í þessum sveitum. Þannig ætla Framsóknarmenn að halda öll- lim þeim kjördæmum, sem fyrir 'eru, og þar með sínum þingmannahóp. Þessi flokkur, sem hef'ur haft 'iangfæsta kjósendur á bak við 'hvern þing- inann, ætlar að auka „réttlætið“ með því. að tryggja sér enn meiri hlut! Þessi síðasta „málamiðlunartillaga“ sýnir, hvernig Framsóknarm'enn hugsa um kjördæma- iiiálið. Þeir eru ekki að velta vöngum yfir, hvern- ig kom megi á réttlátri kjördæmaskipan. Hlut- fallskosningar eru ágætar, ef líkur eru á að Fram- tsókn græði á þeim, eins og á Akureyri og í Reykja- vík. Þeir eru fyrst og fremst að spekúlera í því, hvernig þeir geti komið. sinni eigin ár bezt fyrir borð. frá niðurstöðum ársreikninga og veitti fundinum uppíýsingsr um einstök atriði, er snertu starfsemi fyrirtækisins. Voru -reikningarnir samþykktir í einu hljóði. í fundarlok kvaddi iðnaðar- málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son, sér hljóðs. Flutti hann fyr irtækinu sínar beztu árnaðar- óskir fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og þakkir fyrir þann ár- angur, sem verksmiðjan hefði þegar sýnt á skömmum tíma fyrir þjóðina í heild. Taldi hann, að með stofnun og upp- hafi á starfsemi þessa fyrir- tækis, sem hefði verið upphaf síóriðiu á íslandi, hefði verið hroíið biað í efnahagsþrójm landsins og mun þessa merka áfanffa ávallt minnzt í efna- hagssögu þjóðarinnar. Stjórn Áburðarverksmiðj- unnar h.f. skÍDa nú: Vilhjálmur Þór, aðalbankastjóri, formað- \ ur, Ingólfur Jónsson, alþingis-j maður, Jón ívarsson, forstjóri, Kjartan Ólafsson frá Hafnar- j firði, og Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri. veÉiffliðjan Framhald af 3. síðu. iganir, sem fram hefðu farið undanförnum árum varðandi amleiðslu fosfóráburðar eða ndaðs áburðar. Hefðu tveir iendir sérfræðingar komið ■igað í því skyni og einnig iföi verksmiðj ustj órnin kann- > framleiðsluaðferðir og ýms gerðir verksmiðja erlendis. framhaldi af þeim athugun- og fengnum upplýsingum :ði verið gerð áætlun um :.iril::iðslu hlandaðs áburðar, ’ allir verkfræðingar, sem við .irtækið starfa, væru sam- íla um að væri góð og hag- 'sern fiamkvæmd. Sagði hann ' mál þetta væri nú til frekari ' iugunar,- en áætlanir bentu ..dregið til þess, að kostnað- ga og gjaldeyrislega væri íðarheildinni hagkvæmt, að íiefni þessu yrði hrundið í 'mkværnd. Því næst skýrði Hjálmar msson, framkvæmdastjóri. Þ: #AÐ hefur vakið mikla at- hygli, hverja .afstöðu Jawa- harlal Nehru, forsætisráð- herra Indverja tók gagnvart þeim atburðum er orðið hafa á hásléttunum norðan Hima- lajafjalla síðustu vikur, upp- reisn Tíbeta gegn yfirráðum Kínverja. Árum saman, eða að minnsta kosti síðan 1953, hefur uppreisnarólga verið meðal þjóðarinnar, einkum sennileg.a með hinum herskáu Khömpum er byggja suðaust- urhluta Tíbets og jafnan hafa skipað fremur , öðrum her- mannastétt landsins. Af og tiÞ bárust til Indlands fregnir af uppsteit og skærum með kaup mannalestum og tíbezkum ferðamönnum, og þær fregnir birtust oft í indverskum hlöð- um. Seinna urðu þær fátíðari, og þótti mönnum.þá líklegast, að kyrrara miklu væri í land- inu. Svo hefur þó naumast verið. Það hentaði ekki stjórn Nehrus, að indVersk blöð gerðu ástandið í Tíbet að um- ræðuefni á þann hátt, svo hún gerði allt til að hindra slík skrif. MtBUPvÐIR síðustu vikna hafa ekki breytt afstöðu Nelhr- us. Hann lýsir yfir samúð með Tíbetum eftir dúk og disk, en vill ekkert .gera til að hjálpa þeim. Þeir eiga að fá að hrynja niður fyrir vopnum Kínverja, án þess að hljóta nokkra hjálp. Vafalítið hefur Nehru ekki get izt að því, að Dalai tókst að flýja til Indlands. S'á flótti setti hann í nokkurn vanda, en dvöl hans í Indlandi stofn- ar vináttunni við Kína í tals- verða hættu. Fundum þeirra Nehrus og Dalai Lama ber saman nú bráðlega og verður fróðlegt að vita, hvaða boðskip forsætisráðherann flytur gesti sínum. Þ RATT fyrir þetta allt á Tíb- et mikilli samúð að mæta á Indiandi og annars staðar í löndum Austur-Asíu. En þótt einhver þjóð vildi senda upp- reisnarmönnum vopn og vist- ir, mundi hún mæta næstum óyfirstíganlegum erfiðleikum. Eina þjóðin, sem á hægt með að hjálpa er Indland. Þaðan liggur bein leið yfir fjalla- skörðin í austanverðum Hima- laja inn í hjarta þess fjall- svæðis, þar sem K'hampar eru sterkastir.' Tal Kuomin tang- stjórnarinnar á Formósu um að hún muni senda hjálp er varla annað en hreystiyrði- E INHVERJUM kann að sýn- ast, að hjálp við Tíbeta sé verð ugt verkefni fyrir SEATO, Suður. og’ Austur-Asíu banda lagið, sem stofnað vár éftir fyrirmynd Atlantshafsbanda- lagsins til að héfta útbreiðslu komm'únismans yfir Austur- lönd fjær. í því bandalagi eru sjö þjóðir: Pakistan, Tihailand, annes h o ★ Bókabéus gagnrýnir bók. ★ Alþýðumaður tekur vísindamenn til bæn- ar. ★ Málvillur Sunnlend- inga og Norðlendinga. ★ Báðir eru sakamenn í því efni. ÉG HEF fengið bréf frá Bóka- béusi. Hann gerir a'ð umtalsefni fimrnta bindið af íslenzkum þjóð sögum og ævintýrum, Jóns Árna sonar. Þetta er ekki ritdómur, en höfundur bréfsins, sem aldr- ei dæmir bækur, en er fróður og margvís alþýðnmaður, kvart ar undan ýmsu í sambandi við útgáfuna — og mega útgefend urnir gjarna heyra rödd hans. — En auk þessa talar hann um þágufallssýkina — og kennir Sunnlendingum um, enda munu þeir vera síæmir af henni. ,EN-Í SAMBANDI við þau um- mæli vil ég segja það, að ástæða hefði verið til a"ð finna að við Norðlendinga. Það finnst mér slæmt, þegar norðlenzkir kenn- arar kenna krökkunum okkar hér í Reykjavík að segja: Kval- ur, Kvað“, — svo að tekið sé dæmi í staðinn fyrir að segja: ,,Hvalur. og. hvað“. Ég hef talað um þetta við Norðlendinga, en þeir heyra ekki mismuninn og r n i n u það finnst mér furðulegt. En hér er bréfið: BÓKABÉUS skrifar: „Ég fékk fyrir nokkrum vikum 5. bindi af íslenzkum þjóðsögum og æv- intýrum Jóns Árnasonar, en þeir Árni Böðvarsson og Bjarni Vil- hjálmsson hafa annazt útgáfuna. Bók þessi er eins og hin fyrri bindi ágæt á sína vísu. Þó virðist mér ýmsar sögur og sagnir end ursagðar á fleiri vegu og getur það verið útaf fyrir sig gott, en það er annað, sem ég vildi minnst á og það er málfarið og stafsetning á köflum bókar- innar: Hví eru svona lærðir menn að misþyrma íslenzku máli, og enda þótt, sá sem upp- haflega ritaði frásagnirnar, hafi ritað þetta svona, þá er það engin afsökun. Bindin öll, eða að. minnsta kosti hvert bindi, ætti að vera með samskonar staf setningu. ÉG TEIC af handahófi orðin: Kelling í stað kerling, so í stað svo, seta í stað' setja o. s. frv. — T. d. í þessari línu orðið Kell- ing' í þeirri merkingu er það orð ið að kerling. — í þetta bindi gríp ég af handahófi niður á bls. 253. Þar stendur m. a.: So spurja þeir að hvurnin . . . og hvurjir búi . . . So þá heyra þeir eitthvurt hljóð. Ég nenni ekki að vera að neinum sparðatíningi, en víl segja það, að við öðru hafði ég búizt af þessum ágætu íslenzkumönnum, en að þeir létu svona út á þrykk ganga til Filippseyjar, Ástralía og Nýja Sjáland, og svo Bretlandi og Bandaríkin. Herstyrkur ahra Asíuþjóðanna er lítill. Pak- istan er Þó sterkast, en her þess er að miklu leyti bund- inn vegna <Mlu við Indland um Kashmir, Hins vegar hafa Bretar nokkurn her í Singa- pore og Sarawak (Norður- Borneo) og Bandaríkjamenni 'hafa öflugan flota við Okin- awa og Wakeeeyju. VfIRLEITT má segja, að að- staða SEATO sé ekki sterk. Ekki helmingur Suður-Asíu- ríkjanna eru ekki aðilar að því og ekkert hinna stærstu. Utan þess standa Indland, I'ndónes- ía, Ceylon, Burma, Suður-Viet Nam, Malaya, Laos og Kam- bodia. Aðildarríki þess eru tvístruð yfir stórt svæði land- fræðilega, og eiga að mörgu leyti óhægt um hernaðarlega samvinnu, Væri öll framan- greind ríki í bandalaginu, gætl það talizt all öflug vörn. ! En ÞÓTT Tíbetar þurfi lengi að heyja frelsisbaráttu sína, áður en SEATO skerst bein- línis í leikinn, er vafalaut, að sú samúðaralda, sem nú fer um Austur-Asíulönd', með fjallaþjóðinni, er berst fyrir frelsi sínu, veki ýmsar þjóðir, sem utan þandalagsins standa til meðvitundar urn það, hver hætta þeim sjálfum getur staf að frá 'hinu Nýja-Kína'. Því hefur löngum verið haldið við, að komm'únisminn í Kína sé (Frambald á 1®. si3u). lesturs handa almenningi. Það er nóg af villum í mæltu og rit- uðu máli, þótt þeir lærðu, sem taka að sér útgáfu víðlesinna rita, sæju um að þar væri að- eins að finna rétta stafsetningu orðanna, en ekkert rugl, hvort sem er nýtt tillieyrandi hinni ís- lenzku atómöld eða þá eldra. ÞAÐ ERU einstaka íslenzkir rithöfundar, sem hafa tekið sér sérstöðu um rithátt og stafsetn- ingu. Eru þeir að því leyti ekki til fyrirmyndar. Því aðeins get- um við verndað ástkæra, yl- hýra málið, að allir, sem á ís- lenzka tungu rita, hafi að miklu leyti sama rithátt. Það er óvið- unanlegt að sjá orðið lengur rit- að leingur, bæjar ritað bæar o. s. frv. Get ég aldrei skilið þver- girðingshátt þessara manna, að vilja endilega hafa aðra staf- setningu, en flestajlir aðrir, sem íslenzkt mál rita og tala. ÞÁ ER það loks þágufalls- sýkin, þetta hvimleiða afkvæmi sunnlenzkrar talmælgi. Menn. segja nú: Heyrðu mér í stað heyrðu mig, hanu er ofaní lest, í stað hann er niðri í lest, mér sýndist hopum vera með í hópn- um í stað hann vera með í hópn- um. Ég var með ungum manni fyrir nokkrum árum, sem var með þágufallssýki. Ég reyndi að leiðrétta hann eftir beztu getu, en svo var hann orðinn villtur í föllum tungunnar, að einu sinni sagði ég honum að hann ætti ekki að segja: ,,Ég spurði honum eftir þessu, þá fann hann ekkert orð, sem koma mætti fyrir orðið honum. — Ég man að fyrir i nokkrum árum, talaði Friðrik ' Hjartar í útvarþið um þennan j sjúkdóm í íslenzku máli. Það ' þyrfti að hrista til í öskjunni i svona við og við ámóta og Frið- I rik Hjartar gerði.“ Hannes á horninu. 4 16. apríl- 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.