Alþýðublaðið - 17.04.1959, Blaðsíða 3
Kínverskir kommúnistar taka myndir og
fingraför af öllum íbúum Lhasa.
KALIMPONG, 16. apríl. —
(NTB—OREUTER.) Tíbetskir
uppreisnarmenn og kínverskir
kommúnistar eiga nú í börðum
bardögum nálægt Nangar-Tse,
sem er sterkasta vígi uppreisn-
armanna í vesturliluta Tíbet,
segja sjónarvottar, er komu til
Kalimpong í dag. Segja sjónar-
vottar, að bardagar hafi brotizt
út í byrjun apríl, er mikið lið
kommúnista reyndi að taka með
áhlaupi Nangar-Tse-Ozong, er
uppreisnarmenn náðu í sínar
hendur fyrir sex mánuðum.
Liggur kastali þessi 240 km fyi’
ir suðaustan Lhasa við hinn
fræga verzlunarveg, er liggur
milli Lhasa og Gyantse.
í byrjun apríl sendu komm-
únistar mikið lið til styrktar
liði sínu á Gyantse-svæðinu og
undirbjuggu árás á aðalstöðvar
uppreisnarmanna. Segja sjón-
arvottar, að margir vörubílar,
hlaðnir særðum, kínverskum
hermönnumi, hafi 10. apríl kom
ið aftur til Gyantse. Er talið, að
uppreisnarmenn hafi gert þeim
fyrirsát og ráðizt á þá, áður en
þeir komust til virkisins. Ekki
hafa borizt neinar fréttir af bar
dögunum síðan að morgni 11.
apríl. Geta bínverskir komm-
únistar ekki komið við neinni
meiriháttar sókn gegn uppreisn
armönnum í Gyantse-'héraði
fyrr en þeir hafa náð Nang-Tse
virkinu.
í Tezpur í Indlandi er skýrt
frá því, að ástandið í Lhasa sé
skortur í borginni og hafa kom
múnistar gert fjölda nýrr-a ör-
yggisráðstafana til að hindra
skemmdarverk af hálfu lands-
búa. Hafa verið teknar myndir
og fingraför af öllum borgar-
búum. Útgöngubann gildir enn.
enn hlaðið spennu. Er matvæla
Enn deiíf um fiug
til Berlínar.
BONN, 16. apríl (NTB—
REUTER.) Sovézkar orustuþot
ur höfðu í frammi mjög hættu-
legt flug umhverfis amerísku
flugvélina, sem flaug til og frá
Berlín í gær í yfir 3000 metra
hæð í loftbrúnni yfir Austur-
Þýzkaland, segja opinberir að-
ilar, ameriskir, í Bonn í dag.
Stafaði flugvélinni hætta af
flugi Rússanua.
Talsmaður r.ússneska sendi-
ráðsins í Bonn sagði í dag, að
Bandaríkjamönnum bæri að
hætta flugi í svo mikilli hæð
þarna, þvá að það eitraði and-
rúmslöftið fyrir utanríkisráð-
herrafundinn í Genf.
Góðar brezkar heimildir
leggja áherzlu á, að brezka
stjórnin sé andvíg flugi Banda-
ríkjamanna yfir 3000 metra
markinu og er ekki dregin dul
á, að Bretar álíti flug þetta
egnandi og hættulegt. í Wash-
ington er tilkynnt, að slíku
flugi verði haldið áfram.
Hefur Mao Tse-fung hætf vii
að segja af sér sem forsef i!
Annað þing knverskra kommúnista
byrjar fundi í Peking á laugardaginn.
PEKING, 16. apríl, (NTB—
REUTER). Meðal vestrænna
manna, er fylgjast með málum
hér, ríkir nú mikil spenna
vegna setningar kínverska
þingsins á laugardag, annars
þingsins, sem haldið er, síðan
kommúnistar tóku völdin. Er
búizt við, að þingið sitji 10
daga og á það m.a. að kjósa
nýjan forseta í stað Mao Tse-
Tungs. Þá er og búizt við, að
ástandið í Tíbet verði eitt af
aðalúmræðuefnunum, jafnvel
þótt málið sé ekki á liinni op-
inberu dagskrá þingsins-
Þeir 1200 fulltrúar, er sitja
eiga þingið, eru þegar komnir
til Peking og verða á morgun
háldnir margir undirbúnings-
fundir.
Á morgun koma 1071 aðrir
fulltrúar frá öllum hlutum
Kína saman til mikillar, póli-
tískrar ráðstefnu, er stendur
jafnlengi og þingið. Er hið op-
inbera nafn ráðstefnunnar
„fyrsti fundur þriðju þjóð-
nefndar hinnar pólitísk-ráðgef
andi ráðstefnu hinnar kín-
versku þjóðar“. Er ráðstefnan
nátengd þinginu og verða haldn
ir nokkrir sameiginlegir fund-
ir.
Sennilega hefur hinn nýi
forseti Kína verið útnefndur
af miðstjórn kommúnista-
flokksins, er hún kom saraan
til fundar í Shanghai fyrir
tveim vikum, en ekki hefur síj-
azt út eitt orð um það, hvern
miðstjórnin hefur útnefnt til
að taka við af Mao. Er gert ráð
fyrir, að þingið samþykki á-
kvörðun miðstjórnarinnar. —
Hins vegar telja vestrænir
menn í Peking, að margt bendi
til, að Mao hafi endurskoðað
þá ákvörðun sína að láta af
embætti forseta.
MONTREAL: Fyrstu skipin
munu fara um St. Lawrence
siglingaleiðina inn til stóru
vatnanna 25. apríl, tilkynnti
flutningamiálaráðuneytið í dag.
Búizt er við, að um 60 skip,
vatnaskip og hafskip, fari leið-
ina, þegar opnað verður.
PANMUNJOM: Vopnahlés-
nefnd Sameinuðu þjóðanna sak
aði kommúnista í Norður-Kór-
eu í dag um að senda „stöðugan
straum njósnara“ inn í Suður-
Kóreu.
AUGUSTA: Adolfo Lopez
Mateos, forseti Mexíkó, mun
heimsækja Bandaríkin næsta
haust.
PARÍS: Franska innanrikis-
ráðuneytið lét í dag gera upp-
tækt upplag vikublaðsins Fran-
ce-Observateur, er átti að koma
út í dag.
Verkfalli lokið
'R*"
í Færeyjum.
ÞÓRSHÖFN, 16. apríl (NTB-
RB). Á morgun éða laugardag
siglir stór floti fiskibáta frá
Færeyjum til sumarfiskveiða
við Grænland. Var flotinn til-
búinn að sigla, er fiskimanna-
verkfall skall á 3. apríl sl. og
hafa rúmlega 800 menn verið í
verkfalli síðan. í gærkvöldi var
svo verkfallinu aflétt.
Verkfall þetta var óvanalegt
að því leyti, að því var ekki
beint gegn Vinnuveitendum,
helduT gegn lögþinginu. Hafði
lögþingið samþykkt að veita
eina milljón króna á ári í tvö ár
til leyfislauna handa fiskimönn
urn, en gegn því skilyrði, að út-
gerðarmenn og fiskimenn gerðu
með sér samning um vinnufrið
í tvö ár. Við þetta skilyrði vildu
fiskimenn ekki una. Lögþingið
hefur ekki viljað láta undan, en
í gærkvöldi ákváðu útgerðar-
menn að samþykkja skilyrði lög
þingsins Þannig, að framlag
þingsins til leyfislauna skyldi
falla niður, ef til vinnudeilu
bomi, áður en tvö ár eru liðin.
Þar með var
verkfallinu.
hægt að aflýsa
Barsmíð lögreglumanns vííaverð
en varla refsiverð fyrir dómi
Niðurstaða
málinu.
rannsóknar i Thurso-
LONDON 16. apríl (REUTER).
Sérstakur rannsóknarréttur
komst í dag að þeirri niður-
stöðu, að reiður lögregluþjónn
hefði lamið 16 ára pilt í húsa-
sundi fyrir 16 mánuðum. Hef-
ur mál þetta vakið miklar deil-
ur meðal manna og komið til
umræðu á þingi. Sagði hinn
stjórnskipaði réttur, sem í dag
gaf út niðurstöðu sína, að eng-
inn' vafi léki á því, að verknað-
ur lögreglumannsins hefði vrer-
ið rangur og bæri að fordæma
hann. Bætti rétturinn því svo
við, að lögreglumaðurinn hefði
verið egndur og ónógar sann-
anir væru til sakfellingar í
venjulegum rétti.
Ríkisstjórnin skipaði þennan
þHggja manna rannsóknarrétt
í febrúar s.l. eftir að einn þing-
maður hafði hvað eftir annað
minnt á málið í þinginu, en
kjarni þess var, að 16 ára sendi
sveinn, John Waters, hefði ver-
ið laminn af lögreglumanni í
skozka bænum Thurso um mið
nætti 7. desember 1957. Enn-
fremur höfðu stórblöðin heimt
áð rannsókn, þar eð hið góða
orð lögreglunnar væri í veði,
en það væri sérlega veigamik-
ið í svm þéttbýlu landj sem
Bretlandi.
AUGUSTA, 16. apríl. (NTB-
REUTER.) Eisenhower forsetí
ræddi í dag við John Foster
Dulles utanríkisráðiherra í síma
og munu Þeir hafa rætt um,
hver skuli taka við af Dulles
sem utanríkisráðherra.
RÓM, 16. apríl. — (NTB—
REUTER.) Öldungadeild ítalsba
þingsins samþykkti í kvöld
með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða tillögu ríkisstjórnar-
innar um að leyfa Bandaríkja-
mönnum að koma upp eldflauga
stöðvum á Italíu.
míssl h
í flóðunum
Mestu flóð, sem um getur í La Platá
ánni. Ná til þriggja ríkja.
BUENOS AIRES, 16. apríl.
(NTB—REUTER.) Stormur og
skýföll hafa valdið flóðum, sem
ekki eiga sinn líka í Argentínu,
Uruguay og Brasilíu, hera frétt
ir frá ýmsum stöðum í löndum
þessum, er liggja að La Plata-
fljótinu, með sér. Vatnið held-
Uf áfram að stíga við hina
breiðu ósa La Plata og þriðja
daginn í röð er höfnin í Buenos
Aires lokuð fyrir allvi umferð.
Öll skip, er liggja þar, hafa tvö-
faldað og þrefaldað vistabirgðir
sínar, en tugir þúsunda manna,
er húa á láglendinu við fljótið,
hafa orðið að yfirgefa lieimili
sín.
Hafa yfirvöldi opnað lögreglu
stöðvar, herstöðvar, birgðastöðv
ar og stórverzlanir fyrir hin-
um heimilislausu og hafa lækna
stúdentar verið sendir til flóða
svæðanna til að bólusetja við
taugaveiki.
Frá bænum Goncordia hafa
Frönsk leynihreyfing, „Rauða höndin“ talin
standa að morði og morðtilraun í V-ÞýzkaL
tugir þúsunda mianna verið
fluttar, en fimm þúsundir
manna eru einangraðar á skrið
hrygg, þar sem þær höfðu leit-
að hælis.
í Uruguay hafa þrír fjórðu
hlutar landsins orðið fyrir flóð
unum eða er ógnað af þeim. Þar
hafa þúsundir einnig orðið að
yfirgefa heimili sín og geysilegt
tjón orðið á hiásekrum. Umferð
um vegi er næstum alveg stöðv
uð og flugumferð sömuleiðis.
1 Rio Grande í Brasilíu eru
300 000 heimilislausar og um
60% uppskerunnar ónýt.
ítalskir kommar æfir
út í
FRANKFURT, 16. apríl. —
(REUTER.) Frönsk hreyfing,
sett upp til gagnráðstafana
gegn algierskiun þjóðernis-
sinnum, var í dag nefnd hér í
samhandí við morð á Vestur-
Þjóðverja fyrir sex vikum.
Sagði aðalsaksóknarinn í
Frankfurt, Heinz Wolf, við
blaðamenn í dag, að franska
hreyfingin „Rauða höndin“
hefði „komið inn í málið“ í
samhandi við morðið. Hann
sagði, að „miklar líkur“ væru
á þvi, að hreyfingin starfaði í
samvinnu við leyniþjónustu
franska hersins.
Vestur-Þjóðverjinn, Georg
Puchert, lézt, er sprengja
sprakk í híl hans 3. marz sl.
Hann háfði húið sl. 10 ár í
Tangiers í Marokkó.
Sagði Wolf, að morðadeild
lögreglunnar í Frankfurt
vildi ná tali af fyrrverandi
foringja í frönsku lögreglunni
og tveim öðrum mönnum í
samhandi við sprenginguna.
Hefðu rannsóknir leitt í ljós
samband á milli þessarar árás
ar og tveggja tilrauna til að
drepa vopnasala í Hamborg,
Otto Scliliiter að nafni,
RÓM, 16. apríl (REUTER).
ítalskir kommúnistar mót-
mæltu í dag harðlega „afskipt-
um“ Vatíkansins af inmanlands
málum Ítalíu. Hvatti Togliatti,
leiðtogi þeirra, Segni, forsætis-
ráðherra til að mótmæla við
Vatíknið ný.útgefinni aðvörun
þess um, að kaþólskir menn
skuli ekki í kosningum! greiða
atkvæði flokkum eða framibjóð
endum, sem með gjörðum. sín-
um styrki málstað kommúnista.
Halda kommiúnistar því fram,
,að aðvörnu Vatíkansins sé gef-
in út vegna kosninga til þings
Sikileyjar 7. júní og sveita-
stjórnakosninga í landinu 28.
júní.
Alþýðublaðið — 17. apríl 1959 3