Alþýðublaðið - 18.04.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.04.1959, Blaðsíða 1
 • • :->?X-Kí<W 40 árg. — Laugardagur 18. apríl 1959 — 86. tbl, Jive keys" Þetta er söngkvintettinn FIVE KEYS, sem vænt- anlegur er hingað til lands á næstunni. — Hann er einn vinsælasti söngkvint eitt Bandaríkjanna. Hérna heldur hann hljómleika á vegum Blindravinafélags- ins, eins og nánar verður skýrt frá í blaðinu á morgun. Fregn til Alþýðublaðsins. HVERAGERÐI í gær. KOMEO er í Ijós þeg-ar, að veiuleg uppskerurýmun verð- ur í garðyrkjustöðvunum, seni misst hafa upphitun, sakir þess að 'hitaveitan hefur brugðizt. Munar þetta þegar tveimur þriðju. Að öðru leyti tefur hita- skorturinn stórlega uppskeruna en annars fer það eftir veðrinu, hvað úr verður. Til þess að reyna að bjarga því, sem bjargað verður, hafa garðyrkjunnenn kynt rafmagns tífna og olíuvélar í gróðurhús- unum, svo að nokkur ylur hald- ist í Þeim og leitast við að nýta þann hita, sem þannig fæst, svo sem unnt er. Þegar kaldast var á dögunum, komst hitinn inni x gróðurlhúsunum; niður í frost- mark, en það er stónháskalegt mörgum. þeim gróðri, sem ræktaður er. Er enda farið að sjást á grænuplöntum og öðr- um viðkvæmum gróðri. Haldið er áffam við að bora upp holu þá, sem um var getið í fregn Alþýðublaðsins í gæi’, en liðið geta dagar eða jafnvel vikur, áður en nokkur not fara að verða af henni. Það er því aðallega undir veðrinu lromið, hyernig fer um uppskeruna. MOSKVU í gær. (Einkaskeyti til Alþýðubl. frá Reuter.) tJR'SLIT í 10. urnferð á Moskvumótinu urðu þau, að Vasjúkov vann Larsen og Luti- kov gerði jafntefli við Filip. í bið fóru skákir Milev-Smyslov, Spassky-'Simagin, Friðrik-Bron stein og Aronin-Poi’tis. í dag er ekki teflt, en síðasta umferð líklega á morgun. isa geyma UNDANFARIÐ hefur Sem- entsvérksmiðja ríkisins athugað möguleika á því að reisa sem- entsgeyma í Reykjavík. Er það ætlun forráðamanna verk- smiðjunnar, að sementið verði flutt laust frá Akranesi til Reykjavíkur og dælt inn í sér- staka geyma þar. Pökkun sem- entsins mundi síðan fara fram í Reykjavík. Þegar Sementsverksmiðjunni var ákveðinn staður á Akranesi var það af ástæðum, sem mai-g- oft hafa verið teknar fram op- inberlega. Var ráð fyrir því gert, að flutningur á sement- inu frá Akranesi til Reykjavík- ur yrðu framkvæmdir á sem ó- dýrastan hátt, það er að segja, sementið flutt laust milli þess- ara staða. Það var því þegar gert ráð fyrir því, að byggja yrði sem- entsgeyma í Reykjavík. Til flutninganna þarf skip, sérstak- lega útbúið og mun hæfileg stærð þess um 200 tonn. Getur slíkt skip fullnægt þörfinni fyr Framhald á 2. síðu. Yísitalan 106 KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslu- kostnaðar í Reykjavík 1. apríl 1959 og reyndist hún vera 100 stig eða óbreytt frá grunntölu vísitölunnar 1. marz 1959. Samkvæmt ákvæðum 6. gr. laga nr. 1/1959, um niðurfærslu verðlags og launa, er kaup- greiðsluvísitala tímabilsins 1. maí til 31. ágúst 1959 100 stig eða óbreytt frá því, sem er í mánuðunum marz og apríl 1959. Aukafundur verður á alþingi í dag, og verður þá væntanlega lögð fram nefndarálit fjárveit- inganefndar, og verður þannig unnt að hefja aðra umræðu um málið. Er líklegt, að sú umræða verði þegar á mánudag. Nefnd- in mun að sjálfsögðu klofna og tveir eða þrír hlutar hennar skila sérálitum. Alþýðublaðið getur á þessu stigi málsins staðfest það, sem ríkisstjómin hefur lofað alla Ægir skaul á Brimnesið ÞEGAR togarinn „Brimnes“ var skammt undan Reykjanesi í gærmorgun, á leið hingað frá Seyðisfirði, fékk hann heldur heitar viðtökur. Varðskipið „Ægir“ kom skyndilega á mik- illi ferð að togaranum og skaut fyrirvaralaust að honum — lausu púðurskoti! Skipverjum varð að vonum mjög hverft við og ver þegar dregið úr ferðinni. Skipstjórinn Trausti Magnússon kallaði Ægi upp og spurði, hverju þessar að farir sættu, þar sem hann hefði átt sér einskis ills von. Skipherrann á Ægj mun haf a svarað Því til, að þeim Æg- ismönnum hefði sýnzt Brim- nesið vera að „lóna“ þarna, en það væri augsýnilega misskiln- ingur. Er þess getið til, að þar sem langt er síðan Brimnes hef ur verið í umferð, hafi Ægis- menn ekki þekkt það aftur. — Meira varð ekki úr málinu og skildu menn sáttir við allt og alla — nema Bretann. HOLLENZKA kaupskipið „Henry E>emy“ kom til Vest- mannaeyja kl. 6.30 í gær Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu, hreppti skipið versta veður suður af Vestmannaeyj- um og varð fyrir áfalli. Einn maður var slasaðui'. tíð, að fjárlög verði — ef til- lögur fjármálaráðherra ná fram að ganga — afgreidd án þess að lagðir verði á nýir, almennir skattar. Þetta þýðir, að ríkis- stjórnin hefur útvegað fé til að standa straum af hinum nýju niðurgreiðslum, sem eru höfuð- liður dýrtíðarbaráttunnar — án þess að leggja nýja, almenna skatta á þjóðina. Hvernig þetta verður framkvæmt í einstökum atriðum mun sjást í dag, er út- býtt verður á alþingi nefndar- álitunum. Þær tillögur, sem fram komu í gær, eru um mál, sem öll f jár- veitinganefnd er sammála um. Hæstu fjárveitingar til vega eru samkvæmt tillögunum 1,5 milljónir til Austurvega.r, 700- 000 til Vestjarðavegar, 500 000 til Austurlandsvegar austan Lagarfljóts, 500 000 til Siglu- fjarðarvegar ytri og 400 000 til Norðurlandsveg'ar. Sundurlið- un er einnig á fé til stærri brúa og 3 milljónir til smábrúa. Þá er sundurliðun á fé til hafna og ýmissa annarra mannvirkja. í fjárveitiganefnd eiga sæti eftirtaldir menn: Karl Guðjóns Son, formaður, Áki Jakobsson, Magnús Jónsson, Pétur Otte- sen, Halldór Ásgrímsson, Hall-; dór Sigurðsson, Karl Kristjáns- son, Jón Kjartansson og Svein- björn Högnason. ( HVITT: LARSEN | SVART: FRIÐRIK | Skák þeirra Friðriks og 1 Larsen fór aftur í bið í | gær. Við birtum hér I stöðuna. Larsen á leik. <iMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiní FYRSTU breytingatillögur við fjárlögin voru lagðar fram á alþingi í gær. Eru það tillögur, sem öll fjárveitinganefnd varð sammála um, meðal annars framlög til vega, hafna, brua, skólahúsa og fíeirij slíkra framkvæmda. EF S*ESSIR HERRAK HEFBO HlJpTVEItiKASKBPTI . ... „Krústjov er gagnrýndur fyrir að spila of mikið golf.“ „Eisenhower er viðstaddur hersýningu æskulýðsfylking- ar..“ „Kínverska kommúnista- stjórnin er felld með van- trausti.“ „Macmillan hamast við að stofna kommúnur.“ „Ulbricht fær 3.5% atkvæða í þingkosningum.“ „Adeauer sendir Ollenhauer í útlegð til Bavaríu.“ iiiiiiMiimmiiiiimmiiuiiiimiiiiiniiiiiiumimiu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.