Alþýðublaðið - 10.05.1959, Page 6

Alþýðublaðið - 10.05.1959, Page 6
*Uw- .. -y^’ ■m Á 'Í NiÚ Á DÖGrUM er það draumur allra stúlkna að verða flugfreyjur. Starfið er heillandi á margan hátt. Þær fá skínandi fallegan einkennisbúning, þær kynn ast margs konar fólki og fá tæfcifæri til þess að skoða sig örlítið nm í heiminum. En það er ekki heiglum hent að verða flugfreyja, sérstaklega þar sem eftir- spurnin er mifcil. Skömmu eftir áramótin auglýsti Flug félag íslands til dæmis eftir nýjum flugfreyjum og bár- ust 40 umsóknir. 33 stúlkur gengust undir hæfnispróf, sem fólgið er í prófun á al- mennri þekkingu, — sögu, landafræði og ekki sízt við- burðum iíðandi stundar. Ætlast er til, að stúlkurnar kunni ensku og Norður- landamálin. Af þessum 33 voru 11 valdar til þess að fara á sjö vikna námskeið, sem haldið var á vegum flugfélagsins og er nú ný- lega lokið. Það er sitthvað, sem flug- freyjur þurfa að kunna, — sennilega meira en marga grunar. Fyrstu vikuna læra þær hjálp í viðlögum og fæðingarhjálp. Það vill oft brenna við, að konur verði léttari í flugvélum og er það talið stafa af loftþrýstingn- um. Flugfreyjum er því nauðsynlegt að kunna góð skiL á öllu, sem að fæðing- um lýtur, og sömuleiðis er flugstjórinn vel heima í þeirn fræðum. Hann gegnir starfi læknisins. Almenn framkoma og framreiðsla eru að sjálf- sögðu mjög mikilvægar og nauðsynlegar námsgreinar í sambandi við daglegt starf flugfreyjunnar. Einnig læra þær hið helzta í sambandi við flugvélar almennt. Ef einhverjum farþega dettur til dæmis í hug að spyrja, hvers vegna hreyfillinn snú- ist, þá verða flugfreyjurnar að hafa svarið á reiðum höndum! Ef hættu ber að höndum ríður á að flugfreyjurnar missi ekki kjarkinn og sýni þolgæði og stillingu. Þær læra eins og nærri má geta allt, sem þessu viðkemur. Áður er minnzt á hjálp í viðlögum, en þar við bæt- ist meðferð björgunarbáta og björgunarbelta. Enn er margt ótalið: saga flugsins, , landafræði, þjálfun í að tala í hljóðnema og síðast en ekki sízt almenn snyrting, því að útlit flugfreyjunnar Ef hættu ber að höndum, ríður á að flugfreyjurnar sýni þolgæði og stillingu. Þær læra eins og nærri má geti allt, sem þessu við kemur. Á myndinni sjást þær læra meðferð björgunarbáta og björgunarbelta í Sundhöll Reykjavíkur. Kennari var Garðar Jónsson. hefur meira en lítið að segja. Námskeiðinu er eins og fyrr segir lokið fyrir skömmu og tíu nýjar flug- freyjur eru byrjaðar eða í þann veginn að hefja starf sitt hjá Flugfélagi íslands. Opnan brá sér út á Rvík- urflugvöll síðastliðinn mið vikudag. og hitti þrjár af hinum nýju flugfreyjum og spjallaði við þær stutta stund um starf þeirra og sitthvað fleira. ’Ú' SIGURLAUG MAGNÚS- DÓTTIR hafði flogið sína fyrstu ferð daginn áður til Akureyrar. Hún er 20 ára gömul, ættuð frá ísafirði og hefur unnið á símstöðinni þar undanfarin tvö ár. Hún flaug fyrst þegar hún var 10 ára gömul í Grumman flug bát og hefur oftsinnis flog- ið síðan. — Flugveik? — Nei, aldrei fundið til flugveiki. — Var fyrsta ferðin ekki erfið? — Nei, hún var alls ekki eins erfið og ég bjóst við. Farþegarnir voru að vísu nokkuð flugveikir og dálítið hræddir og ósjálfbjarga, en þetta gekk allt prýðilega. Sennilega verður starfið erfiðara, þegar við verðum settar í utanlandsflugið, en það verður ekki fyrr en eft- ir þrjár vikur eða svo. — Þú hygg.ur sem sagt gott til starfsins og ætlar að ílengjast í því. — Já, mér lízt prýðilega á það, og ætli ég verði ekki í því þangað til ... — . . . þangað til þú gift- ist? — Já, þá verð ég að hætta. Þeir vilja ekki hafa giftar flugfreyjur. Þeir eru hræddir um að umhyggjan fyrir heimilinu trufli starf þeirra. Það er sennilega ósk þeirra og von, að við gift- umst sehit og síðar meira og helzt aldr.ei. — Þú kemur til með að fljúga til ísafjarðar, er það ekki? — Jú, það skulum við vona. í því sambandi er eitt, sem mig langar til að nefna. Það er flugvöllurinn við ísafjörð. 7. október næstkomandi rennur út loftferðarskírteini katalína- flugbátsins og þá verða Vestfirðir samgöngulausir. Vinna við flugvöllinn lá að mestu niðri í vetur, en er vonandi hafin á ný. Það er mjög mikils virði fyrir Isa- fjörð og ekki sízt flugfélag- ið, að flugvöllurinn verði tilbúinn sem allra fyrst. ■— Hvert er helzta áhuga- mál þitt fyrir utan flugið? — Að fara á skíði, eins og góðum ísfirðingi sæmir. Valgerðu — ævintýra VALGERÐUR DÓTTIR (Gíslas ara) var að kom: ferð sinni, til Ak Húsavíkur, þega um hana að má 19 ára gömul og' stofustörf og, ver áður en hún ge freyja. Hún he mikið áður og lendis bæði í Þýz Noregi. Hún k hafa ætlað séi verða flugfreyja. dottið í sig allt : — Þetta er ei intýraþrá, sem ól inu, sagði hún. — Var fyrsta ið? — Nei, alls voru ekki nema ar og þetta er « og fljótt ferðalag nokkrir smákipp Sigurlaug, — flugvöll á ísafjörð! allt og sumt. Hún kveðst LEYNDARDÓMUR MONT EVEREST í DÖGUN leggja fimm- menningarnir af stað. Phil- ip hefur í huga óljósa á- ætlun, sem ætti, ef hún stenzt, að hjálpa þeim út úr dal.num. En þau vita að elt- ingarleiknum er ekki lofcið og það er skynsamlegra að fara varlega. Nokkrum: sinn um verða þau að fela sig í snatri, því þau heyra, að menn ábótans er þeim. Loks eft tíma göngu kor litlum kofa. Eng: vera er nokkurs anleg. Þau ranns g 10. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.