Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 1
ímm$) 40. árg. — Föstudagur 15. maí 1959 — 106. tbl. LögregSan skýrir frá rannsókn „eifurlyfjamálsins’ í GÆR gaf Njörður Snæ- hólm, rannsóknarlögreglumað- ur, blaðamönnum niðurstöður rannsóknarinnar í nýjasta „eit- urlyfjamálinu“. — Stúlkurnar harðneita að hafa haft um hönd eitur- eða deyfilyf og læknir- inn segist ekki geta sagt um það ákveðið, hvort stúlkurnar liafi neytt deyfilyfja, þótt þær hafi verið undir annarlegum á- hrifum. í skýrslunni, sem hér fer á eftir, kemur í ljós, að þær voru drukknar, slógust og tættu hár hver á annari. Hér hefst skýrslan: Stúlkurnar tvær, sem báðar eru um tvítugt, sögðust hafa farið saman niður í bæ og ætlað .að fara á bíó klukkan 7. En þær urðu of seinar. Hittu þær þrjá bandaríska hermenn, sem þær þekktu ekk- ert. Voru þeir með brennivíns- flösku. Stúlkurnar buðu þeim með sér í íbúð í Camp Knox, þar sém kunningjakona þeirra býr. Þegar þær komu þangað, var frúin að gera hreint, og sagði þeim því að setjast inn, á með- an hún væri að ganga frá. Á meðan frúin var að ljúka við hreingerninguna fékk hún þó brennivínsglas til að hressa sig á. Loks þegar frúin var tilbúin að taka þátt í gleðskapnum, var áfengið á þrotum. Um svipað leyti leið yfir aðra stúlkuna. Frúin fór síðan út með ein- um hermanninum og keyptu þau viskýflösku. Var nú tekið til að drekka úr henni. Leið þá aftur yfir sömu stúlkuna. Er hún raknaði við, hélt hún áfram að drekka. Er hér var komið sinnaðist þeirri, sem ekki hafði liðið yfir, við frúna og sló hana. Ætlaði þá hin, sem röknuð var úr rot- inu, að ganga á milli, en vin- kona hennar sló hana þá tví- vegis niður. Nú tók að fara um hermenn- ina og hypjuðu þeir sig á brott. Eftir brottför þeirra lenti þeim aftur saman, frúnni og annarri stúlkunni. Varð harður atgangur og heppnaðist frúnni að snúa stúlkuna niður á hár- inu. Þegar hún stó'ð upp fór hún út og ætlaði heim. Segist Framhald á 2. síðu. HUWHHMMMMMUMUHUHI „með sveíSSan skalla’ Það eru 33,600 íslendingar — eða þar um bil — að ganga undir próf um þessar mundir. Það eru 22,000 börn við prófborðið í barnaskól- um landsins, 7,000 í gagn- fræðaskólunum (þar af 670 í landsprófi), 900 í mennta- skólunum og svo eru nokkr- ar þúsundir í iðnskólum, bændaskólum, húsmæðra- skólum og allslags skólum, sem of langt mál væri upp að telja.----Alþýðublaðs- myndin til vinstri er tekin í Miðbæjarskólanum. Hin er tekin við Landsbókasafnið. Stúlkurnar eru auðvitað að lesa undir próf. UTANRÍKISRÁÐHERRA Guð- mundur í Guðmundsson kallaði í dag á fund sinn hr. D. Summ- erhayes, sem veitir brezka sendiráðinu forstöðu í fjarveru ambassadors Bretlands, og af- lienti honum 2 orðsendingar, þar sem mótmælt er mjög harð lega af hálfu ríkisstjórnar ís- WWWWWWMWMWWMIWIMMWWWMWWMWMWMIWW laMtíi) er með auka- bfað í dag ALÞÝÐUBLÆÐIÐ býður lesendum símim í eldhúsið í dag — það er hið pólitíska eldhús á alþingi, sem lands- menn raunar heyrðu útvarp að sl. mánudags- og þriðju- dagskvöld. f dag fylgir blað- inu aukablað — Eldhúsút- gáfa — þar sem birtar eru ræður þær, sem Alþýðu- flokksmenn fluttu í þessum umræðum. Ræða Friðjóns Skarphéðinssonar dómsmála- ráðherra er raunar í aðal- blaðinu, en í aukablaðinu eru ræður Guðmundar í. Guðmundssonar f jármálaráð herra (nema landhelgishlut- inn, sem blaðið hefur þegar birt), Péturs Péturssonar, Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra og Eggerts Þorsteinssonar. í þessum ræðum er saman kominn mikill fróðleikur um stjórn- málin á þessu herrans ári, eins og þau líta út frá sjón- arhóli Alþýðuflokksins. Við vonum, að lesendur hafi gagn af þessu aukablaði og kynni sér vel hinn málefna- lega málflútning. lands framferðj brezkra her- skipa innan fiskveiðilögsögu ís- lands og þess krafizt, að her- skipin verði á brott án frekari tafar. Jafnframt er þar mót- mælt staðhæfingum í orðsend- ingum brezka sendiráðsins 6. maí s.l. um ólögmætar athafnir íslenzkra varðskipa. í erindi utanríkisráðuneytis- ins, dags. 13. maí s.l., er mót- mælt við brezka sendiráðið þeim atburði, er brezkt herskip hindraði 5. maí s.l. töku togar- ans Ashanti, sem staðinn hafði verið að ólöglegum veiðum í íslenzkri fiskveiðlandhelgi. Nánar verður skýrt frá orð- sendingum þessum í Alþýðu- blaðinu á morgun. ÞINGLAUSNIR IGÆRDAG 217 da 78. LÖGGJAFAÞINGI Íslendinga lauk í gær eftir 217 daga setu. Það var ekki lengsta þing, sem setið hefur, en mun vafalaust verða talið eitt hinna við- burðaríkari þinga og sögulegt. Lögð voru fyrir þingið 115 frumvörp, og 49 þeirra voru afgreidd sem lög. Af þingsályktunartillögum voru lagðar fram 49, en 24 þeirra samþykktar. Alls fjallaði þingið um 171 mál og voru prentuð 548 þingskjöl. miiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiimiiiiiiiiiiH'miiiiiiiiiuiiiiiiiiiil ! RASMUS RASMUS s ÞINGISLITIÐ Síðasti fundur sameinaðs þings var haldinn eftir hádegi í gær, og voru aðeins á dagskrá fjaraukalög og þinglausnir. Þá barst forseta ósk níu þing- manna um að tekin skyldi á dagskrá ályktunartillaga um vita í Geirfugladrangi, og var það samþykkt. Óskaði þá Ey- steinn Jónsson éftir, að tillaga framsóknarmanna um raforku- áætlunina yrði einnig tekin á dagskrá, en forseti hafnaði því á þeim grundvelli, að það væri deilumál, sem þó væri efnislega útkljáð, og ógerlegt að taka það fyrir á þingíausnafundi. Pétur Ottesen — einn þeirra öldunga, sem nú sátu síðasta þingfund sinn — flutti sein- ustu þingmannaræðu um þing- mál: vita í Geirfuglasker. Var tillagan samþykkt og verður Fraxnhald á 2. síðu. | ÚTVARPSMÖNNUM fórstf | lieldur óliönduglega í gær. 1 | Þegar útvarpa skyldi þing| | lausnum tilkynnti þulur, aðl = enn mundi nokkur bið þar| | til útvarp hæfist. Þangað til| | yrði haldið áfram að leikai | sjómannalögin: Rassmus . . . | | ó, Rassmus hljómaði í út-| 1 varpinu. En skyndilega, í| | miðju lagi, heyrðist þrum-§ Í andi rödd Jóns Pálmasonar,Í | forseta Sameinaðs þings. | f Rakti hann störf þingsins | I svo sem vera bar. Eysteinn| Í Jónsson þakkaði forseta fyr-| 1 ir vel unnin störf og þing-§ | forseti sagði þingi slitið. | Þá var aftur, án nokkurs = I frekari formála, tekið til við | Í Rassmus . . . ó, Rassmus —| i þar sem frá var horfið! n S iiiUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiunmiiiB Eggerf G. Þorsfeins- son lalar á FUJ- fundinum á Selfossi STOFNFUNDUR Félags ungra jafnaðarmanna í Árnessýslu verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Iðnaðarmannahúsinu á Sel- fossi. Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður talar á fundin- um. Af hálfu SUJ mæta Björg- vin Guðmundsson formaður SUJ og Sigurður Guðmunds- son ritari SUJ. Ungir jafnaðar- menn í Árnessýslu eru hvaltir til þess að fjölmenna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.