Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 9
Ræða FriSjéns Skarphéðinssonar Framhald af 5. síðu. horf að heimilt sé að breyta henni á sérstöku stjómlaga- þingi og þriðju kosningarnar til stjórnlagaþings og þær fjórðu, sem væru þá þjóðarat- kvæði um stj órnarskrárbreyt- inguna. Kjósendur þyrftu að ganga fjórum sinnum að kjör borðinu áður en stjórnarskrár breyting yrði gerð m|eð þeim hætti. Þetta er fyrirhaifnarsöm leið og með henni væri þetta þýðingarmesta löggjafarmál þjóðarinnar tekið úr höndum löggjafarþingsins. Þessi til- laga var því vægast sagt mjög óaðgengileg.Varatillaga þeirra var sú að fjölga kjördæma- kjörnum þingmönnum í þétt- býli, þannig að kjördæma- kjörnir yrðu 50 þingmienn og auk þess væru 10 uppbótar- þingsæti: 60 þingm. alls. Með þessu hafa þeir Framsóknar- menn gengið inn á, að upp- bótarmenn skuli ekki lagðir niður, aðeins fækkað um einn og að réttmætt sé að fjölga þingmönnum í þéttbýli. — Ágreiningurinn semi eftir var, var hlutfallskosningakerfið í fáum stórum kjördæmum>. Af hálfu þeirra Frampókn- armanna er Því haldið fram, að verið sé að frernja grófasta xanglæti gagnvart strjálbýlinu m>eð hinu nýja kosningakerfi. lívert er þetta ranglæti? Það er þapmg', að dreifbýlisfólkið fær allt að þrefaldan atkvæðis rétt á við kjósendur í Reykja- vík og réttur minnihlutans er betur tryggður en nú er. Það er vitanlega hrein firra, að þetta sé ramglæti gagnvart dreifbýlinu. Þá tala og skrifa þeir Fram- sóknarmenn um málið eins og afnema eigi sýslurnar. Slíkt er vitanlega hrein fjarstæða og hefur ekki komið til mála í þessu sambandi. Og ég veit ekki nemia um einn stjórn- málaflokk, sem, sýnt hefur á- huga á að afnema sýslurnar eða a. m. k. rýra vald þeirra, og það er, þó hlálegt sé, ein- mit-t Framsóknanflokkurinn. Það er ekki ýkja langt síð- an ýmsir forystumenn Fram- sóknarmanna á Austur- og Norðurlandi — þar var í fylk ingarbroddi hæstv. þingmað- ur S.-Þing., Karl Kristjáns- son, börðust fyrir því með oddi og egg að landinu yrði skipt í fjórðunga eða fimrnt- unga fengið það vald, sem sýslunefndir hafa nú og e. t. v. rneira. Kjördæmin áttu helzt1 að vera einmienningskjördæmi — eða ef ekki næðist sam- komulag um, það, þá fá stór kjördæmi. Það átti að stofn- setja umlandið „stærri, sterk- ari og sjálfstæðari félagsheild ir“, eins og það var orðáð í Gerpi, tímariti Aústfirðinga, og það átti að losna við hið ,danskættaða stjórnarform, sem hefur drepið niður alla sjálfstæða byggðastjórn í land inu“ eins og segir orðrétt í sama riti. >Nlú þýtur öðruvísi í þeim skjá hjá þeim Fram- sóknarmönnum. Nú er Þetta „danskættaða stjórnarform“, - sem þeir svo necfndu fyrir n'okkrum árum, orðið að helgri sto'fnun, sem hvergi má við hrófla. Nú eru þeir mieð sál- sýkiskenndar upphrópanir í flokksblöðumi sínum, um það, að hin fyririhugaða kjördæma- breyting feli í sér dauðadóm hins íslenzka lýðræðis, enda- lok íslenzkrar bændamenning ar, samsæri gegn lýðræðinu og landsbyggðinni og guð má vita hvað fleira. Öllu minni öfugmæli er vart hægt að hugsa sér. Moldviðrið, sem þeir þyrla upp, á að vera svo þétt, að það geti blindað kjósendur lands- ins, að það geti komdð í veg fyrir að almenningur sjái, heyri eða skilji, hvað um er að ræða. Þeirn verður áreið- anlefa ekki kápan úr því klæð inu. Fólk lætur ekki blekkjast af slíkumi upphrópunum. Því " er haldið fram nú af hálfu Framisóknarmanna að hin nýja kjördæmaskipun mundi verða til þess að fjölga stjórn- málaflokkum: í landinu úr hófi fram, og Því er einnig haldið frami, að tilgangurinn með breytingunni sé að draga úr' öllum opin’berum framkvæmd um í dreifbýlinu í landinu. Þetta eru vitanlega algjörlega staðlausir stafir. Hvorttveggja þessu héldu þeir líka fram 1942, þegar kjördæmaskipan- inni var breytt. Þeir spáðu því þá, að flokkunum mundi fjölga um helming og breyt- ingin yrði til niðurdreps fyr- ir dreifbýlið í landinu. Þetta reyndist vitanlega tómt slúð- ur. Flokkunum hefur ekki fjölgað og aldrei hafa verið meiri framfarir út um land, en einmitt síðan. 'Einnig nú mun þetta reyn- ast innantómt orðagjálfur. — Þeir héldu því líka fram 1942 eins og nú, að verið væri að. syogja útfararsálm þingræð- isins í landinu með kjördæma breytingunni. Þetta er vitan- lega jafn fáránleg fullyrðing nú eins og reynslan hefur ræki lega sýnt að hún var þá. HVERJIRÆTLA AÐ SVÍKJA? Það var athyglisvert sem hæstv. þingmaður Stranda- manna, Hermami Jónasson, sagði hér í gærkvöldi, að Þó að búið væri nú að sam þykkja á Alþingi kjördæma- breytinguna væri alls óvíst um hver endalokin yrðu, ef Framsóknarflokkurinn fengi aukin styrk í næstu kosning- um. Þá múndu væntanlega einhverjir þeir, sem nú hefðu Ijáð málinu fylgi endurskoða afstöðu sína. Við hvað átti hv. þingmaður? Hverjir eru þeir, sem hann býsFvið að endurskoði afstöðu sína eft- ir kosningar? Það liggur í augum uppi. Það eru þeir hv. þm. Hannibal og Finn- bogi Valdimarssynir og Al- freð Gíslason. Það er al- kunna, að þeir gengu með hangandi hendi með kjör- dænHamálinui. Það er nauðsynlegt, að þjóðin geri sér grein fyrir, áður en gengið er til kosn- inga hvers hún getur vænzt í kjördæmamálinu ef Alþýðu bandalagið og Framsóknar- flokkurinn fá aukið brautar- gengi í kosningunum. H.v. þm. Strandamanna hefur vafalaust vitað, hvað hann var að fara. En bráðum kem ur röðin að kjósendum lands ins, sPni segja til um, hvort þeir vilja efla þessai flokka og stofna þar með réttlætis- og mannréttindamáli í hættu. Að lokum vildi ég segja þetta: Þó að auðvelt hefði verið að fá fullkomnara réttlæti í kjör- dæmamálinu éf kommúnistar hefðú ekki staðið í vegi, er ég sannfærður um, að næst þeg- ar stj órnarskránni kann að verða þreytt, mun fást leiðrétt ing á þessu, En eitt er víst, lausn kjör- dæmamálsins mun marka tímamót í stjórnmálasögunni. Hún táknar það að Alþingi mun framvegis verða sannari mynd af þjóðarviljanumi Allir landsmenn eiga að vera jafn- ir fyrir lögum og rétti. Lausn kjördæmamálsins, eins og hún er ákveðin, er mikilvægt skref í Þá átt, að svo geti orðið. ■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■ Tréskrúfur %— 3“ YALE skápasmekkíásar smaent IIYHiIíVÍB Pönnuköku-pönnur Steikar-pönnur Pottar Ausur Fiskspaðar Eggjaskerar Þeytarar Grænmetis-grindur B f Y H i A ¥ í U C~ ll»róffir Getur H. Johnson náð 9000 stigum í tugpraut? m. grindahlaup á betri tímia en 14 sek. og nær auk þess frá- bærumi árangri í stökkum og köstumi ■— Annars hef ég meixa gamani af körfuknattleik og fót- bolta, segir Jöhnson. Á Glympíuleikjunum var "Í+i'Á* J°^ns°n meiddur í hné, en er 'Easfei. i ni^ orginn góður. 1 keppnimni gegn Rúissum í Moskvu í fyrra setti hann’ heimsmet, þó að hann kenndi meiáslanna. Maxgr- ir eru þeirrar skoðunar, að H. Johnsoni. geti náð 9000 stigiim' í tugþraut. Rafer Johnson IIEIMSMETHAFINN í tug- þraut Rafer Johnson (varð ann- ar í Melbourne) æfir nú af miklum krafti fyrir Olympíu- leikana í Róm næsta sumar. Afrekin, sem þessi Þeldökki hefur unnið í ýmsum ólíkum iþróttagreinum eru stórkostleg. Hann hleypur 400 á 47 sek., 110 í knallspyrnu Strickan 2,09 m. SÆNSKI hástökkvarinn Stick- an Pettersson virðist vera í mjög góðri æfingu þessa dag- ana. Á móti fyrir nokkrum dög- um stökk hann 2,09 m. og' var mjög nálægt 2,13 m., en sænska metið Evrópumeistarans R. Dahl er 2,12. m. Jeppaeigendur Höfum fyrirliggjandi: Hjöruliði Hjöruliðshulstur Spindilboltar (station) Kúplingsdiska (statíon) Kúplingslegur Kveikjulok Kúplingsdiska (jeppi) Stýrisendar Benzínmælar Olíumælar Ampermælar Stýrissector Olíuhreinsarar Hjólbarðar GÍSLI JÓNSSON & CO. h.f. Ægisgötu 10, Reykjavik. Sími 11745. Ódýru apaskinn- úlpurnar fást f Verzluninni © m Laugavegf 70. Evrópume! PÓLSKI kringlukastarinn Piatkowski virðist vera í mjög góðri æfingu þessa dagana, því að á móti í Pabianice í fyrradag setti hann nýtt Evrópumet með 57,89 m. kasti. Eins og kunnugt er setti Piatkowski met fyrir nokkrum dögum með 57,55 m. kasti. Pólverjinn hafði fjögur köst lengri en 56 metra. iÞRÓTTAKENiNARASKÓLa: ÍSLANDS hefur með leyfi Menn.tamáiIaráðuneytisins, og í samvinnui við framkvæmdaí- stjórn íþróttasamibands íslanÖS', Ungmiennafélags íélands - og stjórn Knattspyrnusambands íslands, ákveðið að efna til námskeiðs að Laugarvatni fyr- ir leiðbeinendur í knattspyrnu, dagana 1.—11. júnf n. k. Aðalkennari námskeiðsins verður Karl Guðmundsson, í- þróttakennari. Væntanlegir þá'tttakendrir Þurfa að vera fullra 17 ára og hafa meðmæli íþrótta- og un.g-_ mennafélagsi í byg'gðarlagi sínu. Gert er ráð fyrir, að þátttak- endur hafi með sér rúmfatrta3. Áætlaður kostnaður á Laugar- vatni er kr. 1.000.00. —■ FseSi, húsnæði, áíhöld og kennsla. Umsóknir umi þátttöku þuifa að berast til skólastjóra íþrótta- kennaraskóla íslands fyrir 28. mai n. k. Síðastliðið vor var leiðbein- endanámskeið að Laugarvatni og gaf það mjög góða raun, —* svo búast má nú við góðri þátt- tökui. Mi'kill skortur er á riiönm/- um', sem taka vilja að sér ap leiðbeina í knattspyrnu. Ung- menna- og íþróttafélögU'mi eí einkumi bent á að nota þetta ágæta tækifæri og hvetja efrö- lega félagsmienn og jafnvés, styrkja þá til þátttöku í nám- skeiðinu. VALDIMAR ÞÓRDARSON verkstjóri andaðist hinn 14. þessa mánaðar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríð'ur Þorgrímsdóttii*. Eiginmaður minn og faðir okkar, SÖLVI JÓNSSON, : verður jarðsunginn frá Dómikirkjunni. þriðjudaginn 19. maí liÁ 2 síðdegis. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinuim. t Lilja Matthiasdóttir. Karl 'Sölvason. Ragnheiður Sölvadóttir. Jónmundur Sölvason. Guðmundur Sölvason. Kristin Sölvadóttir. Ellert Sölvason. i Alþýðublaðið — 15. maí 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.