Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 4
Ítgeíandi: AlþýSuflokkurinn. Eitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísll J. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmars-
lon. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
«on. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu-
Smi- 14900. ASsetur: AlþýSuhúsið. PrentsmiSja AlþýSubl. Hvarfisg. 8—10.
Hverjir vilja gengislœkkun?
■ ÞJÓÐVILJINN segir í gær, að Gylfi Þ. Gísla-
soíi menntamálaráðherra hafi boðað gengislækkun
í eldhúsdagsumræðunum á alþingi. Tilefnið á að
vera það, að ráðherrann telji annars vegar að af-
nema verði uppbótarkerfið og hins vegar að koma
beri á heildarsamningum til margra ára milli verka
fólks og atvinnurekenda.
Þessi ályktun kommúnistablaðsins er forsendu
laus eins og öllum liggur í augum uppi. Hitt ætti
að vera óvefengjanlegt, að nauðsyn beri til þess að
afnema uppbótarkerfið og koma á heildarsamning-
um til nokkurra ára í senn milli verkafólks og at-
vinnurekenda. Þau viðfangsefni hljóta að krefjast
úrlausnar stjórnmálamanna okkar í framtíðinni,
og afstaða Þjóðviljans til hugmyndarinnar er væg-
ast sagt furðuleg. Hún lýsir í senn skammsýni og
fljótfærni.
En er þá engin hætta á gengislækkun? Jú,
vissuiega, en síður en svo að tilhlutan Alþýðu-
flokksins. Gegndarlaus aukning verðbólgunnar
raun óhjákvæmilega leiða til gengislækkunar.
Postular verðbólgunnar eru þannig baráttu-
' menn gengislækkunarinnar. Slíkt á sannarlega
ekki við um Alþýðuflokkinn. Hann berst fyrir
stöðvun dýrtíðarinnar til að tryggja rekstur þjóð
arbúsins og atvinnuveganna og KOMA í VEG
FYRIR gengislækkun. Þjóðviljinn hefur því
endaskipti á staðreyndum. Kommúnistar eru
hins vegar vitandi eða óafvitandi að kalla geng-
islækkun yfir land og þjóð með dýrtíðarstefnu
sinni. An Alþýðuflokkurinn reynir að hindra þá
öfugþróun með þeim ráðstöfunum í efnahags-
málunum, sem Þjóðviljinn fordæmir og rang-
túlkar dag hvern. ^
Verkalýðshreyfingin í landinu mun áreiðan-'"
lega gera sér grein fyrir þessum viðhorfum. Geng
islækkuninni verður ekki forðað með orðum heldur
í verki. Og þess vegna er það geigvænleg hætta
íslenzkri alþýðu, ef kommúnistar fá því framgengt
að tefla efnahagsráðstöfunum núverandi ríkis-
stjórnar í tvísýnu. Þá væru íslendingar komnir
fram af gengislækkunarbrúninni. Og dettur nokkr
um manni í hug, að kommúnistar myndu þá snúa
við í fallinu?
Sfeypustyrkfarjárn
Blikksmiðir
Járniðnaðarmenn
og
hjálparmenn
óskast nú þegar.
B8lkksmið]a Reykjavíkur,
Lindargötu 26
H a n n es
h o
r n i n u
★ Á að útrýma bifreiða-. sott- Það er alveS eins menn
álíti að bifreiðaeigendur
umferð
inni?
úr miðborg-
★ Ofstjórn er hlaupin í
starfið.
★ Vaxandi óánægja bif-
reiðaeigenda.
★ Til hvers er áburðarsal
an?
ÉG HEF ekki deilt á umferða-
málanefndina og yfirvöldin fyr-
ir störf þessara aðila. Ég hef
aldrei sakað þá um ofstjórn eða
ofstarf. En ef stefnt er að því
að útrýma bifreiðum úr borg-
inni, þannig að þær geti hvergi
verið nema inni í skúr við heim-
ili eigandans eða standandi á Ióð
hans, þá er ekki hægt að þegja
lengur. Það er gott og sjálfsagt
að reyna að hafa hemil á bif-
reiðastöðum og bifreiðaþröng á
helztu umferðagötum bæjarins.
En að ganga svo langt í því að
þrengja svo bifreiðum og bif-
reiðaeigendum, að þeir geti í
raun og veru ekki farið í bif-
reið um miðbik borgarinnar, —
nær ekki nokkurri átt.
NÚ ER SVO komið, að ástand-
ið er að verða óþolandi. Það er
kominn ofvöxtur í málið. Það
hefur verið tekin upp ofstjórn.
Ofstjórnin er að valda öngþveiti,
sem vafasamt er að sé nokkuð
auðveldara en það öngþveiti sem
áður stafaði af stjórnleysi og að-
gerðaleysi. Undanfarið hefur
hver götubrúnin á fætur ann-
arri verið lokuð. Alls staðar er
verið að setja upp götumæla.
Alls staðar verið að mála gular
rendur.
ÉG VIL eindregið mselast til
þess, að nú sé spyrnt við fót-
um, að umferðapáfarnir fari að
skyggnast í kringum sig og at-
huga gaumgæfilega hvort allt
það, sem þeir hafa gert undan-
farið sé í raun og veru harla
seu
réttlausir. Þeir eiga að hafa
sama rétt og aðrir, ekki minni
og heldur ekki meiri.
ÞEIR greiða til ríkis og bæja
stórfé árlega. Þeir standa und-
ir meginhlutanum af kostnað-
inum við vegaviðhald, umferða-
eftirlit og annað þar að lútandi.
Þessu gleyma menn. Það er kom
ið svo, að nú vita bifreiðaeig-
endur ekki hvar þeir mega vera
með farartæki sín. Þetta veldur
mikilli óánægj-u um þessar mund
ir. Bifreiðaeigendur vilja gera
allt, sem í þeirra yaldi stendur
til þess að gott skipulag geti
haldizt á umferðamálum borgar-
innar. Þeir geta ekki i>plað það,
að unnið sé markvisst að því,
að koma í veg fyrir að þeir geti
notað farartæki sín. En að því
er nú bersýnilega stefnt. Stöðv-
ið ofstjórnina.
HAFNFIRÐINGUR skrifar
mér á þessa Ieið: „Til hvers er
eiginlega hin svokallaða áburð-
garðáburði. Reykvíkingur var
arsala, sem mun heyra undir
grænmetisverzlunina. Við eig-
endaskiptin virðist þjónusta þess
arar stofnunar hafa versnað um
allan helming. Ég ætlaði að
kaupa tvo poka af blönduðum
garðá.burði. Reykvíkingur var
næstur fyrir framan mig í röð-
inni. Hann fékk einn poka, En
þegar kom að mér, var mér sagt,
að ég gæti ekki fengið áburð.
ÉG SPURÐI: „Hvers vegna?“
Svarið var, að ég hefði átt að
panta ábxjs»:nn í febrúar. Élg
benti á að ekki hefði Reykvík-
ingurinn pantað áburðinn, sem
hann félk fyrirfram. Og fékk
ég ekkert svar við því. Þé benti
ég á að áburðurinn væri til í
stórum haugum. Hvers vegna ég
gæti þá ekki fengið hann. En ég
fékk heldur ekki svar við því.
LEYFIST mér að spyrja: Til
hvers er þessi stofnun? Er hún
ekki óþörf? HyeVs Kjmar þjón-
usta er það sem hún veitir
fólki?“
Hannes á horninu.
16 mim, 19 mm og 25 mm í 1Q—12 metra lengdum
fyrirliggjandi.
EGILL ÁRNASON
Umboðs- og heildverzlun
Klapparstíg 26. — Sími 1-43-10.
Reykjavík
Selfoss
Stokkseyrs
Sérleyfisferðir frá Reykja
vík daglega kl. 8,45 kl.
11,30, kl. 15 og kl. 18.
Sérleyfishafar.
ifreiðasalan
og ieigan
ngólfsstræfi 9
Sími 19092 og 18966
Kynnið yður hið stóra úr
val sem við höfum af allf
konar bifreiðum.
Stórt og rúmgott
sýningarsvæði.
Ingólfssfræfi 9
og leigan ~
Sími 19092 og 18966
í kvöld fcl. i
TIVOLI skemmtigarður Reykvík inga opnar í kvöld kl. 8
ef veður leyfir.
Fjölbreytt skemmtitæki:
Bílabraut — Rakettubraut — Parísarhjól — Skotbakkasalur —
Speglasalur — Bogar — Automatar — Rólubátar — Bátar.
Tivolibíó sýnir teikni- og gamanmyndir, sem ekki hafa verið sýndar
hér á landi áður.
Fjölbreytt „Dýrasýning“.
Hið vinsæla „Litla golf“.
Fjölhreyttar veitingar
Opið á laugardag frá kl 2—6.
Á annan dag hvítasunnu verður opnað kl. 2, þá verða fjölbreytt
skemmtiatriði.
Tivoli.
4 15. maí 1959 — Alþýðublaðið