Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 1
Byrðunum hefur verið deilt á bök allra landsmanna Ufvarpsræða Guðm. I. Guðmundssonar ÞEGAR ríkisstjórn Hermanns Jónassonar var mynduð í júlí- mánuði 1956 gaf hún út yfir- lýsingu um stefnu sína er hófst þannig: „Ríkisstjórnin mun taka upp samstarf við samtök verkalýðs og launþega, ‘ bænda, útgerðarmanna og annarra framleiðenda, til þess að finna sem heppileg asta lausn á vandamálum | atvinnuveganna. - , Markmið þessa sam- starfs skal vera að auka framleiðslu landsmanna, tryggja atvinnu og kaup- mátt tekna og efla almenn- ar framfarir í landinu“. Það er eftirtektarvert að framkvæmd þessarar yfirlýs- ingar hófst á því, að felld voru G vísitölustig af launum verkamanna og bænda sum- arið 1956 og að sett voru lög um stöðvun verðlags og kaup- gjalds. Þetta var fyrsta skref vinstristjórnarinnar í efna- hagsmálum. Verkamenn og bændur stóðu einhuga að þessum ráð- stöfunum, og fáum opinber- um aðgerðum hefur líka ver- ið betur tekið. Er vafalaust áð þessar fyrstu efnahagsráð- stafanir vinstristjórnarinnar voru stór ávinningur fyrir þær stéttir, sem þær voru gerðar í samráði við og þjóð- félagið í heild. Innan ríkis- stjórnar Hermanns Jónasson- ar var algjör einhugur um málið. i Á-árinu 1957 varð veruleg- ur aflabrestur. auk nokkurra Jcauphækkana. Hvort tveggja þetta - kippti grundvellinum undan aðgerðum vinstristjórn jarinnar í efnahagsmálunum frá 1956, Var Ijóst þegar haustið 1957, að nýrra að- gerða var þörf ef skipafloti landsmanna ætti að geta haf- ið veiðar með eðlilegum hætti í ársbyrjun 1958. Stjórnar- flokkana greindi á um, hve víðtækra aðgerða væri þörf og stóð í þófi um það í marga mánuði. Málið leystist þó loks í maímánuði 1958 með sam- þykkt laga um útflutnings- sjóð. Þessi lög ollu talsverðri hækkun á kaupgjaldi og verð- lagi, sem þó var reiknað með í efnahagsráðstöfunum. Á móti þessu kom að felld voru niður 9 vísitölustig með lög- um. Þetta var annað skref vinstristjórnarinnar í efna- hagsmálum. í greinargerð þeirri, sem ríkisstjórnin lét fylgja frum- varpinu um útflutningssjóð, er tekið fram, að ef kaupgjald hækki meira en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, sé því iafnvægi, sem lögin skapi, raskað að nýju. Varað er við því, að í kjölfar frekari kaup- gjaldshækkunar megi búast við, að sigli kröfur um nýja hækkun á útflutnings- og yf- irfærslubótum. Sumarið 1958 urðu hér verulegar grunnkaupshækk- anir. í desembermánuði var svo komið að verkamanna- kaup var orðið 21% hærra en það kaup, sem bætur útflutn- ingssjóðslaganna til sjávarút- vegsins höfðu. verið miðaðar við, og annað kaup 17% hærra. í desemberbyrjun hækkaði kauplagsvísitalan úr 185 í 202 stig. HEFÐI ÞURFT 400 MILEJ. NÝJA SKATTA. Augljóst var að hverju hér stefndi. Engin von var til að útgerð gæti hafizt á vetrar- vertíð 1959, nema því aðeins að sjávarútvegurinn fengi bætta þá hækkun tilkostnað- ar, sem af kauphækkuninni leiddi. Ef bætur til sjávarút- vegsins áttu að aukast, varð hins vegar að afla útflutnings sjóði mikilla tekna til að standa straum af hinum nýju útgjöldum. Reiknað hefur verið xit, að miðað við kaupgjaldsvísi- töluna 185 hefði þurft að afla sjóðnum 160 millj. kr. nýrra tekna, en miðað við vísitöluna 202, eins og hún varð 1. desember ’58, hefði þurft upp undir 400 millj. kr. Svo mikilla tekna var ekki hægt að afla nema með mikilli hækkun yfirfærslu- og- innflutningsgjalda. Su liækkun hefði leitt af sér nýja hækkun framfærslu- kostnaðar og kaupgjalds, sem krafizt hefði enn nýrrar hækkunar bóta til sjávarút- vegsins, nýrrar hækkunar yfirfærslu- og innflutnings- gjalda, og þannig koll af kolli. í s. 1. desembermánuði var áætlað, að slík þróun myndi leiða til þess, að vísitala fram- færslukostnaðar næði a. m. k. 270 stigum þann 1. nóvember 1959 eða hækkaði um 5 stig að meðaltali á mánuði næstu mánuðina. Lengra treystust hagfræðingar ekki að reikna dæmið og höfðu auk þess þann vamagla á, að 270 stigin væru við það miðuð, að verð landbúnaðarafurða breyttist ekki fyrr en 1. september 1959. Geta menn farið nærri um, hvort bændur hefðu .þol- að óbreytt verðlag á afurðum sínum í heilt ár á meðan vísi- Guðmundur f. Guðmundsson talan þaut upp um 5 stig á mánuði. Alþingi hefði án efa skorizt í leikinn, ef þróunin hefði orðið þessi, og rétt hlut bænda, sem aftur hefði leitt til þess, að vísitalan hefði ver- ið komin langt fram úr 270 stigum 1. nóvember 1959. Eft- ir þann tíma blasti við vísi- töluvöxtur með hingað til ó- þekktum hraða. Engum getum þurfti að því að leiða, að hér var ný verð- bólgualda að skella yfir þjóð- ina, stærri og ægilegri en við áður höfðuin þekkt. Öll þjóð- in hefði goldið mikið afhroð, ef ekkert hefði verið að gert til að afstýra voðanum, en eng inn þó meir en launamenn og verkafólk. Dýrtíðin hefði auk- izt jafnt og þétt hvern mán- uð, vísitöluuppbætur að vísu hækkað, en aðeins á þriggja mánaða fresti og þá miðað við næsta mánuð á undan og því ætíð verið langt á eftir öllum verðhækkunum. Alvarlegust var þó hættan á samdrætti at« vinnulífsins. ÞRIÐJA SKREF HANNIBALS. Margir urðu til aS benda á þessa hættu, en fáir jafn skil- merkilega og kröftuglega og fyrrverandi félagsmálaráð- herra, Hannibal Valdimars- son, forseti Alþýðusambands íslands. S. 1. nóvembermánuS ritaði hann grein I Vinnuna, tímarit Alþýðusambands ís- lands, þar sem hann m. a. kemst svo að orði með leyfi hæstv. forseta: „.... nú hefur verið látið undan síga með það að hækka vöruálagningu bæði í heild- sölu og smásölu, grunnkaup hefur verið hækkað um 6—■ 9V2%, en það þýðir, að með vísitöluhækkuninni hefur kaup verkamánna þegar hækk að um 16,2%., og hjá flestum öðrum stéttum um 12,5%. Framundan eru svo miklar vísitöluhækkanir og verð- hækkanir og víxlverkanir af þessu hvoru tveggja. Þetta þýðir, að verkamannakaup yrði fljótlega að óbreyttu vísitölukerfi rúmlega 20% hærra en það kaup, sem út- flutningsbætur voru miðaðar við s.l. vor, en kau.p annarra um 17% hærra. Nú blasir það við, að út- flutningsatvinnuvegimir telja sig ekki geta risið undir svo stórlega auknum tilkostnaði án þess að stöðvast nema þeim sé enn á ný séð fyrir aukinni aðstoð til að standast kostn- aðinn, en sú fjáröflun mundi: enn auka dýrtíð og með næsta hausti valda mikilli hækkun landbúnaðarvara. Hækkað verð landbúnaðarvara leiddi i, J 4 U !!' ’ísNíxVl * » « ; ? ,<,1 JU fííi.«- vun ! s, WtAS. KWM »!S « S«'!Í'<"1> <S *< s- 11),«,(<„•, ,,f<jHitn; (fvígtH! ‘>t,i f s xaííOím V4 <<><■ */i itw »•>- - (<*,!,( l ‘ !(«<.,* f'K.S N W! SV.StS OSSH Ss®. Ö^töPiSK «£SCMSÍSAf*Köm€KT<Ot?iÚM' . já- Vill þjóðin ]betta? íslendingar eru orðnir verðbólgu vanir. Þeir hafa búið við hana um langt árabil. Þó hafa þeir blessunarlega ekki kynnzt þessum skæða efnaliagssjúkdómi eins og hann getur orðið verstur, og munu margir ekki gera sér grein fyrir, hversu al- varlegur hann getur orðið fyrir einstaklinga og þjóðfélag. Seðilinn, sem myndin sýnir, mætti vera okkur aðvörun í þessu efni. Hann er þýzkur og hljóðar á hundrað billjónir marka. Þegar dýrtíð vex úr 10% árlega í 30% — eins og var að ger- ast í lok síðasta árs, þá skyldu menn hugsa til þessa seðils, og alls, sem hanu táknar. Slíka verðbólgu verða fslendingar að forðast umfram allt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.