Alþýðublaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 4
-• n — &
1 ÞAÐ ER sjálfsagt að viður-
kenna hreinskilnislega, að
' þær ráðstáfanir, sem gerðar
voru í vetur, með lögunum
l um niðurfærslu verðlags og
t launa, leiddu af. sér nokkra
.kjaraskerðingu fyrir alþýðu
’ manna, a. m. k. í bili. En hitt
er jafn sjálfsagt og sann-
gjarnt, að reynt sé að gera.
. þjóðinni grein fyrir því, hvað
’ hefði gerzt í efnahagsmálum
hennar, ef stöðvunarleiðin
. hefði ekki verið farin. Ef það
er hins vegar athugað, hvern-
ig ástandið væri í dag, og
hvernig það myndi verða á
næsta hausti, hefði hækkun-
arleiðinni vérið; fylgt áfram,
held ég, að næsta lítið verði
úr þeirri kjaraskerðingu, sem
ýmsir tala nú mest um, sam-
anborið við það, sem hefði
dunið yfir.
Gera má ráð fyrir, að örar
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags hefðu haldið áfram
árið 1959 með auknum hraða.
Auðvitað myndi þessi öra víxl
hækkun ekki stöðvast á ár-
inu 1960 af sjálfu sér, heldur
. þvert á móti. í stað þess að
verðbólguaukning hafði verið
að meðaltali um 10% síðan
1946, myndi hún nú að sjálf-
sögðu verða ein 30% á ári eða
enn meiri. Það er því augljóst
að seint á s. 1. ári hlaut að
vera komið að tímamótum í
íslenzku efnahagslífi. Það
varð með einhverjum ráðum
að stöðva víxlhækkanir kaup-
gjalds og verðlags. Þetta fann
raunar allur almenningur og
tók með skilningi þeim ráð-
stöfunum, sem gerðar voru
eftir áramótin. En allar þess-
ar ráðstafanir hafa miðað að
því, að stöðva þá óheillaþróun
sem við blasti.
★ LAUNIN OG BÁL
VERÐBÓLGUNNAR.
Allir hugsandi menn hljóta
að gera sér ljóst, hvað hefði
skeð, ef þróunin hefði orðið ,
sú, sem líkur benda til, að
hún myndi verða. Allur sá
áukni krónufjöldi, sem menn
hefðu fengið í laun, hefði bók
staflega brunnið upp til agna
á báli verðbólgunnar. Og ekki
aðeins það. Verðgildi pening-
ánna hefði auðvitað enn rýrn-
að. Þeir, sem hafa safnað sér
einhverju sparifé, hefðu bók-
staflega horft á eftir því í
verðbólgueldinn. Allir, sem
hefðu átt þess nokkurn kost,
hefðu reynt að koma sparifé
sínu í eitthvað fast. Þetta fé
hefði þannig farið út úr bönk-
'um og sparisjóðum og þessir
áðilar átt í enn meiri erfið-
’leikum með að sinna hlut-
verki sínu, að lána til fram-
leiðslu og framkvæmda. Varla
hefði reynzt auðvelt að semja
við framleiðslu-atvinnuvegina
til langs tíma í einu. Útvegs-
menn hefðu auðvitað séð, að
vegna sífelldra verðhækkana
og kaupbreytinga, var ekki
hægt annað heldur en að hafa
samninga meira og minna
lausa. Þeir hefðu ekki samið,
miðað við verðlag og kaup-
gjald, sem var ríkjandi, þeg-
ar samningurinn var gerður,
heldur miðað við væntanlegt
verðlag og kaupgjald á samn-
ingstímabilinu, sem hefði orð
ið til að auka enn hraða verð-
bólgunnar,
Þeir, sem stunda landbún-
að, myndu tæpast hafa unað
því, að þeirra verðlagsgrund-
völlur væri aðeins endurskoð-
aður einu sinnj á ári. Nýjar
4 15. maf 1959 — Alþýðuhlaðið
álögur hefði auðvitað orðið að
leggja á eftir því sem styrk-
þörf atvinnuveganna varð
meiri. Allt eftirlit með verð-
lagi í landinu hefði orðið ill-
framkvæmanlegt eða ófram-
kvæmanlegt, vegna þess hve
allar verðlagsbreytingar
hefðu orðið örar. Gjaldþol
þegnanna hefði svo smá-
minnkað, sem hefði engu síð-
ur komið niður á bæjar- og
sveitarfélögum, heldur en rík
inu sjálfu. Þar hefði sjálfsagt
komið, að erfiðleikar atvinnu-
veganna hefðu orðið svo mikl
ir, að þeir hefðu farið að drag
ast saman. Þá fyrst hefði
hættan verið orðin geigvæn-
leg. Atvinnuleysi á næstu
grösum — og ekki komizt
framhjá efnahagslegu hruni.
Þegar þessar staðreyndir
- eru athugaðar til samanburð
ar við þær ráðstafanir, sem
gerðar voru, hlýtur hverj-
um manni að vera það ljóst,
að um ,litla kjaraskerðingu.
var að ræða um s. 1. áramót,
miðað við þá kjaraskerð-
ingu, sem óhjákvæmileg
hefði verið, hefði áfram ver-
ið haldið á sömu braut.
Það tekur auðvitað nokkurn ■
tíma að stöðva verðbólgu-
hjólið, og enn lengri tíma að
koma efnahagsmálunum í það
horf, sem æskilegt má telj-
ast. Núverandi hv. ríkisstjórn
hefur ekki miðað störf sín við
það að leysa efnahagsvanda-
mál þjóðarinnar til frambúð-
ar. Hitt hefur henni tekizt, að
bjarga þjóðinni frá efnahags-
legu hruni, sem húast mátti
við að væri framundan, með
því að stöðva þá geigvænlegu
verðbólgu, sem við blasti.
Engri ríkisstjórn eða þing-
meirihluta tekst að leysa
efnahagsvandamálin í land-
inu, nema með samstarfi við
vinnandi fólk og skilningi
þess á vandamálinu. Allir,
sem vinna gegn því, að slíkt
megi takast, eru að vinna
þjóðhættulegt starf. Mér þótti
stjórnarandstaðan í tíð fyrr-
verandi ríkisstjórnar oft hafa
allt of neikvæða afstöðu til
ýmissa van'damála, sem höfðu
bein áhrif á efnahagsafkomu
þjóðarinnar. En mér virðist
núverandi stjórnarandstaða
hreint ekki taka jákvæðari
afstöðu, nema síður sé. Það
má kannski segja, að þessi
afstaða sé mannleg — en
stórmannleg getur hún ekki
talizt.
Pétur Pétursson
★ INNFLUTNINGS-
ÁÆTLUNIN.
Því hefur verið haldið fram
í blöðum og raunar líka hér
á hv. alþingi, að núverandi
hv. ríkisstjórn og gjaldeyris-
yfirvöld hafi gert einhverja
meginbreytingu varðandi inn-
flutninginn til landsins í þá
átt að nú skuli stórauka inn-
flutning óþarfavarnings, en
nauðsynjar muni vanta í stór-
Um stíl. Hér er annað hvort
um að xæða. meinlegan mis-
skilning, . sem þarf að leið-
rétta, eða þá hitt, sem er
raunar miklu líklegra, að af
yfirlögðu ráði sé reynt að
gera tortryggilega þá inn-
flutningsáætlun, sem gerð
hefur verið og að læða því
inn í hugi manna, að þessum
málum sé nú allt öðru vísi
háttað, heldur en gert var s.
1. ár.
Innflutningsáætlunin hefur
verig gerð af viðskiptamá.la-
ráðuneytinu, gjaldeyrisbönk-
unum og Innflutningsskrif-
stofunni. Áætlunin er miðuð
við það, að heildarvöruinn-
flutningur til landsins geti
orðið jafnmikill og hann varð
á s. 1. ári, eða tæpar 1100 mill-
jónir kr. En undirstaðan und-
ir þessum innflutningi er sú,
að gert er ráð fyrir álíka mikl
um útflutningí eins og árið
sem leið, og að auk þess sé
notað nokkurt gjaldeyrislán.
Má gera ráð fyrir, þar sem út-
flutningsáætlunin er mjög
varleg, að gjaldeyrisafkoma
geti eitthvað batnað á árinu,
en á því var sannarlega ekki
vanþörf. Fer það þó auðvitað
eftir aflabrögðum og markaðs
möguleikum, hvort takast má
að bæta gjaldeyrisstöðuna.
Helzt þyrftum við að eignast
ofurlítinn varasjóð til að
mæta óviðráðanlegum erfið-
leikum, svo sem aflabresti.
Engin von er þó til, að takist
að mynda varasjóð. En ef við
gætum grynnkað eitthvað á
þeim miklu lausaskuldum,
sem hafa verið að keyra okk-
ur í kaf, væri miklum áfanga
náð.
. .• • /f
ic FULLNÆGT ÞÖRF
FYRIR NEYZLUVÖRUR.
Við skiptingu heildarupp-
hæðarinnar milli flokka var
við það miðað að fullnægja
þörfum fyrir neyzluvörum og
rekstrarvörum. Yfirleitt var
miðað við gjaldeyrisúthlutun-
ina 1958, en tillit var tekið til
meiriháttar breytinga, hvort
sem þær stöfuðu af breyttu
verðlagi eða breyttri neyzlu.
Áætlun um innflutning
neyzluvara og rekstrarvara
er því nokkum veginn sú
sama, eins og reynslan varð
1958. Svokallaðar hátollavör-
ur er gert ráð fyrir að flytja
inn fyrir rúml. 200 millj. kr.
í ár, en voru fluttar inn fyrir
179 millj. kr. árið sem leið.
Þegar lögin um útflutnings-
sjóð vöru sett fyrir ári síðan,
var gert ráð fyrir, að þessi
innflutningur yrði yfir 200
millj. kr. Allir vita, að til þess
að útflutningssjóður fái á-
ætlaðar tekjur verður inn-
flutningur hátollavara að
vera svo mikill, sem er gert
ráð fyrir. Þeim ferst sízt, sem
stóðu að löggjöfinni um út-
flutningssjóð, m. a. þingmað-
ur Mýramanna, sem talaði hér
áðan, að vera nú að tala um
óþarfainnflutning, þegar þeir
vita, að afkoma útflutnings-
atvinnuveganna er undir því
komin, að útflutningssjóður
hafi nægar tekjur til að
standa við skuldbindingar
sínar.
Af þessari sundurliðun og
samanburði við síðastlið.ið
ár ætti öllum að vera Ijóst,
að ekkert hefur verið gert,
alls ekkert, í þá átt að
minnka innflutning neyzlu-
vara og nauðsynjavara. Það
verður lítillega dregið úr
innflutningi fjárfestingar-
vara, sem er í samræmi við
þá stefnu ríkisstjórnarinnar,
að reyna nokkuð að draga
úr eða fresta þeim fjárfest-
ingarframkvæmdum, sem
ekki eru beinlínis til aukn-
ingar útflutningsframleiðsl-
unnar og þannig stefnt
meira í jafnvægisátt. Að
halda því fram, að hér hafi
einhver meginhreyting átt
sér stað frá því sem verið
hefur, er gert gegn betri vit
und og í þeim eina tilgangi
að koma inn þeirri hugsun
hjá almenningi að vöru-
þurrð kunni að vera yfirvof-
andi. Þetta er alrangt og lít-
ilfjörlegt af stjórnmála-
mönnum að halda slíku
fram.
ir SAMSTARF ALÞÝÐU-
FLOKKS OG FRAM-
SÓKNAR.
Þegar umbótabandalag jafn
aðarmanna og Framsóknar-
manna var myndað vorið
1956, töldu margir, og þeirra
á meðal ég, að það afl væri
að myndast í þjóðfélaginu,
sem eitt væri nægjanlega
sterkt, til að berjast á móti í-
haldi og kommúnisma. Við,
sem þannig hugsuðum, höf-
um orðið fyrir vonbrigðum.
Öllum hlaut að vera það Ijóst,
einnig Framsóknarmönnum,
að við jafnaðarmenn teldum
það ekki æskilegt, út af fyrir
sig, að fara í stjórn með kom-
múnistum. Þó var sú leið val-
in, m. a. vegna þess, að ýmsir
gerðu sér vonir um að Hanni-
bal Valdimarsson og það fólk,
sem honum fylgdi, myndi
hafa nokkuð aðra skoðun á
þjóðmálum, heldur en Moskva
kommúnistar.
Eftir að fyrrverandi stjóra
var mynduð, kom það fljótt í
ljós, að Framsóknarmenn
töldu sig þurfa að taka að sér
eins konar sáttasemjarastarf
innan þeirrar ríkisstjórnar.
Afleiðingin af því starfi varð
sú, að býsna oft tóku Fram-
sóknarmenn afstöðu með Al-
þýðubandalaginu. Kom þetta
hvað berlegast í ljós, þegar
kom til kosninga til Alþýðu-
sambandsþings og yfirleitt í
málefnum verkalýðssamtak-
anna. Það er ekki jafnaðar-
mönnum að kenna, að sam-
vinna umbótaflokkanna gat
ekki átt sér stað í þessum efn-
um, heldur hinu, að Fram-
sóknarmönnum þótti heppi-
Iegra að hafa samvinnu við
kommúnista. Þessi afstaða
samstarfsflokksins hlaut að
verða illa séð hjá jafnaðar-
mönnum. Og til þess bar
ENGA NAUÐSYN hjá for-
ustumönnum Framsóknar-
flokksins að taka slíka að-
stöðu, ef þeim var umhugað
um að halda áfrarn samstarfi,
sent tekizt hafði á ntilli flokk-
anna.
t
+ HERMANN RÆDDI EKKI
VH> ALÞÝÐUFLOKKINN
Hér við bætist svo það, að
formaður Framsóknarflokks-
ins baðst lausnar fyrir ríkis-
stjórn sína í byrjun desem-
ber, án þess að um stjórnar-
slitin væri höfð sérstök sam-
vinna við Alþýðuflokkinn,
sem þó hefði mátt búast við,
þar sem ekki var stórvægileg-
ur ágreiningur á milli flokk-
anna um lausn efnahagsmál-
anna. Jafnaðarmenn hljóta að
líta á framkomu forustu-
manna Framsóknarflokksins
sem ákveðna bendingu um
það, að þeir óski EKKI eftir
áframhaldandi samvinnu. Al-
þýðuflokkurinn hefur staðið
við alla gerða samninga gagn-
vart samstarfsflokkum sín-
urn á kjörtímabilinu. Og það
er ekki honum að kenna, að
stjórn Hermanns Jónassonar
fór frá völdum. Auðvitað er
samvinna flokkanna ágæt
hingað og þangað í kaupstöð-
um og kauptúnum xit um
land, þar sem um er að ræða
málefni viðkomandi byggðar-
laga, og þar sem þarf að leysa
aðkallandi framfaramál, í
andstöðu við afturhaldsöflin.
En í þjóðmálum hefur Fram-
Framhald á 7. síðu.
i? Verðbólgan gat orðið 30 prósent í ár
H Atvinnuleysi hefði fylgt faumlausri dýrtíð
i? Enginn skorfur verður á nauðsynjavöru
Vörur verða fluttar inn fyrir 1100 millj.
ýV Framsókn sleit samvinnu við Alþýðuflokkinn