Alþýðublaðið - 15.05.1959, Side 6

Alþýðublaðið - 15.05.1959, Side 6
Ræða 6yKa Þ. Gíslasonar Framhald af 5. síSu. lagið niður í þeim mæli, sem nauðsynlegt var til þess að hægt væri að koma í veg fyr- ir halla hjá útflutningsat- yinnuvegunum og ríkissjóði án þess að leggja á nýja al- menna skatta. Alþýðuflokk- urinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í raun og veru sammála um að fara síðari leiðina. Á- stæðan til þess, að Framsókn- arfíokkurinn hefur hætt aö mæla með henni, er eingöngu sú, að hann er nú utan ríkis- stjórnar. Og því fer fjarri, að Alþýðubandalaginu sé hún jafnleið sem það lætur. í samningaviðræðunum um end urreisn fyrrverandi ríkis- stjórnar kom það skýrt fram af hálfu fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, að þeir voru alls ekki andvígir því í sjálfu sér, að launþegar gæfu eftir bótalaust nokkur vísitölustig, og voru allt að sex stig nefnd í því sambandi, þótt slíkt sé nú talið glæpur gagnvart verkalýðshreyfingunni, ein- ungis af því, að Alþýðubanda- lagið er nú ekki lengur aðili að ríkisstjórn og á ekki í samningum um aðild sína að stjórn. HÆKKANIR, SEM EKKI URÖU. Mig Iangar ennfremur til þess að vekja athygli á einu atriði í sambandi við þá stefnu í efnahagsmálunum, sem tekin var, en mér virð- ist menn ekki hafa gefið nógu mildnn gaum. Þegar menn ræða áhrif ráðstafan- anna, þera menn gjarnan saman þá lækkun, sem orð- ið hefur á kaupi þeirra, og lækkunina, sem orðicS hefur á yerðlagi síðan um áramót. En méð þessu er alls ekki nema hálfsögð sagan. Kaup- hækkunin, sém varð á síð- ari helmingí síðastliðins árs, var nefnilega nær engin á- hrif farin að hafa á verðlag- ið' um áramótin. Niðurfærsla verðlagsins og Iaunanna var því eltki nema annar þáttur þessara ráðstafana. Hinn þátturinn var að koma í veg fyrir þá hækkun, sem að öðr um kosti hefði hlotið að verða á öllum nauðsynjum almennings, en sá þátturinn gleymist of oft, þegar um þetta er rætt. Þ.egar menn eru að bera verðlækkunina saman við kauplækkunina, er rangt að láta við það sitja, að niinnast þess, að t. d. kjöt kilóið, sem kostaði 29,80 kr. fyrir síðustu áramót, kostar nú 21,00 kr. Sagan er ekki fullsögð, fyrr en þess er get- ið, að það hefði í haust ver- ið komið unp í 40,30 kr. eða verið orðið nærri helmingi dýrara en hað er nu, ef ekki hftfði verið tekin iipp sú stsfna. sem ofan á varð. Og m iólkMrlítrinn, sem kostaði 4,10 kr. fyrír áramót, en ný kpstar 2,95 kr., hefði fliótlega hækkað unp í ð,60 kr. Þpð. sem bera á sanian við niðurfærslu kaupsins, er ekki aðeins verðlækkun- in, sem orðið hefur, heldur einnig verðhækkunin, sem mönnum var forðað frá, og þá auðyitað allar hinar ó- heinu óg stórskaðlegu af- leiðihsrar - jafn gífurlegrar verðhólgu pg yfir vofði. Og aþlíéi verður df oft á ;það minnt, að heiIdaEfefejur alls vinnandi fólfes verða nú í ár ekki minni, heldur meiri en í fyrra, og þá auðvitað um leið meðallaunin á mánuði og viku. FIMM BRYNUSTU VERKEFNIN. Ég skal að síðustu drepa á það í örfáum orðum, sem ég tel þrýnustu verkefni ís- lenzkra þjóðmála, að kjör- dæmabreytingunni sam- þykktri. í fyrsta lagi þarf að fara fram gagnger endurskoðun á uppbóta- og innflutnings- gjaldakerfinu og stefna að af- námi þess að mestu leyti. Hins vegar er heilbrigt að halda niðurgreiðslum á helztu inn- lendum landbúnaðarafurðum, sérstaklega mjólk, því að það er liður í réttlátri stefnu í fé- lagsmálum, að jafnmikilvæg og holl neyzluvara og mjólk sé sem ódýrust, auk þess sem það er heilbrigðasti stuðning- urinn við landbúnaðinn, að stuðla að því, að eftirspurnin eftir afurðum hans sé sem mest. f öðru Iagi á að vinna að því, að samtök launþega og atvinnurekenda taki upp heildarsamninga til lengri tíma en nú á sér stað um kaup og kjör, þannig að ó- heilbrigð togstreita og skæru- hernaður á vinnumarkaðnum hverfi úr sögunni og vinnu- friður verði tryggari. í þriðja Iagí ber brýna nauðsyn til þess að taka upp samningu heildaráætlana til nokkurra ára í senn um helztu framkvæmdir í landinu, til þess að koma í veg fyrir hvort tveggja jöfnum hönd- um, atvinnuleysi og skaðleg- an skort á vinnuafli, og stuðla þannig að stöðugu verðlagi. í f jórða lagi er orðið bráð- nauðsynlegt að endurskoða skatta og útsvarskerfið og helzt af öllu að afnema skatta og útsvör á tekjur í núgild- andi formi og það mikla rang- læti, sem af því hlýzt. f fimmta og síðasta lagi þarf að vinda bráðan bug að því að koma á fót lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn, sameina þá rnörgu lífeyris- sjóði, sem fyrir eru, og láta hinn nýja lífeyrissjóð ná til allra stétta, og hagnýta síðan þá fjármagnsmyndun, sem þannig á sér stað, til efling- Kommúnistar reyndu að stöðva vertíðina, en tókst það ekki. ar framleiðslunni í landinu. í þessum fimm atriðum felst raunhæf stefna, sem ég er viss um, að fær hljóm- grunn hjá hugsandi mönnum. ALÞÝÐUFLOKKURINN BJARTSÝNN. Alþýðuflokkurinn gengur bjartsýnn til þeirrar bar- áttu sem framundan er, Ekki aðeins Alþýðuflokks- mönnum heldur mörgum fleirum finnst Alþýðuflokk- urinn hafa verið og yera að gera rétt, hann hafi komið vel fram og heiðarlega á vandasömum tímamótum í íslenzkum stjórnmálum. Á því er nú áreiðanlega yax- andi skilningur meðal þjóð- arinnar, að Alþýðuflofekur- inn hafi mikilsverðu hlut- verki að gegna. Hann er eini íslenzki stjórnmála- flokkurinn, sem sameinar það að berjast fyrir víð- sýnni og öfgalausri umbóta- stefnu í innanlandsmálum og að aðhyllast stefnu lýð- ræðis og frelsis í alþjóða- málum. Það er mjög mikilvægt, að menn geri sér grein fyrir því, að þau lífskjör, sem íslenzka þjóðin hefur náð, og það Ör- yggx í atvinnu- óg félagsmál- um, sem hún býr við, er byggt á stefnu í þjóðfélags- málum, sem í öllum aðalat- riðum er sprottin af hugmynd um lýðræðisjafnaðarmanna. Að þessu leyti svipar ástand- inu hér til aðstæðna á hinum Norðurlöndunum. Enda þótt ég sé þeirrar skoðunar, að breyta þurfi efnahagskerfi okkar í ýmsum veigamiklum atriðum, þá má ekki hverfa frá þessum grundvelli. Ríkis- valdið verður að halda áfram að hafa forustu um eflingu atvinnulífsins og það verður að standa á verði um hags- muni þeirra þjóðfélagsstétta, sem minnst mega sín. Grundvallarstefna Sjálf- stæðisflokksins er andstæð þessum sjónarmiðum, þótt hann hafi lagað sig verulega eftir þeim á síðari árum. Fyr- ii’myndarþjóðfélag hans virð- ist vera miklu líkara Þýzka- landi þeirra Adenauers og Erihardls en Norðurlöndun- um, eins og' þjóðfélagið þar hefur mótazt undir forystu lýðræðisjafnaðarmanna. En enginn vafi er þó á því, að okkur íslendingum er og verður farsælast að halda á- fram að byggja upp frjálst og réttlátt þjóðfélag, í líkingu við það sem gerist á Norður- löndum, þar sem ríkisvaldið hefur fprystu í atvinnumál- um án þess þó að hefta með óeðlilegum hætti heilbrigða framtaksspmi, og tryggir al- menningi atvinnuörýggi og félaaslegt réttlæti. Við því er e^lilega ekki að búast, að Siálfstæðisflokkurinn beiti sér fvrir þessu. Og hið sama á við um bæði Framsóknar- flokkinn og Alþýðubandalag- ið. Framsóknarfíokkurinn hef ur ætíð, þegar til kastanna hefur komiö. reynzt of einsýnn formælandi þröngra stéttar- haasmuna bænda. Og Albýðu- bandalagið er að sjáifsögðu víðs fiarri því að geta tekið að sér slíkt hlutverk, þar eð því er stjórnað af kommún- istum, sem aðhyllast gerólík grund vallars j ónarmiði. Alþýð’uflokkurinn hefur þess vegna því mikilvæga hlutverki að gegna í íslepzk- um stiórnmálum, að vera merkisberi þeirrar lýðræðis- legu umbótastefnu, sem móta verður þróun íslenzkra þjóð' Guðmundar í. Guðmundssonar Framhald af 3. síðu. vissra framkvæmda, ser.x ekki !er byrjað á eða verður byrjað á á þessu ári, t. d. bygging stjórnarráðsíhúss, en þar eru til yfir 8 millj. kr.. í bygginga sjóði. Ekki getur þetta talizt niðurskurður verklegra fram- kvæmda. RAFVÆÐING FYRIR 590 MILLJÓNIR. Sú niðurfærsla, sem mestri gagnrýni hefur sætt, er lækk- un á fjárveitingu til raforku- framkvæmda um 10 milljón- ir kr. Er því haldið fram, að draga eigi úr rafviæðingar- framkvæmdum íeða jafnvel stöðva þær alveg. Þetta er al- x-angt. Fjárþörf rafvæðingai’- irinar á að leysa með erlend- um lánum, sem verið er að semja um. Annai'S eru raf- orkuframkvæmdimar svo al- varlegt mál, að lekki verður komizt hjá að ræða það nokk- uð frekar. Á árinu 1952 var ákveðið að ráðast í rafvæðingu alls landsins er skyldi fullgerð á árunum 1954—1963. Gerð var áætlun um það fyrir- fram, hvernig framkvæmd verksins skyldi hagað á hverju ári. Kostnaður við þessar framkvæmdir var á- ætlaður í upphafi 250 millj. kr. alls en vegna verðhækk- ana cr nú talið að hann muni nema 590 millj. kr. ef verð- lag helzt óbreytt þar til verk inu er lokið. Reynt hefur verið að fylgja gerðum áætlunum sem mest, en það hefur þó ekki tekizt til fulls. Þannig varð t. d. á s. 1. ári að fresta framkvæmd. um á virkjunum, sem gera átti á því ári, fyrir um 12,5 millj. kr. Þessar virkjanir sem frestað var í fyrra áttu að veita rafmagn á 18 býli í Vatnsdal, 18 býli í Skaga- fii'ði, 22 býli í Eyjafirði, 4 býli í Fnjóskadal, 18 býli á fféraði, 4 býli í Rangárvalla- sýslu, 30 býli í Árnessýslu og 8 býll í Borgarfirði, alls 122 býli, Eitt af því fyrsta, sem raf- orkumálastjóri skýrði hæstv. forsætisráðherra frá eftir myndun rifeisstjórnarinnar var, að nú, þegar hálfnuð væri framkvæmd rafyæðing- aráætlunarinnar, hefðu komið í ljós ýmsir hlutir, sem gerðu það nauðsynlegt, að áætíunin öll Wæi’i endudskoðuð. Það hefði komi í ]jós af reynsl- unni, að ýmislegt, sem var tal- ið eðlilegt og æskillegt að gera fyrir fimm árum, væri nú tal- ið eðlilegt og æskilegt að gera nokkru öði'u vísi en þá var hugsað. Sérstaklega var stjórn raforkumálanna inni á þessu, vegna þess, að við blasti gífur iegur halli á rekstri rafmagns- vieitna ríkisins, sem á þessu ári er áætlaður 15 m. kr. Það hefði þess vegna lengi verið á döfinni hjá raforkumála-; félagsmála á næsíu áratug- um. Alþýðuflokkurinii er stað- ráðinn í því að fylgja þeirri stefnu, án tillits til stundar- hagsmuna og Iáta áróðurs- hróp andstæðinganpa eins og vind um eyru þjóta. Hann er staðráðinn í því að segjá það eitt, sent hann álítur satt, og gera það eitt, s«m hann telur rétt. Hann trúir því, að með því móti vinni hann þjóð sinni mest gagn. stjórn að freista þess að breyfa raforkuplönuimnt þannig, að takast mætti að draga ur stofnkostnaði og reksturs- kostnaði, þó þannig, að þjón- ustan við almenning í land- inu minnkaði ekki frá því sem ráðgert var í rafvæðingará- ætluninni upphaflega. . SAMA RAFMAGN •• 88 MÍLLJ. KR. ÓDÝRAR. ! Niðufrstaða, athuguna raf- orkumáiastjóra og; rafveitu- stjóra var. sú aö íresta nokkr- um vatnsvirkjunum og línum á.milli byggða, en taka upp í staðinn diselstöðvar, sem væru miklu ódýrari í stofn- kostnaði og sömuleiðisi ódýr- ari í reksturskostnaði, Sumar af þessum diselstöðvum gætu síðar orðið varastöðyar og topipstöðvar þegar þörf fyrir rafmagn ykist. Kom í Ijós, að kostnaður við að koma rafmagni á afskekkta bæi þyrfti í ýmsum tilfellum ekki að verða meiri en 20—30 þús. kr. á bæ með diselstöð en myndi kosta 500 þúsund kr. samkvæmt raforkupianinu. Taldi raforkumálastjóri að Iækka mætti kostnað við fram kvæmd raforkuplansins í heild með þessu um 88 millj. kr. án þess að fækka nýjum noíendum en auka þó raf- magnsframleiðsluna um 4000 kílóvött eða um 66% frá því, sem gert hefur verið ráð fyr- ir. Rekstrarafkoma raf- magnsveituanna myncli við þetta batna um 25 millj. Icr. á árunum 1960—-64, sem kæmi fram í lækkuðu raf- magnsverði um land allt Veitur þær Sem ráðgeri er að fresta en setja í stað þeírra diselstöð eru þessar; 1. Samtenging Skagafjarð- ar og Eyjafjarðar 2. Veitupni frá Laxárvirkj- un um Norðurland 3. Samtengingu Laxárvírkj unar og Grímsárvirkjunar 4. Tengingu Vopnafjarðai', Bakkagerðis og fj.arðanna sunnan Fáskrúðsfjarðar við Gr ím sá rvi rk j un 5. Tenging Vílcur og Mýr- dals við SogsvirkjurL 6. Tenging Dalasýslu við vatrsiso^ virkjun að sunnan. eða noi'öan. og 7. Tenging Stykkishóims við Piúkaudavirkjun. Sú eina hreyting, sem þetta liefur í för með sér, hvað tengingu nýrjta not- enda snertir er, að unx 110 sveitabýii, sem áður var ráðgert að tengdust við sumar af framan greindum veííum, raflýsast með dis- eistöðvum í staðinn, en á móti fá jafnmörg býli ann- ars staðar á landjnu raf- magn frá samveitum. Stofn kostnaðurinn lækkar xmt 88 millj. kr. við þetta og/rekst urskostnaður um 25 ntillj. kr. sem kemur fram í lægra rafmagnsverði. Þjón- ustan við landsmenn mipnk ar ekki. AÐ EYÐA SEM MESTU FÉ. Af hálfu Framsóknar- flokksins hefur þessum breyt ingum á raforkuplaninu ver- ið mótmælt og þess krafizt, að jafn mörgum milljónum króna verði eytt til raforku- framkvæmda, sem hið upphaf lega plan gerði ráð fyrir. Kemur berlega fram, að aðal atriðið fyrir flokknum er hversu miklu fé er hægt að eyða í raforkuframkvæmdirn- 0 15. max 1959 Alþýðnblaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.