Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 23. desombcr 196S 6 TÍMINN____________ ■HBBnMMfMMMMMMMMMK Jón Magnússon v!3 hringjaratækin. (Liósmyndir TÍMINN—GE) JÓN MAGNÚSSON: KIRKJAN SÆTIR MIKILLI ' TlMUM messur, því að ég hélt að kirkjusóknin væri miklu dræm ari. Ég hef það á tilfinning- unni, að sumir komi aðeins til að hlýða á messur í því skyni að gagnrýna. Kirkjan sætir yf- irleitt mikilli gagnrýni á þess um tímum. — Finnst þér fólk almennt taka kirkjulegar athafnir alvar lega? — Ég hygg, að margir láti slkíra, ferma og gifta við kirkju legar athafnir án þess að hugsa nokkuð út í það alvar lega. Þetta er orðið að gamalli hefð og þykir sjálfsagt. — Varst þú kirkjuræk- inn maður áður en þú tókst að þér þetta starf. — Nei, það er ómögulega hægt að segja það, ég held, að ég hafi farið til kirkju í hæsta l'agi einu sinni á ári. — Hvers vegna ætli fólkið fari frekar til kirkju á jólum og öðrum stórhátíðum frekar en venjulega. — Það getur verið, að þá gefi það sér loks tíma til að staldra við og hugsa um and- legheitin, en ég held þetta sé bara orðið að venju og sjálf sögðum hlut. CACNRYNI NU A Starf hringjarans við Dóm- kirkjuna hlýtur að vera ærið umsvifamikið, því hann er jafn framt meðhjálpari og eftirlits- maður og daglegar kirkjuat- hafnir í Dómkirkjunni eru vafa laust miklum mun fleiri en í öðrum kirkjum borgarinnar. Við Jón Magnússon hringjari ræddum saman nokkra stund niðri í hinni öldnu kirkju síðdegis snemma í jóla- föstu. — Hvernig er hringingum háttað í Dómkirkjunni, Jón? — Það er mjög einfaldur háttur hafður á þeim, ég styð bara á hnapp og þá fer allt saman í gang, kirkjuklukkurn ar eru sem sagt rafknúnar og hafa verið _það um nokkurra ára skeið. Áður fyrr þurfti að príla upp marga stiga upp í tuminn, en sem betur fer er það ekki lengur. — Hefur þú gegnt þessum starfa lengi. — Nei, ég byrjaði síðastlið- ið vor. Ég var húsgagnasmiður um 40 ára skeið, en heilsan þoldi það ekki lengur, svo að ég skipti um. — Er ekki dálítið erfitt að vera allt í senn meðhjálpari, hringjari og eftirlitsmaður? — Nei, ekki er hægt að segja að það sé erfitt, en hins vegar er starfið talsvert bind- andi. Ég er hérna frá níu til fimm daglega eða jafnvel leng ur, eftir því á hvaða tíma at- hafnirnar eru, en ég þarf vit- anlega að vera viðstaddur hverja athöfn. — Finnst þér ekki kirkju- legu athafnirnar verða nokkuð hversdagslegar, þegar þú þarft að vera við þær mörgum sinn um á dag. — Ekki get ég sagt, að mér finnist þær beint hversdagsleg ar, en þetta kemst allt upp í vana eins og allt annað og það er eðlilegt að mér finnist minna til um til dæmis kirkju- brúðkaup en öðrum, sem ekki eru við þau nema nokkrum sinnum á ævinni. Hins vegar get ég ekki neitað því, að það er oft átakanlegt að vera. við útfarir og sjá syrgjandi ást- vini hins látna. — Hvernig finnst þér kirkju sóknin almennt? — Hún er auðvitað lang- mest á stórhátíðum, en ann- ars var ég undrandi yfir því hvað fólk sækir vel venjulegar Gunnlaugur Bárðarson: ÁNÆGJULEGT AÐ STARFA FYRIR SÖFNUÐ UG KIRKJU Hringjarastarfið í Fríkirkj- unni er sjálfboðastarf, og GunnLaugur Bárðarson hringj- ari er hversdagslega verkstjóri hjá bænum. Hann hefur hringt kirkjuklukkum Fríkirkjunnar í um það bil tvö ár. — Hvað kom þér til að ger- ast hringjari, Gunnlaugur? — Það vantaði hringjara hjá kirkjunni, og þar sem ég var vanur að sækja messu hvern sunnudag, fannst mér mig engu muna að hringja klukkunum auk þess sem ég hlýddi á messu. Það er engin erfiðisvinna að hringja kirkju klukkum, maður styður bara á hnapp, það er allur galdur- inn. — Þú hlýtur að vera mjög trúaður maður, fyrst þú hefur alltaf sótt kirkju hvern sunnu- dag. — Ég er ekkert trúaðri en gengur og gerist, ég trúi auð- vitað á guð, en ég held að allir hljóti að gera það. Það er frum skilyrði fyrir hamingju manna að þeir trúi á guð og hið góða og reyni að kasta hinu illa frá sér. — Hvers konar fólk sækir bezt messur í Fríkirkjunni? — Það er fólk af öllu tagi, firamhald á 10. síðu. Gunnlaugur BárSarson, verkstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.