Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. desember 1965 TÍMINN Edvard Bjarnason: BoBar jélin með grammófðnplötu! í Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti eru engar kirkju- klukkur enda var kirkjan að eins reist til bráðabirgða og áður en langt um líður mun ný kirkja, sem nú er í bygg- ingu leysa hana af hólmi. Það gefur því auga leið, að enginn hringjari er sem stendur starf- andi við kirkjuna, en kirkju- vörðurinn heitir Edvard Bjarnason, og ræddi ég við hann nokkur orð, skömmu fyr- ir jól. — Hvernig farið þið að því að kalla fólk til messu, þegar þið hafið engar kirkjuklukkur? — Við gerum það með Igrammófónsplötu og tveim ur hátölurum. Þessi útbúnaður hefur verið notaður um 20 ára skeið og er orðinn nokkuð úr Edvard vi3 kross Hallgrímskirkju. Friðrik Gíslason: Skemmtilegast að sja hátíðasvipinn á bömunum f Laugarneskirkju hitti ég að máli Friðrík Gíslason. Hann segist að vsu ekki vera alvöru hringjari heldur kirkjuvörður, en þar sem Guðmundur hringj ari hefur þverneitað að tala við mig eitt orð, fæ ég Friðrik sér genginn, annar hátalarinn er orðinn svo óvirkur, og hinn er langt frá því að vera góður, en við höfum bjargazt við þetta hingað til og verðum að gera það áfram þangað til nýi kirkjusalurinn, sem verður í syðri álmunni verður fullgerð ur, en vonir standa til að það verði að ári. Ætlunin er þá að fá ný rafmagnshringingartæki, en þegar kirkjan verður full- gerð, verða fengnar stórar kirkjuklukkur. — Er ekki erfið aðstaða til safnaðarstarfs í svona KtiKi kirkju? — Jú, enda er það ekki mik- ið, það er að vísu starfandi hér kvenfélag, en það hefur fengið inni í Iðnskólanum. ÆskulýSs- Framhald á 10. sfffu Magnús KonráSsson við altari Neskirkju. MAGNÚS KONRÁÐSSON: Talsvert bindandi Hringjarinn í Neskirkju heit ir Maignús Konráðsson. Þegar ég kom til að tala við hann var hann talsvert tímabundinn, en gaf sér þó tíma til að ræða við mig nokkra stund, meðan sr. Jón Thorarensen var að gefa saman ung brúðhjón. — Er mikið um kirkjuat- hafnir svona á virkum dögum, Magnús. — Nei, þær eru nú aðallega um helgar, og þá svona á hálf- tíma fresti, svo að þá er nóg að gera. Annars er þetta bara aukastarf hjá mér, því ég er húsvörður í Landsbankanum að atvinnu. — Er það kannski vegna trú arlegs áhuga, sem þú ert hérna? — Nei, ég byrjaði hérna fyr ir nánast sagt hreina tilviljun fyrir hálfu öðru ári síðan, og læt nú af störfum um áramót- in. Ég held að það sé nauðsyn- legt fyrir kirkjuvörð að vera trúaður og hafa mikinn áhuga á kirkjumálum, en því er ekki svo mjög þannig varið með mig. — Er þetta annars ekki ró- legt og þægilegt starf? — Já, það má segja það, en þetta er talsvert bindandi og þá auðvitað einkum um hátíð- ar. Á jólunum í fyrra þurfti ég að koma hingað klukkan fimm á aðfangadagskvöld og vera við aftansönginn, svo þurfti ég aftur að vera við messu síðar um kvöldið, og tvær báða jóladagana, svo að mér gafst ekki mikill tími að sinna fjölskyldunni yfir jólahá tíðina. — Hvernig er kifkjusóknin héma? — Ég held bara að hún sé Framhald á 10. síffu til að svara spurningum mín- um og gefur hann þeim mjög greinargóð svör, enda hefur hann starfað við kirkjuna allt frá upphafi og mjög stutt er síðan hann lét af hringjara- starfi vitr nana. — Hefur þú starfað við kirkjur alla ævi, Friðrik? — Nei langt frá því. Um 26 ára skeið var ég bifvélavirki, en var orðinn lúinn og þreytt- ur og langaði til að fá mér rólegt og gott starf í ellinni. Ég hef starfað við Laugarnes- sókn frá 1937, og þegar kirkj- an var vígð árið 1949, gerðist Framhald á 10. síffu Mikið starf safnaðarins Fyrir framan safnaðarheim- ili Langholtssóknar standa þrjár óvirkar kirkjuklukk- ur, svo að greinilega er enginn hringjari starfandi þar. En inni fyrir hitti ég sóknarprest- inn, sr. Sigurð Hauk Guðjóns- son og var hann fús til að svara spumingum mínum. — Hvemig boðið þið jólin, þegar þið hafið engar kirkju- klukkur í gangi? — Þær verða komnar upp fyrir jólin, annars höfum við komizt af án þeirra fram til þessa, þótt auðvitað sé skemmtilegra að hafa þær. — Er kirkjusóknin góð hjá ykkur? — Hún er mjög góð, yfir- leitt er salurinn fullur, svo að bæta þarf stólum við, ég held jafnvel, að kirkjusókn hjá okk ur sé óvenjulega góð miðað við það sem almennt gerist. — Er það aðallega fullorð- ið fólk, sem sækir kirkju? — Nei, kirkjugestir eru á öll um aldri, og ég held, að aldrað fólk sé í minníhluta, vegna þess, að það er mestmegnis ungt fólk, sem byggir hverfin, sem tilheyra sókninni. Ég get aftur á móti ekki sagt, að ungl ingar sæki vel kirkju. Þeir hverfa oft frá kirkjunni einu eða tveimur árum eftir ferm- ingu, og er það ekki nema eðli Framhald á 10. síffu Bjöllum Langholtskirkju hrlngt í fyrsta sinn, af prestum safnaðar- ins og formanni byggingarnefndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.