Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 23. desember 1965 10 _____________________________ BALTHASAR Framhaid aí 9. síðu. agene-konungur og brosti, ef við elskumst? En sérð Þú ekki, hvað þessi maður hefur gert á hluta minn? Nei, svaraði konungur, ekki fæ ég séð það. Hún rak hann á brott með háðu legu orSbragðí og bauð stór- '>°7Ír sínum að undirbúa Blálands för. Við förum þegar í nótt, sagði hún. Eg læt hálshöggva þig, ef allt verður ekki tilbúið fyrir sólar lag. — Síðar, þegar hún var ein fór hún að snökta. Eg elska hann. Hann elskar mig ekki lengur, og ég elska hann, and varpaði hún í einlægní hjarta síns. Og eina nótt, er hann var uppi 1 turni sínum til að skoða hina undursamlegu stjömu varð Balthas ar litið til jarðar og sá langa svarta rák, sem hlykkjaðist í fjarska á sandi eyðimerkurínnar eins og maurahópur. Smám sam an stækkaði það, sem líktist maur um, og Vjarð nógu skýrt til þess, að konungurinn þekkti hesta úlf alda og fíla. Lestin var komin að borginni, og Balthasar greindi blikandi sverð og svart hár liðsmanna drottningarinnar af Saba. Hann kom auga á hana sjálfa. Og það fór skjálfti um hann allan. Hann fann, að nú mundl hann fara að elska hana aftur. Stjaman lýsti í hvirfilsviði með dásamlegu skini. Níðri sat Balkis í burðarstól úr purpura og gulli, lítill og blikandi eins og stjaman. Balthasar fannst hún draga sig til sín með ógurlegu afli. Samt tókst honum með mikl um erfiðismunum að slíta sig frá henni og leit upp og sá stjörnuna. Pá talaði stjarnan og sagði: ,,Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu f>eim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. — Taktu mirra. Ijúfi konungur og fylg þú mér. Eg mun leiða þig að fótum lítils barns, sem mun fæðast í jötu, milli asna og nauts. Og þetta litla bam er konungur konunganna. Hann mun hugga þá, sem þurfa huggunar víð. Hann kallar þig til sín, ó þú Balthasar, sem ert jafn myrkur í hug Þínum og þú ert í framan, en hefur hjarta eins hreint og í barni. Hann hefur kosið þig, því þú hefur þolað, og hann gefur þér auðæfi sín. Hann mun segja þér: vertu fátækur án þess að æðrast, Það eru hin sönnu auðæfi. Hann mun og segja þér: Hin sanna gleði er að afneíta gleðinni. Elskaðu mig og elskaðu ekki heiminn nema í mér. þvi að ég er kærleikurinn.i Við þessi orð kom himneskur friður eins og ljós yfir híð myrka andlit kon- ungsins. Balthasar hlustaði & stjörnuna frá sér numinn. Hann fann, að hann varð nýr maður. Sembobítis og Menkera, sem hneigðu höfuð sín niður í gólf, sýndu lotningu við hlið hans. Balkis drottning fylgdist með Balthasar. Hún skíldi, að nú mundi ekki finnast nein ást á henni í þessu hjarta, sem var fyllt af guðlegum kærleika. Hún varð föl af gremju og gaf lestinni fyrir- mæli um að snúa aftur til Saba- lands. Þegar stjarnan hafði talað gengu þeir konungurínn og fylgdarmenn hans niður úr turninum. Síðan tóku þeir mirru, bjuggust til ferð ar og héldu þangað sem stjarnan vísaði þeim. Þeir ferðuðust lengi um ókunn lönd og stjarnan fór fyrir þeim. Dag nokkurn komu þeir að, þar sem þrír vegir lágu saman og sáu tvo konunga, sem fóra með miklu fylgdarliði, ann ar var ungur og bjartur yfirlitum. Hann heílsaði á Balthasar og sagði við hann: Eg heiti Gaspar, ég er konungur og ætla að færa barninu sem fæð ist í Betlehem gull að gjöf. Hinn konungurinn gekk og fram. Það var öldungur með hvítt skegg, sem náði niður á bringu. Eg heiti Melkior, sagði hann. Eg er konungur, ég kem með reykelsi handa Guðsbarninu, sem mun boða mönnunum sannleikann. Eg fer þangað eins og þið, svar aði Balthasar. Eg hef sigrazt. á munaði mínum og því hefur stjarn an talað til mín. Eg, sagði Melkíor, hef slgrazt á hroka mínum, og því er ég kallaður. Eg, sagði Gaspar, hef sigrazt á grimmd minni, og Því fer ég með ykkur. Og vitringamir þrír héldu á- fram ferð sinni saman. Stjarnan, sem þeir höfðu séð í austrí, fór fyrir þeim unz hún stóð kyrr yfir þeirn stað sem barnið var. Er þeir sáu, að stjarnan stóð kyrr, fyllt ust þeir miklum fögnuði. Og þeir gengu inn í húslð og fundu þar barnið ásamt Maríu móð ur Þess, og þeir krupu á kné Jg sýndu því lotningu. Og þeir opn uðu sjóði sína og færðu því gull, reykelsi og mirru eins og segir í guðspjallinu. (Þýðing: Kristján Árnason). MIKIÐ STARF Framhald af bls. 7 legt, því að þá er svo margt, sem glepur og margar nýjar leiðir ljúkast upp fyrir þeim. Þegar þeir fara svo að þrosk- ast meira og verða fullorðnir hverfa þeir aftur til kirkjunn- ar. — Þið hafið öflugt safnaðar starf hér sókninni? — Já, það er mikil gróska í því og yfirleitt er alltaf eitt- hvað að gerast hér safnaðar heimilinu frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Við höfum kvenfélag, bræðrafélag, og æskulýðsfélag, sem starfar í tveimur deildum, og þessi fé- lög era með alls konar tóm- stundastarfsemi, sem fer fram TÍMINN_________________ hér í félagsheimilinu, enda er það mjög hentugt til slíkra hluta. Alls konar föndur og klúbbastarfsemi þrífst vel hér innan vébanda kirkj- unnar og við erum jafnvel með spilakvöld hálfsmánaðarlega og bráðlega verður tek- in hér upp danskennsla, já og svo fær eldra fólkið fótsnyrt- ingu hér vikulega. — Hvernig mælist það fyrir hjá strangtrúuðu fólki, að þið séuð með svona starfsemi, sem í fljótu bragði virðist ekkert minna á kirkjustarf í orðsins fyllstu merkingu? — Það fordæmir það eng- inn, sem hefur kynnzt því að ráði. En ég hef heyrt suma kaila þetta félagsheimili dans- búlu. En það er sama, hvaða starfsemi fer hér fram, það er ævinlega haldin helgistund á eftir. Með þessari starfsemi, sem við höfum hér með hönd- um erum við að kynna kirkju- starf fyrir fólki og glæða áhuga þess fyrir Því, og það hefur gef izt mjög vel. — Hvenær stendur til að reisa kirkju safnaðarins? — Eins fljótt og auðið er en það stendur á fjármagni. Annars er félagsheimilið alls ekki fullbúið enn, og það er stöðugt verið áð vinna í því, og gengur það vel. TALSVERT BINDANDI Framhald af bls. 7 nokkuð góð miðað við það, sem almennt gerist, en safnaðar- starfið hér er mjög öflugt og sóknin hagnýtir kirkjuna sum part sem félagsheimili, niðri era tveir salir og eldhús og skapar þetta ágæta aðstöðu til alls konar félagsstarfssemi inn an safnaðarins. Bræðrafélag Nessóknar hefur hér biblíu- lestra vikulega, en öllu öflugra er kvenfélagið, það efnir oft til skemmtifunda, kaffisölu og bazara og það hefur gert mikið fyrir kirkjuna meðal annars hefur það gefið henni pípuorg el. Sr. Frank Halldórsson held ur hér vikulega æskulýðsfundi, sem era vel sóttir. — Hefur þú eitthvað aðstoð að við þessa starfsemi? — Nei, þð hefur nú lítið farið fyrir því, ég hef lítils háttar aðstoðað sr. Frank við vanaguðsþjónustur en Það er allt og sumt. — Hvers konar kirkjuathafn ir era algengastar í Neskirkju? — Brúðkaup og skírnir eru algengustu athafnirnar hér. Kirkjubrúðkaup era mjög að færast í vöxt, og mér þykir þau einkar skemmtileg og falleg, einnig ei það að verða algengt, að fólk láti skíra börn sín i kirkju, annað hvort við messu eða á eftir. Útfarir era fremur fátíðar hér. — Þú þarft auðvitað að vera viðstaddur hverja athöfn? — Já, ég þarf bæði að hringja klukkunum fyrir og eftir messu eða athöfn og svo þarf ég líka að sjá um að allt sé hér hreint og þokkalegt. Eins og ég sagði áðan, er þetta alls ekki erfitt starf en það er leiðinlegt að geta aldrei átt frí um helgar, eftir að hafa unnið alla vikuna. — Þú segir, að hringjarar og kirkjuverðir verði að vera trúaðir menn? — Þeir verða að minnsta kosti að hafa áhuga á kirkju- starfi, að mínum dómi, ef ég hefði meiri áhuga á því, mundi ég kannski halda áfram, en ég er nú þannig gerður. að ég legg meira upp úr því að fólk sé gott og hegði sér fallega. heldur en það fari í einu og öllu, eftir því. sem kennt er i hihlíunni. SKEMMTILEGAST Framhald af bls. 7 ég kirkjuvörður, meðhjálpari og hringjari. Um síðir var þetta þó of mikið fyrir mig, og árið 1962 var ráðinn hér meðhjálpari, sem einnig hring- ir kirkjuklukkunum. — Það hefur sem sagt ekki verið þinn trúarlegi áhugi, sem varð til þess, að þú gerð- ist kirkjuvörður. Ertu samt ekki trúhneigður? — Ja, ekkert fram yfir það, sem gengur og gerist, jú ég «r náttúrlega trúaður, en hven«r veit maður, hvort maður er á réttrí línu. En ég hef alltaf haft unun af safnaðarstörfum, og mér finnst mjög ánægjulegt að starfa við kirkju. Stemmn- ingin í kirkjum er alltaf svo hátíðleg og falleg, og það er einhvern veginn öðruvísi að vinna í kirkju en annars stað- ar. — Hvað finnst þér skemmti legast í starfi þínu, Friðrik? — Mér finnst stórhátíðarnar sérstaklega jólin ánægjulegust. Þá hefur fólkið miklu meiri áhuga á kirkjumálum en venju lega, og einkum er gaman að sjá hátíða og ánægjusvipínn á blessuðum börnunum á að- fangadagskvöld, þá er eins og maður verði barn í annað sinn. En hátíðlegustu og feg- urstu kirkjuathafnirnar finnst mér altarisgöngur, þegar þær eru sérstakar athafnir. — Það eru talin mikil brögð að því að almenningur og þó sérstaklega fermingarbörn skilji ekki hátíðleika kirkjuat- hafna, hvað finnst þér um þetta? Þetta er alveg satt því miður, en fullorðið fólk, er engu betra en unglingarnir í þessum efnum. Ég varð einu sinni vitni að því að foreldrar telpu nokkurrar sátu skelli hlæjandi, og horfðu á, þegar hún var tekin til altaris. Slíkt og Þvílíkt má alls ekki eiga sér stað. — Er kirkjuvarðarstarfið tímafrekt? — Nei, ekki er nú það. Ég þrífa kirkjuna og þarf að vera viðstaddur hverja athöfn, og messu. Auk þess að vinna hér í kirkjunni er ég eftirlitsmað- ur í Iðnó og svo geri ég við þvottavélar. — Ef þú værir nú ungur maður og ættir allt lífið fram undan, hvaða starf mundir þú þá velja þér? — Ég mundi hiklaust vilja búa í sveít, enda er ég fæddur og uppalinn í sveit. Þegar ég fór að læra bifvélavirkjun, gerði ég það ekki af áhuga, heldur vegna skorts á verkefn um. Faðir minn var lengi for- maður í Grindavík, en ég virð ist ekki hafa hreint sjómanns blóð í æðum, því að ég hef alla tíð haft óbeit á sjó. En ég er þeirrar skoðunar, að vinnan göfgi manninn. Ef ég væri ekki sívinnandi, væri ég löngu lagst ur í kör. BOÐAR JÓLIN Framhald af bls. 7 starf er ekki mikið sem stend- ur, en nú hefur söfnuðurinn fengið hina fyrstu íslenzku safnaðarsystur í sína þjónustu, og mun hún taka þennan þátt að sér. Hún er nú þegar farin að halda hér banraguðsþjónust ur á vegum sr. Jakobs Jóns- sonar. og tveir ungir piltar úr K.F.U.M. sjá um þær á vegum sr. Sigurjóns Þ. Árnasonar. — Hefur þú lengi verið starf andi kirkjuvörður hér? — í fimm ár. Ég var bakara meistari hér í bæ í 45 ár, en heilsan var farin að gef» sig, svo að ég hætti og tók í þess stað að mér þetta starf, sem er bæði rólegt og þægilegt. —Hafðir þú áður verið starfandi f söfnuðinum? — Nei, ég var nú að vísu í Hallgrímssókn, en ég hafði ekki starfað annað í þágu kirkjumála en það, að ég var um tíu ára skeið í kirkjukór hjá Páli ísólfssyni. — Hvernig er kirkjusóknin hjá ykkur? — Hún er nokkuð góð, og það bendir ýmislegt til, að áhugi fólks á kirkjumálum sé sífellt að glæðast. Mér finnst hin vaxandi æskulýðsstarfsemi kirkjunnar mjög athyglisverð, það er nauðsynlegt að mínum dómi að kirkjan taki að sér einhvern þátt í uppeldi barna og unglinga. — Hvers konar fólk sækir bezt kirkju hér? — Roskið fólk er í meiri- hluta, en einnig er mjög fjöl- mennt við barnaguðsþjón- ustumar. — Eru daglegar athafn- ir hér í kirkjunni? — Nei, það er langt frá því, en ég þarf alltaf að vera við- staddur, þegar eitthvað er hér á seyði, og hafa umsjón með kirkjunni. Frá áramótum og fram á vorið eru hér daglega spurningar fermingarbama og þá þarf ég alltaf að vera við- staddur. ÁNÆGJULEGT Framhald af 6. síðu. einkum þó eldra fólk, en það er oft talsvert af unglingum. — Ekki þó unglingum með bítlahár? — Nei, það væri nú varla hægt að tjónka við þessa bítla í guðshúsi frekar en annars staðar, það eru svoddan ógur- leg læti í þeim. Annars finnst mér út af fyrir sig allt í lagi, þótt unglingar séu dálítið há- vaðasamir hversdagslega, ungl ingar eru bara unglingar og það er eðlilegt að það fari dá- lítið fyrir þeim. En þessir bítlaungljngar ættu bara að klippa sig og reyna að stilla sig dálítið, það er engin hemja hvernig þeir láta. — Heldurðu ekki að kirkj an geri of lítið fyrir þennan aldursflokk? — Það getur vel verið, en prestarnir hafa svo mikið að gera, að þeir geta víst ekki sinnt þeim em skyldi. Það væri náttúrulega æskilegt, að ungt fólk menntaði sig til þess að taka sér æskulýðsstarf- í þágu kirkjunnar eins og día- konissan þarna í Hallgríms- sókn. — Þú ert í Frjkirkjusöfnuð inum Gunnlaugur, er mikið safnaðarlíf þar? — Já, við höfum bræðrafé- lag og kvenfélag og það er ágætt samkomulag á milli okk ar. Enn er engin æskulýðsstarf semi hjá okkur, en það verður væntanlega áður en langt um líður. — Hvenær er nú mest gam an að vera hringjari, Gunn- laugur? — Það er náttúrulega, þegar kirkjusókn er m«st, á stórhátíð um og við fermingar. Annars er þetta ósköp gott starf ró- legt og þægilegt. —'- Þú gerir ekkert annað héma en að hrlngja klukkun- um? — Eg á nú eiginlega að heita dyravörður líka en ég annast ekki ræstingu og dag lega umsjón með kirkjunni, Það gerir kirkjuvörður. Mitt starf er ólaunað, enda krefst ég engra launa fyrir það. Ég finn bara ánægjuna af því a< inna af hendi starf í þági kirkju minnar og safnaðar. Beztu óskir um GteMeg jót og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á líða..di ári. HAFNARBÚDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.