Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 8
B I. kafli Á þeim tíma var Balthasar, sem Grikkir nefndu Sarasín, við völd í Blálandi. Hann var dökkur á hörund, en fríður sýnum. Hann var hreinn í lund og mildur í hjarta. Á þriðja valdaári hans, sem var 23. æviár hans, fór hann í heimsókn til Balkis drottningar innar af Saba. Vitringurinn Sem- bobítis og geldingurinn Menkera fóru með honum. í fylgd með þeim voru 75 úlfaldar, hlaðnir kanil, mirru, gullmylsnu og fíla- beini. Á leiðinni fræddi Sembo- bítís hann bæði um áhrif himin- tunglanna og eðli steina og Men kera söng yfir honum helgisöngva en hann gaf þeim engan gaum, því hann var með allan hugann við sjakalana, sem sátu á aftur fótunum í sandinum og sperrtu eyrun. Loks eftir 12 daga ferð fundu þeir Balthasar og förunautar hans rósailm, og brátt sáu þeir garð ana, sem umkringdu Sababorg. Þar urðu á vegi þeirra ungar meyjar, sem dönsuðu undír blómguðum eplatrjám. — Dansinn er bæn, sagði vitringurinn Sambobíts. — Þessar konur voru seldar dýru verði, sagði geldingurinn Menkera. Þegar þeir voru komnir inn í borgina undruðust þeir veldi þess, sem fyrir augu bar, öll vöruhús in og skemmurnar og dáðust að vamingnum er í þeim var geymd ur. Þeir gengu eftir götum, sem voru fullar af vögnum, götulýð, ösnum og asnrekum og allt í einu blöstu við þeim marmaraveggir, purpuratjöld og gylltir tumar á höll Balkis. Drottníngin af Saba tók á móti þeim í garði, vökvuðum vatni úr ilmandi gosbrunnum, sem féll í dropum niður með skæmm klið. Hún beið þeirra með bros á vör, klædd í kjól alsettan gimsteinum. Er Balthasar sá hana, var hann gripinn skjálfta. Honum þótti hún blíðari en draumur og fegurri en ástin. Herra, sagði Sembobítis lágum rómi: Gleymið ekki að gera hag- stæðan verzlunarsamning við drottninguna. Gætið yðar herra, bættt Menkera við. Sagt er, að hún beiti töfrum til að fá karl menn til að elska sig. Síðan krupu þeir á kné, vitr ingurinn og geldingurinn, og hurfu frá. Baithasar, sem var orðinn einn eftir með Balkis, reyndi að segja eitthvað. Hann opnaði munn inn, en kom ekki upp nokkru orði. Hann sagði við sjálfan sig: Drottningunni mun mislíka Þögn mín. En drottningin brosti enn, og það var ekki að sjá. að henni mis- líkaði. Hún tók fyrst til máls og sagði með rödd, sem var blíðari en hin blíðasta sönglist: Vertu vel- kominn og seztu hjá mér. Og með fingri, sem var líkastur hvltum ljósgeisla, bentt hún hon um á tvo purpurapúða, sem lágu á jörðinni. Balthasar settist, stundi þungan, þreif púðana, sinn með hvorri hendi og hrópaði áfeaft: Það vildi ég, að þessir tveir púðar yrðu að tvelmur risum, sem væru fjandmenn þínir þá mundi ég snúa þá úr hlásliðnum. Um leið og hann sagði þetta tók hann TÍIMINN //ONUM ÞÓTTI HÚN &LÍ&ARI fA! o& r-'EtoufZRi eu ágt/m. mun gefa þér hálft konungsríki mitt með vitrlngnum Semobitis og geldingnum Menkera. En hún reis upp og hljóp burt hlæjandi. Er vitringurinn og geldingur inn komu aftur var herra þeirra þungt hugsi, en það var þó ekki hans vani. Herra, skylduð þér hafa gert góðan verzlunarsamning, spurði Sembobítis. Þennan dag borðaði Balthasar kvöldverð með drottningunni af Saba og drakk pálmavín. Það er þá satt, sagði Balkis við hann yfir matnum, Kandake drottning er ekki eins fögur og ég? Kandake drottning er svört, svaraði Balthasar. Balkis horfði fast á Balthasar og sagði: Það er annað að vera svartur en að vera Ijótur. Balkis, hrópaði konungurinn . . Hann sagði ekki meir. Hann tók hana í fang sér og þrýsti vörum sínum að enni drottningarínnar, en hann tók eftir Því, að hún grét. Þá hvíslaði hann til hennar blíðlega og raulaði lítið eitt eins og bamfóstrur gera. Hann kall aði hana litla blómið sitt og stjöm una sína smáu. Hvi grætur þú? sagði hann við hana. Hvað get ég gert, til þess þú hættir að gráta? Ef þú átt ósk, láttu mig vita, og ég skal uppfylla hana. Hún hætti að gráta og var hugsi. Hann lagði að henni lengi að trúa sér fyrir ósk sinni. BALTHASAR EFTIR AHATOLE FRANCE púðana svo fast, að Þeir rifnuðu og út úr þeim gaus ský af hvít um dún. Ein lítil fjöður sveif um stund í loftinu og settist síðan á barm drottníngar. — Herra Balth asar, sagði Balkis og roðnaði við, hví vilt þú drepa risana? — Því ég elska þig, svaraði Balthasar. Seg mér eitt, spurði Balkis. Er gott vatn í brunnunum hjá ykkur? Já, svaraði Balthasar hissa. Mér þættt líka gaman að vita, hvemig þið búið til aldinmauk í Blálandi. Konungi varð svarafátt. Hún lagði fast að honum: Seg mér, seg mér að gamni. Þá hugsaði hann sig vandlega um og lýsti aðferðum blálenzkra matreiðslumanna, sem suðu kveðu í hungangi, en hún hlustaði ekki. Allt í einu greip hún fram í: Herra, sagt er, að þú elskir Kandake drottningu, nágranna þinn. Seg mér eins og er, er hún fallegri en ég? Fallegri? hrópaði Balthasar og féll fyrir fætur henni. Hvemig mætti það vera? Drottníngin hélt áfram. Nú, augu hennar, munnurinn, hörund ið, hálsinn. Balthasar rétti út hend umar í áttina til hennar og hróp aði: Leyfðu mér að taka fjöðrina litlu, sem er á barmi þér, og ég Loks sagði hún: Mig langar að verða hrædd. Þar sem Balthasar virtist ekki skilja, skýrði hún honum frá því, að hún hefði lengi þráð að lenda í hættu, sem hún hefði aldrei kynnzt, en gæti það ekki, því menn og guðir Sababorgar vektu yfir sér. Samt, bætti hún við, langar mig einhverja nótt til að finna óttann gagntaka mig með unaðskenndum hrolli. Mig langar að finna hárin rísa á höfði mér. Ó, það væri gaman að verða hrædd. Hún vafði handleggjunum um háls konungsins svarta og sagði með rödd biðjandi baras: Nú er nóttin komin. Fömm nú bæði tvö dulbúin um borgina. Viltu? Hann vildi. Hún hljóp strax að glugganum og leit gegnum riml ana út á torgið. Undir hallarmúrnum, sagði hún, hefur betlari búið um sig. Gefðu honum klæði þín og fáðu í staðinn geitarskinnstúrbaninn og klæðið grófa, sem hann vefur um lendar sér. Flýttu þér, ég verð strax til- búin. Og hún hljóp út úr veizlu salnum og klappaði saman lófun- um til að láta í Ijós gleði sína. Balthasar fór úr gullsaumuðum línkufli sínum og klæddist búningi betlarans. Hann leit út alveg eins og þræll. Drottningin kom brátt aftur, klædd í bláan einfaldan kjól eíns og konur þær sem vinna úti á ökrum. Af stað, sagði hún. Og hún dró Balthasar með sér niður þrönga stiga, unz þau komu að litlu hliði, sem opnaði þeim leið út á bersvæði. H. kafli. Það var dimmt af nóttu. BaMs hvarf næstum inn í náttmyrkrið. Hún fór með Balthasar í eina af kránum þar sem alls-kyns slæp- ingja- og lausingjalýður safnaðist saman ásamt skækjum. Þar sett- ust Þau tvö við borð og sáu í daufu skini lampans gegnum þykkt loftið lýýðinn, er var í áflog um og skiptist á hnefahöggum og hnífsstungum út af konu eða glasí af áfengi, meðan hinir lömdu ofan á borðin með krepptum hnefum. Veitingamaðurinn sat á poka og fylgdist með áflogum hinna drukknu úr sæti sínu, án þess að kippa sér nokkuð upp við þau. Balkis hafði komið auga á salt aðan fisk, sem hékk í rjáfrinu og sagðí við fylgdarmann sinn: Mig langar að borða einn af þessum fiskum með söxuðum lauk- Balthasar lét bera henni einn. Þegar hún var búin að borða, tók hann eftir því, að hann var félaus. Hann lét það lítið á sig fá og hugðist hafa sig á brott án þess að borga. En veitingamaðurinn gekk í veg fyrir þau, og kallaði Þau öllum illum nöfnum. Baltas ar barði hann niður í einu höggi. Hópur gesta réðist á aðkomufólk- ið með brugðnum hnífum. En blá maðurinn þreif gríðarstóran staut sem hafður var tii að merja egypzkan lauk, rotaði með honum tvo árásarmennina, en neyddi hina tól undanhalds. Á meðan fann hann heitan likama Balkis. sem hjúfraði sig upp að honum, og því var það, að hann var ósigr andi. Vinir veitingamannsins. sem þorðu ekki að koma nálægt Balta asar, létu rigna yfir hann innan úr kránni, olívuskálum. tinbollum. logandi lömpum og meira að segja hinum risastóra eirpotti. sem tók heilt naut í einu. Þessi pottur féll með dynk miklum í höfuð Balthasar, og hiaut hann svöðu- sár á höfði. Honum lá við öngviti um stund, en síðan tók hann á öllu því, sem hann átti til, og grýtti pottinum til baka af svo miklu afli, að þyngd hans varð margföld. Við málmdynkinn blönd uðust óskapleg óhljóð og dauða- stunur. Hann notaði sér skelfingu þeirra sem eftir lifðu til undan- komu, og af ótta við að Balkis hlyti sár. tók hann hana í fangið og flýði með hana um dimmar og auðar göturnar. Næturkyrrðin grúfði yfir iandinu, og þau heyrðu dvína að baki sér óp lýðsins, sem hafði hlaupið út i myrkrið í humátt á eftir Þeim. Brátt heyrð ist ekkert hjóð nema í blóðdrop unum er seytluðu einn og einn af enni Balthasars niður á háls Balk is. Eg elska þig muldraði drottn- ingin. Er tunglið brauzt fram úr skýja þykkni, sá hann í hálfluktum aug um Balkis votan bjarma. Þau gengu niður i þurran árfarveg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.