Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 9
9 TÍMINN Allt í einu varð Balthasar fóta skorUtr í mosanum. Þau féllu bæði hvort í annars faðmi. Þeim þótti sem þau féllu inn í endalaust sælutóm, og heimur lifenda hvarf þeim. Þau voru enn í þessari vímu, í algerri gleymsku stundar og staðar, þegar skógargeiturnar komu í dagrenningu tíl að drekka úr pollunum á melnum. Rétt í Þessu sáu ræningjar, sem áttu leið þar fram hjá, elskend- urna liggja í mosanum. — Þau eru fátæk, sögðu þeir við sjálfa sig, en við getum selt þau dýru verði vegna æsku þeirra og feg urðar. Þeir gengu til þeirra, settu á þau bönd og tjóðruðu aftan í asna og héldu áfram ferðinni . . . Blámaðurinn, sem nú var hnepptur í fjötra, hótaði ræningj unum öllu illu, en Balkis, sem teygaði svalt morgunloftið, virtist brosa að einhverju ósýnilegu. Þau gengu yfir ógurlegar auðn- ir, unz í>au tóku að finna hita dags ins. Sólin var komin hátt á loft, er ræningjarnir leystu fangana og létu þá setjast hjá sér í forsælu undir hamravegg og fleygðu til þeirra mygluðu brauði, sem Balth asar virti ekki viðlíts, en Balkis hámaði í sig. Hún hló. Ræningja foringinn spurði hana, hví hún væri að hlæja. Það hlægir mig, svaraði hún, að ég á eftír að sjá ykkur hengda. Heyr á endemi, hrópaði foringi ræningjanna. Þetta er furðulegur talsmáti hjá upp- þvottakonu eins og þér, tötrið. Það er líklega Kann Surtur þinn, sem ætlar að hlálpa þér til að hengja okkur? Er Balthasar heyrði þessi smánarorð', varð hann ævareiður, hann stökk á ræníngjann og tók svo fast um háls hans að hon um lá við köfnun. En hinn rak rýtinginn á kaf í kvið hans. Veslings konungurinn sem valt eftir jörðinni, leit til Balkis, meðan lífsglampinn í aug um hans fjaraði út. m. kafli. Rétt í þessu barst háreysti mikil frá mönnum, hestum og vopnum, og Balkis sá hinn dygga Abner, sem kom fremstur í flokki til að frelsa drottningu sína. en hann hafði komizt að hinu dularfulla hvarfi hennar kvöldið áður, Hann kraup þrem sínnum frammi fyrir Balkis og lét bera henni burðar stól. Á meðan bundu liðsmenn hans hendur ræningjanna. Drottningin sneri sér að foringj anum og sagði blíðlega. Nú getur þú ekki sakað mig um það, karl minn, að ég hafi farið með fleípur eitt, þegar ég sagði, að þið yrðuð hengdir. Vitringurinn Sembobítis og geldingurinn Menkera sem stóðu við hlið Abners æptu hástöfum, er þeir sáu konung sinn liggja á jörð inni hreyfingarlausan með rýting á kafi í maganum. Þeir lyftu hon um upp varlega. Sembobits, sem var vel að sér í læknislist, sá að hann andaði enn. Hann batt um sárin til bráðablrgða, meðan Menkera þurrkaði froðuna -af munni konungsins- Síðan bundu þeir hann upp á hest og fóru gæti lega með hann að höll drottning ar. Balthasar lá í óráði hálfan mán uð. Hann talaði stanzlaust um pott inn sjóðheita og um mosagróinn árfarveg, og hann kallaði á Balkis hvað eftir annað. Loks á 16. degi opnaði hann augun og sá þá við höfðalag sitt þá Sambobítis og Menkera, en hvergi drottninguna. Hvar er hún? Hvað er hún að gera? Herra, svaraði Menkera: Hún er inni hjá konunginum af Kóma- gene. Þau eru eflaust að semja um viðskipti, bætti vitringurinn Sembobítis við. En látið þér þetta ekki fá svona á yður herra, því þá eykst hitinn um allan helming. E° vil s.já hana. æpti Balthas. ar. Og hann þaut í áttina til íbúðar drottningarinnar. án þess hvorki öldungurinn né geldingurinn fengi haldið aftur af honum. Þegar hann kom að svefnher berginu, sá hann, hvar konungur- inn af Komagene kom þaðan út, alþakinn gulli og lýsti sem sól. Balkis lá á purpuraklæddu rúmi. Hún brosti og lygndi aftuv augun- um. Bakis mín, Balkis mín, æpti Balthasar, en hún leit ekki við honum og virtist vera í leiðslu. Balthasar gekk að henni og tók í hönd henni, en hún kippti henni að sér aftur. Hvað viljið þér mér? sagði hún við hann. Spyr þú að þvi, sagði kóngurinn svarti og felldi tár. Hún leit á hann köldum og hörðum augum. Hann sá, að hún hafði gleymt öllu, og hann minnti hana á nóttina undir árbakkan- um forðum. En hún mælti: Eg veit sannarlega ekki, hvað þér eruð að fara. Pálmavínið er ekki hollt fyrir yður. Yður hlýtur að hafa dreymt. Hvað þá, hrópaði aumingja kon- ungurinn og neri höndum sam- an, kossar þínir og hnífurinn, sem hefur skilið eftir þetta sár á mér, er það allt draumur? Hún reís upp, það skrjáfaði í gimsteinun- um á kjólnum hennar og bliki sló á þá. Herra, sagði hún: Nú er sú stund. að ráðgjafar mínir koma saman. Eg má ekki vera að því að komast til botns í sjúklegum hugarórum yðar. Hvilið yður Sæl- ir. Balthasar fannst hann vera að Því kominn að hníga í ómegin og þurfti að taka á öllu því. sem hann áttí, til að sýna ekki veik- leika sinn í návist þessarar vondu konu, og hann hljóp inn í her- bergið sitt og hneig þar í ómegin með gapandi sár . . . IV. kafli Hann lá í öngviti í þrjár vikur sem dauður væri, en lifnaði við á 22. degi, greip hönd Sembobíts, sem vakti yfir honum ásamt Men- kera og hrópaði grátandi: Ó vinir, mikil er gæfa ykkar beggja, annar gamall og hinn gam- almenni líkur. Og þó: Það er eng- in gæfa tíl í heiminum og allt er vont, ef ástin er böl og Balkis ill. Vizkan færir okkur hamingju, svaraði Sembobíts. Eg ætla að reyna, sagði Balthas- ar. En förum þegar í stað til Blá- lands. Og þar sem hann hafði misst Það sem hann unni, ákvað hann að helga sig vizkunni og gerast vitringur. Og þótt þessi ákvörðun veitti honum enga gleði, varð honum þó rórra. Á hverju kvöldi sat hann á svölum hallar sinnar ásamt vitringnum Sembo- bíts og geldingunum Menkera og einblíndi á hreyfíngarlaus pálma- trén í fjarska eða hann sat í tunglskininu og horfði á krókódíl ana, sem flutu í Níl eins og trjá stofnar. Menn þreytast seint á því að skoða náttúruna, var Sembobíts vanur að segja. Satt er það, varaði þá Balthasar, en náttúran á annað fegurra en pálmatré og krókódíla. Hann sagði þetta, því honum varð hugs að til Balkis. Og Sembobits, sem var gamall, sagði. ' Til er flóðfyrírbrigði í Níl sem er stórmerkilegt og ég hef skýrt. Maðurinn er fæddur til að skilja. Hann er fæddur til að elska,, svaraði Balthasar og stundi við, til eru hlutir, sem ekki er hægt að skýra. Eins og hverjir? spurði Sembo- bits. Hverflyndi konu, svaraði kon- ungur. Samt lét Balthasar, sem hafði ákveðið að gerast vitringur, reisa turn, og uppi í honum gátu menn séð yfir fjölmörg konungdæmi og allar himinsins víðáttur. Þessi turn var úr múrsteini og gnæfði hátt yfir aðra turna. Það tók ein 2 ár að byggja hann og Balthasar hafði varið öllum fjársjóði kóngs föður síns til verksins. Á hverri nóttu fór hann upp í þennan turn, og þaðan skoðaði hann himininn undir handleiðslu vitringsins Sem- bobíts. Merkin á himninum tákna ör- lög okkar, sagði Sembobítis við hann. Og hann svaraði: Við verðum að gera okkur ljóst, að þessi merki eru torskilin. En meðan ég er að athuga þau, get ekki hugsað neitt um Balkis og það er stór kostur. Vitringurinn frffiddi fíéitt áM'ftíP öðru um þau markverðu sannindi að stjörnumar séu festar eins og naglar á híminhvolfið, en reiki stjörnurnar séu fimm, nánar til- tekið. Bel, Merodah, Nébo, sem eru karlkyns, og Sin og Mylitta sem eru kvenkyns. Silfrið sagði hann enn fremur, samsvarar Sin, sem er tunglið, járnið Merodach og tinið Bel. Og sá góði Balthasar sagði- Þetta þykir mér girnilegt til fróðleiks. Meðan ég legg stund á stjarnfræði hugsa ég hvorki um Balkis né annað hér í þessum heimi. Vísindin hafa þann kost að þau vama mönnum að hugsa. Semþobitis kenndu mér fræði, sem uppræta tilfinningar mann- anna, og ég mun hafa þig í há- vegum meðal þjóðar minnar. Þvf var það, að Sembobits kenndi konunginunr- vizku. Hann kenndi honum stjörnuspáfræði eftir kenn ingum Astranpsyehosar, Gobrías- ar og Pazadasar. Þvf meir sem Balthasar athugaði hin tólf hús sólarinnar, þeim mun minn hugs aði hann um Balkis. Menkera, sem tók eftir þessu, varð allshugar feginn. Þér verðið að viðurkenna herra sagði hann eitt sinn að Balkis, drottning felur undir sínum gullna kjól loðna fætur. eins og geitur hafa. Hver hefur sagt þér aðra eins viteysu, spurði konungurinn. Þetta er almannarómur bæði í Saba og í Blálandi, svaraði geld ingurinn. Allír tala um Það, að Balkis drottning hafi kálfsleggi og fætur með tveim svörtum klauf um. Balthasar yppti öxlum. Honum var fullkunnugt um það, að fót- leggir Balkis voru eins gerðir og fótleggir annarra kvenna og full komlega vel skapaðir. En engu að síður setti þessi hugmynd blett á minninguna um hana. sem hann hafði unnað svo mjög Það var eins og það óprýddi Balkis, að fegurð hennar var ekki lýtalaus í augum þeirra, sem ekki þekktu hana. Sú tilhugsun, að hafa verið elskhugi konu, sem í raun og N veru var vel sköpuð en var almennt talin ómennsk kvaldi hann, og hann kærði sig ekki um að sjá Balkis aftur. Balthasar var hreinn í lund, en ástin er hins vegar mjög margslungin. Upp frá þeim degi tók ‘ konung urinn míklum framförum í töfr um og stjörnuspeki. Hann tók sérstaklega vel eftir tengslum stjarnanna og hann gerði stjörnumið af engu minni ná kvæmni en sjálfur vitringurinn Sembobítis. Sembobjtis, sagði hann. Geturðu lagt höfuð þitt að veði fyrir sannleiksgildi spáfræði minnar? Og Sembóbítis svaraði: Herra vísindín eru óskeikul, en vísinda mennirnir gera eintómar skekkjur. Balthaar hafði góða eðlisgreind Hann mælti: Ekkert er satt nema það, sem er guðlegt. og hið guð lega er oss hulið. Við leitum sann leikans, en okkur verður ekkert ágengt. Samt hef ég fundið nýja stjörnu á himni. Hún er fögur. það er eins og hún sé lifandi, og þegar hún skín, þá er sem himneskt auga stafi mildum bjarma. Þá finnst mér sem ég sé að hlusta á einhvern. sem kallar á mig. Sæll er sá. sem fæðist undir þessari stjörnu. Sembobítis, sjáðu, hvernig þessi dásamlega og stórkostlega stjarna horfir á okk ur. En Sembobítis sá ekki stjörn una, því hann vildi ekki sjá hana. Hann var lærður og gamall og lítt ginnkeyptu fyrir nýjungum. Og Balthasar sagði aftur og aftur í næturkyrrðinni: Sæll, ó sæll er sá, sem fæðist undir þessari stjömu. V. kafli. Það kvisaðist út um allt Blá- land og nærliggjandi konungdæmi að Balthasar konungur ynni ekki Balkis lengur. Er fregnin barst til Sabverjalands, mislíkaði Balkis stórum, og hún þóttist svikin. Hún hljóp til konungsins af Kómagene sem hafði orðið ríki sínu afhuga, í borg Saba, og hún hrópaði til hans. Vinur, veiztu, hvað ég var að heyra. Balthasar ann mér ekki lengur. Hvað gerir það til, svaraði Kom PramhaJd á 10. siðu. i i / .., i . i 11. i. 11 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.