Tíminn - 31.12.1965, Page 6

Tíminn - 31.12.1965, Page 6
í TÍMINN FÖSTUDAGUR 31. desember 1965 HUGLEIÐINGAR Árið, sem er að hverfa, varð tvímælalaust eitt hið mesta góð- æri af náttúrunnar hendi, sem sögur fara af, þegar frá er skil- in veðráttan á Austurlandi og Norð-Austurlandi í fyrravetur og vor. En þar urðu stórfelld- ar kalskemmdir og hlutu bænd- ur af þeim þungar búsifjar, sem erfitt er undir að rísa. Ekki nýttist íslendingum góð- ærið sem skyldi, og valda því þau vandkvæði, að stjóm lands- ins hefur misst tökin á málefn- um Þess, en stritast þó við að sitja, og fær þjóðin eigi að gert að sinni. Framleiðslan og þjóðartekj- umar urðu mun minni en efni stóðu til, og komu þar til áhrif frá upplausn þeirri og verð- bólgu, sem einkennir efnhags- líf þjóðarinnar og rætur sínar á í hagstjórnaraðferðum ríkis- stjórnarinnar. Fjárfestingin varð tvímælalaust miklu óhagstæð- ari en skyldi þegar á heildina er litið, því verð- bólgan ræður æ meiru um það, hvað fyrir er tekið og hvað út- undan verður. Framleiðsluna skorti mjög vinnuafl og kvað svo rammt að því við Faxaflóa t.d., að síldarverksmiðjur gátu ekki gengið með fullum afköst- um-um hásumarið vegna mann- eklu, og togarar fengust ekki affermdir, en börn varð að kveðja til að afferma skip og afstýra þannig verstu vandræð- unum. Verðbólgufjárfestingin hafði betur en framleiðslan í sam- keppni um vinnuaflið og stendur svo enn. Þá dró það úr framleiðslunni, að ýmsir áttu í nálega látlaus- um skæruhemaði út af kaupi sínu og aðrir í verkföllum en af þessum sökum stöðvaðist fiski flotinn t.d. og lá bundinn fram í febrúar í fyrravetur. Mölur í híóðarbúinu Þannig etur mölur verðbólgu og ofþenslu úr þjóðarbúinu og ódrýgir nú þjóðartekjurnar í vaxandi mæli, eftir því sem þetta ástand varir lengur, en hættulegust eru þó áhrif óða- verðbólgu og stjómleysis á fjár- festinguna, því þau verða var- anleg og ekkert er jafn áhrifa- ríkt varðandi afkomu þjóðar- innar og val þeirra verkefna, sem tekin eru til framkvæmda. Hvað kemst fram og hvað er ógert látið? Á því veltur mest um hagsældina framvegis, en þessu ræður nú verðbólgan í æ ríkari mæli og sóunin í fjárfest- ingunni af völdum hennar er orðin meinsemd í þjóðarbúinu, og ein höfuðskýring þeirrar furðu. hve illa gengur, þrátt fyr- ir góðærið, að koma f fram- kvæmd mörgu þvi. sem þýðing- armest er. Ríkisstjórnin seg'i verðbólg- una stafa af of miklum kaup- hækkunum, enda þótt sú stað- reynd sé ljós, að kaupmáttur tímakaups launafólks og árs- tekna bænda, er minni nú en í ársbyrjun 1959, þrátt fyrir aukningu þjóðartekna, sem þó eru mun minni en verið gæti, ef skynsamlega væri stjórnað. Að öðru leyti talar ríkisstjórnin um óðaverðbólguna eins og ein hvers konar náttúrulögmál, sem ábyrgðarlausir menn í stjórnar- andstöðu vilji kenna ríkisstjóm- inni um, alsaklausri! Ber þá víst að skoða óðaverð- bólguna sem einn þátt í sér- Mbl. í fyrravetur, hvernig lána- pólitík ríkisstjórnarinnar kemur í veg fyrir, að lífsnauðsynleg vinnuhagræðing í fiskiðnaðinum komist í framkvæmd, og allt morar í þvílíkum dæmum. Það víkur, sem sízt skyldi Framlög til vegamála hafa ver ið þurrkuð út af nálega 4000 EYSTEINN JÓNSSON kennilegri náttúru f*4»sids, því annars staðar í ná.vta;m lönd- um a.m.k. þekkjast ekki dæmi um þvílíkt, sem menn búa við hér. En hið rítta mun nú vera, að við búum við duglitla stjórn á rangri leið. Ríkisstjórain ber sem sé höfð inu við steininn, reynir ekki að komast fyrir rætur meinsins, en heldur áfram með sínum að- ferðum, en þar ber hæst: Hækk aðar álögur, sem eiga að draga inn kaupgetuna, takmörkun bankaútlána og niðurskurð verklegra framkvæmda ríkisins. Ríkisstjómin harðneitar að breyta um stefnu, en vill láta menn trúa því að svona verði þetta að vera. því engin önnur leið sé til. Verðbólgan minnkar ekki við þessar aðfarir, það sannar sex ára reynsla, en dýrtíðin vex, kjarastríðið heldur áfram, rekstrarfé fyrirtækja minnkar og þýðingarmesta fjárfestingin víkur fyrir verðbólgufjárfest- ingu þeirra, sem fjárráðin hafa mest og reyna að flýja með sitt á fast undan verðbólguflóðinu. Haraldur Böðvarsson á Akra- nesi lýsti því t.d. skörulega í milljóna fjárlögum. Hafnargerð- arframlög eru komin niður í 700 þús. mest á hafnargerð. Synjað var nú fyrir jólin um framlög í sextán barna- og gagn- fræðaskóla og framlög til ann- arra sett 200—400 þús. til fram- kvæmda, sem kosta 5—8 mill- jónir hver, eða svo, en vísa verð ur unglingum frá skólavist í hópum. Hliðstætt er um sjúkra- húsabyggingar og nálega hverj- ar aðrar þjónustuframkvæmdir ríkisins. Þýðingarmestu rann- sóknarstofnanir í þágu atvinnu- veganna eru sveltar að fé, og ýmsar byggingar í þeirra þágu stöðvaðar. Ógreidd framlög rík- issjóðs vegna opinberra fram- kvæmda á vegum bæja- og sveita félags nema nú orðið fremur hundruðum en tugum milljóna. Verkefnum. sem ættu að vinnast núna til þess að halda í horfinu, er hlaðið á framtíð- ina, þrátt fyrir góðærið Verð- bólgan gleypir ríkistekjurnar og nýju álögurnar. jafnóðum. þvi hítin er óseðjandi Ríkisstiórnin segir. að svona verði að fara með opinberar framkvæmdir. vegna bess að fjárfestingin sé of mikil og með þessu eigi að ' lækna verðbólguna. En verðbólgan læknast ekki, þótt svona sé farið að og fórn- að því, sem sízt skyldi, og það hefnir sín grimmilega fyrr en varir að skjóta þannig ábyrgðar- laust yfir á framtíðina þeim framkvæmdum í skólamálum, heilbrigðismálum, rannsóknar- málum og samgöngumálum, svo nefnd séu dæmi um það, sem þarf að vinna nú án tafar. Og það hefnir sín ekki síður að láta þau verkefni víkja, sem mest ríður á vegna framleiðslunnar, en þannig hlýtur að fara, þeg- ar vélrænn niðurskurður lána er látinn vera einn þýðingar- mesti liðurinn í stjórn efnahags- mála. Ætla sömu leiðina áfram Því var hátíðlega lýst yfir í byrjun Álþingis í haust, að stefn an ætti að verða óbreytt áfram, enda ber fjárlagaafgreiðslan þess órækan vott. Er það helzt til tíðinda að telja, að ríkisstjórn in segist hafa ákveðið, að ofan í þetta skuli koma ný fjárfest- ing erlendra aðila upp á nokk- ur þúsund milljónir, og svo væntanlega hernaðarfram- kvæmdir þær í Hvalfirði, sem fyrir nokkru voru samþykktar. Vefst fyrir ríkisstjórninni að gera skiljanlegt hyernig þetta má ske en farið er að tala um nvtt Hagráð, og eitthvað lauslega vmprað á, að orðið muni tíma- bært að gera nýja framkvæmda- áætlun, en sú „framkvæmda- áætlun,“ sem við áttum að búa við, var gerð fyrir síðustu kosn ingar, en fleygt í ruslakörfuna strax að þeim loknum. Hefur Jún legið þar síðan. Framkvæmd hennar sjáum við svo í öngþveit inu hvert sem litið er, og eins mun fara um þá „áætlun,“ sem gerð verður í vetur eða fyrir næstu kosningar. Viljann vantar til þess að búa öðruvísi en nú er gert, enda kalla Sjálfstæðis- menn hér áætlunarbúskap sósi- alisma, sem samrýmist ekki einkaframtakinu. Sýnir þetta m. a. að í þeim flokki búa menn við eitt hið stækasta afturhald, sem þekkist í lýðræðislöndum V-Evrópu. Um Alþýðufl. þarf ekki að tala eins og stendur, því hannn ræður ekki því, sem máli skiptir í þessu. ilnt bina letðina Framsóknarmenn hafa undan farið lagt á það megináherzlu að taka þyrfti upp alveg nýja stefnu í efnahagsmálum Ganga beint að kjarnanum. en hann er sá. að í landinu ríkir of- bensla og af þvi stafar óðaverð- bólgan. en ekki af of háu kaupi. sem sannast á þvi að kaupmátt- ur tímakaups er ekki meiri nú en 1959 svo sem að framan var að vikið Það eru takmörk fyrir þvi hverju 190 þús. manns fá áork- að, en framkvæmdaaflið er vinnuorka þjóðarinnar og véla- aflið, sem hún ræður yfir. Þjóð- inni vegnar mest eftir því, hve skynsamlega hún beitir sér. og vegna þess hve við erum fá, veltur meira á því fyrir okkur en flesta aðra, að vel takist, og að við sóum sem minnstu af framkvæmdaaflinu, en beinum því þess í stað fyrst og fremst að því, sem mesta þýðingu hef- ur fyrir þjóðina í verklegum og menningalegum efnum. Lítum við á þjóðmálin frá þessum sjónarhól sést glöggt, að við búum við vaxandi sóun og hreinan óskapnað, sem m.a. lýs- ir sér í því, að eitt aðalverkefni ríkisstjórnarinnar er orðið að setja fætur fyrir þær fram- kvæmdir, sem heill þjóðarinn- ar veltur mest á framvegis. og að þetta er gert til þess að aðr- ar framkvæmdir hafi forgang, sem margar eru minna verðar, að ekki sé gripið til stærri orða Framundan blasir þó við að ganga miklu lengra í þessu, til Þess að framkvæmdir erlendra aðila í landinu komist að fyrir framkvæmdum innlendra manna. Ofþenslan er sem sé ein að- alundirrót verðbólgunnar. Það er ekki hægt að gera allt í einu, og því óhugsandi að leysa þenn an vanda, nema með því að taka upp skynsamlegan áætlunarbú- skap. Ég leyfði mér að leggja áherzlu á þetta í haust ennþá einu sinni, þegar ríkisstjómin lét flytja um það hátíðlega yf- irlýsingu á Alþingi, að stjórn- arstefnan væri óbreytt eða m. ö.o. að stjórnin myndi fara sömu leiðina áfram. Ég reyndi þá að vekja aukna athygli á nauðsyn þess að breyta til, með því að nefna okkar stefnu hina leiðina, og hefur það nú orðið að einskonar gælu- nafni á okkar úrræðum Á hinn bóginn komst allt í upp- nám í stjórnarherbúðunum út af þessu, Iíklega vegna þess, hve illa það kemur sér, ef menn sjá. að til er önnur leið en þessi um verðbólgufenin, sem ríkis- stjórnin er að brjótast með okkur í. c9rusla - Samstarf Kjarni hinnar nýju stefnu verður að vera sá að gera sér erein fyrir framkvæmdaafli bjóðarinnar annars vegar, og beim verkefnum sem menn telja bvðinsarmest að vinna hins veg- ar Setja síðan þau verk i for- sanssflokka. sem mest á ríður, oe hafa þar efst á blaði sum beirra. sem nú er skotið til hlið- ar. svo sem þjónustuframkvæmd ir vmsar. sem teljast mega und- írqtaða allra annarra verka. að óslevmdum börfum framleiðsl- unnar Með þessu móti ber að setja markmið til að keppa að 1 stað bess slundroða og algers handa hófs. sem nú situr í öndvegi Þegar til framkvæmdanna Ire.nr

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.