Tíminn - 31.12.1965, Síða 11

Tíminn - 31.12.1965, Síða 11
FÖSTUDAGUR 31. desember 1965 TÍMINN n FEBRUAR Framhald af bls. 1. kvæmar tölur upp á brot úr gráðu enda árið enn ekki liðið. Hins vegar hefur -hiti verið mjög breyti legur hér og frávik mikil frá með altali einstaka mánuði. Til dæm is var meðalhitinn nú í febrúar mánuðí 4.1 stig, en í meðalár- ferði er hitinn í febrúarmánuði —0,1. Þetta var einn af hlýjustu febrúarmánuðum aldarinnar. Kald asti mánuður ársins hér í Reykja vík varð svo mánuðurinn sem er að kveðja, desember, en meðal hitinn v-erður um —1.4 en það er 2.3 stígum kaldara en í meðal árferði. Það er ekki nýtt þótt frá vik verði allmikil frá meðalár- ferði í desember, því hitinn er jafnan mjög breytilegur í Þeim mánuði. Við hér suðvestanlands sluppum mjög vel við vorið, miðað við ýmsa aðra. í apríl og maí var hitinn yfir meðallagi hjá okkur, til dæm is var hítinn 8.0 stig í maí, sem er 1.1 yfir meðallagi, en á Akur eyri var hitinn í maí ekki nema 4.8 stig, sem er 1,5 undir meðal- lagi. Yfirleítt má segja að hvergi hafi verið viðunandi hiti í maí nema suðvestanlands. Mjög var kalt í útsveitum norðanlands og austan, víða tvö og hálft tii þrjú stig undír meðallagi. Hið sama gildir um apríl. Sumarið var alls staðar þurrt og fremur kalt, en þu skást hér suð- vestanlands. Septembermánuður var mjög kaldur, hér í Refkjavík Óskum viðskiptamönnum vorum, svo og lands- mönnum öllum farsældar á komandi ári Þökkum samstarf og viðskipti á árinu, sem er að líða. FISKIÐJUSAMLAG ÞÓRSHAFNAR, ÞÓRSHÖFN. HRAÐFRYSTIHÚS TÁLKNAFJARÐAR óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum Gleðilegs nýárs Þakkar samstarf og viðskipti á líðandi ári. HRAÐFRYSTIHÚS TÁLKNAFJARÐAR ANGLIA Jólatrésskemmtun verður haldin í Sigtúni fimmtudaginn 6. jan. 1966 og hefst kl. 6 s.d. — Sala aðgöngumiða i Sigtúni 5. jan milli 5 — 7. Góðfúslega hafið meðlima- skírteinið með. Stjómin. Móðir okkar, Ágústína Guðmundsdóttir Álftártungukoti. verður jarðsett frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 4. janúar kl. 1.30 e. h. Bílferð verður frá Borgarnesi sama dag kl. 9.30 f. h. frá Sæmundi og Valdimar. Börnin. Móðir okkar og tengdamóðir, Guðrún Símonardóttir Söndum, Akranesi, léit í Sjúkrahúsi Akraness, 29. des. Jarðarförin auglýst síðar, Börn og tengdabörn. Móðursystir mín, Borghildur Magnúsdóttir lézt á Elliheimilinu Grund 30. þ. m. Jarðarförin verður auglýst síðar. f. h. ættingja, Gunnar Guðjónsson. varð meðalhitinn þá 7.3 stig, sem er 1.3 stigum lægra en í meðalárferði og á Akureyri var hitinn 5,2 stig, sem er 2,6 stigum minna en í meðalárferði. Októbermánuður var hlýr og rak ur, þá var hitinn um tvö til tvö og hálft stig yfir meðalárferði. Víða varð októbermánuður hlýrri en septembermánuður. Hér í Reykjavfk urðu þeir jafnhlýir, en á Akureyri varð októbermánuður 0.9 stigum hlýrri en september. Nóvember og desemher urðu svo báðir kaldir. Á Akureyri varð meðaihitinn í nóvember 2.0 stig, sem er 3,3 stigum lægra en í meðalárferði, og í Reykjafvík 0.6 stig, sem er tveim stigum lægra en í meðalárferði. Hér í Reykja vík var árið því hlýrra en í með alárferði þegar tíu mánuðir voru liðnir, en tveir þeir síðustu draga það niður í meðalárferði. Um allt austanvert og norðan vert landið hefur árið verið mjög þurrt. Til dæmis má geta þess að úrkoman á Hallormsstað mánuðina maí—ágúst varð 87 mm, sem er aðeins rösklega helmingur af með alúrkomu þar þessa mánuði. Hér í Reykjaivík hefur úrkoman einn ig verið mun minni en í meðal ári. Fram til ágústloka var úr- koma mjög lítil, september var í meðallagi, en í október var úr- koman 150% miðað við meðalár ferði. Nóvember og desember urðu svo aftur fremur þurrir. Heildar úrkoman hér í Reykjavík á árinu varð 611 mm, en í meðalárferði er hún 805 mm. VEXTIR HÆKKA Framhald af bls. 1. í þriðja lagi hefur bankastjórn Seðlabankans beint þeim tilmæl- tim ti'l bankanna, að þeir gæti hófs í útlánum á komandi ári, en leggi jafnframt kapp á að láta rekstrar- fjárþörf atvinnuveganna, og þá einkum sjávarútvegsins, sitja fyr- ir um lánveitingar. Mjög er brýnt fyrir bönkunum að takmarka lán til fjárfestingar, einkum bygging- arframfcvæmda og fasteigna- kaupa“. f fréttatilkynningunni segir, að þenslan í efnahagsmálum inn á við hafi farið sívaxandi og hafi hún lýst sér bæði í miklum vinnu aflsskorti og tilhneigingu til verð- hækkana, ekki sízt á íbúðum og öðrum fasteignum. Um orsakir þenslunnar segir, að þær séu marg j ar, „þar á meðal áframhaldandi halli á fjármálum rikisins á árinu 1965, samfara almennu kapphlaupi um framkvæmdir og fjárfestingu, bæði á vegum einstaklinga og op- inberra aðila. Við þetta hefur svo bætzt, einkum síðustu mánuðina, stórfelld útlánaaukning banfcakerf isins, sem hætt er við að valdi Níræð í dag: Jónína Tómasdóttir frá Siglufirði f dag, gamlaársdag eru liðin níutíu ár frá fæðingu frú Jónínu Tómasdóttur, fyrrum húsfreyju í Norðurgötu 4 á Siglufirði, f. 31. des. 1875. Um fimmtíu og fjögurra ára skeið skipaði frú Jónína virðuleg- an húsfreyjusess í Siglufirði, fyrst með manni sínum, Kjartani tré- smíðameistara Jónssyni frá Hofi í Vopnafirði, og eftir lát hans 1927 enn um árabil, unz hún árið 1958 fluttist til Reykjavíkur, til Jóns sonar síns og frú Þórnýjar Tómasdóttur konu hans. Þau hjónin, Kjartan og- frú Jón- ína eignuðust sex börn, fjögur þeirra létnst á barnsaldri, tveir drengir komust upp, Helgi, er bar nafn fósturföður frú Jóninu, Helga læknis Guðmundssonar, en hann -lézt í blóma Kfsins, einstakt manns efni, og Jón, fyrr bæjarstjóra á Siglufirði, nú forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Frú Jónína hefur verið einstök heiðurskona, sem aldrei hefur mátt vamm sitt vita, og frá því er ég sá hana fyrst, með geisla- bauð sálgöfginnar og hins hóg- væra virðuleika um fagrar silfur- hærur. Heimili þeirra hjóna, Kjartans og frú Jón-ínu á Siglufirði var mjög rómað, bæði fyrir myndar- skap og þó fyrst og fremst fyrir einstaka gestrisni og höfðingskap, og ekki síður hlýlegt viðmót við hivem sem að garði bar. Húsbóndinn léttur og giaður í bragði, kíminn og skrafhreifinn, en húsfreyjan hæglát og hjarta- hlý, með slíkt sjálfsöryggi og virðuleik í fasi að sjaldgæft er, og aldrei brást, hvorki í blíðu né stríðu. Svo sem fyrr segir fluttist frú Jónína suður til sonar síns og tengdadóttur og hefur hjá þeim dvalizt síðastliðin sjö ár og notið einstákrar umönnunar. Lengst af ævinnar hefur frú Jónína notið góðrar heilsu, þar til síðasta ár að hún hefur dval- ið langdvölum á sjúkrahúsum. Enn hvílir yfir hinni öldnu heiðurskonu sama heiðríkjan og jafnan áður, og hjartahlýjan verm ir hvern þann, er að rúmi hennar kemur. Vinir hennar, nær og fjær, senda henni í dag innilegar blessunar- óskir og djúpar þakkir fyrir alit sem hún hefur verið þeim og fyr- ir þá gert. Guð blessi henni ævikvöldið og leggi henni jafnan líkn með þraut. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum. enn ankinni þenslu á næstunni, ef ekkert er að gert“. Segir síðan, að takmark ofan- greindra aðgerða sé að draga úr útlánaþenslunni og því efnahags- lega jafnvægisleysi, sem hún skapi. Sparifjárskuldbindingin eigi að draga úr útlánaaukningu bank- anna en vaxtalækkunin eigi að stuðla að aukningu innlána og draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Segir, að þetta ætti að stuðla að betra jafnvægi í efnahagsmálum en ríkt hefur um skéið. ÁRAMÓT Framhald af bls. 1. ar yfirlit yfír starf lögregl unnar á gamlárskvöld. — Alls munu um 70 lög regluþjónar annast eftirlit og umferðarstjórn á gamlárs kvöld og er það allt lögreglu liðið að undanteknum lög regluþjónum sem eru í viku frii. Lögreglan mun eiga fullt í fangi með að liðka fyrir umferð og hafa gát á unglingum, sem safnast sam an í miðbænum um það leyti er nýja árið fer að byrja. Lögreglan biður foreldra að hafa börnin heima við eða fara með þau að skoða brennur heldur en að sleppa þeim riiður í miðbæ og fá þau kannski síðan send heim fyrir að vera með ærsl eða vera að sprengja kínverja. Áramót: Föstudagur 31. des. (gamlársdagur): Kjartan Þorbergsson, Tannlækninga- stofa Halls H. Hallssonar, Austur- stræti 14. kl. 10—12. Sími: 11866. Laugardagur 1. janúar (nýársdagur): Ómar Konráðsson, Laugavegi 11, kl 2—4. Sími: 13595. Sunnudagur 2. janúar: Sigurður Jónsson, Miklubraut 1, kl. 10—12. Sími: 21645. Tannlæknafélag íslands ALLAR DEILDIR OPNAR FRA KL. 10 FYRIR HADEGI MÁNUDAG 3. JANÚAR N.K.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.