Alþýðublaðið - 16.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.06.1959, Blaðsíða 4
 OPINBERUN Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906 Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþý ðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Framsókn hrópar húrra ÞAÐ er sumu leyti dálítið spaugilegt að lesa Tímann í þessari kosningabaráttu. Hann hamast gegn ríkisstjórninni og reynir að gera stefnu henn ar í efnahagsmálunum tortryggilega. Hann leit- ast við að vekja óánægju hjá launþegum vegna nið urfærslu kaupsins, hann reynir jafnvel að gera niðurgreiðslur landbúnaðarafurðanna tortryggi- legar í augum bænda, og ef hann fréttir, að kíló- gramm af rúmjöli hafi hækkað um nokkra aura, þá hrópar hann: Húrra! Þarna sjáið þið, hvernig ríkisstjórnin svíkur loforð sín! Tíminn virðist alveg vera búinn að gleyma því, að í fyrrverandi ríkisstjórn lögðu ráðherrar Framsóknarflokksins og þingflokkur hans til, að launþegar gæfu eftir bótalaust sem svarar 15 vísi tölustigum, en ekki sem svarar 10 stigum, eins og niðurfærslulögum kváðu á um. Samkvæmt tillög- um Framsóknarflokksins átti því kaupeftirgjöfin að vera 50% meiri en hún varð. Og Tíminn hefur heldur ekki fyrir að minna lesendur sína á það, að Framsóknarflokkurinn beitti sér mjög gegn öllum niðurskurði á fjárlögum. í stað þess vildi hann láta hækka innflutningsgjöldin, þótt það hefði auð vitað haf't í för með sér verðhækkanir á erlendum vörum. En þá hefði rúgmjölið hækkað meira en um nokkra aura. Hins vegar hefði Tíminn þá ekki hrópað neitt húrra. Það sýnir sannleiksást þeirra, sem Tímann skrifa, að þeir skuli leita uppi dæmi um smávægi legar verðhækkanir á erlendum vörum, sem eig’a rót sína að rekja til verðbreytinga utanlands, en steinþegja um hliðstæðar verðlækkanir, jafnvel þótt þeir viti um þær. Og það sýnir hug þeirra í garð þeirra stefnu, sem nú er fylgt til þess að stöðva verðbólguflóðið, að þeir skuli birta slíkt sém stórfréttir. Það eina, sem máli skiptir, er auð vitað, að ekki verði breytingar til hækkunar á heildarverðlaginu. Núverandi ríkisstjórn hefur gert ráðstafanir til þess áð þær verði mældar á eins réttan og heiðarlegan hátt og unnt er og beitti sér þess vegna fyrir því, að tekinn var upp nýr vísitölugrundvöllur. Samkvæmt þeim vísitölu- grundvelli hefur framfærslukostnaður ekki hækk að. Það skiptir meira máli en hitt, hvort rúgmjöl hækkar um nokkra aura um skeið eða sykur lækkar um svipaða upphæð um tíma. Ef Tíminn hefði heiðarlega og þjóðholla afstöðu til efnahags málanna, ætti hann að skýra frá þessu og hrópa húrra fyrir því. Lsknafélag íslands heldur aHalfund og læknaþing í Reykjavík 25.—27. júní. Auk aðalfundarstarfa verða flutt nokkur lerindi á þinginu. Prof. Knud O. Möller, frá Kaupmannahöfn, verður gest- tir félagsins og flytur erindi um Psychopharmaca föstudaginn 26. júní kl. 20,30 í Háskólanum. Læknastúdentum í miðhluta og síðari hluta er heimill aðgangur að fyrirlestrum á þinginu. STJÓRN L. í. ÞAÐ þykir ef til vill ein- kennilega tekið til orða að segja, að það sé sálfræðilge opinberun að lesa blöð Al- þýðubandalagsins í vetur og vor. Þó er þetta sannleikur. Opinberunin er hins vegar enginn dýrðarleiki, engin „fagra veröld“, heldur heim- ur haturs og hræðslu, en raunar férðast kommúnistar oftar en hitt um þau byggð- arlög. Uppistaða og ívaf allra hat- ursskrifa þessara blaða er um Alþfl., og hefur nú. fyrst kast- að tólfunum, síðan Alþfl. myndaði minnihlutastjórn sína, þá er nú situr. En ósköp eru röksemdir blessaðra blaðanna mótsagna- kemidar: Því er sem sé haldið fram, að Alþfl. sé „deyjandi flokkur“, raunar „dauður flokkur“, og honum fylgi eng ir nema „bitlingasjúkar eftir- legukindur“, sem í æsku hafi tekið trú á flokkinn og „hangi síðan á honum eins og lömb á spena“, eins og smekkvísir ritarar Alþýðubandalagsblaða orða það. En okkur verður spurn: Hví þá öll þessi skrif um Alþfl.? Þarf að eyða svona mikilli prentsvertu á „dauðan flokk“? Ekki ætti þar að vera feitan gölt að flá um fylgi. Ekki ætti hinn „eini sanni ílokkur verkalýðsins“, eins og Alþýðubandalagið titlar sjálft sig, að óttast um verkalýðs- fylgi sitt fyrir „dauðum flokki“. Og ef efnahagsað- gerðir Alþfl. í vetur eru svo ofboðsleg árás á kjör verka- lýðsins, eins og Alþýðubanda- lagsblöð fullyrða, þá ættu þau ekki að þurfa að eyða eins mikilli vinnu í að sannfæra lesendur sína um sannleiks- gildi orða sinna og þeir gera. Menn ættu að geta fundið þetta á pyngju sinni, ef tölur Alþýðubandalagsblaða eru réttar um mál þessi. En einhverra hluta vegna treysta Alþýðubandalagsblöð- in alls ekki á það, að fólk sjái, hve „voðaleg11 verk Alþfl. séu, nema þau bendi á það. Ein- hver óljós grunur virðist á- sækja þessi blessuð blöð um það, að óþarflega margir láti sér hugkvæmast, að kannske væru kjör þeirra nú ekki sér- staklega góð, ef kaupgjald væri greitt eftir kaupgialds- vísitölu, er hækkaði á þriggja mánaða fresti, meðan fram- færsluvísitalan yxi risaskref- um mánaðarlega. Hver veit líka, virðast þessi ágætu blöð hugsa, nema fólk fari að grufla út í, hvert verðlagið væri eiginlega nú, ef ekki hefði verið gripið um taum- ana í vetur, hvað t. d. launin hefðu hrokkið hjá barnmörg- um fjölskyldum, ef mjólkin væri komin yfir 5 kr. lítrinn og kjötkílóið farið að nálgast 40 krónurnar? Svo að menn tali hæðnis- laust um taugaveiklunarskrif Alþýðubandalagsblaðanna, er ★ Hvers vegna eykst sparifé í bönkunum? ★ Þrefaldast á sex mán- uðum. ★ Hverjir standa á bak við mjólkurfræðing- ana. ★ Gleðitíðindi Tímans.. Rúgmjöl hækkar um 5 aura. INNLÖG sparifjár hafa þre- faldast í bönkunum hina síð- ustu sex mánuði. Það virðist svo sem fólk hafi öðlast meiri trú á gildi pening-anna en það áður hafði, Hvers vegna? Vegna þess að fólkinu finnst sem, að minnsta kosti í bili hafi tekist að stöðva verðbólguna. Aukin inlegg í bankana er gleggsti votturinn um endurvakna trú fólksins á því, að það sé einhvers virði að spara fé. ÞAÐ er lífsnauðsyn fyrir þjóð ina og atvinnuástandið hjá henni að láta þessa von ekki bregðast. Þess vegna er ríkistsjórnin líka staðráðin í því að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda öllu í eins föstum skorð um og unnt er, bæði vöruverði og kaupgjaldi. Vöruverðinu á innlendum markaði ræður þjóð- in sjálf. Það er að segja þegar um innlendar afurðir er að ræða, en það sama gildir ekki þegar um erlendar vörur er að ræða. ÞAÐ er að vísu hægt að koma í veg fyrir að erlendar vörur hækki vegna hækkana á farm- gjöldum, sem aftur miðast að miklu leyti við kaupgjald á skip i n n es o r n i n u unum, en við verð þeirra er ekki hægt a ðráða er það miðast við breytingar á erlendum markaði. Þetta hlýtur öllum að vera ljóst. Sem betur fer hafa ekki orðið miklar sveiflur á verði erlendra vara, sumar hafa að vísu hækk- að nokkuð, en aðrar lækkað eins og til dæmis sykur. ALMENNINGUR talar mjög mikið um það, að það fari eftir því hvort flokkar séu í stjórnar- andstöðu eða ekki hvað þeir tala mikið um verðhækkanir. Það hefur til dæmis vakið athygli, að svo brá við u mleið og kommún- isar og Framsóknarmenn hlup- ust frá vandamálunum í desem- ber, fóru þeir að segja frá hækk- unum á vörum eins og miklum gleðitíðindum. Fyrir fáum dög- um birti Tíminn stóra tveggja dálka grein eins og um mikil gleðitíðindi væri að ræða. Til- efnið var að kg. af rúmmjöli hefur hækkað um fimm aura! ÞAÐ VEKUR líka athygli, að kommúnistar stjórna hinu svo- kallaða mjólkurfræðingafélagi, en Framsóknarmenn eru í mikl- um meirihluta í félaginu. Fer ekki að vakna grunur um það, að þessum flokkum sé að minnsta kosti alveg ósárt um ,,eftirvinnuverkfall“ fræðing- anna? Standa þessir flokkar bak við verkfallið? Blöð þessara flokka ræða lítið um deiluna — og hafa að minnsta kosti ekki birt -einn stafkrók andstæðan henni. ' AÐ LÍKINDUM verður nú kos ið um efnahagsmálin og stöðvun ríkisstjórnarinnar á dýrtíðar- skrúfunni fremur en nokkuð annað mál. Sú mun raunin að minnsta kosti í þéttbýlinu. — augljóst, að þau vitna um ótta og óttinn er veikleiki. Þau treysta ekki málstað sínum og röksemdum, grípa í hræðslu sinni til rógs- og blekkingarvopna, gera sjálf sig hvort tveggja í senn brjóst umkennanleg og óhugnanleg. Óneitanlega er það sem' sé brjóstumkennanlegt, að „næststærsti flokkur lands- ins“, eins og Alþýðubandalag- ið kallar sig, skuli hafa það mest um stjórnmál að segja í dag, að Alþfl. sé svo ofboðs- lega „vondur flokkur“ og „al- veg deyjandi flokkur“, meðan óneitanlega bíða mörg mál úr- lausnar, sem þjóðin óefað vill vita, hvernig „næst-stærsti flokkurinn“ vill taka á. En ó- hugnanlegt verður hitt að teljast, að fram að þessu skuli um 15 þús. ísl. kjósenda hafa látið lokkast inn í heiðnaberg haturs og ótta til kommúnista. Er ekki kominn meir en tími til að þessir kjósendur komi út í sólina og blæinn til að byggja upp samfélag frið- ar, frelsis, jafnréttis og bræðralags í samvinnu við og undir merkjum Alþfl.? Hann og aðeins hann getur leitt ís- lenzka alþýðu fram til slíks samfélags. S'amfélag kommúnismans — en Alþýðubandalagið er aðeins einn dulbúningur hans — verður aldrei annað en samfélag óttans. (Alþýðumaðurinn.) Hins vegar er ekki ólíklegt að fremur verði kosið um kjör- dæmamálið í dreifbýlinu, eða réttara sagt, í litlu kjördæmun- um. En, að því sem til fréttist munu þar verða litlar breyting- ar. Sagt er að líkur bendi til að tveir Sjálfstæðismenn falli, en um leið alveg eins mikil líkindi til að tveir Framsóknarmenn falli í öðrum kjördæmum. TELJA verður víst, að með samningum þriggja flokkanna á alþingi um kjördæmamálið, hafi því í raun og veru verið ráðið til lykta. — Þess vegna er eðli- legt, að kosið sé um efnahagsmál in fyrst og fremst. Hannes á horninu. Árnesiiipr! Tek nú aftur vatns- og hitalagnir. HILMAR LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 63. Selfossi. Verzlunin Gnoð, auglýsir: Hörpusllki, Spread og Slipp málning. snyrtivörur og margs konar smávörur. Enn fremur gallabuxur. — Peysur — Hosur o. fl. á telpur og drengi í sveitina. Næg bílastæði. Verzlunin Gnoð, Gnoðarvogi 78. Sími 35382. Húselgendur. önnumst allskonar vatns- og hitalagnir HITA IAGNTR h.i Símar 33712 — 35444. 4 16. júnf 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.