Alþýðublaðið - 16.06.1959, Page 10
OLÍUVEHZLUN ÍSLANÖS
opnaði í morgun nýja benzínafgreiðslustöð á gatnamótum Álfheima og
Suðurlandsbrautar. — Fljót og góð afgreiðsla. — Fyrsta flokks tæki.
Reynið viðskiptin.
Olíuverzlun fslands.
Hlkynning
Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsmálaráðherra
munu Síldarverksmiðjur ríkisins kaupa síld til
bræðslu í sumar föstu verði á kr. 120,00 hvert mál
síldar, af samningsbundnum skipum sínum.'Þó áskilja
síldarverksmiðjur ríkisins sér rétt til þess að greiða
lægra verð fyrir síld, sem er óvenjulega fitulítil.
Þeim, sem þess kynnu að óska, er heimilt að leggja
síldina inn til vinnslu og fá þeir þá greidd 85% af
áætlunarverðinu við móttöku og eftirstöðvarnar, ef
einhverjar verða, síðar þegar reikningar verksmiðj-
anna hafa verið gerðir upp.
Þeir, sem vilja leggja síldina inn til vinnslu, skulu
hafa tilkynht oss það fyrir 25. þ. m., að öðrum kosti
teljast þeir selja síldina föstu verði.
Síldarverksmiðjur ríkisins eru tilbúnar að hefja
móttöku síldar.
STJÓRN SÍLDARVERKSMIÐJA RÍKISINS.
SKIPAUTí.tRB RIKISI.NS
HerSubreíð
austur um land í hringferð 20.
júní n. k.
Tekið á móti flutningi í dag
til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Fáskrúðsf j arðar, M j óaf j arðar,
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar og Þórshafnar.
Farmiðar seldir á föstudag.
Plastefni
einlit.
Gardínubúðln
Laugavegi 28.
!
1
s
v
*
i
s
I
Opnar daglega kl. 8,30 árd.
Almennar veitingar allan daginn.
Ódýr og vistlegur matsölustaður.
Reynið viðskiptin.
INGÓLFS-CAFÉ.
Framhald af 9. síðu.
yfir. Á 35. og 36. mínútu skora
KR-ingar enn, og Þórólfur Béck
unúirbjó hvort tveggja, en Ell-
ert Schram skoraði. Loks skor-
ar svo Þórólfur sjálfur 7. mark-
ið með föstu skoti, sem skall
á þverslánni og síðan í bak
markvarðar og inn.
Mörk KR í fyrri hálfleikn-
um komu öll fyrir mistök, sem
svo áttu sinn þátt í að brjóta
Fram-liðið niður innan frá og
gera því ómögulegt að ná sér
upp, svo neinu næmi í síðari
hálfleiknum, enda. minntu á-
íökin þá á leik kattar vi'ð mús.
En þessi félög eiga eftir að
hittast aftur og mun þá vænt-
anlega verða meira jafnræði á
en þarna sýndi síg. Því að öllu
sjálfráðu er ekki sjö marka
munur á þessum liðum.
EB
hefði haft yfirumsjón með starf
inu. Þá gat hann þess að um
80% af vinhu þeirri sem lögð
hefði venð fnam væri sjálfboða
vinna, en jafnframt þess að
hlutur- hinna eldri væri þar þó
mun mieiri en hinna yngfi
manna.
„Merkum áfanga hefur verið
náð“, sagði formaður að lokum,
„en áfram skal haldið, jafnt og
þétt, þar til settu marki er náð.
Að hið glæsilega fyrirhugaða í-
þróttasvæði standi albúið til
notkunar' æsku sveitarinnar og
öðru ungu fólki, til iðkunar í-
þrótta og keppni í djörfum
leik“.
Enginn vafi er á að su ósk
mun rætiast áður eh langt um
líður. E.B.
Gróðursetningarferð í Heið-
mörk í kvöld kl. 8 frá Austur-
velli. Félagar eru' beðnir um
að fjölmenna.
Móðir mín,
* ^ SIGRÍÐUR SIGHVATSDÓTTIR,
sem andaðist að heimili sínu 12. þ. m. verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 19. iúní kl. 3 e. h.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, ler vinsamlegast
bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins.
Börn og tengdabörn.
10 1®- JlNí 1959 — Alþýðublaðið