Alþýðublaðið - 16.06.1959, Qupperneq 11
samt að setjast hérna. Ég er
einmana. Það getur verið að
fólk þekki mig hér, en ég
þekki engan.“
„Mér var sagt að sýningin
yrði á morgun,“ sagði Ted í
samræðuskyni.
„Passar. Jerry og Clem eru
að koma hoðskortunum til
skila. Yið byrjum klukkan ell-
efu-þrjátíu með kokkteil. Vit-
anlega koma allir. Þetta minn
ir mig á dálítið.“ Marcel rétti
úr sér á handklæðinu. „Kven-
maðurinn er hræðilegur!11
„Eigið þér við hattasýning-
arstúlkuna, Sally Brown?“
spurði Ted sakleysislega.
„Alls ekki. Sally er yndis-
leg ung stúlka. Kannski er
hún ekki falleg, en hún hefur
gott andlit og það er furðu-
legt, hvað allir hattar fara
henni vel. Nei, ég átti við frú
Haverly.“
„Stattu upp og þakkaðu fyr
ir þig, Lyn,“ sagði Ted ill-
girnislega.
„Getið þér ekki heldur þol-
að hana? Yoruð þið kannski
að tala um hana? Ýar hún kon
an, sem þér vilduð drepa? Þá
er ég yður algerlega sammála
McMichael. Hún gerði mikið
uppistand, af því að ég hafði
beztu íbúðina á leigu en ekki
hún. Hún heimtaði að ég léti
hana fá hana! Ég sem á að
halda sýningu hér á morgun!“
„Og samþykktuð þér ekki?“
Vitanlega ekki. Hún hallaði
mig alls konar nöfnum og
sagði mér að hún ætlaði eng-
an hatt að kaupa á sýningunni
hjá mér. Ég sagði henni að ég
vildi ekki selja henni neinn
hatt. Konur eins og hún eru
ómögulegar, þær halda að þær
geti keypt allan heiminn!11
Hann yppti öxlum.
Raoul sat ekki lengi hjá
þeim. „Flautaþyrill,“ sagði
Ted, þegar hann var farinn.
„Heldur þú það?“ spurði
Lyn.
„Það er ég ekki viss um,
• ég held að hann sé ekki eins
heimskur og hann læzt verá,“
svaraði hann dræmt. „Ég
spurðist fyrir um hann áður
en við-fórum. Síðustu sýning-
arnar hafa gengið mjög illa.
Hann fékk slæmt orð á sig
eftir smyglmálið og. enginn
veit hvernig hann slaþp.“
„Hvernig heldúr þú að það
verði á morgun?“
„Ég hef ekki hugmynd um
það. En ég geri ráð fyrir því
að hann hafi á réttu að standa
með að allir komi. Konur eru
konur og þær sem ferðast hing
að eru af tegundinni, sem leið
ist, Og. gera hvað sem er til
að skemmta sér. Ég held að
kona sé ekki ánægð nema hún
hafi alltaf nóg að gera.“
„Þú átt þó ekki við heimili
og”barn?“ sagði Lyn stríðnis-
lega' x. •
„Eigmmann, heimiii og
barn, jú! Við það á ég “
Lyn stóð upp. „Það er víst
bezt að skipta um föt, en það
var gainan að heyra þitt álit
á kvenkyninu. Okkur konun-
um finnst gamari að fá smá
ábendingu um það við og við.“
„Það var ekkert. Ég er allt-
af réiðubúinn.“
Það var hæðnislegt brosið,
sem fékk hana til að segja.
„Líka þegar það er um að
ræða morð á Sis Haverly?“
En um leið og hún sagði það
vildi hún hafa gefið hvað sem
var til að taka það aftur. Þeim
hafði liðið svo vel saman og
hún hafði eyðilagt það allt
með fáeinum orðum. Það var
sem hver vöðvi í líkama hans
stífnaði og henni fannst augna
ráðið varkárt.
„Gjarna, verði ég ekki
hengdur fyrir,“ sagði hann
kuldalega og snéri baki. í
hana.
Maysie Greig:
3.
Don hringdi ineðan hún var
að skipta um föt. Hann tal-
aði ekki lerigi við hana. Hann
spurði hvort henni hefði þótt
9.dagur
gaman að synda og hvort húra
veldi koma og-fá sér eitt glas
með honum á barnúrn fyrir
mat.
Lyn sagði já takk. Blakkur
drengur vísaði henni leiðina
að barnum og sú tilfinning að
hún væri í töfraheimi varð
sterkari. Allt var svö litríkt
og ólíkt öllu öðru, jafnvel vín-
ið var öðruvísi og borið franl
í stórum holum ananas. Don
og Siss voru farin að drekka,
þegar Lyn kom. Ðon stóð upp,
þegar hún kom.
„Fáðu þér eirin svona, Lyn.
Þetta er dásamlegt á bragðið.
Það er alls ekki hægt að finna
að það sé áfengi í þessu,“ sagði
hann.
„Er það nú kostur?“ spurði
Sis glaðlega. „Ég skal játa að
ég vil heldur vita af því, þeg-
ar ég drekk áfengi. Annars
getur maður orðið drukkirin
áður en maður veit af.“
„Og það vilt þú ekki?“ Don
brosti til hennar.
„Ég vil aldrei missa vald
yfir iriér,“ svaráði hún rólega.
Nei, hugsaði Lyn, það vilt
þú áreiðanlega ekki. Hún
mundi alltaf hafa stjórn á
• •
Til sölu þrír bílar
Moskwitch ’55 í góðu ásigkomulagi.
Pobeda ’54 í slæmu ásigkomulagi.
Volkswagen ’55 í góðu ásigkomulagi.
BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR H.F.,
Brautarholti 20. — Sími 10386 og 10387.
sjálfri sér, svo hún geti stjórn
að öðrum og allt væri eins og
hún vildi. Hún gat ekki að því
gert að henni fannst Sis Hav-
erly mjög tillitslaus. Það var
ekki í samræmi við útlit henn-
ar og þess vegna lét fóík
blekkjast. Hún var svo lítil
og grönn og virtist hjálpar-
vana. En Lyn varð að viður-
kenna að -hún klaéddist mjög
smekklega. Kjóllinn, sem hún
var í núna bar þess vitni að
það voru ekki aðeins peningar
heldur umhugsun, sem olli því
hve vel hún var alltaf búin.
Don stakk upp á að þau
borðuðu úti í garðinum og
færu ekki inn í matsalinn.
Hann lagði líka til að Lyn
smakkaði á sérréttum hinna
innfæddu, en Lyn stundi og
hló. „Ef ég ætti að smakka á
öllu sem þú segir þá kemst ég
ekki í fötin, sem bíða mín í
Sidney!“
„O, þú fitnar aldrei! Jafn
lífsglöð kona og þú getur'ekki
fitnað.“ Lyn hló, en hún gladd
ist yfir gullhömrunum. Og
sérlega gladdist hún við bros-
ið, sem fylgdi þeim.
Don minntist á að það ætti
að vera dansleikur á hótelinu
um kvöldið. „Það verður dans
að hula-hula og sungnir
hawaii-söngvar,“ saggi hanri.
„Hótelið hér er frægt fyrir
sýnirigar sínar. Við skulum
koma öll þrjú.“
Sis ýtti diskinum frá sér.
„Ástin mín, við getum ekki
NolaSar hljóm-
plölur.
Vil kauþa alls konar gaml-
ar íslterizkar isöngplötur.
Einnig gæti komið til
grteiha skipti á erlendum
og irinlendum söngplötum
ásamt smæri’i hljómsveitar-
vterkum fyrir þær.
Er til viðtals eftir kl.
8,30 á kvöldin.
M BLOMSTERBERG,
síhxi 23025.
Póstböx 79 — Rvík.
um byggingar í Garðahreppi.
Hér eftir mun bygginganefnd hreppsins framfylgja
byggingarsamþykktum hreppsins og er vakin athygli
þeirra, sem hugsa sér að byggja hús í hreppnum, á
eftirfarandi ákvæðum byggingarsamþykktar;
„II kafli 4. gr. 3. liður:
Séruppdrætti skal gera af:
a. Járnbentri steinsteypu og fleiru viðvíkjandi burð-
arþoli í byggingunni, fylgi útreikningar, þar sem
í’eiknað ermeð meiri notþunga en venjulegum í-
búðarnotþunga skal þess getið á uppdráttum og
hve mikill hann er; teikningar þessar skulu sam-
þykkjast af byggingarnefnd áður en farið er að
slá upp fyrir sökkli.
„b. fyrirkomulag vatns- og skolpveitna og hita, gas
og rafmagnslagna um fyrirhugað hús, að því og
frá, allt eftir nægilega stórum mælikvarða“. Vatns
og skolpkerfi samþykkist áður en steypt er upp
fyrir sökkli, en hitalagnateikning áður en húsið
er fokhelt; um rafmagnsteikningar gilda ákvæði
rafmagnsveitu.
„c. Sérstökum hlutum húss eða mannvirkja eftir
svo stórum mælikvarða að vinna megi eftir þeim
ef byggingarfulltrúi krefst þess“.
Athygli er einnig vakin á lið 8 í sömu grein ofan-
greinds kafla:
„8. Uppdrættir og útreikningar skulu gerðir af sér-
menntuðum mönnum — húsameisturum, verk-
fræðingum, iðnfræðingum eða öðrum er bygg-
ingariefnd telur hafa nauðsynlega kunnáttu til
þess og uppfylla þær kröfur, sem gera verður til
tekniskrá uppdrátta.
Sá; sem uppdrátt gerir eða útreikning skal
undirrita hann með eigin hendi, enda beri hann
ábyrgð á, að ár-ituð mál séu rétt og að uppdrátt-
ur og útreikningur sé í samræmi við settar regl-
ur“.
Auk þess er ákveðið, að ekki skuli'leyfðar bygg-
ingar í hreppnum nema aðgangur sé tryggður að
vatnsbóii og frárennsli, sem heilbrigðisnefnd hrepps-
ins samþykkir.
HREPPSNEFND GARÐAHREPPS,
BYGGINGANEFND GARÐAHREPPS.
Fafnaðurr allskonar
til vinnu
ocs ferðalaga:
Vinnufatnaður
Búxur, alls konar
Blússur með rennilás
Samfestingar
Vinnuskyrtur
Vinnuhúfur
Prjónahúfur
Ullarpeysur
Nærföt
Ullarleistar
Sokkar, alls konar
Vasaklútar
Belti — Axlabönd
Plastleppar
Sokkahlífar
Sjófatnaður
Síðstakkar
Sjóhattar
Gúmmístígvél VAC
Stuttbuxur
Gúmmísvúntur
Pils, — Ermar
Regnfatnaður
Úlpur með hettu
Buxur
Gúnunístígvél
Bomsur með spennu
Ferðafatnaður
Sþortbuxur, misl., með
rennilás
Skyrtur, gott úrval
Kuldaúlpur
Ullarvesti
Peysur
Háleistar
Vinnuvettlingar
Skinnvettlingar
Gúmmívettlirigar
Gúmmíhanzkar, þunnir
Plastvettlingar
Sjóvettlingar
Tauvettlingar
í miklu úrvali.
☆
Fatapokar
Fatapokalásar
Vattteppi
Ullarteppi
Madressur
Hreinlætisvörur
Rakvélar, Raksápa
Rakkústar, Greiður
Handsápa, Þvottaefni
„Dif“ handþvottaduft
☆
Tóbaksvörur
☆
Verzlun
0. Ellingsen
Alþýðublaðið — 16. júní 1959