Alþýðublaðið - 21.06.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 21.06.1959, Side 4
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Grön- dal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áib.). Full- trúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. Fréttastjóri: Björg- vin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Aug- lýsingasími; 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Al- þýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisg. 8—10. Landið og afdalamennskan . ANDSTÆÐINGAR kjördæmabreytingarinn- ar reyna mjög að gera að tilfinningamáli þá álykt- un sína, að hún mimi raska jafnvægi í byggð lands ins og jafnvel binda enda á sögu og menningu gamalla og góðra héraða. Nær sá málflutningur hámarki í staðhæfingunni, að landið megi ekki smækka, en hún er nú daglega endurtekningarat- riði í Tímanum og einkennir a'llar vitnanir Kjör- dæmablaðsins. En hver er sannleikurinn um jafnvægið í byggð landsins út frá sjónarmiði gömlu kjördæm- anna? Hann liggur öllum íslendingum í augum uppi. Fólkið hefur leitað burt úr dreifbýlinu und anfarna áratugi. Margar sveitir hafa lagzt í eyði, og sú óheillaþróun heldur áfram. Þetta er auð- vitað á engan hátt sök kjördæmabreytingarinn- ar, sem kosið verður um í mánaðarlokin. Nær væri lagi að færa röskun landsbyggðarinnar á reikning þeirrar gömlu og úreltu kjördæmaskip unar, sem nú á að leiðrétta. Kjördæmahlaðið minnti nýlega á örlög Sléttuhrepps í Norður~ísa fjarðarsýslu í viðvörunarskyni og taldi, að þau yrðu hlutskipti annarra sveita, ef kjördæma- breytingin kæmist á. Hins vegar láðist Gunnari Dal og samspámönnum hans að útskýra, hver vörn Sléttuhreppnum hafi verið að gömlu kjör- dæmaskipuninni. Hann fór að minnsta kosti í eyði, þrátt fyrir hana. Landið breytist ekki hætishót við nýja kjör- dæmaskipun. Fjöllin verða á sínum stað, firðirn- ir og dalirnir, þó að fólkið úti á landi kjósi fimm eða sex þingmenn sameiginlega í stað eins eða tveggja áður. Saga og menning byggðanna fer á engan hátt forgörðum við þessa þróun. Framsókn- armenn eru því í þessu efni að æsa sig upp að á- stæðulausu til að reyna að leyna þeim sérhagsmun um sínum, sem gamla, úrelta kjördæmaskipunin var og er. Þeir eru lóðið. Hins vegar bendir margt til þess, að jafn- vægið í byggð landsins eflist, þegar kjördæmin verða stærri og sterkari heildir. Þá fá þau auk- inn íhlutunarrétt um fjárveitingar og fram- kvæmdir, en slíks er vissulega mikil þörf. Og þá kynni svo að fara, að sumir fyrrverandi þing menn Framsóknarflokksins finni þar kjósend- ur, þegar þeir leggja þangað leið sína úr höfuð- staðnum í sumarleyfinu. Afdalamennska Gunnars Dal og samspá- manna hans hefur aftur á móti fengið sinn dóm. Fylgiskjöl hans eru eyddar sveitir og yfirgefin sjáv arþorp. Hafa ekki íslendingar fengið nóg af þeirri öfugþróun? Guðmundur Ulugason Sextugur: Fertugur: lllugason GUÐMUNDUR ILLUGASON er sextugur í dag. Hann er Borgfirðingur, fæddur að Skóg- um í Flókadal. Guðmundur ólst upp við algeng sveitastörf í æsku, en hugurinn stóð snemma til mennta og fræðslu. Hann nam við hinn gagnmerka Hvítárbakkaskóla og í fram- haldi af honum á Hvanneyri, síðan gerðist hann kennari um árabil, bæði norðanlands og vestan. Árið 1928, um vorið, fluttist Guðmundur „suður“ og vann á Álafossi, tók sér síðar sama ár bólfestu í Hafnarfirði, þar sem hann stundaði ýmis konar störf til ársins 1932, að hann gerðist lögregluþjónn í Reykjavík og við lögreglustörf hefur hann síðan unnið. Guðmundur er mikill félags- maður, og hefur komið mikið við sögu ýmis konar félagsmála starfsemi á umliðnum árum. Hann hefur átt sæti í stjórn UMF Eldborgar í Kolbeinsstaða hreppi, verið formaður sam bands ungmennafélaga Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu. Ritari verkamannafél. Hlífar í Hafnarfirði, fyrsti formaður í Kvæðamannafélagi Hafnar- fjarðar. í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur sem ritari þess. Einnig í stjórn Borgfirðingafé- lagsins og formaður þess frá 1956. Þá hefur Guðmundur verið mikill áhugamaður um bindindismál og starfað mjög mikið innan bindindishreyfing- arinnar, en í Góðtemplararegl- una gekk hann 1928 og varð fyrst félagi st. Esja á Álafossi, síðar st. Daníelshers í Hafnar- firði, einnar elztu stúku lands- ins, og var þar í forystu. Er hann fluttist til Reykjavíkur gekk hann í st. Frón nr. 227 og varð brátt einn af helztu liðs- oddum hennar. Ritari þing- stúku Reykjavíkur var hann um árabil og er nú þingtempl- ar í Reykjavík og á síðasta Stórstúkuþingi var hann kjör- inn í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands. Ætla ég að þau félög, sem mest eiga hug Guð- mundar, séu Góðtemplararegl- an og Borgfirðingafélagið, enda hefur hann unnið mikið starf fyrir þessi félög. Þá átti hann og um skeið sæti í framkvæmda “^g hann s]?;rif“tofumaður og nefnd Umdæmisstukunnar nr. 1. Magnússon 1 dag, sunnudaginn 21. júní, er Sigurður Kr. Magnússon, Hverfisgötu 24, Hafnarfirði, 40 ára. Það er að vísu enginn aldur nú til dags, en við félagarnir viljum samt minnast hans á þessum tímamótum. Til þess að gera öðrum ljóst hver maðurinn er, þá tökum við hér nokkur atriði úr starfssögu hans. Verzlunarskólaprófi lauk hann 1938 um vorið og sama ár eða nánar tiltekið 6.9. var hann ráðinn til Rafveitu Hafn- arfjarðar og hefur hann starf- að þar óslitið síðan eða yfir 20 ár. Sigurður byrjaði hjá Raf- veitu Hafnarfjarðar sem inn- heimtumaður, en 1. jan. 1940 Auk margþættrar félagsmála starfsémi, sem nú hefur verið rakin að nokkru, hefur Guð- mundur lagt stund á ættfræði, einkum rannsókn á ættum Borg firðinga og er stórfróður á því sviði, einnig sögu þessa glæsi- lega héraðs. Hann er og mikill unnandi hvers kyns þjóðlegra fræða og hafsjór af þekkingu þar um. Sá, sem þessar línpr ritar, hefur átt langt og gott samstarf með Guðmundi Ulugasyni inn- an Þingstúku Reykjavíkur, sem hér skal þakkað bæði per- sónulega og fyrir hönd fram- kvæmdanefndarinnar í heild og hamingjuóskir færðar í til- efni dagsins um leið og þess ér getið, að vart er unnt að hugsa sér skemmtilegrj og betri sam- starfsmann en Guðmund. Góð- ar gáfur hans, létt lund, græskulaus gamansemi og margþætt þekking, gerir hann að hinum ákjósanlegasta starfs félaga. Einar Björnsson. gjaldkeri tveim árum síðar. Sigurður hefur því verið Sigurður Kr. Magnússon gjaldkeri rafveitunnar í 19 ár. Það er gleðilegt þegar ungir menn helga sér starf að þeir uni sér þá svo lengi í því sem Sigurður hefur gert. Sigurður er sonur góðhjón- (Framhald á 10. síðu). H a n n es h ★ ★ Jóhann Hannesson og tjónið við Sogið. Varaði hann við hættunni? Þegar allt er í veði. Engir varðmenn. uiiiiiiniiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuji. Auglýsmgasímí Alþýðublaðsins j er 14906 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiliiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTi MÉR VAR SAGT að séra Jó- hann Hannesson, þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum, hefði aðvarað verkfræðingana við Sogsvirkj- unina vegng. fallþungans frá Þingvallavatni. Svo ég hringdi til séra Jóhanns og spurði hann um það, hvort hann hefði af hyggjuviti sínu einu saman séð hættuna, sem að stíflunni stefndi og varað verkfræðingana við. „NEI EKKI GET ÉG SAGT það,“ svaraði séra Jóhann. „Það er að minnsta kosti orðum auk- ið, en í haust sagði ég við þá kunningja mína þarna, að ég vorkenndi þeim þegar vestan- stormarnir kæmu Ég óttaðist að o r n i n u vel og mér datt ekki í hug, að veðrið myndi koma svona skyndj lega að sumri til. Það kom því miður, og rauf mannvirkið. Það stóð bert fyrir hinum gífurlega fallþunga vatnsins, en undanfar- ið hefur verið óvenjulega mikið í því.“ ÞETTA SAGÐI séra Jóhann Hannesson. HcYium fannst fall- þungi vatnsins mikill, ískyggi- lega mikill. Hann þekkir vatnið og duttl/.nga þess. Uppi á stífl- unni voru engir varðmenn í veðrinu, aðeins varðmenn eins og vant var í húsinu, aðallega til þess að gæta þess að engu væri úr því stolið. — Þetta er hroða- legt áfall. Þeir sáu fyrir í fimm klukkutíma að stíflan myndi rofna. — Og þeir gátu ekkert að gert. ÞESSA DAGANA er gert út um örlög okkar næstu mánuð- ina. Ef ekki tekst að stöðva flauminn, þá.*í- hætt við að raf- magn ^korti svo mjög næstu stíflan væri of lág og að hún jmánuði, að allt stöðvist sem mundi ekki duga. En þeir fengu ' gengur fyrir rafmagni — og þá ágætan vetur og verkið gekktfer tjónið fyrst að verða mikifþ Séra Jóhann Hannesson sagði við mig, að óðfluga lækkaði í vatninu. „Það lækkar svo mikið nú á einum einasta sólarhring, að það nemur eins miklu og þegar alger þurrkur stendur í heilan mánuð. Menn geta því al- veg gert sér í hugarlund, hvað það þýðir ef vatnið heldur á- fram að sjatna í þrjá til fjóra sól arhringa.“ ÞAÐ ER ENGINN VANDI að vera vitur eftir á. En það er nauðsynlegt að minna enn einu sinni á það, að það er skammur tími ' liðinn síðan íslendingar fóru að stunda mannvirkjafræði. Það er líka rétt að segja það', að þegar fjallað er um Iífsnauðsyn þá má ekkert bresta. Heimilin í Reykjavík, raunar á öllu Suð- vesturlandi, og auk þess allur iðnaður og margvíslega fram- leiðsla og þjónusta er í veði. EF ÞURRÐ VEKÐUR í Þing- vallavatni vegna þessa náttúru- viðburðar, er atvinnan í v’eði og þar með lífsmöguleikar meiri- hluta þjóðarinnar. Hvers vegna var stíflan ekki styrkari en raun varð á? Hvers vegna voru ekki varðmenn þar sem hættan var mest? Fólk spyr þessara spurn- inga nú — og það verður að fá svar við spurningum sínum. Við skulurn biðja þeííí.fið nú JojRfi tek izt að loka fyrir flauminn. Á morgun getur það verið orðið of seint Hannes á horninu. 4 21. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.