Alþýðublaðið - 21.06.1959, Page 10

Alþýðublaðið - 21.06.1959, Page 10
Kerala Framliald af 5. síðu. tölum verði á komið. En í Kerala er öllu snúið við. Ker- ala er eina landsvæðið í heim- inum, þar sem kommúnistar hafa komizt til valda á lýð- ræðislegan hátt. Stjórnin hef- ur mjög nauman meirihluta, af 126 þingmönnum eiga kom- múnistar 60, en nokkrir „ó- háðir“ þingmenn fylgja þeim að málum. í síðustu kosning- um fengu kommúnistar aðeins 35 af hundraði atkvæða og 60 þingsæti, en kongressflokkur- inn 37,5 af hundraðí, en aðeins 43 sæti. Jafnaðarmenn fengu 9 þingsæti og múhammeðstrú- armenn 8. Kommúnistar eru því í miklum minnihluta með al íbúa fylkisins og andstaðan gegn þeim er raunverulega andstaða meirihluta kjósenda. En sem sagt kommúnistar komust þarna til valda eftir leikreglum lýðræðisins og hafa fullan rétt til að sitja út kjörtímabilið. Hinn kommún- istiski forsætisráðherra, Nam- budiripad, hefur líka hvað eftir annað hvatt andstæðinga síná til þess að halda reglur lýðræðisins. FYLKISSTJÓRNIRNAR í Indlandi hafa takmarkað vald og ríkisstjórnin í Nýju-Delhi hefur undir vissum kringum- stæðum vald til að setja þær af, annaðhvort ef þær taka vald, sem þær hafa ekki sam- kvæmt lögum eða ef þeimmis- tekst að halda uppi lögum og reglu. Kommúnistamir í Ker- ala hafa hingað til starfað í samræmi við stjórnarskrá landsins og stjórnin hefur ekki séð ástæðu til þess að gagnrýna hina nýju skólalög- gjöf hans. Nehru forsætisráð- herra Indlands hefur jafnan farið varlega í að gagnrýna eða ræða ástandið í Karela og kveðst ekki vilja skipta sér af stjórn fylkisins, þótt pólitísk- ir andstæðingar sínir séu þar við völd. Fyrir skömmu réðst hann meira að segja á þá, sem standa fyrir kröfugöngunum í Karela, og hvatti þá til að fara að öllu með gát. Hann sagði, að það væri skylda allra Indverja, að grípa ekki til valdbeitingar til þess að skipta um fylkisstjórnir. Nehru óttast, að kommún- istum aukist fylgi, ef ríkis- stjórnin grípur í taumana í Kerala og sviptir stjórnin þar völdum. Um Kína og Rússa Framhald af 5. síðu. hátíðaræðanna. 1957 gat að lesa í kínverskum blöðum margar árásir á Rússa. Lond Jun forseti Yunnan-fylkis lét þá svo ummælt, að Rússar hefðu skipulagt ránskap í Mansjúríu. Sjang Po Kjún samgöngumálaráðherra sagði, að vinátta Sovétríkjanna væri Kínverjum dýrari en náttúru- hamfarir. Lo Long Ki umsjón- armaður með skógarhöggi Kínverja skrifaði í opinbert málgagn, að Rússar væru villi menn. 'Þessir þremenningar voru allir sviptir stöðum sín- um í bili, en fengu fulla upp- reisn nokkrum mánuðum seinna. Andúð Kíríverja á Rússum á sér ýmsar orsakir. Rússnesk ir tæknifræðingar, sem eru fjölmennir í Kína, hafa yfir- leitt skapað sér óvinsældir, kínverskir stúdentar í Moskvu telja þjóðirnar svo óskildar menningarlega, að ekki sé hægt að búast við náinni vin- áttu með þeim. Samkvæmt áætlun Rússa áttu Kínverjar að vera háðir þeim í tæknilegum efnum um langa framtíð, en Kínverjar þrá að losna undan „hjálp“ Rússa og líta niður á og eru gramir rússnesku ráðgjöfun- um. Mao stofnaði kommúnurn ar m.a. til þess að reyna að gera land sitt óháð Rússum. En eftir að Liau var kjörinn forseti Kína hafa Rússar lán- að Kínverjum þúsundir mill- jarða til efnahagslegrar upp- byggingar. Það er sennilega verð það, sem þeir greíða fyr- ir „afturhvarf“ Kínverja til hins klassiska marxisma. KrÚSTJOV viðurkennir, að mikill skoðanamunur ríki með Rússum og Kínverjum. Hingað til hefur mest verið um að ræða deilur um aðferð- ir. Þessar deilur hafa aukizt upp á síðkastið, en þó er ekki um vinslit að ræða. Rússneskt gull hefur brætt í síðustu brestina um sinn. Það eitt verður fullyrt, að í heiminum eru nú tvær tegundir kom- múnisma, rússnesk og kín- versk. Sovétstjórnin lofar þegnum sínum auknum borg- aralegum þægindum, sniðnum eftir bandarískum lífsvenjum, sjónvarp, einkabíll, kavíar í morgunmat og 30. stunda vinnuvíka. Mao lofar þégnum sínum blessun samvinnunnar og dásemd þess að vera félags- vera. Hann ætlar að skapa á- ætlunarborgarann, bónda, verkamanns-hermanninn. Enginn veit, hvort nokkurn tíma kemur til átaka milli þessara tveggja félagsforma. Þegar enski þingmaðurinn Sam Watson sagði við Krú- stjov nýlega, að ef þröngt yrði um Kínverja heimafyrir, ættu þeir ekki um að velja nema Síberíu og Ástralíu til að flytja til, svaraði Krústjov, að hann teldi æskilegra að þeir færu til Ástralíu. Kirkjuþáttur. Framhald af 5. síðu. þess samt, að biskupinn er ekki bara „fínn maður“, held- ur verkstjóri í stofnun, sem þýðingarmest er allra stofn- ana landsins, og biskupsdæm- ið er ekki aðeins gömul menn ingarleifð, — heldur samnefn ari allrar kirkjulegrar starf- semi í landinu, hverju nafni sem nefnist. Og þó að mikið velti á embættismönnunum, þá er hitt ekki þýðingar- -minna, að hver maður geri skyldu sína á sínum stað. Jakob Jónsson. Kvenstrigaskór með kvarthæl, ódýrir. 'Laugaveg 63. Framhald af 4. síðu, anna Kristínar Jóhannesdóttur og Magnúsar heitins Bjarna- sonar. Magnús var öllum eldri Hafnfirðingum að góðu kunn- ur, hann sat lengi í niðurjöfn- undarnefnd, var varabæjarfull- trúi Alþýðuflokksins og bryggjuvörður til fleiri ára. Sigurður er giftur Ástu Jóns- dóttur frá Bjarnastöðum á Álftanesi og eiga þau 3 efni- leg börn. Það var ekki meiningin að rita Iangt mál um félaga okk- ar, en geta verður þess, að starfsmaður og stærðfræðingur er Sigurður með afbrigðum og tölufróður svo af ber. Sem dæmi um það, hvað Sig- urður á gott með að muna töl- ur, mætti segja það til gam- ans, að hann kann utanað öll símanúmer í bænum og er það ekki lítils virði fyrir mann, sem þarf að hafa jafnmikil við skipti við fólkið og hann. Þar sem ég veit að ég skrifa þetta í óþökk Sigurðar, því eng inn er sem hann að vilja hvergi láta sín getið, þá lýk ég þess- um orðum með því að færa honum mínar og allra félaga beztu óskir með afmælið og framtíðina. Ég veit að á heimili þeirra hjóna verður gestkvæmt mjög og munu þá vinir og vanda- menn biðja honum og heimil- inu blessunar Guðs. Sigurður, lifðu heill í næstu 40 ár! Hfanarfirði 20. júní ’59. Kádé. Símnefni: Cover Pésthólf : 1412 Símar: 19003 19004 Hevmlffsfang: Aðalstræfi 6 ngar: mE&i&r skip, bátar yfir 100 vörur í flutningi, síldar- nætur og bátar, farangpi? skipverja o. fl. o. fl. SJ0TRY6GINGAR BRUNATRYGGINGAR ABYRŒSRTRYGGINGAR . jfesí ’ •JS5SSÍ ■ eifið upplýsinga u |_0 21. júní 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.