Alþýðublaðið - 02.07.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1959, Blaðsíða 2
rniðvÍlmMagu 1 VEÐRIÐ: Norðaustan gola; léttskýjað. ÚTVARPIÐ í DAG: 12.50— 14.00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur. 15.00 Miðdeg- útvarp. 20.30 Erindi: „Þorp- ið“ (Ólafur Haukur Árna- son skólastjóri). 21.00 Tón- leikar: Atriði úr óperunni „Grímudansleikur“ eftir Verdi. 21.30 Útvarpssagan. 22.10 Upplestur: „Abraham Lincoln, uppruni hans, bernska og æska“. 22.30 Frá . tónleikum tékkneska út- varpsins í Prag í okt. sl. 23.00 Dagskrárlok. KAUPEÉLAG Skagfirðinga hefur tilkynnt mér, að í til- efni af 70 ára afmæli íélags- ins hafi á nýafstöðnum að- alfundi þess verið ákveðið að afhenda að gjöf til Hér- aðssjúkrahúss Skagfirðinga, sem nú er í smíðum á Sauð- árkróki, kr. 70.000,00, sem að ósk gefanda verður var- ið til kaupa á lækningatækj 'um í sjúkrahúsið, og enn- fremur kr. 7.000,00 til fegr- unar á sjúkrahússlóðinni. Þakka ég Kaupfél. Skag- firðinga þessar rausnarlegu ■gjafir og fyrri gjafir í sama skyni, sem allar bera ljó.san vott um stórhug og góðan skilning á mannúðarmáli. Sauðárkróki, 25. júní 1S59. F.h. sjúkrahússstjórnar- ínnar Jóh. Salberg Guðmundsson. t DAG afhentu þær frú Sig- rún Pálmadóttir Reynistað, frú Ingibjörg Gunnlaugs- clóttir, Úlfsstöðum, og frú Jónína Guðmundsdóttir, Héraðsdal, kr. 100.000,00 að gjöf frá Sarnbandi skag- fii’zkra kvenna til Héraðs- sjúkrahúss Skagfirðinga, eem nú f: í smíðufn á Sauð árkróki. Verður gjöf þess- ari að ósk gefanda varið til kaupa á sjúkrarúmum í sjúkrahúsið. Sömu konur afhentu eión ig í dag kr. 54.112,35 að gjöf til Héraðssjúkrahúss- íns, og er hér um að ræða söfnunarfé kvenna í Skaga- fjarðarsýslu og á Sauðár- ■íxróki. Verður fé þessu að ósk gefenda varið til sjúkra stofu í Héraðssjúkrahúsirxu til minningar um frú Hall- fríði Jónsdóttur, sem um mörg undanfarin ár hefur verið yfirhjúkrunarkona í sjúkrahúsinu á Sauðár- fcróki. Leyfi ég mér f.h. sjúkra- hússstjórnarinnar að þakka gefendunum fyrir þessar rausnargjafir, sem eru ó- rækur vottur um stórhug og góðviljaðan skilning á mann úðarmáli. Sauðáx-króki, 12. júní 1959. Jóh. Salberg Guðmundsson. ☆ ÚFTIRTALJJAR konur, sem óska að komast á mæðra- heimili með börn sín í sum- ; ardvöl, tali við skrifstofuna Sem fyrst. Sími 1-43-49. — — Mæðrastyrksnefnd. SAINT TROPEZ: Jacques Charrier, nýja eiginmannin- um hennar Brigitte Bardot, líður vel eftir uppskurðinn, upplýstu læknar hans í dag. Botnlanginn var tekinn úr honum í gær. ÞAÐ hefur ávallt verið iofs- vert með þjóð vorri að halda við fróðleik og færa í letur. Því skal nú sögð í stórum dráttum saga Félags ungra jafnaðarmanna í Keflavík frá stofnun þess 16. júní 1949 til þessa dags — eða 10 ár. Tíu , ár eru að vísu ekki hár aldur. Áratugurinn markar þó viss ] tímamót og gefur tilefni til að horft sé um öxl og rifjað upp. Aðdragandinn að féiags- stofnuninni var sá, að um þess ar mundir var margt ungra jafnaðarmanna hér í Keflavík en ekkert félag var hins vegar til þess að tengja þá saman. Um þessar mundir var Al- þýðuflokkurinn í stöðugri sókn hér í Keflavík, og óx fvlgi hans hröðum skrefum. Var flokkurinn þá stærsti flokkurinn í bæjarstjórninni og hafði forustu urn fjölmörg fi’amfaramál bæjarbúa. Það var því sannarlega • tími til kominn fvrir unga jafnaðar- menn í Keflavík að hefjast handa um félagsstofnun. Stofnfundur félagsins var haldinn eins og fyrr segir 16. júní 1949. Félagsstofnunin fór myndarlega fram. ‘83 gerðust stofnendur. Vakti félagsstofn- unin óskipta athygli, svo vel þótti af stað farið. Eins og gengur þá hafa skipzt á skin og skúrir í stai’f- semi félagsins. En ég hygg, að á engan sé hallað, þótt sagt sé að starfsemin hafi verið með mestum blóma á fyrstu starfs- ái’um félagsins. Það er mai’gt, sem félagið hefur tekið sér fvrir hendur á þessu tímabili. Megin verkefni þess hefur að sjálfsögðu verið afskipti af stjórnmálum. Hefur félagið lagt drjúgan skerf af mörkum í starfsemi Alþýðuflokksins hér í Keflavík. Hafa félags- fnenn átt sæ+i í bæ.jarstjórn ýmist sem fulltrúar eða vara- fulltrúar. Að öðru leyti hafa ungir jafnaðarmenn í Kefla- vík mjög látið flokksmál til sín taka. Oft á tíðum hefur mikið fjör verið í starfserrd félagsins. Ótal fundir hafa ve” ið haldnir, þar sem margs kor ar málefni hafa verið tekir til umræðu, málfundastarf- semi hefur verið komið á fót, stjórnmálanámskeið haldið. Þá má hér minnast þess, að allmikið hefur verið um ferða lög og þá oftast í sambandi við mót ungra jafnaðarmanna annars staðar af landinu. Þá hefur félagið og haldið uppi nokkru skemmtanalífi, og mun félagið hafa orðið fyrst til þess að hefja félagsvist fvr- ir almenning í Keflavík. Hér hefur verið drepið ó ýmislegt úr starfsemi FUJ þessi ár, en mörgu sleppt, sem of langt mál yrðj upp að telja að þessu sinni. Sést af þessu yfirliti, að FUJ hefur lagt drjúgan skei’f af mörkum að félagsmálum í Keflavík þennan áratug, sem það hefur starfað. Fyrsta stjórn Félags ungra jafnaðarmanna var skipuð eftirtöldum mönnum: Krist- jáni Péturssyni, formanni, Ól- afi Skúlasyni, varaformanni, Sölva Ólafssyni, rit., Bjarna Friðrikssyni, gjaldk., og Ás- geiri Einarssyni, fjármálarit-' ara. Formenn félagsins hafa verið frá upphafi: Kristján Pétursson, Ásgeir Einarsson, Guðmundur Erlendsson, Vil- hjálmur Þórhallsson, Haf- steinn Guðmundsson og nú Karl Steinar Guðnason. Með- stjórnendur auk þeirra, sem að ofan greinir, hafa þessir verið: Bjarni Jónsson, Stur- laugur Björnsson, Sigurður Halldórsson, Kjartan Finn- bogason, Guðleifur Sigui’jóns- son, Þórhallur Guðjónsson, Ólafur Thordersen, Björgvin Árnason, Ársæll Jónsson og Ingvar Hallgrímsson. Núverandi stjórn félagsins skipa: Karl Steinar Guðnason, form., Ólafur Thordersen, v,- form., Ársæll Jónsson, ritari, Vilhjálmur Þórhallsson, gjald- keri, og Ingvar Hallgrímsson, fjái’málaritari. Þeir, sem voru í fyrstu stjórn félagsins, voru allir í hópi hvatamanna að stofnun þess. Auk þeirra er rétt að nefna nokkra menn, er helzt hafa stutt að stofnun og starf- semi félagsins á undanförnum árum: Ragnar Guðleifsson, kennari, Guðmundur I. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, og auk þess Þórarinn Fjeld- steð, starfsmaður hjá verð- gæzlunni í Reykjavík, en hann vann mjög ötullega við að und irbúa stofnun félagsins. Upphaflega var ætlunin að starfsemi FUJ næði einnig yfir Njarðvíkur, en reyndin hefur orðið sú, að starfsemin hefur nær eingöngu miðazt við Keflavík. Tíu ár eru ekki langur tími, en samt hefur FUJ tekizt að skapa sér mikla og merka sögu. Það hefur tekið virkan þátt í stefnumálum Alþýðu- flokksins og alþýðunnar í Keflavík þennan tíma. FUJ fnun halda áfram að veita al- þýðunni lið. Uppruni félagsins er meðal alþýðunnar, og því mega félagarnir og forystu- mennirnir aldrei gleyma. Al- þýðan hefur þörf á starfi jafn- aðarmanna, ekki sízt nú á þessum síðustu og viðsjárverð ustu tímum. Það væri bezta afmælisgjöf in til FUJ á 10 ára afmælinu, að æskufólk Keflavíkur gengi svo að um munaði undir merki þess. Jarðvegurinn er jafn góður fyrir jafnaðarstefn una nú, eins og þegar félagið var stofnað fyrir 10 árum, það þarf aðeins að plægja hann rétt, þá mun uppskeran ekki láta á sér standa. V. Þ. Ef veiðlst... Framhald af 1. síðu. ur mega ver'a ánægðax með 20 twj-nur á só arhring. Greiddar eru 25 kr. fyiir tunnuni. KOKKARNÍR FÁ RÍFANDI KAUP. Það sem eftirsóttas' er nú meðal stúlkua er að komas: sem kokkur á síidarbát. Fá þær þar hærra kaup on ef til viU nokk- urs staðar aunars staðar jafn- ve! þótt lítið sem ekkert veið- ist. Tryggingin ein eru rúmar sjö þúsupd krónur á mánuði, en tryggingartímabilið er um það bil tveir mánuðir. Hingað til hafa útvegsmenn verio treg- ir til að taka stúlkur sem kókka, en undanfarið hefur verið svo mikill hörgull á karlakokkum, að kvenfólk hefiir verið tekið til þessa starfa. Síldarstúlkurnar eru ekki teknar innan ákveðins aldurs, þar eð of erfitt hefur reynzt að hafa eftírlit með hálfgei’ðum börnum. Eiliheimlfi vígl í Keflaví! 25. JÚNÍ fór fram vígsla elliheimilisins í Keflavík. Þótt hér sé ekki um stór- hýsi að ræða, er hér atburður, sem á sína sérstæðu sögu, því að á bak við þessa stofnun liggur stórhugur mikill, rausn og kærleikslund eins manns, Jóns Guðbrandssonar, Faxa- braut 15 A, Keflavík, en hann afhenti Keflavíkurbæ húsið Faxabraut 15 til eignar, með gjafabréfi, dags. 12. marz 1957. Húsið var þá fokhelt með efni til miðstöðvar. Síðan hefur Jón unnið mikið að því að fullgera bygginguna fram á þennan dag. Þá hefur Jón Guðbrandsson gefið elliheim- ilinu allgott bókasafn, er hann átti, og á vígsludaginn afhenti hann bæjarstjórn gjafabréf, þar sem hann gefur Kefíavík- urbæ neðri hæð húss síns að Faxabraut 15 A. Er háeðin 3 herbergi og eldhús og verður laus til afnota næsta vor. Sóknai’presturinn, sr. Björn Jónsson vígði elliheimilið og hlaut það nafnið Hlégarður að ósk gefandans. Kirkjukórinn söng við vígsluna. Að vígslu lokinni bauð bæj- arstjóri, Eggert Jónsson, gest- um að skoða heimilið, og að því loknu var gengið til kaffi- drykkju í Matstofunni Vík. Þar lýsti Jón Guðbrandsson byggingu hússins og hverjir hefðu við það unnið. Forseti bæjarstjórnar, Al- freð Gíslason, færði Jóni Guð- brandssyni þakkir Kef lavíkur- bæjar fyrir hans miklu rausn og kærleiksríku gjöf. Hann þakkaði öllum þeim iðnaðar- mönnum og verkamönnum, sem unnið hefðu við bygging- una, svo og öllum þeim, sem lagt hafa fram gjafir til bygg- ingarinnar í peningum og vinnu. Þá töluðu Valtýr Guðjóns- son, fyrrv. bæjarstjóri, Kjart- an Ólafsson héraðslæknir og Eggert Jónsson bæjarstjóri. Húsið er 125 ferm., 2 hæðir Framhald á 3. síðu. Knattspvrna. Framhald af 9. síðu. linrum leikmönnum, en fram- herjana skorti áræði til að skjóta á markið. Það vantaði í þá hrygginn, þeir stc-ðu ekki uppréttir undir sjálfum sér í hálfleiknum. SÍÐARI HÁLFLEIKUR. En í þessum hálfleik réttu heir sig Þó úr kútnum og voru nú ólíkt mannborlegri en í þeim fyrri. Aðstaða þeirra í mótinu, með tvo jafnteflisleiki var og slík að dugði ekki annað en hrista af sér sliðruorðið, og hað tókst. Nú var sótt fram a£ kappi og skotið. Og sjá, mörk- m komu og sigurinn vannst. Á 20. mín. jafnaði Guðmundur Óskarsson og aðeins 2 mínút- um síðar voru þeir aftur í sókn sem lauk með því að Biörgvin \rnason h. úth. skoraði sigur- narkið, með lausri sendingu. Akurnesingum tókst ekki, —- brátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að skora neitt mark í þessum hálfleik og leikur þeirra var allur miklu lakari nú en í þeim fyrri. Harðnandi mótspyrna mdstæðinganna „setti þá út a£ laginu“ og eftir síðara mark Fram misstu þeir „fótfestuna16 og biðu ósigur. í þessum hálf- leik má segja að mark Fram væri aldrei í beinum yfirvof- andi háska, utan einu sinni eða tvisvar, en þá greip markvörð- urinn vel inxx í og biargaði. Ef Framliðið hefði rétt almenni- lega úr hryggnum í fvrri hálf- leiknum, eins og það þó gerði í þeim síðari, hefði heildarút- koman orðið miklum mun hag- stæðari fvrir það en hún þó varð. Liðið á, eins og fyrr segir, ýmsum góðum leikmönnum á að skipa, og hefur sýnt, að það á góð tilþrif úti á vellinum, en slíkt er ekki einhlýtt ef ekki er áræði fvrir hendi til að skjóta á markið. Auk þessara tveggja marka, sem Fram skoraði, átti knötturinn að minnsta kosti að liggja eimi sinni til viðbótar inni í Akranes-markinu, þegar Björgvin Á. var fyrir því miðju, einn og óvaldaður, en skaut hátt yfir. Þannig mistök eru al- giörlega óverjandi. 'Slíkir eru af þeirri skotmannaætt, sem ekki hitta belju þó þeir haldi í halann á henni, og því mikil nauðsyn á að læra betur. Helgi Helgason dæmdi_ leik- inn eftir atvikum vel. Áhorf- endur voru allmargir. EB, 2 2. júlf 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.