Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 1
 40. árg. — Þriðjutlagur 14. júlí 1959 — 146. tbl. EYJÓLFUR JÓNSSON, sund kappi hefur þreytt Vestmanna- eyjasund og unnið þar með eitt frækilegasta sundafrek á íslandi tjl þessa dags. Hann lagði af stað frá Vestmannaeyjum kl. níu í gærmorgun og gekk á land á Landeyjarsandi eftir 5 klukku- stunda og 26 mínútna sund. Með honum á sundinu fylgdu tveir bátar, vélbátur og árabát- ur og fór Eyjólfur með stærri bátnum til baka út í Eyjar eftir að hafa þreytt sundið. Þegar hann hafði heilsað - fagnandi fólki á hafnarbakkanum í Vest- mannaeyjum brá hann sér í heit't báð ög hreinsaði af séj; ullarfeitina en að því loknu,1 hress og endurnærður átti hann símtal við Alþýðublaðið og sagði frá sjóferðinni. Frásögn hans hófst á þessa leið: „Eg lagðist til sunds frá Eyð- inu í Heimaey kl. 9 í morgun og kom að landi kl. 2,26 og varð undrandi, er ég komst að raun um, að ferðin hafði ekki tekið lengri tíma, því ég hafði búizt við átta klukkustunda sundi. - Framliald á 2. síðu. wmwwwwmwwwwmmw FAXABORG frá Hafn- firði er aflahæst með 4.123 mál og tunnur, Síldveiðiskýrsla Fiskifélagsins THORSARARNIR hafa hót- að að fara með togara sína burt frá Reykjavík, af því að ríkis- stjórnin hefur algerlega neitað að gera þá og aðra einstaklinga — sem togara gera út, að mcð- eigendum í Fiskiðuverinu Morg unblaðið skýrði á sunnudag frá því, að Kjartan Thors hefði í úegerðarráði gert grein fyrir at- kvæðí sínu og meðal annars sagt: „í þessu sambandi ber að athuga, hvort gagnstæð afstaða tii einstaklingsframtaks gæti ekki leitt til þess að eigendur hlutaðeigandi skipa leituðu þeim heimilisfangs annars stað ar, þar sem þeir teldu sig eiga ---------------------TTimnmm Á FÖSTUÐAGSKVÖLD- | IÐ kont fyrsta síldin til | Dalvíkur. Faxaborgin frá | Hafnarfirði kom þangað | með 700 tunnur. Saltað I var alla nóttina og fram | á morgun. Myndin er frá | söltuninni.--(Ljósm.: 1 Haukur Helgason). | meiri skilningi að fagna af hendi bæjaryfirvfildanna — en á þessum skipum hvíla engin bönd um útgerð frá Reykja- vík.“ Eins og Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá, sóttu einstakl- ingar, sem togara gera út frá Reykjavik, þar á meðal Kveld- úlfur og Alliance, mjög fast að verða meðeigendur Fiskiðju- vers .ríkisins. Hins vegar tók ríkistsjórnin þá afdráttarlausu afstöðu að hún vildi því að- eins selja Fiskiðjuverið, að Bæj arútgerð Reykjavíkur yrði ein eigandi þess. Hins vegar vil.1 ríkisstjórnin tryggja, að þeir togarar sem ekki hafa frysti- húsaaðstöðu,. geti örugglega lagt upp afla sinn. Bæjarútgerð Reykjavíkur er stærsta togaraútgerð á landinu með átta skip. Hefur hana al- Framhald á 2. síðu. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað Að skemmtiferðirnar til Grænlands séu ekki á vegum Flugfélags ís- lands. Flugstjóri tekur vélina á leigu fyrir 40. 000 krónur, að blaðið bezt veit. Vélin tekur 60 farþega og farseðill- inn kostar 1500 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.