Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 12
40. árg. — Þriðjudagur 14. júlí 1959 — 146. tbl. ŒC^KIÍP Síldveiðarnar: LONDON, 13. júlí (Reuter). — Nýstárlegasta keppni ársins hófst hér í dag. Brezka blaðið ijl'ihe London Daily Mail“ hef- úr heitið 5.000 punda verðlaun- Vm fyrir skjótustu ferðina frá Marble Arch til Arc de Triom- phe í París — og þúsund punda verðlaunum fyrir óvenjuleg- asta ferðamátann milli þessara tveggja staða. ■ Keppnistímabilið er 11 dag- ■ar og skráðir þátttakendur 161. Til keppninnar er efnt til þess að minnast fyrstu flugferðar- innar yfir Ermarsund, en hún var farin fyrir 50 árum,- E ÚRSLIT urðu þau í leik S.-V. landsliðsins gegn liði Jótanna í gærkvöldi að jafntefli varð eitt mark gegn einu. Leikurinn var heldur tiljþrifalítill. Fyrsti keppandinn — flug- maður í brezka flughernum — kom til Parísar í London og var flugtími hans 57 mínútur og 48 sekúndur. Annar keppandi, sem líka er kominn á leiðarenda, notaði tvö mótorhjól, tvær þyrlur og þotu til ferðarinnar. Brezki hraðaksturskappinn Stirling Moss fór leiðina á tveimur tímum, 45 mínútur og 56 sekúndum. Hann fór á bíl sínum frá Marble Areh til Lydd í Kent, lét flugvél flytja hann til Parísarflugvallar og ók þaðan til Arc de Triomphe. Fyrsti kvenþátttakandinn, sem lagði upp í dag, er 31 árs gamall flugkennari. Hún ætlar á reiðhjóli til flugvallar í út- hverfi Lundúna, fær þar far fyrir sig og hjólið til flugvallar í úthverfi Parísar og fer síð- asta sprettinn á hj\51hestinum. Einn keppandi, sem vonar Framhald á 2. síðu- Grænlandsmála- ráðherrann í Reykjavík S.L. SUNNUDAG kom K. Lindberg Grænlands- málaráðherra, sem nú er í ferðalagi um Grænland, til Reykjavíkur. Á mynd- inni eru taldir frá vinstri: Lindiberg ráðherra, — Knuth geifi, sendiherra Dana hér á landi, Ludvig Storr ræðismaður og Örn O. Johnson fprstjóri Flug félags Islands. Ráðherrann og föru- neyti hans kom hingað tii lands með Hrímfaxa og fór til Kulsuk í Græn- landi í gærmorgun með Sólfaxa. — Ljósm.: Sv. S. UWMWWWWWWWWVWWVWWWWW HMWWWtWWWtVWWWWWVWMMW SAMKVÆMT upplýsingum frá biskupsskrifstofunni í gær er nú lokið talningu atkvæða í vígslubiskupskjöri Norðan- lands. Sr. Sigurður Stefánsson, prófastur, að Möðruvöllum í Hörgárdal var löglega kjörinn með 15 atkvæðum. Næstur honum var sr. Frið- rik A. Friðriksson, prófastur, Húsavík, með 11 atkvæði, en þriðji sr. Benjamín Kristjáns- son, Syðra-Laugalandi með 2 atkvæði. 29 prestar höfðu at- fcvæðisrétt og greiddu 28 at- fcvæði, en ejnn skilaði auðu. Sr. Sigurður Stefán'sson er, fæddur 10.-11. árið 1903. Lauk stúdentsprófi 1924, dvaldi við nám í Kaupmannahöfn 1925— ’26. Cand. theol. í Rvík 1928. Vígður til Möð.ruvali aklaus tur þinga í Hörgardal sama ár og veitt í sama mánuði. Hann var einn af útgefendum' tímaritsins Straumar og hefur skrifað grein ar í Kirkjuritið og önnú blöð. 'Hann er kvæntur Maríu Ágústs dóttur heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík Jósepssonar. Oldruð kona bráðkvödd ÖLDRUÐ kona varð bráð- kvödd s. 1. laugardag í Heið- mörk. Hafði gamla konan farið þangað ásamt dóttur sinni til þéss að njóta gkóða veðursins. Gamla konan var hálf níræð að aldri. Hafði hún ekki kennt sér neins meins er hún fór héð- an úr bænum. Naut hún sólar- innar þar um stund en hné síð- an út af örend. í Fallegar sfúlkur á fallegum sfað ÞEjSSI Þingvalíamynd var tekin um helgina. Þá liöfðu skikkanlegir borg- arar hundruðum satnan viðdvöl á Þingvöllum og putu veðurblíðunnar, cn þúsundir fóru um sögu- staðinn. Það eru aðrar myndir að austan á 1. síðu, og á 5. síðu er nýtt Þingvallabréf frá Þjóð- garðsverði. yWWMMVMWWWWWWWWM Lausl brauð ÆSUSTADAPRESTAKALL í Húnavatnsprófastsdæmi hef- ur verið auglýst laust til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Áður sat á Æsustöðum séra Birgir Snæbjörnsson, en hann sótti fyrir stuttu um Laufás í Eyjafirði og var kosinn lög- mætri kosningu. Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði og Raufarhöfn í gærkvöldi. Á AÐFARANÓTT mánud. var veiði ekki almenn, en nokkur skip fengu þó allt að 1 þús mál. önnur minna. Veður var sæmi- legt. Annars eru mörg skipanna á austursvæðinu, en við hér vit um lítið um veiðina þar, vegna Þess að Bretar eru farnir að út- varpa músik á þeirri einu bylgjuulengd sem haft er sam- band á við Raufarhöfn og síld- arleitarflugvélarnar. Virðast Bretarnir gera í því, að reyna að gera sem mestar truflanir. Bátarnir eru nú byrjaðir að kasta hér á vestursvæðinu og eru þegar búnir að fá sæmileg köst. Veður er nú gott, en nokk ur þoka. Raufarhöfn: — Enn bíða hér nokkur skip eftir löndun, en flest fara þau vestur með síld- ina, þar sem allar þrær eru full ar hér ennþá. Er talið að 4300 mál séu í skipunum sem bíða löndunar. Lítilsháttar var reynt að salta hér í dag. Hefur síldin farið batnandi. Afköst verksmiðjunnar eru um það þil 5000 mál á sólar- hring í bræðslu. Landað er nú aðeins úr skipum eftir því hve mikið verksmiðjan bræðir. Er fyrirsjáanlegt, að enn líða noklc rir dagar áður en hægt verður að taka á móti síld hér að nokkru ráði. iiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiYs 12400 funnur I = a | Til Alþýðublaðsins. | Eyjum í gær. | | VÉLBÁTURINN Berg- l I ur kom inn í dag með full- | | fermji síldar, scjm) hann | | hafði fengið hérna í vík- | í | inni við Eyjarnar og suð- | || ur á Bót. Virðist talsverð | 11 síld vera í sjónum og lief- § | ur hann fengið allt upp í | 1 400 tunnur í kasti. Síldin | | lítur vel út, feit og falleg 1 § og er hvort tveggja fryst | I eða sett í bræðslu. - Páll. | IHIIIII misillitnrrrllllll lll IIIIIIIIIIII lllllllllllllllTIIIIIIIIIl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.