Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.07.1959, Blaðsíða 5
ímwwvwwwwwwwwiwwwwiMWWwwwvwiHwwwvvvwwmwmww Séra Jóliann Hannesson: st við öíóða unglinga er SÉRA Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um hefur skrifað Hannesi á horninu annað bréf af tilefni opinberra umræðna um fyrra bréf hans, sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag. Fer þstta nýja bré;f séra Jó- hanns hér á eftir: Þingvöllum, 12. júlí 1959. Kæri Hannes! ÞASÍKA Þér kærlega fyrir birtingu bréfsins. Sé ég nú af öðrum blöðum, að það hefur vakið nokkra athygli að ég minntist á framferði hermannanna. En vegna ill- viljaðra umm/ela Þjóðvilj- ans um aðgerðaleysi trúnað- armanna Þingvalla í þessu efni, þarf ég að biðja þig l'yrir eftirfarandi: 1) Snemma í júnímánuði reyndu menn úr varnarlið- inu að fá hér staðsettan stór- an bát til afnota fyrir veiði- klúbb. Var hann hér á vatn- inu einn dag, en var ekki sett ur á flot fyrir landi þjóð- garðsins, Þá dvaldi hér húsa meistari ríkisins, Hörður Bjarnason, og er hann sá hverju fram för, stöðvaði hann þessa fyrirætlun í sam ráði við formlann Þingvalla- nefndar undirritaðan, á- samt lögreglumönnum. 2) Rétt um sama leyti, rneðan ég var á móti fyrir fermingarbörn að Laugar- vatni, 6.—7. júní, gerði Sverrir lögregluþjónn athug un á ástandinu hér. Voru þá 11 flokkar setuliðsmanna í Þjóðgarðinum; 3—9 menn voru í hverjum flokki. Gefin liöfðu verjð út leyfi (passar) handa hennönnunum til á- kveðinna staða, flest til Þing valla. Ekki var Ijóst hver hafði gefið þau út, en það var greinilegt að lyefin voru hvorki gefin út með sam- Þykki Þingvallanefndar né þjóðgarðsvarðar. Greinilegt var að fyrirfram ákveðið samband var milli íslenzkra stúlkna og hermannanna, því þær komu hingað sem sendar væru, nálega strax eftir að hermennirnir voru hingað komniri Strax þann 8. sendi és formanni vorum símskeyti og tjáði honum þessi vandræði og að þörf væri skjótra aðgerða. 3) Þar sem ég vissi að alljr stjórnmálamenn áttu mjög annríkt um þessar mundir og gátu varlia gert neitt sérstakt fyrir kosningar auk brýnna stjórnar- og stjórn- málastarfa, skrifaði ég eitt bréf og eina ritgerð á ensku. Bréfið var sent Major Lock- wood og eftir samkomulagi við hann skyldi ritgerðin prentuð á ensku í blaði, sem út er gefið á stöðyum hersins í Keflavík. Ritgerðin fylgir hér með í afriti. Eins og þú sér af þessari ritgerð, var það von mín að takast mætfi að kenna hermönnunum að meta staðinn og virða helgi hans og stöðva með friðsam- legu móti kvennafar þeirra og fyllirí. Virtist um tvær helgar svo sem þetta myndi takastj en svo „sprakk stífl- an“ og streumurinn náði há- marki sínu um helgina 4.—5, júli, Leyfi, sem éff hef síðan séð hjá hermönnunum, sýnir með viðfestu blaði að þeim hafa verið kynntar þær regl- ur, sem ég skrif aði inn í rit- gerðinni, en þfúr hafa brotið þær á sama hátt og óreglu- samir unglingar íslenzkÍE gera. 4) Sæmd Þingvalla verður þó ekki bjargað með því einu að koma óreglusömum her- mönnumi héðan. Flest spjöll- in hafa verið unnin af okkar eigin mönnum; þar á meðal innbrot á fimm stöðum; fjöldi þjófnaða úr tjöldum; skemmdir á skiltum, gróðri o. f 1. Lítil von gr um að upp- ræta þetta mein nema lög- gæzlumenn fái heimild til að leggja hald á áfengi í tjöld- um og í bílum, áfengi, seni menn flytja hingað ómælt og hella í sig hér. Nálega allt, sem unnið er hér af spjöll- um, nálega öll slagsmál og éhöpp eiga rætur sínar að rekjá til drykkjuskaparins, Að yaka heilar nætur og daga. og eltast við ölóða ung- linga er jafn tilgangslaust og að smala, en hafa enga rétt, veiða án þess að hafa öngul eða net — eða bera sólskinið inn í trogum, eins og Bakka- bræður gerðu, Ef lögreglu- menn eiga að vinna eftir að- ferðum Bakkabræðra, þá þarf fleiri löggæzluménn en lögbrjótarnir eru; skynsemi verður ekki borin inn í vit- und ölóðra manna. Eins og þú munt sjá af rit- gerðinni, er gerð tilraun af hálfu trúnaðarmanna Þing- valla til að stöðva slærna hegðun hermanna með frið- samlegu móti. Ég bar grein- ina undir einn vina minna, sem er trúnaðarmaður þjóð- arinnar um velferð Þing- valla og var hann henni sam þykkur. Þótt Þingvallanefnd hafi ekki komið saman til þess að samþykkja þessa að- gerð mína, þá má samt líta á allt, sem réttmætt ej- í þess- ari aðgerð sem hennar verk. Að árangurinn varð ekki meirj er eþki okliar sök. Ég tel mig eftir sem áður til vina Ameríkumanna; í kirltjulegri starfsemi hef ég kynnzt mörgum ágætismönn ubi meðal þeirrar mætu þjóð ar. Hins vegar eru Ameríku menn Hkir okkur íslending- um að því leyti að oft eru þeir sjálfum sér verstir og kunna aft og einatt ekkj a.ð taka ráð í tíma. Bið ég þig að birta þetta, Hannes minn, svo lesendur geti hér af skil- ið illviíja Þjóðviljans í okk- ar garð, því það er líka nauð synlegt. Með vinarkveðju þinn JOHANN hannesson. KVIKMYNDIN „Dagbók Önnu Frank“ hefur nú verið frumsýnd í Holly- wood og New York við mjög góðar undirtektir. Það er kvikmyndafélagið 20th Ceníury Fox, sem hún á leikriti Frances Goodrich og Albert Hack- etts. Öll stærstu dagblöð New Yorkborgar hrósuðu kvikmyndinni mjög. Myndin sýnir Millie Per- kins og Joseph Schild- kraut í hlutverkum sínum | gerði myndina, og byggist iiiiiiiiiiiiiiiiiimiumliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiniiiii'iitn EINN fremsti meðlimur Alþjóðlegu Laganefndarinn- ar er indverski lögfræðing- urinn Purshotram Trikam- das. Hann var áður fyrr einkaritari Gandhis, var um langt skeið framarlega í hópi indverskra Jafnaðármanna . og er nú lögmaður við hæsta rétt Indlands. Samkvæmt tilmælum Alþjó.ða Laga- nefndarinnar, sem vinnur í sambandi við Sameinuðu þjóðirnar, undirbýr Trikam- das nú skýrslu um atburð- ina í Tíbet undanfarið. Fyr- ir skömmu var hann á ferð í Osló og hafði þá fréttamað- ur frá AP eftirfarandi við- tal við hann. — Frá 1912—1950 var Tí- bet raunverulega sjálfstætt ríki, enda þótt Kínverjar hefðu í orði kyeðnu æðsta vald í málum Tíbetinga. í október 1950 voru kínversk- ar hersveitir sendar inn í Tíbet, segir Trikamdas. — Tíbezki herinn var ofurliði borinn og Tíbetbúar voru neyddir til þess að senda samninganefnd til Peking. 1951 urðu Tibetbúar að und- irskrifa samkomulag í 17 liðum við Kínverja. Sam- kvæmt því ábyrgðust Kín- verjar sjálfstæði landsins, en landinu var skipt í þrjú svæði. Eitt svæðið var undir stjórn Panchen Lama, öðru var stjórnað af svokölluðum frelsisnefndum, sem alger- lega voru skipgðar leppum Kínverja og þriðja svæðið var undir stjórn Dalái Lama. En kínverskir kommúnistar höfðu samt sem áður herlið í öllum helztu borgum Tíbet. Stjálfstjórn Tíbet var því ekki annað en orðið tómt. Stuttu síðar hófu Kínverj- ar byggingu þernaðarlega mikilvægra samgönguleiða um landið. Þeir neyddu 250. 000 unga Tíbetbúa til þess að vinna að þessari vegagerð. Fjórðungur þeirra lézt á næstu tveimur árum. Ungir Tíbetbúar voru einnig send- ir til Peking til að ,,bjálfast“ upp í að vera nothæfir komm únistar. Kínverjar hófu líka strax mikinn áróður gegn trúarbrögðum landsmanna. Fjöldi trúarleiðtoga var handtekinn og margir skotn- ir eða settir í fangelsi. 1952 hófu Kínverjar að flytja til austur- og norð-austurhluta Tíbet. Nú eru fimm milljón- •ir Kínverja seztir þar að og búist er við öðru eins á nsestu fimm árum. Þessu fylgir eignanám á eigum Tí- betbúa. sem fyrir búa. Árangur þessara aðgerða kommúnista er öflug mót- spyrnuhreyfing. Hún hófst fyrir alvöru 1955 í austur- hl.uta landsins. Smám saman breiddist hún út og skæru- hernaður hófst í stórum stíl. Óeirðirnar náðu til Lhasa, kommúnistar svöruðu meí> því að varpa sprengjum á Lhasa í marzmánuði í vet- ur. Það varð til þess að Da- lai Lama flúði land sitt. Trikamdas segir að sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem hann hafði fengið frá Lhasa hafi Kínverjar hand- tekið alla karlmenn í Lhasa á aldrinum frá 15—60 ára. Tíbetbúar litu svo á eftir of- sóknir Kínverja að samning- urinn við Pekingstjórnina frá. 1951 sé ur sögunni. — Kínverskir kommúnist- ar tala um að frelsa Tíbet undan oki afturhaldssamra lénsherra? — í fyrsta lagi réttlætir stjórnarform í einu landi ekki árás annars á bað. í öðru lagi hefur Dalai Lama unnið mikið að endurbótum í landinu, fyrst og fremst nýskipan landbúnaðarins. Kínyerjar ætla svipaðar leið’- ir en þeir börðust gegn end- urþótum Dalai Lama vegna þess að þær komu sér illa fyrir áróður þeirra um a5 „frelsa“ Tíbet. — Þróunin í Austurlönd- Framhald á 10. síðu. Alþýðuhlaðið — 14. júlí 1Í59

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.