Alþýðublaðið - 17.07.1959, Side 4
tTtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ast-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson,- Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10.
Viðey og höfuðborgin
JAFNAN um þetta leyti árs kennir þess,
að Reykjavík vantar skemmtigarð — stað, þar
sem ungir og gamlir höfuðstaðarbúar geta safn-
azt saman á fögrum dögum til að njóta veðurblíð-
unnar sér til andlegrar og líkamlegrar hressing-
ar. En þar þurfa jafnframt að vera fyrir hendi
þau þægindi, sem fólkið kýs sér til að dagurinn
komi því að tilætluðum notum. Þessa er lítill
kostur í Reykjavík nema að veita sér dýra
skemmtun innan fjögurra veggja. Samt er höfuð-
borgin orðin myndarlega stór og í miklum vexti.
Og náttúrufegurðin í umhverfi Reykjavíkur er
slík og þvílík, að fáar höfuðborgir nágrannaland-
anna hafa upp á meira eða betra að bjóða í því
efni.
Enginn vafi leikur á, hvar eigi að velja
skemmtigarði Reykjavíkur stað. Viðey er kjör-
in til þeirra nota. Þar er ógleymanlegt að
koma á fögrum sumardegi, og aðstæður allar af
náttúrunnar hálfu mega kallast ákjósanlegar.
Auk þess er Viðey merkastur sögustaður í ná-
grenni höfuðstaðarins og svo stutt þangað að
fara, að hún má heita við bæjardyr Reykjavík-
ur. Ennfremur virðist mjög til athugunar að
velja hyggðarsafni Reykjavíkur stað í Viðey,
og her margt til. Loks skal á það minnt, að Við-
eyjarstofa er eitt af þeim húsum á íslandi, sem
af er saga. En Reykvíkingar muna naumast
Viðey, þó að þeir hafi hana fyrir augunum alla
daga. Allt of fáir af íbúum Reykjavíkur hafa
komið þangað og nær enginn nema af tilviljun.
Orsök þessa er það framtaksleysi bæjaryfir-
valdanna að hafa ekki tekið málið föstum tökum.
ÓEIRÐIR og uppreisnir
geisuðu í 13 af hinum 20 ríkj-
um Mið- og Suður-Ameríku
á fyrra helmingi ársins 1959.
Og búast má við uppþotum
víðár á þessu svæði.
Sjö þjóðir bjuggu við upp-
reisnarástand, ef Kúba er tal-
in með og sex aðrar upplifðu
óeirðir og uppþot í ýmsum
myndum. í fimm löndum er
enn uppreisnarástand.
Sigur Fidel Castro á Kúbu
var neisti á bálið og er ekki
enn séð hvenær áhrifa hans
hættir að gæta. Tvær af þess-
um uppreisnum voru hálf-
gerður gamanleikur og sumar
þeirra voru ekki gerðar í
nafni frelsisins. Pravda segir
að í Suður-Ameríku séu 360.
000 flokksbundnir kommún-
istar og áhrifa þeirra gætti all
víða en annars staðar voru
kommúnistar hraktir til und-
anhalds.
í apríl voru tveir rússnesk-
ir sendiráðsstarfsmenn reknir
frá Mexíkó fyrir að hafa að-
stoðað við að skipuleggja
verkfall járnbrautarverka-
manna. Argentína, annað
þeirra tveggja landa í Suður-
Ameríku, sem heldur stjórn-
málasambandi við Sovétríkin,
hefur vísað sex rússneskum
sendiráðsstarfsmönnum úr
landi og bannað starfsemi
kommúnista í landinu. Uru-
guay, hitt landið, sem er í
stjórnmálasambandi við Sovét
ríkin, virðist í þann veginn
að slíta því.
En óróinn í þessum löndum
er ekki allur af völdum Rússa.
Ólgan þar er óhjákvæmileg í
löndum, sem eru í deiglunni.
Fólkinu fjölgar mjög ört í
þessum löndum eða tvisvar
sinnum hraðar en í Bandaríkj
unum, en neyzlan er einum
fimmta minni en í Bandaríkj-
unum. Sums staðar ræður eitt
prósent af þjóðinni yfir 20
prósent þjóðarteknanna, og
annars staðar, eins og í Bras-
ilíu, er verið að reyna að gera
á fimm árum, sem varla verð-
ur gert nema á hálfri öld, þ.
e. a. byggja hagkerfi á grund-
velli iðnaðar í stað landbún-
aðar.
Órólegasta svæðið er enn,
sem komið er, lönd þau, sem
liggja að Karribahafinu. Þar
eru upptök þess hvirfilvinds,
sem ógnar öllum einræðis-
herrum og hefur þegar fellt
fimm harðstjóra í Mið- og
Suður-Ameríku.
Hér er annáll fyrstu sex
mánaða yfirstandandi árs á
þessu svæði.
KÚBA. Hinn prýðilega aug
lýsti og velheppnaði skæru-
hernaður Fidel Castros gegn
hinu 25 ára einræði Battista
á Kúbu, er einstakur með til-
liti til þess, að í fyrsta sinn í
sögu Ameríku sigraði upp-
reisnarmaður án aðstoðar hers
ins. Sigur Castros yfir Batt-
ista er ef til vill merkilegasti
sigur uppreisnarmanns í sög-
unni.
HONDURAS. 1500 manna
her uppreisnarmanna undir
forustu fyrrverandi yfirhers-
höfðingja landsins, gerði inn-
rás í Honduras en var gersigr-
Hugmyndin um Viðey sem skemmtigarð er þegar
orðin nokkurra ára gömul, en samt verður ekki
af framkvæmdum. Auðvitað myndi þetta kosta
einhverja fjármuni, en Reykavík hefur sannarlega
ráðizt í annað eins og stundum af minna tilefni.
Hins vegar virðist óumdeiianlegt, að þetta eigi
að gera. Vill ekki bæjarstjórn Reykjavíkur gera
svo vel og láta af því verða, að Viðey komist í
eigu höfuðstáðarins og íbúa hans á þann skemmti-
lega hátt, að hún verði skemmtigarður Reykja-
víkur og samastaður byggðarsafns höfuðborgarinn-
ar í framtíðinni?
Og hér þarf almenningsálitið að koma við
sögu. Reykvíkingar mega ekki neita sér áratug
eftir ár'atug um sinn skemmtigarð. Þeir eiga að
brúa sundið út í Viðey og nema þar land sér til
dægras'tyttingar, fróðleiks og hvíldar. Reykvík-
ingar hafa gert það, sem meira er, og ekki talið
eftir sér.
H a n n es
á h o r n i n u
Iðnaðarpláss.
Húseign, hentug fyrir 'iðnað, ásamt stórri bygg
ingarlóð á góðum stað í bænuim er til sölu.
Einni íbúðarhús með 5 smáíbúðum á sam-
Einnig íbúðarhús imeð 5 smáíbúðum á sam-
Uppl. gefnar á.skrifstofu minni, en ekki í
síma.
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON hrl.
Austurstræti 1.
★ Með víkingum heima
og í víking.
★ Kvikmynd, sem sýnir
manni söguna nakta.
★ Baráttan við ósóm-
ann og hirðuleysið.
ÞAÐ HEFUR SÝNT SIG, að
íslendingum leikur forvitni á
því að sjá hvernig kvikmynda-
tökumenn og leikarar sýna okk-
ur víkingaöldina, líf víkinganna
heima og í víking. Hin fræga
kvikmynd Kirk Douglas, Vík-
ingarnir, sem rætt hafði verið
um í öllum blöðum og um allar
jarðir áður. en byrjað var að
gera hana, er komin hingað fyr-
ir nokkru og er sýnd í Tripoli-
bíói. Aðsóknin hefur verið svo
mikil að óvenjulegt er, og er
sýnt, að hún verður enn sýnd
um langt skeið.
KVIKMYNDIN er stórbrotin,
hörð og harkaleg, sjaldan mjúk
og aldrei dreymin, en þó er í
henni rómantík og margar sen-
urnar eru mjög athyglisverðar
og vel gerðar. Sérstaklega þóttu
mér myndirnar úr heimkyrinum
víkinganna heima í þröngum
norskum firði skemmtilegar og
einhvern veginn fannst mér, að
einmitt svona hefði líf víking-
anna verið heima fyrir. Margt
ber við, vígaferli, drykkjuveizl-
ur, leikir, pyndingar, goðin til-
beðin. Og allt þetta grópast í
vitund manns og' manni verður
hugsað til allra víkingasagn-
anna, sem maður hefur lesið.
MYNDIN er mjög vel tekin.
Sum atvikin hefur áreiðanlega
verið mjög erfitt að gera senni-
leg, eins og til dæmis árás fálk-
ans á víkinginn, en fuglinn rífur
og slítur úr honum annað aug-
að. Það er eins og maður hafi
séð sjálfan atburðinn. Og þann-
ig eru fjölmörg atvik sýnd.
Þetta er vandlega gjörð kvik-
mynd. Að vísu er hægt að finna
að ýmsu, en hlutverk kvik-
myndatökustjórans hefur verið
ákaflega erfitt. Þess vegna vek-
ur það nokkra furðu hvað sönn
myndin er.
VALDIMAR STEFÁNSSON
skrifaði ágæta grein hér í blaðið
í gær um svívirðuna á Þingvöll-
um og umgengnismenningu
fólks almennt. Baráttan við
þennan ósóma hefur staðið í
marga áratugi. Valdimar minn-
aður af hinum 2500 manna
her forsetans, Villada Mora-
les. Þetta var fjórða tilraun
Cerrato til að ná völdum í
Honduras.
BOLIVIA. í apríl var for-
ingi fasista í Boliviu, De La
Vega, skotinn til bana. For-
seti landsins, Zuazo, kvað
hann hafa verið skotinn er
hann reyndi að gera uppreisn.
Síðar sagði Zuazo, að De La
Vega hefði framið sjálfsmorð
og loks að hann hefði verið
skotinn af einum stuðnings-
manna sinna, sem gjarnan
vildi taka völdin sjálfur. Hvað
sem um það er, — hvort sem
um er að ræða uppreisn, sjálfs
morð eða valdastreitu, — þá
er þetta merki um hið ótrygga
ástand í þessu fátæka landi í
Andesfjöllunum, sem lifað
hefur 150 byltigar á jafnmörg
um árum sjálfstæðis og full-
veldis.
Atburðir þessir urðu tii
þess að æsa upp landflótta
Bolivíumenn og í júní sendi
Zuazo herlig til Santa Cruz
í austurhluta landsins, en þar
hefur verið uppreisnarástand
í þrjú ár samfleytt.
PANAMA. Áttatíu og þrír
menn og ein stúlka gerðu inn-
rás í þetta ríki. Meðal þeirra,
sem mjög komu við sögu var
Roberto Arias, fyrrum sendi-
herra Panama í Bretlandi og
kona hans, hin fræga dans-
mær Margot Fonteyn. Innrás-
in mistókst. Forseti landsins,
La Guardia, er lýðveldissinni.
NICARAGUA. 112 manna
lið réðist inn í landið um miðj
an júní undir forustu þekkts
kvenlæknis, og var ætlunin
að steypa af stóli þeim Somo-
Framhald á 10. síðu.
ist á ruslakörfurnar, sem settar
voru upp víða í bænum, aðallega
í miðbænum, en þær voru slitn-
ar niður og síðan ekki settar
upp aftur. Yfirvöldin gáfust upp
fyrir skemmdaVanda siðleysingj
anna.
ÞAÐ ER ALVEG RÉTT hjá
Valdimar, að fyrst ekki er hægt
að fá fólk til þess að ganga sóma
samlega um, þá verður að beita
hörðu. Það verður að setja á-
kvæði um sektir fyrir siðleysi
og sóðaskap. Hann segir, að allt
að hundrað dollara sekt liggi við
því að henda flöskum og öðru
drasli út úr bifreiðum í Banda-
ríkjunum. Þetta vil ég láta taka
upp hér. Ég mælí eindregið með
því.
í NÆSTUM ÞVÍ aldarfjórð-
ung lief ég skrifað um svona
mál, og ég þykisf hafa reynslu
fyrir því, að þrátt fyrir það þó
að nokkuð hafi þokast í áttina,
þá verður ekki sigur unninn
fyrr en skemmdarandarnir eiga
svo mikið í hættu að þeir þori
bókstaflgea -ekki að sýna sið-
leysi sitt.
ÉG VIL HÉR MEÐ ÞAKKA
Valdimar fyrir greinina. Það er
gott þegar menn taka tif. máls
um svona efni. Álit þeirra verð-
ur til þess að ýta á eftir þeim,
sem stjórna svona málum. Margt
hefur verið gert til að fegra
Reykjavík, en enn er margt ó-
gert. Yfirvöldin h/fa sannarlega
sýnt vilja sinn, aðalgallinn er
sá, að þau hafa ekki sýnt nóga
þolinmæði — og bókstaflega
gefizt upp fyrir skemmdarvörg-
unum.
Hannes á horninu.
4 17. júlí 1959 — Alþýðublaðið
L m