Alþýðublaðið - 28.07.1959, Qupperneq 1
beitti táragasi
SÍLDARAFLINN er orðinn
577 þús. mál og tunnur eða um
90 þús. Iestir, og er það meira
en heildarsíldveiði nokkurt ár,
síðan 1948, að undanteknu ár-
inu 1957. Þá varð aflinn 92.163
lestir allt árið, en á beztu veiði-
árunumj 1940 og 1944 komst
hann yfir 200.000 lestir. Þess
ber þó að gæat, að júlí er ekki
á enda liðinn enn, veiðarnar
standa sem hæst, og góð von
verður að teljast á rniklu afla-
magni enn. S. 1. vika varð bezta
aflavikan síðan 1947. Veiddust
í vikunni 220.577 mál og tunn-
ur.
Til samanburðar vill Alþýðu-
blaðið birta hér skrá yfir heild-
arafla áranna síðan 1938:
Lestir:
1938 ......
1939 ......
1940 ......
1941 ......
1942 ......
1943 ......
1944 ......
1945 ......
1946 ......
1947 ......
1948 ......
1949 ......
1950 ......
1951 ......
1952 ......
1953 ......
1954 ......
1955 ......
1956 ......
1957 ......
1958 ......
1959 til 27/7
184.674
140.518
235.052
93.434
145.663
176.640
216.473
51.816
129.604
122.382
60.266
62.656
31.989
59.624
11.123
42.607
26.618
28.895
70.178
92.163
73.098
90.000
Fregn til Alþýðublaðsins.
Siglufirði í gær.
MIKLAR óspektir urðu hér á
Siglufirði aðfaranótt sunnu-
dags. Lágu þá 140—150 bátar
í höfn en á þeim munu vera um
2000 manns. Bar fljótlega mik-
ið á ölvun og á laugardags-
i kvöld urðu mikil áf log í Hótel
Höfn .og þar úti fyrir. Margir
meiddust og miklar skemmdir
urðu í veitingahúsinu.
Landlega var á Siglufirði á
laugardag. Voru skipin að
streyma inn allan þann dag.
DANSLEIKUR f 300
MANNA SAL.
Á laugardagskvöldið var
haldinn dansleikur í Hótel
Höfn, en salurinn í því húsi
tekur rúmlega 300 manns.
Myndaðist fljótlega mikil bið-
röð fyrir utan, þar eð hundruð
manna komust ekki inn þrátt
fyrir góðan vilja.
Byrjuðu áflog og mögnuð-
ust er á leið. Var lögreglan þá
kvödd á vettvang, en hún
fékk ekki við neitt ráðið.
Greip hún til táragass. Er
þefurinn af gasinu barst inn
í danssalinn, varð fólkið þar
felmtri slegið, þar eð það
hugði eld kominn upp í hús-
inu. Þusti fólkið út og upphóf
ust áflog og stympingar um
allan salinn.
Framhald á 11. síðu.
tMIMMHMMMMMMHMMWO
NEI, þetta er ekki fegurð-
ardrottningin okkar, hún
Sigríður Geirsdóttir.Þetta
er ein af síldardrottning-
unum á Siglufirði og syst-
ir Sigríðar. Aniia heitir
hún — og við segjum
meira frá henni í OPN-
UNNI í dag.
_ WWWWWMWWWWWWWMWM
24 þús. mál
ALÞÝÐUBLAÐIÐ átti tal við
síldarleitina á Siglufirði seint
í gærkvöldi. Voru skipin þá að
byrja að kasta á Skagagrunni.
Síldarleítin skýrði hlaðinu enn-
fremur frá því, að í fyrrinótt
hefðu veiðzt um 24 þús. mál
og tur„uur.
Myndin hér fyrir ofan sýnir hvernig umhorfs var á Hótel
Höfn eftir dansleikinn þar á laugardagskvöld. En myndin hér
fyrir neðan sýnir húsið að utan skömmu eftir, að gagngerar
endurbætur höfðu farið fram á því. Myndirnajr tók A. S.
i
j
SA FAHEYRÐI atburður
gerðist í Reykjavík í gær —
um hábjartan dag, — að barni
var rænt og farið með það í
burtu í bíl.
Rannsóknarlögreglunni var
þegar gert viðvart og fer hér
á eftir frásögn hennar um mál
þetta:
I gærmorgun kom kona
nokkur að máli við rannsókn-
aríögregluna og skýrði frá því
— að 3ja ára gömlu barni
hennar hefði verið rænt kl. 10
—11 um morguninn þar sem
það var í tjóðurbandi við hús
hennar.
BANDIÐ SKORIÐ —
FARIÐ MEÐ BARNIÐ
í BÍL.
Menn er voru að vinna
þarna nálægt skýrðu konunni
frá því að þeir hefðu séð bíl
koma að þarna og mann nokk-
urn koma út úr honum, skera
bandið, sem barnið var bundið
í, og fara síðan á brott me'ð
það í bíl. Konan fann bré£
þarna skammt frá. Reyndist
það vera frá manni hennar,
dönskum, er hún hafði áðuir
búið með í Danmörku. Skýrði
rann bar frá því, að hann
hefði tekið barnið og færi með
það til Danmerkur.
LÝST EFTIR MANNINUM.
Lýst var eftir manninum í
útvarpinu. Og skömmu síðar
Framjhald á 11. síðu.
Pilsin síkka
í París