Alþýðublaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir )
Handknattleiksinótið:
FH íslandsmeistari - Sigraði keppi-
nauta sína með miklum yfirburðum
SÍÐ'USTU leikir handknatí-
leiksmeistaramóts íslands ut-
anhúss fyrir karla, þess 12. í
röðinni voru háðir um helgina.
ÍR sigraði Ármann á laugar-
•daginn með töluverðum yfir-
burðum eðá 21:10 og FH sigraði
Fram með 22:10.
Á sunnudaginn fóru fram
tveir leikir, og þá léku Fram og
ÍR og FH — Afturelding.
+ FRAM — ÍR 15:14.
Leikurinn var jafn mestallan
leiktímann, en þó hafði Fram
yfirhöndina meiri hluta leiktím
ans, Fram skoraði þrjú fyrstu
mörkin, annað markið, sem
Rúnar skoraði, var snoturlega
gert. ÍRingar jafna metin og
skora tvívegis, og síðan Fram
tvisvar og ÍR þrisvar, jafnt 5:5.
Leikurinn var nú nokkuð harð-
ur og tók dómarinn, Ragnar
Ásbjörn Sigurjónsson formað-
ur HSÍ afhendir Birgi Björns-
syni, fyrirliða FH, hinn fagra
verðlaunagrip.
Jónsson, alltof vægt á brotun-
um. Síðustu tvö mörk fyrri hálf
leiks voru bæði gerð úr víta-
köstum, staðan í hálfleik var
6:6. Leikur þessi var nokkuð ró
lega leikinn úti á vellinum og
fyrir framanjmörkin, en þegar
markmennirnir fengu knöttinn
var stundum mikið kapphlaup
um hann fram völlinn og ekki
voru handknattleiksmennirnir
spretthlauparalegir í tilburðum.
lí upphafi síðari hálfleiks léku
liðsmenn Fram frísklega og
náðu fljótt 4 marka forskoti,
12:8, síðan sóttu ÍR-ingar sig
mjög og sex sinnum í röð hafn-
aði knötturinn í Fram-markinu,
staðan var því 14:12 ca. 3—4
mínútur fyrir leikslok. Taktik
ÍR-inganna þessar síðustu mín-
útur var mjög klaufaleg, þeir
léku af kæruleysi að því er virt
ist, en Framarar voru ákveðnir
í að vinna og skoruðu þrjú s.íð-
ustu mörkin og sigruðu með 15:
14 í þessum jafn leik. Var sig-
ur Fram verðskuldaður, þeir
voru ákveðnari, en leikni
þeirra var samt ekki alltaf upp
á marga fiska. ÍR-liðið vantaði
Gunnlaug og munaði mikið um
hann. Hinir ungu leikmenn liðs
ins lofa góðu.
ic FH AFTURELDING 30:11
Síðasti leikur mótsins mi'lli
aftureldingar og hinna snjöllu
FH-inga virtist ætla að verða
spennandi eftir fyrstu tíu mín-
útunum að dæma. Liðin skipt-
ust á að skora og hraði var gif-
urlega mikill. Sum mörkin
voru mjög vel gerð, sérstaklega
þriðja mark FH (Sig. Júlíusson)
og fjögur, sem Helgi Jónsson
skoraði fyrir Aftureldingu.
En þegar fyrri hálfleikur var
tæplega hálfnaður var eins og
botninn dytti úr tunninnj hvað
viðkemur Aftureldingu, það
var um algeran einstefnuakstur
knattarins að ræða í mark
þeirra eða 14 sinnum í röð. Stað
an í hálfleik var hins vegar 17:
7. Var leikur FH glæsilegur á
köflum, vel hugsuð útköst
Hjalta í markinu og mikiil
hraði í upphlaupunum, þannig
að FH ruglaði alveg vörri Aft-
ureldingar, sem var bæði sein
og óskipuleg.
Rétt fyrir leikslok var staðan
29:8, en leikurinn endaði með
sigri FH 30 gegn 11.
Lið FH virtist vera eina liðið
á mótinu, sem er í æfingu, enda
sigraði það með yfrburðum.
Leikmenn eru allir frískir cg
taktiskir og var gaman að fylgj
ast með leik þeirra.
* MÓTSSLIT OG VERÐ-
LAUNAAFHENDING
Að mótinu loknu afhenti Ás-
björn Sigurjónsson, formaður
handknattleikssambandsins,
fyrirliða FH, forkunnarfagran
bikar, sem hann sjálfur hefur
gefið og hlýtur nafnið „Álafoss
bikarinn“. Bikr/’inn vinnst.
aldrei til eignar, en keppa skal
u mhann í 50 ár og nafn sigur-
vegarans skal grafið á hann í
hvert sinp. Einnig fengu áiíir
liðsmenn FH meistarapening.
Að þessu loknu sleit Ásbjörn
mótinu og áhorfendur hrópuðu
ferfalt húrra fyrir handknatt-
leiksíþróttinni. Hallsteinn Hin-
riksson mælti nokkur orð að
lokum, þakkaði liðum þeim,
sem þátt tóku í mótinu, fyrir
komuna og ekki síður hinum
mörgu áhorfendum fyrir áhug-
ann, en ávallt fylgdust margir
með keppninni hverju sinni,
þrátt fyrir frekar óhagstætt
veður. Mót þetta var í alla staði
hið ánægjule;|asta og fram-
kvæmdin, sem var í höndum
FH, til fyrirmyndar.
'ú
Iþróftir erlendis
MÖRG frábær afrek voru
unnin erlendis um helgina, hér
koma þau hélztu. Skýrt var
frá úrslitum landskeppninnar
milli USA og Japan í sundi í
blaðinu á sunnudaginn, en
Japan sigraði með 3 stigum.
Frábær árangur náðist í mörg-
um greinum, t. d. bætti Banda-
ríkjamaðurinn Frank Mac
Kinney sitt nýsetta heimsmet í
200 m. baksundi um 1/10 úr
sek., synti á 2:17,8. Annars var
það lítt þekktur bandarískur
skriðsundsmaður, sem vakti
mesta athyglj. í 1500 m. skrið-
sundi, en hann sigraði á bezta
heimstímanum í ár, synti á 17:
44,4 mín. Heimsmet Jons Kon-1
rads er hins vegar 17:28,7. '
□
Enska sundstúlkan Anita
Lonsbrough setti heimsmet í
200 m. bringusundi, náði 2:50,3
mín., en gamla metið átti Ada
den Haans og það var 2:51,3
mín.
□-
Bandaríkjamaðurinn Ray
Norton náði 10,2 sek. í 100 m.
hiaupi á móti í Borlanger í
Svíþjóð um helgina, það er
bezti tími, sem náðst hefur í
100 m. hlaupi í Svíþjóð. Asp-
lund sigraði í sleggjukasti með
63,10 m. og Thygersen í 3000
m. hlaupi með 8:20,8 mín.
□
Nýr rússneskur spretthlaup-
ari, kornungur, vann athyglis-
vert afrek í 100 m. hlaupi í
Minsk á föstudaginn. Hann
heitir Sergj Solntsev og hljóp
á 10,5 sek.
Akureyringar sigursælir
á Róðrarmófi fslands
RQÐRARMÓT íslands var
iháð í Skerjafirði um síðustu
helgi og báru Akureyringar sig
lur úr býtum í þrem flokkum af
fjórum.
Var það Róðradeild Æsku-
lýðsfélags Akureyrarkirkju,
sem stóð sig með slíkum ágæt-
um, en félagið hefur haft róður
á stefnuskrá sinni um árabil og
orðið svo vel ágengt, sem fram
kom í þetta sinn. Keppt var í
500 í 500, -000 og 2000 m róðri,
og sigruðu Akureyringar í öll-
um þeim greinun^, en í 1000 m
róðri drengja sigraði sveit frá
Róðrarfélagi Reykjavíku.
□
Það ætlar að verða langlíft
met Jesse Owens í langstökki,
en næsta sumar eru 25 ár síð-
an það var sett. Sá, sem talinn
er líklegastur að bæta það, er
hinn 29 ára gamli Greg Bell,
sem stökk 8,10 m. á USA-USSR
keppninni a dögunum. Bell
hefur fimm sínum stokkið
lengra en 8 metra. Hann er
mjög spretthraður, hefur hlaup
ið 100 m. á 10,5 sek.
fslandsmeistarar FH í útihandknattleik karla 1959: Fremsi
röð talið frá vinstri: Jón Óskarsson, Bergþór Jónsson, Birgir
Björnsson, Hörður Jónsson og Örn Hallsteins. Aftari röð frá
vinstri: Hallsteinn Hinriksson, þjálfari, Sigurðut Júlíusson,
Ragnar Jónsjson, Pétur Antonsson, GJlafupr1 Thorlaeius og
Hjalti Einarsson. Á myndina vantar Einar Sigurðss. — Ljósr
myndari: Oddur Ólafsson.
HINN 14. júní sl. varð Bene-
dikt G. Waage, forseti ÍSÍ, sjö-
tugur. Hann var þá staddur er-
lendis á Olympíuþingi.
I tilefni þessara merku tíma-
móta efndu vinir hans og fé-
lagar innan íþróttahreyfingar-
innar til samsætis á fimmtu-
dagskvöldið var í Oddfellow-
húsinu. Voru þar samankomnir
margir meðal helztu forustu-
manna á sviði íþróttanna tii
þess að hfrlla þenna merka í-
þróttaleiðtoga þjóðarinnar.
Guðjón Einarsson, varafor-
seti ÍSÍ, stjórnaði hófinu og
flutti aðalræðuna fyrir minni
heiðursgestsins. Rakti hann í
stórum dráttum störf hans fyrir
íþróttahrey-finguna og þalýkaði
hið miklvæga forustuhlutverk
hans um áratugi. í lok ræðu
sinnar afhenti hann Benedikt
mikinn og fagran kristalsvasa
frá íþróttasambandinu. Er grip
ur þessi gerður suður í Tékkó-
slóvakíu og hagleikssmíð hin
Hér sést Guðjón Einarsson af-
benda Benedikt G. Waage gjöf
írá ÍSÍ. Það er fagur kristals-
vasi gerður í Tékkóslóvakíu.
mesta.
Næstur tók til máls Bragi
Kristjánsson formaður Olymp-
íunefndar íslands Ávarpaði
hann heiðursgestinn í nafni í-
þróttabandalagsins, félaga og
einstaklinga innan samtakanna
og afhenti honum í lok ávarps
síns nokkra peningaupphæð,
sem safnað hafði verið meðal
þessara aðila.
Þá sagði Erlingur Pálsson
nokkur orð og flutti kveðju frá
Sundsambandi íslands, um leið
og hann þakka/ii Benedikt þann
mikla áhuga, sem hann ætíð
hefði sýnt sundíþróttinni, bæði
sem þátttakandi í þeirri íþrótt
samtakanna. Að ávarpi Erlings
og sem forustumaður heildar-
loknu var heiðursgesturinn
hylltur með ferföldu húrra-
hrópi.
Síðasti ræðumaðurinn var
svo heiðursgesturinn, er flutti
snjalla ræðu. Þakkaði alla þá
vinsemd- sem hann hefði orðið
aðnjótandi og þá hlýju, sem til'
sín hefði streymt á þessum
tímamótum ævinnar. Hann
þakkaði og góðar gjafir, em
kvaðst vilja minnast þess, sem
eitt sinn hefði verið sagt, að
góðar þættu sér gjafirnar, en
betri þó vináttan. Góður og
sannur vinur væri eit't þa.ð
bezta, sem hægt væri að öðlast.
íþróttahreyfingin stuðlaði , að
sannri vináttu milli einstak-
linga og þjóða. Hann rakti síðam
í stuttu' ogýskýru máli þróun í-
þróttanna hérlendis, allt frá
aldamótunum síðustu og fram
til vorra daga. I lok ræðu sinnar
bað hann alla viðstadda hyiia
íþróttahreyfinguna, og var það
rösklega gert, með fjórföldu
húrra. Að ræðu heiðurr||estsins
lokinni sleit samkvæmisstjór-
inn þessu ánægjulega hófi og
flestir gestanna héldu beinustu
leið inn á Laugardalsleik.vang-
inn til þess að horfa þar á kapp-
leik pressuliðsins og B-lands-
liðsins.
☆
Benedikt G. Waage er fædd-
ur hér í Reykjavík hinn 14. júni
1889. Foreldrar hans voru Þau
Guðjón Einarsson prentari og
kona hans Guðrún Benedikts-
dóttir Waage. Ungur gerðist
Benedikt áhugsamur um íþrótt
ir, gerðist félagi bæði ÍR og KR.
Var hann um skeið formaður
beggja þessara félaga. Lagði
hann stund á margar greinar í-
þrótta og þótti snemma liðtæk-
ur. Hann iðkaði knattspyrnu,
sund, frjálsar íþróttir og var
mikill skautagarpur og fjail-
göngumaður Sundíþróttin mun
þó hvað mest hafa átt hug hans.
Árið 1914 synti hann úr Viðey
upp að steinbryggjunni og þótti
þetta hið mesta afrek á þeim
tíma, enda eitt mesta, þolsur.d,
sem framkvæmt hafði verið, þó
nú sé slíkt ekki lengur í frásög-
Framhald á 2. síðu.
Alþý'ðublaðið — 28. júlí 1959 0