Alþýðublaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.07.1959, Blaðsíða 4
 Otgefanai. Alpýðuflokkurinn. JRitstjórar: Benedikt Gröndai, Gísll J. A»t- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. S'réiiastjori: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: AlþýOu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10 Þetta er þjóðarskömm ÞAÐ eru ljótar fréttir, sem Jákup í Jákups- stovu hefur að segja íslendingum. Hann er ritari færeyska sjómannasambandsins, og hefur dvalizt hér á landi um skeið með lögfræðingi þeirra sam- taka til að innheimta ógreidd laun færeyskra sjómanna frá síðustu vertíð. Segir hann að 8 milljónir króna, eða þriðjungur þeirra tekna, sem Færeyingar unnu sér hér á landi í vetur, sé ó- greiddur, og hafi verið megnustu vanskil á launa- sendingum til Færeyja. íslendingar ættu allra þjóða bezt að geta skilið, hversu grimmileg meðferð það er á eigin- konum og börnum sjómanna, að svíkja þau um launagreiðslur, meðan fyrirvinnan er í fjarlægu landi. Þessar konur geta ekki tekið út matvæli í þeim verzlunum, sem mörg útgerðarfyrirtæki hér á landi eiga og geta, þegar í harðbakka slær, vísað á um úttekt. Þetta mál er þjóðarskömm. íslendingar hafa alla tíð stært sig af því að hafa, þótt fá- tækir væru fyrr á árum, greitt allar sínar skuld- ir. Það er ef til vill hægt að draga erlend fyrir- tæki á greiðslum um sinn, þótt slæmt sé, en að svíkja konur og börn færeyskra sjómanna er ó- fyrirgefanlegt, hver sem sökina ber. Islending- ar hafa því miður tapað miklu af hinum fornu dyggðum, þar á meðal skilvísinni, og þetta verð- ur að laga aftur. Slíkt má ekki koma fyrir framar. Íslendingar eru sjálfir viðkvæmir og fljótir 'að láta í sér heyra, ef þeir eru beittir einhvers konar misrétti. Hvað mundi til dæmis vera sagt hér á landi, ef 700 íslenzkir sjómenn hefðu neyðst til að fara til Bretlands til vinnu á togurum vegna atvinnuleysis hér heima og brezk togarafyrir- tæki hefðu farið svona að ráði sínu? Það er að sjjálfsögðu ekki ætlun neins manns að svíkja sjómenn um laun. Hins vegar er oft erf- itt um rekstursfé og þá freistast menn til að láta þær greiðslur bíða, sem minnst er kallað eftir. Þannig atvikast slík vanskil, sem Jákup í Jákups- stovu segir frá, en þau eru jafn bagaleg fyrir því. I þessum efnum, sem mörgum öðrum, verða íslendingar að temja sér fullkomna skilvísi. Þjóð- in hefur í vaxandi mæli fengið orð erlendis fyrir slóðaskap og hirðuleysi í fjármálum, og þetta orð verður að hrekja. Ef ekki er hægt að standa í skilum við alla á réttum tíma, vérða laun sjómanna — erlendra jafnt sem innlendra, að ganga fvrir öllu. Yerð á Coca Cola Sjötugur í dag: í verzlunum er nú kr. 2,90 flaskan í smásölu, en þegar keyptur er heill kassi (25 fl.) er verðið kr. 59,65 kas.4.nn. Menn eru vinsamlega beðnir að snúa sér til þeirrar verzlunar, sem þeir skipta við, ef þeir óska að kaupa Coca-Cola í heilum kössum. Verksmiðjan afgre.ðir lekki til einstaklinga og sentí r ekki á heim- 1 ili. Verksmiðjan Vífilfeíl hf. 4 28. júlí 1959 — Alþýðublaðið SKÆRINGUR MARKÚSON speglagerðarmaður, Þjórsár- götuð, er sjötugur í dag. Hann fæddst að Hjörleifshöfða þenn- an dag árið 1889, sonur hjón- anna Áslaugar Skæringsdóttur og Markúsar Loftssonar, en Ás- laug var þriðja kona Markúsar. Markús Loftsson var hinn mesti merkismaður, forn í skapi og fornbýll, safnaði fróð- leik, las mikið og ritaði bækur og er bók han^, Jarðeldar á ís- landi, alkunnug. Hann bjó um langan aldur í Hjörleifshöfða og er heygður þar. Nokkru áð- ur en hann dó kvaddi hann vinnumenn sína til starfa, lét byggja byrgi mikið á berri klöpp efst í höfðanum og er því var lokið flutti hann í það mold og lagði svo fyrir, að þar skyldi hann heygður. Þar hvíl- ir hann og Áslaug kona hans, eitt barn þeirra og Sigurður bróðir Markúsar. Byrgið stend- ur milli Hjörleifshaugs, þar sem munnmæli herma að Hjörleifur landnámsmaður, fóstbróðir Ing ólfs, sé heygður og mikillar vörðu, sem dönsku landmæl- ingamennirnir létu reisa nokkru eftir aldamótin. Markús lézt árið 1906. Síðar giftist Ás- laug Hallgrími Bjarnasyni úr Mýrdal. Byggði hann nýtt hús á höfðanum og leiddi vatn í það. Þau bjuggu á höfðanum, en urðu að flýja þaðan árið 1919, árið eftir Kötlugosið. Búskapur var alla tíð erfiður á Hjörleifshöfða, eftir því, sem Skæringur segir. Túnið var lít- ið og engjarsmáar, enhlunnindi fylgdu: fuglatekjan, fýllinn og rekinn. Þó að sýnast kunni að Hjörleifshöfði sé sízt í þjóð- braut var þar oft gestkvæmt. Menn fóru upp á höfðann til höfðingjans, sem þar bjó, þegar veður voru sæmileg, Þeir, sem áttu ieið um sandinn að aus+an og vestan, en aldrei var eins fjölmennt þar og á fýlasunnu- daginn, en svo nefndist einn sunnudagur á sumri. Þann dag gerðu bændur sér ferð á Hjör- leifshöfða t|l Markúsar til þess að kaupa af honum fug'i: salt- aðan, þurrkaðan, jafnvel reykt- an, en létu í staðinn peninga, þó að sjaldgæft væri, ull, kjot, smjör og aðrar búsafurðir. Þannig varð Markús vel stæð- ur bóndi þó að jörðin væri sjálf mögur. Markús var forn í hátt- um, byggði á gömlum', styrkum og rótgrónum grunni. Hann var ekki nýjungagjarn eftir því, sem mér hefur verið sagt, tók gömlum sveitingum af frábærri gestrisni, jafnvel sonum þeirra og öðrum afkomendum, en var þurr á manninn við nýja menn í héraði, tók þeim eins og til reynslu, athugaði þá — og valdi sér vini og kunnin|ja af frá- bærri kostgæfni. Hafa mér ný- lega verið sagðar skemmtilegar sögur um það. Skæringur Markússon vill alls ekki tala um sjálfan sig. Hann virðist vera skapfesty- maður mikill, hægur, virðuleg- ur og kveinkar sín ef talið berst að honum sjálfum. Þó er hann ljúfmannlegur. Hann var elztur þriggja barna Markúsar og Ás- laugar, en alls eignaðist Mark- us sjö 'böm með konum sínum. Öll eru þau dáin nema Skær- ingur og Kjartan albróðir hans, bóndi í Suður-Hvammi í Mýr- dal. Skæringur fór að heiman fyrst til þess að læra Ijósmynda fræði hjá Sigfúsi Eymundsen, en hætti við það, féll ekki starf- inn. Svo fór hann til Vest- mannaeyja og stundaði sjó og alla algenga vinnu þar og víðar til ársins 1928. Árið 1830 kvænt ist hann Margréti Halldórsdótt ur, gáfaðri konu og mikilhæfri, en hún var þá ekkja og átti fjög ur' börn. Þeim gekk Skæringur í föðurstað og ól þau upp. Þau Skæringur Markússon. Skæringur og Margrét eignuð- ust einn son; Úlfar, hinn kunna skíðagarp. Þau byggðu sér hús í Skerja- firði, en urðu fyrir því óhappi að flugvél steyptist á húsið og fóru þar eignir þeirra og margra ára strit. Þeim tókst þó að byggja upp að nýju. Heimili þeirra er hið myndarlegasta, snyrtimennska og umhyggja sést alls staðar, úti sem inni. „Það er konan,“ segir Skæring- ur. ,,Hún ræktar á lóðinni •— Og hún. á hænsnin." Skæringur varð fyrir því slysi árið 1952 að verða fyrir bifreið — og hefur hann ekki náð sér eftir það. Gengur hann aldrei heill til skógar. Ég spurði Skæring, hvort ekki hefði verið fagurt í Hjör- leifshöfða. „Jú,“ svaraði hann. „Fagurt var þar á góðum dögum, en svart og illúðlegt á vetrum í myrkri. Þar er mikilúðug og r Islenzku hörnin eru frjálsleg og fallega klœdd Kvendómari og milljónamæringur segja frá. KVENDÓMARI frá Chicagó, sem tekið hefur til dóms 125 glæpamál einn og sama daginn, segir það helzt hafa vakið at- hygli sína á íslandi, hve börn- in séu frjálsleg og fallega klædd. Þess vegna lít ég á land ið ykkar fyrst og fremst sem land fagurra barna. Kona þessi kveðst aldrei1 hafa farið frá Ameríku fyrr en nú, og er nú helzt að hvíla sig frá erilsömu dómarastarfi. Hún segist vera eina konan í svo- j nefndum Criminal Court í Chi- eago, sem einungis fjallar um glæpi. Aðspurð um vandamál blökkumanna þar í landi, segir hún, að það séu fyrst og fremst vandamál viðkomandi mennt- un og þroska. Þeldökkir hafa alls ekki meiri hneigð til Hjörleifshöfði. — Kumlið er Hjörleifshaugur, þar sem sagt er að Hjörleifur sé heygður. — Byrgið í miðið. — Það lét Markús gera. Þar hvílir hann, Áslaug, kona hans og bam og Sigurður bróðir Markúsar. tröllsleg náttúra.1 Við lifðum þarna í einangrun uppi á höfða, svartur sandur að baki, bak við hann fjöllin full af ógnum, en framundan hafið víðáttumikið og duttlungafullt. Alls staðar voru hættur. Snarbratt niður í sjó af höfðanum.“ Skæringur hefur nú árum saman unnið hjá Brynju að speglagerð. Hann er góður iðn- aðarmaður, samvizkusamur og candvirkur. Hann vill ekki tala um sjálfan sig. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki heimsótt höfðann síðan hann fó.r aþeðan. „Jú,“ svaraði hann „Ég hef oft kómið þangað. Ég verð ekki heima á. afmælisdaginn minn. Ef til vill fer ég austur, ef til vill dvei ég á Höfðanum á af- mælisdaginn, reika u mhann og leita að minningum um æsku mína þár. Minningar um fVr- eldra mína og líf okkar á höfð- anum eru í hverjum bletti.“ VSV. glæpa, segir hún, mannlegt eðli er alþjóðlegt og spyr ekki um litarhátt. Dómarinn tekur það fram, að hún sé alls ekki milljóna- mæringur, heldur hafi hún safn að sér saman til fararinnar undanfarin ár, og það er trú- legt, en sem við erum einmitt að leita fyrir okkur að mill- jónamæringi, þá snúum við okkur að næsta manni, og sá er áreiðanlega milljóneri. Hann hefur yndi af ferðalög um og kveðst hafa ferðast til Suður-Ameríku, Afríku, Ástral íu, Nýja-Sjálands, Austurlanda, Singapore og um Japan, en kemur nú í fyrsta sinn til ís- lands, þótt hann hafi komið sjö sinnum til Evrópu. Hann Framhald á 10. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.