Alþýðublaðið - 28.07.1959, Page 5
Benedikt Gröndal:
HEít fer á eftir kafli úr er-
indi um daginn og veginn,
sem Benedikt Gröndal rit-
stjóri flutti fyrra mánudag.
Þótt náttúran sé í fegursta
skarti, eigum við sennilega
öll til örlítið af þeim hugsun-
arhætti, sem fólst í orðunum,
að fallegt væri á Hvítárvöll-
um, þegar vel veiddist. Það
er engum efa bundið, að okk-
ur hefur öllum þótt óvenju-
lega fagurt að líta yfir lanaið
nú um helgina, meðal annars
af því að útvarpið sagði ein-
hverjar girniltegustu síldar-
fréttir: sem við höfum heyrt
í mörg ár. Hvað sem gerist,
virðist hið árlega og geigvæn
lega fjárhættuspil, sem síld-
veiðin er, skipa sérstakan
sess í hugum landsmanna.
Það er sama þótt verksmiðjur
■ sendi frá sér glæsilegar fram:
leiðslutölur, sama Þótt þorsk-
ur gangi á vertíð eða jafnvel
hinn dýrmæti humar drekk-
hlaði báta sunnanlands —
ekkert af þessu veitir okkur
eins kitlándi undarlega tilfinn
ingu eins og fréttir um mikla
síldargöngu, ' drekkhlaðna
báta og söltun á hverju plani
frá Skagaströnd austur fyrir
Langanes.
Það er kannske ekki vert að
spilla sumarblíðunni og hin-
um gleðilegu síldarfréttum
með örlitlum hugleiðingum
um það, að enginn veit, hvað
við getum gert við alla þessa
síld, sem berst á land. Samn-
ingar um sölu saltsíldar hafa
sem sé gengið svo illa á þessu
ári, að til alvarlegra vandræða
horfir.
Um langan aldur hafa þjóð-
irnar á Bretlandseyjum og
norðanverðu meginlandi Ev-
rópu, aðallega umhverfis
Eystrasalt, verið mestu síld-
arætur heims. Bretar éta sína
síld reykta undir nafninu
kipper og finnst hún ágæt í
morgunmat. Norðurlanda-
menn, sérstaklega Danir og
'Svíar. borða síldina á marg-
víslegan hátt eins og íslend-
ingar eru óðum að kynnast,
því vaxandi síldarát hér
heima er aðallega lært frá
þessum frændþjóðum. Þar að
;auki eru Þjóðverjar, Pólverj-
ar og Rússar allmiklar síldar-
ætur.
Nú hafa horfur stórversnað
á því, að Rússar, Pólverjar
og Austur-Þjóðverjar kaupi
af okkur nálægt því eins mik-
ið magn síldar og þeir hafa
gert undanfarin ár. Hafa sér-
fræðingar síldarútvegsnefnd-
ar skýrt svo frá, að höfuðá-
stæðan fyrir þessu sé sú, að
þessar þjóðir, aðallega þó
Rússar, séu búnar að auka
sínar eigin síldveiðac svo
mjög, að þær þurfi ekki að
kaupa eins mikið og áður fyrr.
Við getum vissulega ekki
gagnrýnt neina þjóð fyrir að
efla atvinnuvegi sína og koma
upp nýjum og reyna þannig að
spara sér innflutning. Þetta
reynum við sjálfir að gera
eftir fremsta megni.
Hins vegar eru það mjög
alvarleg tíðindi, sem síldar-
salan er aðeins eitt merki um,
hversu aðrar þjóðir hafa stór-
ítt efni
aukið fiskveiðar sínar á Norð-
ur-Atlantshafi. Nú eru ekki
aðeins brezkir togarar í ís-
lenzkri landhelgi, heldur
einnig stórt verksmiðjuskip,
Fairtry II. Þjóðverjar byggja
fleiri og fleiri verksmiðjutog-
ara, aðrar meginlandsþjóðir,
frá Norðmönnum til Portú-
gala, auka jafnt og þétt fiski-
flota sína. Loks hafa þjóðirn-
ar í Austur-Evrópu, sem eitt-
hvert land eiga að sjó, á fáum
árum gerzt stórveldi á sviði
fiskveiða, eins og kunnugt er.
Þegar togarar okkar hrekiast
undan illviðrum frá Ný-
fundnalansdmiðum, þá standa
rússnesku verksmiðjuskipin
veðrið af sér vandkvæðalítið.
Svo stór eru þau sögð.
Þessar stórauknu fiskveið-
ar nálega allra þjóða, sem því
geta við komið, eru alvarleg
tíðindi fyrir okkur íslend-
inga. Það er verið að stórauka
samkeppnina við okkur — og
getur svo farið á fleiri svið-
um, sem nú hefur gerzt um
síldina, að við missum gamla
markaði að verulegu leyti af
því að viðkomandi þjóðir
verða sjálfum sér nógar á
þessu sviði •— og nýir útflytj-
endur hefja samkeppni við
okkur.
Á sama tíma sem Þessi gíf-
urlega aukning fiskveiða á sér
stað hjá öðrum þjóðum, verða
íslendingar að pína út með
erfiðismunum erlend lán til
að geta aukið flota sinn. Samt
er alvarleg hætta á því, að við
verðum hreinlega undir í
hinni harðnandi samkeppni á
sviði fiskveiðanna —- og þar
með er grundv/llinum undir
tilveru okkar kippt burt.
Að sjálfsögðu er þessi í-
skyggilega þróun ein ástæðan
á ba kvið afstöðu íslendinga í
landhelgismálinu. Við gátum
ekki beðið lengur aðgerðalaus^
NÝTT byggingarefni, sem
menn gera sér vonir um að
aukið geti öryggi geimfarar-
tækja framtíðarinnar og hraða
flugskeytanna, hefur verið
framleitt við Kaliformuhá-
skóla í Bandaríkjunum.
Efni þetta hefur hvort
tveggja til að bera, hitaþol
leirsins og styrkleika og
sveigjanleika hinna ýmsu
málma. Það er framleitt
þannig, að þunn lög af brædd-
um málmuum og leir eru lögð
tjl skiptis á skífu sem snýst.
í þverskurð er það því líkast
„lagköku“, gert úr örþunnum
lögum hverju ofan á öðru.
Þegar lögin kólna, er „kak-
an“ brotin niður í smáagnir,
sem eru smærri en saltkorn,
en hver ögn er eftir sem áður
byggð upp af lögum. Loks er
kornunum þrýs.t niður í
bræðsluform við allt að 1.204
gráðu hita á Celsíus. Efni það,
sem þannig fæst, er talið þol-
betra en allar fyrri blöndur
af málmum og leir.
Maria Schell ov Jason Robards (yngri) í „Hverjum klukkan
glymur“ eftir Hemingway, í sjónvarpsuppfærzlu á vegum
Playhouse 90, Columbia Broadcasting Company.
armn
• • ■
Olvaour d \
■
dráttarvél
GARÐYRKJUMAÐUR j
frá Modum í Noregi hefur ■
verið dæmdur í 500 kr. •
sekt og 30 daga skilorðs- Z
hundið fangelsi fyrir að ;
aka dráttarvél undir áhrif *
um áfengis í maí-mánuði j
síðastl. Ökuferðinni lauk :
með því að dráttarvélin »
hafnaði utan þjóðvegar- j
ins. Hann hefur neitað að :
greiða sektina, ■
Lars Hærnes lögreglu- j
fuUtrúi sagði, að merfci- :
legast við þennan atburð ■
væri það, að maðurinn j
slyppi með 500 kr. sekt, ;
af þv* að dráttarvélin var •
ekki á skrá- Ökuþórinn j
braut þess vegna ekki bif- j
reiðalögin! :
•■••■••■•••»».■•■■•■.•••■••■• • • • f.
VELLETTA, Malta. Malta
Var hin helga ey st.einaldar-
innar og fornminjar frá þeim
tímum eru dreifaðr út um alla
eyna. En sá hængur er á, að
Fornminjasafn eyjarinnar hef
ur ekki ráð á að láta grafa í
fornar borgir og rústir.
Síðasti fornleifafundurinn
er þorp frá bronzöld, Dr. Da-
vid1 Trump, 28 ára gamall
fornleifafræðingur, hefur
grafið upp hluta af þorpinu
og safnað saman heilum hrúg
um af leirkerabrotum úr nær
liggjandi héruðum.
Við uppgröftinn kom í ljós
hluti af tveimur steinkofum,
en nú hefur dr. Trump orðið
að hætta vegna fjárskorts.
„Það er leiðinlegt,“ sagði
hann, „en ef við gætum graf-
ið upp allt þorpið, kæmi ef til
viþ í ljós einn athyglisverð-
asti staður, Þar sem leifar frá
bronzöld hafa fundizt.
„En þetta eru ekki einu
vonbrigðin ■ . . það eru að
minnsta kosti 20 staðir á rækt
uðum ökrum víðs vegsr urn
Möltu, þar sem fornminjar er
að finna, en engir peningar
eru fyrir hend til að kosta
uppgröft þerra,“ bætt hann
við. „Fyrst verður að kaupa
landið og síðan að borga
fjölda manns kaup fyrir að
hreinsa jarðveginn á vísinda-
legan hátt.“
Dr. Trump sagði, að einn
kofi og megnið af öðrum ha.fi
verið grefinn upp. Þeir væru
úr steinveggjum, sem enn
standa um 2Vi fet upp í loftið.
Þarna hefur og fundizt korn-
mylla úr steini, kvörn ti.1 að
mala hveiti og tveir arnar.
Einnig hafa fundizt margar
brotnar könnur og bollar, svo
og stór steinhella, sem notuð
hefur verið fyrir borð. Fcrn-
leifafræðingurmn gróf enn
fremur upp hluta af þykkum
steipvegg, sem hefur verið
þorpinu til varnar gegn órás-
um. Trump sagði, að þorpið
væri nær 4000 á^a gamalt.
„Þetta' hefur verið mjög’
skemmtileg uppgötvun," sagði
hann, „en á öðrum stöðum er
ef til vill enn athyglisverðari
muni að fnna. Ég verð að ná
nokkrum mönnum saman og
vinna að uppgreftri síðar á
árinu, en við höfum ekki f jár-
magn ’til að geta framkvæmt
vísindalegar rannsóknir. Það
er sorglegt, aðæiga slíka fjár-
sjóði fortíðarinnar í nágrenni
við okkur, en enga peninga til
að hjálpa okkur.“
Stórum verksmiðjutogurum e>ns og myndin sýnirt fjölgar nú ört á fiskimiðum f Novður-
Atlantshafi — Verðum við undir í samkeppninni? I i ' \
l.ife 'i
ir og horft á aðrar þjóðir
moka upp fiski og eyða fiski-
miðum. Mér hefur reynzt
annarra þjóða menn skilja vel
þessa afstöðu okkar — þenn-
an ótta um að verða bolað út
af fiskmarkaðinum.
Ef ltið er á þetta mál sem
heild, verður augljóst, að 12
mílna landhelgi getur ekki
verið nemaf lítið skref til
sjálfsbjargar, en þörf er miklu
stórtækari aðgerða, ef mann-
kynið vill hindra, að beztu
fiskimið norðurhafa verði
þurrausin hvert af öðru. Hér
þurfa að koma til samtök
allra þjóða, sem hlut eiga að
máli, um að setja einhver
heildartakmörk á fiskveiðar
Norður-Atlantshafsins og
tryggja þannig, að fiskstofn-
unum verði ekki eytt. Síðan
þarf án efa að gera eitthvert
samkomulag um skiptingu
afla eða miað, þannig að til-
vera þeirra þjóða, sem eiga
líf sitt undir fiskveiðum,
verði tryggð.
í þessu sambandi vil ég
minna á hvalveiðarnar. Það er
að vísu stórum einfaldara mál
en öll fiskveiði á aiorðprhöf-
um. En það varð ljóst, að
hvalstofnin í suðurhöfum er
Framhald á 10. síðu.
Ungur maSur frá 6.
öld fyrír Krisf.
ÞRJÁR fornar styttur fund-
ust nýlega í Pireus á Grikk-
landi, er verkamenn voru að'
grafa fyrir holræsi. Segir
innanríkisráðuneytið, að hér
sé um að ræða einhvern merk
asta fund í sögu fornleifafræð
innar.
Fornleifafræðingar lýsa
styttum þessum sem bronz-
styttu af ungum manni frá
sjöttu öld fyrir Krist, önnur
bronzstytta af konu frá ann-
arri öld fyrir Krist og marm-
arasúla (herma) frá því
snemma á fimmtu öld f. Kr.
Alþýðublaðið — 28. júlí 1959