Alþýðublaðið - 28.07.1959, Síða 12

Alþýðublaðið - 28.07.1959, Síða 12
urfærslúnni segir Hanniba! ALÞÝÐUSAMBANDIÐ vinn ur nii að ráðstöfunum til að tmekkja Íögunum um niður- færslu dýrtíðarinnar, að því er Hannibal Valdimarsson segir frá í grein, sernj hann hefur skrifað fyrir alþjóðlegt kornni- únistablað, gefið út í Moskvu. Biað þetta heitir „Nýir tímar“ o-g er gefið út.á ensku, þýzku og fieiri málum og. sent í áréðurs- iskyni um allan heim. Er það ■gefið út af blaðinu „Trud“ í Moskvu. I greininni segir Hanni bal, að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar muni hafa þau áhrif, að lögin vefði mumin úr gildi. Hann segir einn ig, að verkalýðshreyfingin berj i>t fyrir afnámi bandarískra her stöðva á íslandi. Fyrst segir Hannibal í grein- inni nokkuð frá stofnun Alþýðu sambands íslands og segir síð- an svo: Ssgríður komst í undan- úrslif á Langasandi ..Styrk þess má marka af því. að næstum hverju einasta verk- falli, sem háð hefur verið s, 1. 15—'20 ár, hefur lokið með sigri varkamanna. Og þegar í ljós kom, að v'erkalýðurinn var að verða sterkari en samtök vinnu veitenda, voru gerðar tilraunir til að takmarka réttindi verka- lýðSfélaga. Verkamenn svöruðu með víðtækum verkföllum ár- in 1953 og 1955. Þetta var opið ■stríð vinnuveitenda og ríkis- stjórnar gegn verkalýðnum, og verkalýðurinn bar sigur af 'hólmi. Árið 1956 hafði haim að- stöðu til að eiga þátt í mynd- un nýrrar. ríkisstjórnar“. Þá skýrir Hannibal nokkuð frá tryggingum og öðru, en heldur svo áfram: „Ný ríkisstjórn,. sem jafnað- armenn eru ráðherrar í, var mynduð í lok s. 1. árs. 30. janú- ar samþykkti alþingi lög um niðurfærslu launa og skertí þannig samningsrétt verkalýðs- fslaganna og lífskjör verka- manna. Samband okkar vinnur nú að ráðstöfunum til að berjast gegn lögum þessum, og ég tel ekki minnsta vafa á, að samstilltar aðgerðir verkalýðshreyfíngar- innar muni hafa þau áhrif, að þau verði numin úr gildi. Verkalýðshreyfing okkar er Franihald á 11. síðu. SIGRÍÐUR Þorvaldsdóttir fegurðardrottning íslands árið 1958, varð ein af þeim 15 stúlk- um, sem komust í undanúrslit í alheimsfegurðarsamkeppn- inni á Langasandi. Er Sigríður sú fyrsta íslenzkra þátttakenda, sem svo langt hefur náð. — Á myndinni sjást þær sem í und- anúrslitin komust. Sigríður er í miðri annarri röð. S.l. föstudag var úrskurðað hver hljóta skyldi titilinn ung- frú alheimur og var það sem kunnugt er japanski fulltrú- inn, hin svarthærða og svart- eygða Akoko Kojima, sem hann hlaut. Næst varð fulltrúi Nor- egs, Jorunn Kristiansen, sem er ljóshærð og bláeygð, en sú þriðja í röðinni hin brúnhærða og blá-græneygða Ungfrú Bandaríki, Terry Lynn Hunt- ingdon. í BLEIKUM KJÓL OG BLÁGRÆNUM SUNDBOL. Undanrásarkeppnin var tví- liðuð, þar sem keppendur komu fram bæði í kvöldkjólum og á sundfötum. Kjóll Sigríðar var úr bleiku satíni með rykktu siffoni á brjóstum. Hann var stuttur að framan, en síður að aftan. Sigríður hafði háa, hvíta hanzka við kjólinn. Baðföt hennar voru blágræn. — Á- horfendur, sem voru margir, fögnuðu úrslitunum gífurlega bæði við undanrás og loka- keppninni. Ungfrú Kórea var kosin vin- sælust meðal fegurðardísanna, en ljósmyndarar kusu ungfrú England beztu fyrirsætuna. Enn er ólokið kosningu meðal þátttakenda sjálfra, hver hafi Framhald á 2. síðu. Brotizt inn í haðherbergi á norðlenzku hóteli til að bjarga maniii, sem sofnaði í baðinu SÁ ATBURÐUR gerðist á hóteli einu norðanlands fyrir helgina, að einn hótelgesta sofnaði í baðkari, sem sífellt rann í og flóði vatnið út um allt gólf og niður á næstu hæð. Það var á fimmtudagskvöld, að tveir menn að sunnan pönt- uðu sér herbergi á þessu um- rædda hóteli. Fengu þeir her- hergi á þ,riðju hæð og eftir að hafa gengið frá farangrí sín- um fóru þeir út í bæinn til að íeita sér skemmtunar. Um nóttina komu þeir heim — nokkuð við skál og þreyttir eftir erfiði dagsins. Fór ann- sr þeirra strax að sofa, en hinn hyggst taka sér bað. — Eftir nokkra stund vaknar sá, sem hafði lagt sig til svefnt, við það, að Þjónustulið húss- ins stendur skelft yfir honum og biður hann í guðanna bæn- tim, að fara og gæta að kunn- ingjanum í baðinu, en eitt- hvað muni vera öðni vísi, en áííi að vera, þar eð vatns- síraumur sé kominn niður á aðra hæð. BROTIST INN f BAÐIÐ. Er nú brugðist skjótt við til þess að gæta að þessu. Kemur þá í ljós, að náunginn hafði sofnað í baðinu, en vatnið streymdi látlaust úr kranan- um og var vatnsflóðið svo mik ið, að yfirfallið í baðkarinu dugði ekki til að hindra flóð- ið út um allt gólf. — Bjargaði það manninum frá drukknun, að baðkarið var svo stutt, að hann fremur sat en lá. Var hann því við góða líðan og ó- fús að yfirgefa þennan ágæla svefnstað, er hann var vakinn upp frá sætum draumum í volgu vatninu. 40. árg. — Þriðjudagur 28. júlí 1959 — 158. thl. LAGARFOSS er á leið frá New York til Reykjavíkur. Ut af Nova Scotia lenti skipið í á- rekstri við þýzkt vöruflutninga skip, 4000 tonn að stærð. Varð áreksturinn á laugardagsmorg- un s. 1. - í skeyti til Eimskipafélagsins um áreksturinn segir, að stefni Lagarfoss hafi skemmzt nokk- u<5. Þýzka skipið mun þó hafa skemmzt enn meira, þar eð fá 3 Rússar til Siglufjarðar í DAG fljúga til Siglufjarð- ar 3 fulltrúar Rússa, er tekið hafa þátt í viðræðum við Síld- arútvegsnefnd um frekari sölu saltsíldar. Ásamt þeim fara 3 fulltrúar ^Sjldarútvegsnefndar, Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri viðskiptamálaráðuneytisins, Da víð Ólafsson, fiskimálastjóri og Sveinn Benediktsson, formaður stjórnar Sxldarverksmiðja rík- isins. þýzkt flutningaskip varð dráttarbát til . þess að draga það til hafnár. — Lagar- foss er væntanlegur til Rvíkur í vikulokin. HERFORINGJASKIPTI verða á Keflavíkurflugvelli í dag. — Henry G. Thorne, sem verið hefur yfirmaður varnarliðsins, lætur af því starfi, en við tek- ur Gilbert L. Pritchard herfor- ingi. Kom hann hingað tili lands á sunnudag til að taka við hinu nýja stöffi. Herforingjaskiptin fara fram með hátíðlegri athöfn, þar á meðal hersýningu, við stærsta flugskýli vallarins, kl. 2,30 í dag. EYJÓLFUR Jónsson, sund- kappi, fer til Englands á mánu- daginn kemur, 3. ágúst, og hyggst leggjast til sunds í Erm- arsundi nokkrum dögum síðar. Þetta kom fram, er blaðið átti tal við Eyjólf í gær vegna nýj- asta sundafreks hans um helg- ina, því nú synti hann frá Kjal- arnestanga að Loftsbryggju í Reykjavík, sem er 10 kílómetr- ar að lengd og þessa vegalengd synti hann á 4 klukkustundum og 26 mínútum, og mun hann aldrei hafa synt hraðar en nú. Þetta er fjórða lengsta sund Eyjólfs og má segja, að nú sá hann búinn að synda allar þær vegalengdir, sem fólk sér í fljótu bragði að geti talizt keppikefli sundmanna. Lengsta sundið var Akranesssundið, 22 kílómetrar, þar næst Hafnar- fjarðarsundið 14 kílómetrar, þá Vestmannaeyjasundið 11 kíló- metrar og í fjórða sæti er Kjal- arnessundið og Drangeyjar- sundið, sem var í 928 ár „mesta sundafrek11 I\udsrrianna, er nú komið í fimmta sætið, en það er 7 kílómetrar. Ermarsund er hins vegar 32 kílómetrar. Bátur Slysavarnafélagsíns, Gísli Johnsen, fylgdi Eyjólfi og lítill plastárabátur var með í förinni. Á bátunum voru áhöfn in á Gísla Johnsen Ásgrímur Björnsson skipstjóri, Sigurður Teitsson, vélamaður og Lárus Österup og auk þessara Pétur Eiríksson, Svavar. Magnússon, Eyjólfur Snæbjörnsson, S'van- hildur -Magnúsdóttir og Hákon Jóhannsson, sem kvikmyndaði sundið enn sem fyrr. Eyjólfur var í nælonsund- skýlu með 2 kíló ullarfeiti- ut- an á sér, lagði af stað kl. 17,25 og kom til Reykjavíkur kl. 21,46. BETUR UNDIRBÚINN. Eyjólfur kvaðst vera miklu betur undirbúinn nú ení fyrra til að i>vna við Ermarsundið. Hann hefði tekið miklum fram förum í vetur undir leiðsögn Jónasar Halldórssonar þjálf- ara, og liti miklu bjartsýnni augum til Englands nú en áður. Siaða postmeisf- arans í Rvíh laus STAÐA póstmeistarans x Reykjavík hefur verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknir eiga að sendast póst- og síma- málastjórninni fyrir 11. ágúst næstk.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.