Alþýðublaðið - 30.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1959, Blaðsíða 4
ÆimmmmM) ©tgefanai. Aipyðuílokkunnn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísll J. A»t- þórsson og Hélgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm arsson. Fréttastjóri: Björgvin GuBmundsson. Ritstjórnarsimar: 14901 og 14902, Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aösetur: Alpýöu húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10 Silfur hafsins” SÍLDARFRÉTTIRNAR undanfarna daga eru mikil gleðitíðindi. Aflinn minnir á þá gömlu góðu daga, þegar „silfur hafsins“ barst á land, svo að naumast varð undan haft að bræða og salta veiðina. Og vonandi heldur hrotan áfram, þó að raunar geti enginn um slíkt spáð. Síldin er duttl- ungafyllsti fiskurinn 1 sjónum, og íslendingar hafa orðið eftirminnilega varir við kenjar henn- ar. En nú er hún sem sagt aftur á ferðinni og öllum aufúsugestur. Síldarleysi margra ára hefur valdið því, að ýmsir voru hættir að reikna með því dýrmæti, sem „silfur hafsins“ er, þegar lit þess 'slær á víð- áttu sjávarins úti fyrir Norðurlandi. Samt er sæmilega auðvelt að taka við aflanum vegna þeirra tækja, er komu til sögunnar eftir síðari heimsstyrjöldina, en þeirra hafa verið lítil not fram að þessu. Sannast hér einu sinni enn, að íslend- ingar hljóta jafnan að gera sér ljóst, hvað fisk- veiðarnar eru stopular. Við megum ekki missa móðinn, þó að afli bregðist lengri eða skemmri tíma. Fiskurinn vitjar okkar kannski á ný fyrr en varir, og þá ríður á því að geta hagnýtt sér fenginn. Og í sambandi við síldveiðarnar í ár er ís- íendingum hollt að íhuga, hvað unnt muni að gera í framtíðinni til að fullnýta þennan góða og dýrmæta afla. Þróun þeirra mála hefur legið hér niðri um áraskeið af skiljanlegum ástæðum. En verkefnið er stórt og tímabært, ef svo held- ur áfram sem nú horfir. Vissulega nær engri átt fyrir okkur íslendinga að flytja síldina út sem hráefni. Okkur ber að fullvinna hana og gera að dýrri vöru. Þess ætti líka að vera góður kostur eins og högum er háttað í landinu á öld | framíara og tækni. Iðnaðurinn er mikilvægasti framtíðaratvinnu vegur íslendinga. Sjávarútvegurinn býður upp á mikla og augljósa möguleika í því efni. Sá tími er liðinn, að hráefnið skipti öllu máli. Því á að breyta í fullunna iðnaðarvöru, sem hægt er að selja við góðu verði á heimsmarkaðinum. Þann- ig getum við margfaldað verðmæti sjávaraflans og stóraukið atvinnu í landinu. Síldin er kannski bezt til þessa fallin af öll- um fisktegundum, sem veiðist við fsland. Og þetta verkefni eigum við að taka föstum tökum í framtíðinni. Þá getur „silfur hafsins“ orðið gulls ígildi. Fyllihyttiir hindruðu prest í að semja fermingarprédikun jSVO BAR TIL í Homanes í ifeVíöy í Troms í Noregi fyr- ir skömmu, að sóknarprestur- inn varð að afiýsa fermingar- Riédikun sinni, en þess í stað flutti hann guðsþjónustu með venjulegu sniði. ‘Ástæðan til þessa var sú, að presturinn var truflaður alla nóttina áðui með drykkjulát- um fyrir utan húsið, þar sem hann býr. jKIerkur var svo æstur og rmglaður, að hann treystist ekki til að halda neina ferm- ingarprédiknu. Það var drykkjuskapur og ólæti með ópum og skrækjum alla nóttina og voru ferða- menn valdir að þessum ófögn- uði sem oftar. Sagan segir að Iokum, að sóknarbörnin hafi orðið að stikla yfir dauðadrukknar fyllibj/tur, þegar þau komu «1 kirkju á sunnudeginum til þess að taka þátt í fermingar- athöfninni. 4 30. júlí 1959 — Alþýðublaðið ÞEIB eru kátir á svipinn; þessir norsku sjómenn. Og ástæðan er sú, að þeir voru að fá fréttirnar um það að Krústjov væri liættur við að heimsækja Noreg. Þeiv hafa Iverið á síldveiðum fyrir Norðurlandi undanfarnar vikur, en komu inn til Siglu- fjarðar til að taka vatn áður en Þeir færu heim. Og þar fengu þeir þessar góðu frétt- ir og gamall og vígalegur sjó garpur sagði að þarna hefði ;Rússinn séð að sér, því hann íhefði aldrei sloppið lifandi ;frá Noregi. verndarfélaga í Barcelona, Spá’ni ALÞJÓÐASAMBAND geð- verndarfélaga mun halda árs- þing sitt í Barcelona á Spáni dagapa 30. ágúst til 4. septem- ber n. k. Á ársþinginu mun að venju rætt um starfsemi al- þjóðasambandsins og kosningar fara fram í ýmsar trúnaðar- stöður. Þá munu flutt 5 erindi um geðverndarmál, og verður efni þeirra sem hér segir: Þarfir barna og ungmenna; Geðtruflanir, vamir og með- ferð; Geðvernd við starfsnám; UllllÍllllllllllUllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHltlMI I Tryggja sig ! fyrir „unn usfutapi” 1 UNGIR menn í Bretlandi | = eru farnir að kaupa sér | | tryggingu á trúlofanir sín | 1 ar, þegar kærusturnar = | fara einar eða með vin- I | konum sínum, í ferðalög 1 = um meginlandið, segir | | brezka blsðlð News of the H | World um síðustu helgi. | | Einkum eru Ítalía, Frakk- i 1 land og Spánn talin | | „hættusvæði“, sem ekki = | er hægt að senda unnust- | = una til án stórhættu. | | Trúlofaður maður get- = | ur, þegar bezt lætur, feng | | ið greiddar út um 60.000 § 1 krónur, ef stúlkan slítur | I trúlofuninni vegna sum- | | arleyfisdvalar á megin- | | landinu. Iðgjöldin eru § | breytileg eftir aldri stúlk- | | unnar. Ef hún er milli 17 | | og 25 ára, kostar trygg- I | ingin 90 krónur fyrir 6 = = þús. Sé hún milli 25 og 30 | | ára, lækkar iðgjaldið nið- | | ur í 60 krónur fyrir 6.000. | = Enn hefur enginn þótzt | | þurfa að tryggja sig fyrir | I tapi unnustu, sem er yfir | | þrítugt. | riiiiiiiiiiiiHiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Iðnaður og geðvernd; Geð- vernd og fólksflutningar. Þá eiga þeir, sem ársþingið sitja ,þess kost áð taka þátt í störfum umræðuflokka, sem alls verða 16 talsins og taka munu fyrir ýmis efni. Daginn áður en þing alþjóða- sambandsins hefst, mun Geð- verndarsamband Evrópu halda fund í Bareelona. Þar verður flutt erindi um giftingar ungs fólks og börn mjög ungra for- eldra. Þess skal getið, að ákveðið hefur verið, að árið 1960 verði „geðverndarár11 cl’ þá ýmis- legt gert til að auka þekkingu almennings á geðvernd. Einn- ig hefur verið ákveðið, að 6. alþjóðaráðstefnan um geð- ver-nd verði háð í París síðla sumars 1961, en ráðstefnur af þessu tagi eru haldnar á nokk- urra ára fresti. Nánari upplýsingar um fund ina í Barcelona gefur ritari Geðverndarfélags íslands, frk. Guðríður Jónsson, yfirhjúkr- unarkona, Ljósheimum 11 (Sími 36183) eða Kristinn Björnsson sálfræ'ðingur, Heilsu verndarstöðinni. (Frétt frá Geðverndarfélagi íslands). Frétt til Alþýðublaðsins. Dalvík í gær. FAXABORG landaði hér 355 tunnum síldar í dag. Fór öll sú síld í söltun. í gær barst hingað talsverð- ur síldarafli og voru saltaðar alls 800 tunnur. Aflahæstur bátanna í gær var Faxaborg með 995 tunnur, en næstur kom Ágúst Guðmundsson með 295 tunnur. Héðan var fyrstu síldinni skipað út í gær. Var það sænskt skip, sem flutti hana út. — KJ. Verður á Isafirði um verzl- unarmannahelgina, eins og undanfarin ár, verður þar margt til skemmtunar, eins og jafnan áður. Hátíðahöldin hefjast á laug ardagskvöld með knattspyrnu keppni milli Hafnfirðinga og knattspyrnufélagsins H’arðar á ísafirði, og um kvöldið verða dansleikir í Alþýðuhús- inu og Uppsölum. Á sunnudag hefjast hátíða- höldin kl. 14,00 og verður þá fimleikasýning karla undir stjórn Bjarna Baehmanns, handknattleikskeppni milli íslandsmeistaranna frá Hafn- arfirði og ísfirðinga, drengja- boðhlaup og' knattspyrna milli Hafnfirðinga og ísfirð- inga, um kvöldið verður dans að Uppsölum. Hljómsveitir Vilbergs Vil- bergssonar og Baldurs Geir- mundssonar, leika fyrir dansinum. Knattspyrnufélagið Hörður sér um hátíðahöldin að þessu sinni, og minnist jafnframt 40 ára afmælis félagsins, en fé- lagið varð 40 ára 27. maí s. 1. HINN þriðja september nk. eru liðin 40 ár síðan flugvél hóf sig í fyrsta skipti til flugs hér á landi. Af þessu tilefni verðji gefin út flugfrímerki þann dag og sérstakur afmælispótsstimpill notaður í pósthúsinu í Reykja- vík. Þá hefur Flugmálafélag ís- lands látið gera sérstök umslög, sem seld verða í afgreiðslu Flug félags íslands í Lækjargötu dag ana 27. til 29. ágúst. Þeim var sama Þó að' Krústjov kæmi ekki...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.