Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 11

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Side 11
Reneé Shann: 32. dagur „En við hefðum skemmt okkur svo vel“, sagði ég. En svo gleymdi 'ég hví aftuf. Ég var í sjöunda himni. Mér var alveg sama um Kit Harker. Það eina sem máli skipti var að Steve var alveg sama um hana lika“. „Það, sem mér finnst verst er að hú heettir hér“, sagði Caroline. „Ég veit ekki hvern ig ég fer að án þín“. Ég leit undrandi á hana. „En ég hætti alls ekki, Caroline! Ef frú Connor kem- ur ekki aftur, fæ ég mér bara aðra. Vitanlega he.ld ég áfram að vinna hér. Auk þess þurf- um við peninganna með. Steve fær áreiðanlega eitt- hvað að gera, en hann fær sjálfsagt ekki jafn gott kaup“. „Bíddu bara við. En mundu að ef þú af einhverri ástæðu getur ekki haldið áfram að vinna, þá mðgastjég ekkert.“ Hún hló, „Ég býst satt að segja við því að þú verðir ófrísk bráðléga.“ Ég fékk hjartslátt. Það var ekkert, sem ég vildi fremur. Værurn við heppin fengi. Nicky litla systur. Við höfð- um alitaf ‘sagt að við vildum eiga mörg börn. Susy kom inn með kaffið og setti það á skrifborðið hjá Caroline. „Ég þarf að fara út, Susy,“ sagði Caroline. „Taktu við öllum skilaboðum. Ég veit ekki hvað ég verð lengi, en komist ég ekki fyrir lokun hringi ég.“ Hún komst ekki fyrir lok- un. Hún hjálpaði mér að laga allt til. Nicky var frá sér af gleði yfir að sjá mig og kom- ast aftur heim. „Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú átt fleiri,“ muidr- aði Caroline eftir að hann hafði dottið niður allan stig- ann með miklum gný og stað- ið á fætur án þess að segja orð og með heimspekilegri ró í svipnum. „Hann er hrein- asti engill, en guð'veit að hann eyðilégði í mér taugarn- ar i“ Ég tók hann upp. „>Nicky, ástin mín, passaðu þig-V „Ég hrasaði.“ „Ég veit Það, En þú vilt ekki vera búinn að fót- eða handleggsbrjóta þig, þegar pabbi kemur heim?“ „Hvenær kemur pabbi heim?“ „Klukkan hálfátta. Og þá áttu að vera háttaður og bú- inn að borða eins og venju- lega.“ „En þetta er ekki eins og venjulega! Við vorum að koma heim og pabbi liefur ekki séð okkur svo lengi.“ „Ég veit það, en það á al'.t að vera eins og við höfurn aldrei farið neitt og pabbi sé að kom.a heim frá verksmiðj- unni.“ „Af hverju?“ „Gefstu bara upp!“ sagði Caroline. „Á ég að skræla kartöflurnar?“ „Vitanlega ekki. Það er svo leiðinlegt.“ „Já, en tíminn er að verða útrunninn.“ Ég leit á klukkuna. Hún var að verða hálfsjö. „Nicky, vertu góður og komdu að hátta.“ Nicky leit á mig. „Það er svo snemmt, mamma.“ „Ekki mjög, Nicky minn.“ „Af hverju verð ég að vera háttaður, þegar pabbi kem- ur?“ „Af því — af því —.af' þvl að mér datt í hug að hann yrði svo feginn ef hann kæmi heim o'g þú værir háttaður og ég að 'búa til matinn.“ „Af hverju býr frú Connor ekki til matinn?“ „Hún fór til systur sinnar, sem er veik„ manstu það ekki?“ „Var það þess vegna, sem ég fór til Patsyjar fre|nku?“ „Já,_vinur minn.“ KÍukkan sjö sagðist Caro- line varð að fara. „Steve gæti komið of snemma og ég vil ekki eyði- leggja allt fyrir þér.“ „Ö, Caro'line!11 „Hvað er að?“ „Mér er illt.“ „Það er spenningurinn." Cárolíne brosti til mín. „Vertu róleg, Jenny. Við kyssist og allt verður gott og indælt á ný.“ „En ef fasaninn brennur við?“ „Það gerir hann áreiðan- „Ég ætlaði nú upphaflega að skreyta vegginn í mínu herbergi, en ég ætla að reyna fyrst liérna og sjá, hvernig þetta tekur sig út“. lega. Það er langt síðan þú hefur eldað mat.“ „Frú Connor bjó til svo góðan mat. Kannske hann vildi að hún væri hér?“ „Það gerir hann ekki. Ég hugsa að honum sé alveg sama þó fasaninn brenni við.“ „En mér er ekki sama! Ég vil að hann fái góðan mat.“ „Eáttu ekki svona! Farðu og málaðu þig, það er þýðing- armeira. Nefið á þér glampar eins og viti og Þú ert varalits- laus.“ Hún flissaði. „Annars er þér víst óhætt að sleppa varalitnum!“ Ég brosti. „Ég á kossekta lit.“ „Hefurðu reynt hann?“ „Það hefur ekkert tækifæri gefizt til þess.“ „Hittirðu ekki Richard í gær?“ Ég svaraði ekki, en kyssti hana í kveðjuskyni. Á morg- un, hugsaði ég þegar hún ók af stað, á morgun skrifa ég Richard. Það verður ekki auð velt að skrifa það bréf. Og ég vissi að það yrði ekki auðvelt fyrir hann.að lesa það heldur. En hélt hann virkilega að ég hefði gifzt honum ef ég heíði skilið? Hafði ég sjálf haldið það? Ef ég hafði halclið það, hafði ég skilið að það var ekki rétt þegar hann kyssti núg í gær. Ég hefði aldrei gifzt hon- um. Eða hefði ég gert það? Það var svo erfitt að ákveða það núna, þegar ég vissi að allt yrði gott milli okkar Stev es. Og óg gat heldur ekki hugs að skýrt í kvöld. Ég leit oft á klukkuna og velti því fyrir mér hvenær Steve styngi lykl inum í skrána. Það var allt tilbúið þegar klukkan var að verða hálf- átta. Húsið var eins og alltaf áður. Eldurinn skíðlogaði á arninum í dagstofunni. Það voru blóm í öllum vösum og á borðinu voru tvö glös. Það var ilmandi matarlykt, sem Steve fyndi um leið og hann opnaði dyrnar. Svo heyrði. ég fótatak uppi á lofti og skildi að Nicky hafði staðið úti í glugganum og séð pabba sinn .koma. Nú hallaði hann sér yf- ir handriðið, andlitið ljómaði af eftirvæntingu. „Mamma, hann er að koma. Hann gengur. Hvar er bíll- inn?“ „Ég — ég veit það ekki; vinur. Farðu í rúmið.“ Hann hvarf og ég fó fram í eldhúsið og lét dyrnar standa hálfopnar svo Steve gæti séð að þar -/ar ljós og einhver inni. Ég heyrði lyklinum snú- ið í skránni. Ég opnaði ofn- dyrnar og beygði mig til að hella sósu yfir fasaninn. Ég hafði svo mikinn hjartslátt að ég heyrði ekki fótatak hans. En ég heyrði undrunar- óp og dyrnar voru galopnað- ar. „Sæll, ástin mín,“ sagði ég. „Við fáum fasana í kvöld- mat.“ Á næ$ta augnabliki lá ég í faðmi hans. Það kraftaverk skeði að mér tókst að ýta fas- - aninum inn í ofninn aftur. „Jenny, Jenny, ég trúi ekki mínum eigin augum!“ Ég leit brosandi á hann. „Satt að segja geri ég það ekki heldur.“ „Ó, Steve.“ Hann kyssti mig aftur. „Hvar er Ni^ky11 spurði hann. „Hann er háttaður. Hvað aetti hann annað að vera á þessum tíma dags?“ Ég lét hann fara einan upp og beið augnablik áðu ren ég elt. „Varstu glaður, pabbi?“ spurði Nicky sakleysislega, þegar ég kom inn. „Glaðari en nokkru sinni fyrr vinur minn.“ „Hvar er bíllinn þinn?“ „Ég er búinn að skipta. Við eigum nýjan bíl.“ „Er hann eins fínn?“ „Mikið fínn.“ „Hvaða tegund er hann?“ „'Franskur bíll.“ „Af hverju fáum við fransk an bíl?“ „Það skal ég segja Þér á morgun. Ég segi mömmu það fyrst.“ „Hvað var þetta með nýjan bíl?“ spurði ég þegar Nicky hafði leyft okku rað fara aft- ur niður. Steve hellti í glas fyrir mig. Svo settipt hann við hlið mér í sófanum. „Hve mikið veiztu, elskan mín?“ „Alls ekkert. Ég veit bara að þú vinnur ekki lengur í verksmiðjunni. Ég hringdi þangað til að tala við þig.“ Ég leit í augun á honum. „Þess vegna er ég hingað komin, ég lagði saman tvo og tvo. Ég var á skrifstofunni þegar þú talaðir við Caroline. Ég vildi tala við þig, en hún leyfði mér það ekki. Hún vildi að Þú fyndir okkur Nicky hérna.“ Hann tók fasta rutan um mig. „Hún hafði á réttu að standa.11 Hann laut að andlit- inu á mér. „Viltu spyrja um eitthvað? Ég á við annað en bíl ag stöðu.“ „Nei. Nei, ekkert.“ „Þú veizt víst að ég elska þig? Að ég get aldrei fyrir- gefið mér að særa þig.“ Ég kinkaði kolli. „Ég veit að þú elskar mig, annars hefðirðu ekki sagt upp.“ „En það er annað, sem ég þarf að segja þér. Ég kom rétt eftir að þú fórst.“ Ég sá Steve fyrir mér koma heim í tómt hús án þess að vita hvar við værum, hræðslu hans um að eitthvað hefði komið fyrir okkur. „Steve minn! Hvað gerð- irðu svo?“ „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég bjóst vað að þú hefðir ekki þolað þetta lengur og farið þína leið. Ég fór á fyllirí.“ „Ástin mín. Ég vona að þú hafir ekki tekið bílinn?“ „Nei, það gerði ég ekki. Ég vildi helzt geta skilað honum í fullkomnu lagi til verksmiðj unnar næsta dag.“ „En það var ekki von á þér fyrr en á föstudaginn.“ „Nei. E við Kit rifumst og þá áttaði ég mig á hlutun- um.“ „Ég er svo hamingjusöm,“ andvarpaði ég. Svo leit ég rannsakandi á hann. „Það er dálítið, sem mig langar að spyrja þig að.“ „Gerðu það þá.“ „Hvers vegna sagðist þú búa á „The Royal Hotel“?“ „Af því að ég hélt að ég ætti að búa þar. Kit sagðist hafa pantað herbergi handá mér þar.“ „Fyrir hana líka?“ „Nei, hún ætlaði að búa á öðru hóteli.“ „Ég skil og þegar þú komst þangað komstu að því að hún hafði pantað handa þér her- bergi á sama stað.“ „Já, þannig var það.“ Ég komst ekki hjá því að flug¥éiarsiars Flugfélag íslands Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmamjahafn ar kl. 8 í dag. Væntanleg aft- ur til Réykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: f dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blöndu óss, Egilsstaða, Flateyrar, ísa fjarðar, Sauðárkróks, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing eyrar. Loftleiðir. Leiguvélin er væntanleg frá Stafangri og Osló kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Saga er væntanleg frá NewYork kl. 8.15 í fyrramál- ið. Fer til Osló og Stafangurs kl. 9.45. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Norðurlanda. Flugvélin er væntanleg annað kvöld og fer áfram til New York. SklpiPi Ríkisskip. Hekla er væntanleg til Reykjavíkur árdegis á morg- un frá Norðurlöndum. Esja fer frá Reykjavík í dag vest- ur um land í hringferð. Herðubreið fór frá Reykjavík í gær austur um land í hring- ferð. Skjaldbreið er á Húna- flóa á leið til Reykjavíkur. Þyrill er á Austfjörðum. Skaftfellingur fer frá Reykja vík í kvöld til Vestmeyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er væntanlegt til Stettin í dag. Arnarfell fór í gær frá Akranesi áleiðis til Skagastrandar, Sauðárkróks, Dalvíkur, Ákureyrar, Húsa- víkur og Siglufjarðar. Jökul- fell fór 14. þ. m. frá Keflavík áleiðis til New York. Dísar- fell losar á Austfjarðahöfn- um. Litlafell er í olíuflutning- um í Faxaflóa. Helgafell átti að fara 15. þ. m. frá Stettin áleiðis til Reyðarfjarðar. Hamrafell er væntanlegt til Reykjavíkur 21. þ. m. frá Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá Norðfirði 13/8 til Giasgow, Rotterdam, Bremen og Leningrad. Fjall- foss fór frá Vestmannaeyjum 11/8 til Rotterdam, Antwerp- en, Hamborgar og Hull. Goða foss fór frá New York 11/8 til Keflavíkur. Gullfoss fór frá Reykjavík 15/8 til Leth og Kaupmannahafnar. Lagar foss fór frá Eskifirði 15/8 til Fredrikstad, Gautaborgar, Helsinborg Malmö, Áhus, Leningrad og Hamborgar. Reykjafoss fór frá New York 14/8 til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Sandefjord í gær til Köbenhavn, Rostock, Stock- holm, Riga, Ventspils og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá ReykjAVik í gærkvöldi til Hafnarfjarðar, Akraness og Reykjavíkur. Tungufoss kom til Hamborgar 16/8, fer það- an til Reykjavíkur. Katla fór frá ísafirðf í gær til Sauðár- króks, Siglufjarðar, Akureyr ar og Húsavíkur. Alþýðublaðið — 18. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.