Alþýðublaðið - 18.08.1959, Qupperneq 12
Könnuði 6. var skotið á loft 7. ágúst sl. Hann fer eftir
sporbauð, sem er mest 26.400 mílúr frá jörðu en minnst
157 mílur frá jörðu. Hann fer einn liring á 765 mínúíum
en búizt er við, að hann verði ár á lofti. Frumherji 1
fór á loft 17. marz 1958. Áætlunartími: 200 ár, Frum-
herji 2. 17/2 ‘59, áætlúnartími 10 ár, Könnuður 1. 31/2
’58, áætlunartími 3—5 ár, Könnuður 4, 26/7 58, áætlun-
artínii 1 ár og Snutnik 3. 15/5 ‘58, áætlunartími 15 mán.
Jónas Guðmundsson endurkjörinn form.
Sambands ísl. sveifast jörna rfélaga
SJÖTTA landsþingi Sambands
ísl. sveitarfélaga lauk í LIDO
ísl. sunnudag. Þingið sóttu, auk
'ittnlendra fulltrúa, gestir frá
hinum Norðurlöndunum og
i fluttu þeir ávörp í þinglok. —
Jómas Guðmundsson var endur-
kjörinn formaður sambandsins.
Margar ályktanir voru gerð-
ar á þinginu. Hér fer á eftir
ályktun, er gerð var um Bjarg-
ráðasjóð íslands, svo og önnur
varðandi endurskoðun sveitar-
st j ómarlaganna:
„Landsþing Sambands ísl.
• sveitarfélaga lýsir samþykki
sínu við frumvarp það um
Bjargráðasjóð fslands, sem
fyrir þinginu liggur og árétt-
ar fyrri yfirlýsingar lands-
þinga og fulltrúaráðsfunda
um að brýn nauðsyn sé á því,
að komið verði á fót lánastofn
un handa sveitarfélögum, þar
sem þeim verði tryggður að-
gangur að hæfilegu lánsfé fyr-
ir sveitarsjóðina.
þeirri endurskoðun verði lokið
fyrir n.k. áramót.
Verði hins vegar endurskoð-
un þessi ekki framkvæmd, fel-
ur landsþingið stjórn sam-
bandsins að reyna að ná sam-
komulagi við stjórn Búnaðar-
félags íslands, Fiskifélags fs-
lands og-Bjargráðasjóðíslands
um þau atriði, sem þeim ber
í milli, sé þess kostur, og fá
frumvarpið að því búnu flutt
á ný á Alþingi.“
ENDURSKOÐUN SVEITAR-
STJÓRNARLAGA.
„Landsþing Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga, fagnar
því að ríkisstjórnin hefur nú
orðið við margendurteknum
áskorunum sambandsins um
að skipa nefnd til að endur-
skoða sveitarstjórnarlöggjöf-
ina og að ný löggjöf yrði sett
um tekjuöflun sveitarfélag-
Framhald á 2. síðu.
Landsþingið skorar á ríkis-
stjórnina að láta nú þegar
fara fram endurskoðun þá á
íögum um Bjrirgráðasjóð ís-
lands, sem Efri deild alþingis
hefur óskað eftir, og treystir
því, að við þá endurskoðun
verði tekið fullt tillit til til-
lagna þeirra, sem Samband ís-
lenzkra sveitarfélaga hefur
haft pppi í þessu máli, og að
| Heiíí vaín í
: SL. laugardag; þegar sfóri I
1 borinn var að hora inni í i
\ Smálöndum við Suðurlands- I
| braut kom hann niðúir á i
: heitt vatn á 1300 m dýpi. En |
j það er mesta dýpi, sem borað |
j hefur verið niður á hérlendis I
| hingað til. |
Mlillllilllllllllllllllllflllillllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiii
Mæðgíur urðu
fyrir bifreið
LAUST eftir hádegi á sunnu-
dag varð umferðarslys á Reykja
nesbraut rétt hjá Þóroddsstöð-
um. Var það kona ásamt 8 ára
dóttur sinni, sem fyrir slysinu
varð, og meiddust báðar, en
móðirin þó alvarlegar.
Mæðgurnar voru að koma í
bæinn með Keflavíkurvagnin-
um. Fóru þær úr hjá Þórodds-
stöðum og gengu aftur fyrir bíl-
inn á leið yfir götuna. í sama
bili kemur bifreið eftir vegin-
um á leið suðureftir, og lendir
konan með barnið fyrir henni.
Skullu mæðgurnar báðar í göt-
una og marðist konan talsvert,
en dóttir hennar skrámaðist
eitthvað.
Konan heitir Júlíana Jóns-
dóttir til heimilis að Garðavegi
11 Reykjavík, en dóttir hennar
Sigfríður.
Yalsmenn á
Siglufirði
Fregn til Alþýðublaðsins.
SIGLUFIRÐI í gær.
ÞRIÐJI og fjórði flokkur frá
Knaltspyimufélgainu Val hafa
verið hér í heimsókn síðan á
laugardág þangað til í dag, en
þá var förinni heitið til Akur-
eyrar.
Á laugardaginn lék 3. flokk-
ur Vals við KS og tapaði með
0:3 og 4. flokkur tapaði fyrir
KS með 1:2. Á sunnudaginn
kom 1. og 4. flokkur frá Sauð-
árkróki í heimsókn hingað. KS
vann 4. flokk með 8;0 og i. f].
með 10:2. Þá lék KS einnig við
3. flokk Vals á sunnudag og sigr
aði með 4:3, en Valur vann KS
í 4. flokki með 1:0. J.M.
'jfc' MILANO: Lögreglan hand-
tók 300 unglinga í herferð sl.
tvær nætur. Margir þéirra
voru vopnaðir byssum og hníf
um. 30 var haldið í varðhaldi.
Hver vill kaupa
fíunda hlula
úr bifreið?
Á nauðungaruppboði, sem
haldið verður í Reykjavík á
morgun verða seldar 18 bif-
reiðar og tíundi hlutinn úr
þeirri nítjándu. Greiðsla fari
fram við hamarshögg.
Sjá auglýsingu frá Borg-
arfógetanum
í Opnunni.
AÐFARANÓTT síðastliðins
sunnudags varð maður fyrir bif
reið á Laugarnesvegi og hlaut
mjög alvarleg mieiðsl.
Atvik voru þau, að kl. rúm-
lega hálf 4 á sunnudagsnóttina
ók bíll norður eftir Laugarnes-
vegi. Sky.ndilega sér bílstjórinn
að maður gengur í veg fyrir bif
reiðina, og fær hann ekki stöðv
að bílinn fyrr en maðurinn lend
ir framan á honum vinstra meg
in. Skipti það engum togum, að
hann kastast upp á vélarhús,
framan á framrúðu, upp á þak
bílsins og að lokum niður á göt-
una aftan við vinstri afturhurð.
Maður þesgi heitir Þorberg-
ur Skagfjörð Gíslason. Talið er,
,að hann hafi verið eitthvað und
ir áhrifum áfengis, þegar slysið
varð. Þorbergur er maður á
miðum aldri.
Á samri stundu og slysið varð
missti Þorbergur meðvitund og
hefur síðan aldrei komizt fylli-
lega til sjálfs sín. Hann var þeg-
ar í stað fluttur á Landakots-
spítalann og liggur þar síðan
þungt haldinn.
Bíllinn skemmdist mikið, en
bílstjórinn kvaddi þegar til lög
reglu og gaf skýrslu um málið.
Blémadrotfning
Hvergerðinga
kosin um belgina
BLÖMABALLIÐ í Hver:a-
gerði var á laugardagskvöldið
og var kosin blómadrottning
Unnur Jónsdóttir frá Vest-
mannaeyjum. Hún varð stúd-
ent frá Menntaskólanum að
Laugarvatni í vor og starfar
við Ljósafoss. Nánar um hana í
blaðinu á morgun.
Kjalíarinn' yíir-
Brunabófafélagið hefur end-
2.3 millj. sl. 3 ár
AÐALFUNDUR fulltrúaráðs I og efla brunavarnir og fækka
Brunabótafélags fslands var eldsvoðum, svo sem frekast er
lialdinn í Reykjavík 13. ágúst
s.I. Fulltrúaráðið skipa fulltrú-
ar frá öllum kaupstöðum lands-
ins utan Reykjavíkur og full-
trúar frá öllum sýslum lands-
ins.
Fundarstjórar voru kjörnir
Guðbrandur ísberg, sýslumað-
ur, Blönduósi, og Birgir Finns-
son, framkvæmdastjóri, ísa-
firði, en ritarar Kristinn Júlí-
usson, bankastjóri, Eskifirði, og
Leifur Einarsson, kennari frá
Raufarhöfn.
ENDURGREIÐSLUR
23 MILLJÓNIR.
Formaður framkvæmdastjórn
arinnar, Jón G. Sólnes, banka-
fulltrúi, Akureyri, flutti skýrslu
stjórnarinnar og forstjóri fé-
lagsins, Ásgeir Ólafsson. flutti
skýrslu um starfsemi, rekstur
og hag félagsins. Hagurinn er
mjög góður og rekstur þess hef-
ur gengið vel. — Allur hagnað-
ur af sjálfri tryggingarstarf-
semi s.l. vátryggingarárs var
endurgreiddur til félagsmanna
og deilda eða alls kr. 965.195.87,
en á undanförnum 3 árum hafa
endurgreiðslur numið 2.3 mill-
jónum. Hrein eign félagsins er
rúmar 30 milljónir.
Á fundinum mætti forstöðu
rnaður brunavarnaeftirlits rík-
isins, Erlendur Halldórsson, og
flutti skýrslu um brunavarna-
málin. Kom fram mikill áhugi
fulltrúanna fyrir því, að auka
unnt, en Brunabótafélagið hef-
ur stutt mjög og eflt bruna-
varnir í landinu með beinum
fjárframlögum og lánveiting-
um, svo o£ útvegun og smíði
hentugra slökkvitækja.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa: Jón G.
Sólnes, bankafulltrúi, Akur-
eyri, Emil Jónsson, forsætis-
ráðherra, Hafnarfirði, og Jón
Steingrímsson, sýslumaður,
Borgarnesi. í varastjórn eru
Sigurður Óli Ólafsson, alþm..,
Selfossi, Björgvin Bjarnason,
sýslumaður, Hólmavík, og Ólaf-
ur Ragnars, kaupmaður, Siglu-
firði.
ic UPPSALA: Fimm daga ráð-
stefna 600 eðlisfræðinga hófst
hér í dag. Á dagskrá eru um
það bil 250 fyrirlestrar.
fullur í gær
SAMKVÆMT frásögn lög-
reglunnar Vat óvenjumikið um
ölvun í gærdag. í gærkvöldi
snemma var „kjallarinn“ þegaff
yfirfullur.
Höfðu menn gerzt heldur stór
tækir til flöskunnar til lafrétt-
ingar eftir helgina.
■jjf VARSJÁ: Bandaríkjamaður-
inn dr. Ralph Bunche, aðstoð-
ar-framkvæmdastjóri Samein
uðu þjóðanna, er kominn hing
að í heimsókn í boði Rapacki,
utanríkisráðherra.
Fundur Alþýðu-
flokksfélags
Kópavogs
FUNDUR verður haldinn
í Alþýðuflokksféla-gi Kópa-
vogs í kvöld kl. 8.30 í Al-
Þýðuhúsinu við Hverfisgötu,
gengið inn frá Ingólfsstræti.
Óhreyttur hermaður lézt vera
liðsforingi', var handtekinn
SÁ ATBURÐUR gerðist suður
á Keflavíkurflugvelli í gær-
kvöld, að óbreyttur varnar-
liðsmaður villti á sér heim-
ildir til þess að fá að^ang að
liðsforingjaklúbbi hersins. —
Légt maður þessi vera liðsfor-
ingi, en þegar í Ijós kom, að
svo var ekki, var hann hand-
tekinn og settur í varðhald.
MISSIR TIGNARMERKI.
Agi er strangur í her og
mun maður þessi missa þau
ti.gnarmerki, er hann hafði
öðlazt. Verið getur einnig, að
við háttalagj sem þessu séu
þyngri viðurlög.