Alþýðublaðið - 26.08.1959, Síða 4
tJtgefandi: Alþýðuílokkurinn. Ritstjórar: Bencdikt Gröndal, Gísli J. Ast-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusimi: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8-AL0.
Hneykdi vegsamað
ÞJÓÐVILJINN reynir í forustugrein sinnii
í gær að verja griðasáttmála OHitlers og Stalíns og
talar mikið um sögufalsanir í sambandi við for-
dæmingu á honum. Sannast þar, að hver lítur
sínum augum á silfrið. En söguskýring Þjóðvilj-
ans er meira en lítið hæpin. Hins vegar mun mörg-
um þykja athyglisvert, að málgagn Alþýðu-
bandalagsins skuli enn hafa þá velþóknun á
Stalín sáluga að afsaka það verk hans, sem hvað
verst mælist fyrir í mannkynssögunni.
íslenzka kommúnistablaðið telur það mikla
stjórnlist af Stalín að gefa Hitler kost á þeirri
hemaðaraðferð að ætla fyrst að gera út af við
Vesturveldin og láta svo til skarar skríða við
Rússa með úrslitasigur fyrir augum. Litlu mun-
aði, að Hitler tækist þessi fyrirætlun. Þraut-
seigja Vesturveldanna og síðar torleiði Rúss-
lands ásamt viðnámi rússnesku þjóðarinnar
kom hins vegar í veg fyrir, að nazisminn legði
undir sig heiminn. En vissulega er ástæðulaust
að vegsama stjórnlist Stalíns. Griðasáttmáli
hans við Hitler kostaði meðal annars milljónir
mannslífa í austurvegi. Því var hægt að forða,
ef Rússar hefðu tekið höndum saman við Vest-
urveldin strax í upphafi styrjaldarinnar og her-
sveitir nazista orðið að berjast á tvennum víg-
stöðvum. Svo mjög er söguskýring Þjóðviljans
f jarri lagi.
Kommúnistar þóttust forustuaðili í barátt-
unni gegn nazismanum árin fyrir síðari heims-
styrjöldina. Og sjálfsagt er að viðurkenna, að
margir þeirra hikuðu ekki við að leggja lífið í
sölurnar. En viðhorf þeirra gerbreyttust á einni
nóttu við griðasáttmála Hitlers ,og Stalfns. Þá
varð hvítt svart og svart hvítt. Ritstjórar Þjóð-
viljans muna auðvitað mætavel, þegar þeim var
gert á svipstundu að snúast eins og skoppara-
kringlur að rússnesku valdboði fyrir tuttugu ár-
um. Og enn lifa þeir í gömlu hlýðnisafstöðunni,
þrátt fyrir allt, sem gerzt hefur síðan. Mennirnir
eru svo viljalausir, að þeir verja griðasáttmála
Hitlers og Stalíns nú af sama kappi og morgun-
inn fyrir tuttugu árum, þegar stjórnlist Stalíns
gerði þá að viðundri.
Fátt sýnir betur, hvers konar manngerð ís-
lenzkir kommúnistar eru. Innræti þeirra hefur
ekkert breytzt við Alþýðubandalagsgrímima.
Mikið ef Finnbogi Rútur og Hannibal verða ekki
látnir vegsama griðasáítmála Hitlers og Stalíns
í hausíkosningunum. Eða kannski að Brynj.ólf-
ur Bjarnason telji sig kunna betur til verksins?
fyrir Keflavík til Alþingiskosninga er gild-
ir frá 1. maí 1959 til 31. des. 1959 liggur frammi al-
menningi til sýnis í skrifstofu Keflavíkurbæjar,
Hafnargötu 12 frá 25. ágúst til 21. sept. að báðum
dögum meðtöldum.
Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til bæjar-
stjóra eigi síðar en 4. okt. n.k.
BÆJARSTJÓRINN f KEFLAVÍK
, 22. ágúst 1959.
4 26- ágúst 1959 — Alþýðublaðið
Hýr Mercedes Benz> Hin nýja gerð af Meriedes Benz, sem bráðlega kemur frá verk-
* * -miðiunum í Stuttgart, vekur án efa miklá athygli, Framleið- •
endur hinna eilífu fögru bíla, hafa nú útbúið þá með •’,'Tgum, hringrúðum og ljóskerum, sem
minna á ameríska bíla. En Mercedes hefur var Weitt séreinkenni þessara fallegu þýzku bíla.
Margar nýjungar verða í þessum bílum, vélar-sar rru aflmeiri, og þeir fara betur á vegum en
fyrri gerðir. Gluggar eru stærri en áður og farangursgeymslan er stækkuð um helming.
Á SUMARÞINGI Efnahags-
og félagsmálaráðsins, sem
haldið var í Genf fyrir!
skömmu, var lögð rík áherzla
á mikilvægi fréttafrelsis.
Ráðið samþykkti ályktun þar
sem Dag Hammarskjöld fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna var hvattur til að
senda meðlimum samtakanna
uppkast að yfirlýsingu um
fréttafrelsi og biðja þá að
skila umsögnum um uppkast-
ið fyrir næstu áramót.
í uppkastinu er lögð sér-
stök áherzla á fimm atriði
sem varða ábyrgð ríkisstjórna
á því „að vemda og efla
frjálsla fréttaþjónustu eftir
öllum þeim leiðum, sém fyr-
ir hendi eru“ og skyldu frétta-
stofnana til að sýna heiðar-
leik og ábyrgðartilfinningu í
fréttaflutningi að svo miklu
leyti sem öryggi fósturjarðar-
innar og réttindi einstaklinga
og þjóðarheildar leyfa og
krefjast.
sérfræðingarnir inna af hendi.
Á vettvangi mannréttinda
var mikilvægasta mál ráð-
s'efnunnar samþykkt á drög-
um að yfirlýsingu um rétt-
indi barna, og verður sú yfir-
lýsing nú lögð fyrir Allsherj-
arþingið. Ennfremur var skor
að á ríkisstjórnir og hlutað-
eigandi yfirvöld að staðfesta
samþykkt Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar (ILO) um
bann við manngreinaráliti
vegna hörundslitar, trúar-
bragða eða annarra hluta,
þegar ráða skal menn í vinnu.
Sér aldrei
fil séli
ReyfarPri
Fregn til Alþýðublaðsins.
Reyðarfirði í gær.
HÉRNA hefur verið NA-bræla
annað slagið að undanförnu og
hefur engin síld borizt hingað
síðan í gærmorgun. Var saltað
í fyrrinótt. Veiddist síldin
langt úti, eða 70—80 mílur. Var
hún stór og feit.
Óþurrkar eru hér sífelldir og
sér aldrei til sólar. — G. S.
ÝMS BLÖÐ hafa skrifað
um veitingastaði ýmsa út
um landið og er það að von-
um. Það er ef til vill að bera ■
í bakkafullan lækinn að bæta
nokkra staðiút.d. hótelið á
Blönduósi. Þar eru 2 smá-
kompur alveg óboðlegar,
enda bótt fáir byrftu að nota.
Stundum koma langferða-
Ráðið gerði fjölmargar á-
lyktanir, m. a. um eftirlit með
eiturlyfjasölu, tæknihjálp,
mannréttindi og félagslega
þróun. Á síðastnefnda svið-
inu var t. d. mælt með ráð-
stöfunum til að auka bygg-
ingu á ódýru húsnæði og að-
gerðum til að draga úr vændi.
í nokkrum ályktunum var
lögð áherzla á þörfina fyrir
raunhæfa hjálp Sameinuðu
þjóðanna við ríkisstjórnir til
að stuðla að félagslegri þró-
un.
Að því er varðar tækni-
hiáíp Sameinuðu þjóðanna
var látin í 1 jós von um, að
hægt verði að koma fjárhags-
legu jafnvægi á þennan mik-
ilsverða þátt í starfsemi Sam-
einuðu þjóðanna og færa út
kvíarnar. Ráðið lýsti yfir
stuðningi sínum við þá sér-
stöku mynd tæknihjálpar sem
komið var á fyrir rúmu ári
og gengur undir nafninu
OPEX. Þessi hjálp er í því
fólgin að S. Þ. bjóða hinum
vanþróuðu aðildarríkjum sér-
fræðinga í ríkisrekstri og op-
inberri þjónustu til langs
tíma í senn. Þessir sérfræð-
ingar taka að sér mikilvæg
störf í opinberri þjónustu um-
ræddra ríkja, en vinna jafn-
framf að því að þjálfa opin-
bera starfsmenn í þessum
ríkjum, þannig að þeir geti
smám saman sjálfir tekið að
sér hin mikilvægu störf sem
þar einhverju við, en á það
skal þó hætt.
Það sem mér finnst að
fyrst og fremst þurfi að bæta
um á mörgum þessum stöð-
um eru salernin. Þau eru
víða fyrir neðan allar hellur
og virðist þar lítil breyting
ætla á að verða, þótt ýmis-
legt annað hafi batnað.
Ég nefni af handahófi
BENEDIKT Sigvaldason hef
ur verið settur skólastjóri hér-
aðsskólans á Laugarvatni um
eins árs skeið, frá og með 1.
sept. 1959,
Benedikt er fæddur 18. apríl
1925 og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1949. Las síðan ensku og latínu
í Leeds og lauk þar B.A. prófi.
Hefur verið kennari við héraðs
skólann á Laugarvatni siðan
1952..
Aðrir.umsækjendur um stöð- i
una voru Oddur A. Sigurjóns-
son og Vilhjálmur Einarssón.
burfa að nota salernin og
geta allir skilið hver feikna
vandræði skanast. Eftir slík-
ar heimsóknir eru líka þess-
ar vandræðakomnur verri
en svínastíur í orðsins fyllstu
merkingu.
í Plreðavátnsskála hjá Vig-
fúsi Guðmundssyni, sem allt
vill gera gott fvrir sína gesti,
eru salernin nánast sagt eng-
in, eða verri en engin. Um
vatnssalerni er tæplega hægt
að tala, og eftir komu lang-
ferðabíla er ástandið í salern
um hræðilegt.
Svipuðu máli er að gegna
á Ferstiklu og víðar og víðar
út um landið.
í Fornahvammi er þetta til
fyrirmyndar og ættu aðrir
gestgjafar að geta1 komið sér
upn svipaðri aðstöðu.
Ég held að heimild sé eða
fyrirmæli í lögum um að
hafa eftirlit með veitinga-
stöðum. Ég spyr, hví er það
ekki gert?
Ég held þetta hljóti að ná
til heilbrigðisyfirvaldanna.
Ættu þau nú að taka rögg á
sig: senda eftirlitsmann á
helztu veitingastaði, einkan-
lega á fjölförnum leiðum;
finna að öllu, sem að hrein-
læti og heilbrigðisreglum
viðkemur, gefa eigendum
þessgra staða tækifæri fyrir
t.d. vorið 1960 til að, hafa þá
kómið þessu í viðunandi
Framhald á 10. síðu.